Þjóðviljinn - 26.08.1988, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 26.08.1988, Blaðsíða 18
Svo lengi lærir sem lifir Vaxtarbroddur fullorðinsfræðslunnar er starfsnámið. Fjölbreytt starfsnám gefur okkur hæfari þjóðfélagsþegna, segir Guðrún Halldórsdóttir forstöðumaður Námsflokka Reykjavíkur - í>ótt mikil bragarbót hafi verið gerð á undanförnum árum til að auðvelda fullorðnu fólki og þeim sem einhverra hluta vegna hafa flosnað upp á sinni skóla- göngu, að taka upp þráðinn að nýju, má miklu betur gera. Þrátt fyrir öldungadeildir og hverskyns námskeiðahöld eru enn fjöl- margar hindranir í veginum fyrir því að fólk leggi í nám að nýju eftir langt hlé, þó þar kunni ef- laust brauðstritið sjálft að hafa mest að segja - flestir þurfa að vinna langan vinnudag til þess að sjá sjálfum sér og sínum farborða og standa skil á skuldbindingum sínum við lánardrottna og hið op- inbera. Síðan má ekki heldur láta sér yfirsjást að þeir námsmögu- leikar sem standa fullorðnum til boða eru fyrst og fremst bundnir við þéttbýlið. Sú sem mælir þessi orð er Guð- rún Halldórsdóttir, forstöðu- maður Námsflokka Reykjavíkur og varaþingkona Kvennalistans. Guðrún er flestum hnútum kunn- ug varðandi fullorðinsfræðslu og skólamál, enda hefur hún verið forstöðukona Námsflokka Reykjavíkur í 16 ár, en áður en hún réðst þangað til starfa hafði hún kennt við Lindargötuskól- ann í ein 10 ár. Stærsti skóli landsins En hverslags fyrirbæri eru Námsflokkar Reykjavíkur? Þeg- ar litið er til þess að þessi menntastofnun hefur á að skipa mesta nemendafjölda sem um getur í skólum landsins - nem- endur á síðasta vetri losuðu þrjú þúsundin - er sjálfsagt vitneskju flestra sem þar hafa ekki sótt nám, ærið áfátt og jafnvel röng. í vitund ærið margra sækja menn helst til námsflokkanna smávegis þekkingu í erlendum málum áður en skroppið er út fyrir lands- steinana í sumarleyfið svo hægt sé að gera sig skiljanlega og lesa matseðla á veitingahúsunum, el- legar að þar sé boðið uppá nám- skeið í hverskyns föndri og tóm- stundaiðju. Reyndin er þó allt önnur. - Námsflokkar Reykjavíkur eru fimmtugir á þeim starfsvetri sem fer í hönd. Þeir voru stofnað- ir í febrúar 1939 þegar mjög mikil umskipti áttu sér stað í íslensku samféíagi og þeir gegndu veiga- miklu hlutverki fyrir það fólk sem fluttist hingað á mölina. Hingað gat fólk sem hafði skamma skóla- göngu að baki sótt og aukið menntun sína einmitt þegar það þurfti á að halda við allt aðrar lífsaðstæður en það hafði áður átt að venjast. Á þessum tíma voru um þrír fjórðu hlutar nemendanna karl- menn en nú er þessu alveg öfugt farið. Námsflokkarnirgegnaekki síður miklilvægu hlutverki í dag en þeir gerðu áður, þó hlutverkið sé breytt. Enda eru aðrir tímar og aðrar aðstæður. Þegar námsflokkunum var komið á fót var aðeins boðið uppá frjálst nám. Fólk gat komið og lært án prófa og það var fjöldi fólks sem kom og bætti menntun sína í íslensku, í verslunargrein- um og tungumálum, ekki til þess að fara til Spánar, enda fór fólk ekki til Spánar þá; það þurfti bara á þessari menntun að halda. Þannig er það enn í dag. Hingað kemur fjöldi fólks til að bæta menntun sína og til þess að vera færari í tilverunni, segir Guðrún. Þannig að það er enn til í dæm- inu að mnn stundi nám námsins vegna? - Mikil ósköp - það gera svo til allir sem koma hingað. Sumir koma hingað ár eftír ár og eru orðnir eldklárir í tungumálum. Svo dæmi sé tekið þá höfum við verið með námskeið í ítölsku og spönskum bókmenntum sem ver- ið hafa á háskólastigi, enda hefur háskólamenntað fólk sótt þessi námskeið - fólk sem vill aðeins bæta við þekkingu sína í sínu fagi án þess endilega að fá einhverja stimpla og réttindi út úr því. Þannig að það er ekki bara lítt skólagengið fólk sem kemur hingað, heldur einnig fólk með alls slags menntun. Námsflokkarnir voru svo til próflausir fram undir 1970, en þá er farið að líta meira og meira til þess hvaða próf menn höfðu í kjölfar breyttra samfélagsað- stæðna. Áður var spurt: hvað hefurðu lært, hvað geturðu? í stað þess sem við þekkjum í dag: hvernig getur þú sannað mér hvað þú getur? og það verður víst ekki gert á annan hátt en með prófum. Námsflokkarnir gerðu það eina sem stofnun sem vill ekki deyja gerir og sveigðu sig að kröfum tímanna og settar voru upp prófadeildir. Prófadeildirnar voru upphaf- lega gagnfræðapróf og þriðji bekkur sem var kallað mið- skólapróf á sínum tíma og fólk þurfti til þess að geta innritast í iðnskóla. Nú er búið að leggja bæði niður miðskólaprófið og gagnfræðaprófið og við tókum upp grunnskólapróf þegar það var tekið upp. Ég lagði það mjög fljótt niður aftur, enda held ég að grunnskólaprófið hafi verið ó- réttlátasta próf sem sett hefur verið upp hér eins og kerfið var. f staðinn var tekin upp fornáms- kennsla, sem komið var á á þess- um tíma og þá kennslu bjóðum við enn upp á sem ígildi níunda bekkjar í íslensku, dönsku, ensku og reikningi. í skólakerfinu er þetta fornám ætlað fyrir þá sem hafa fallið á prófum. Hjá okkur er hlutverk fornámsins mun víð- tækara. Það er ekki bara fyrir þá sem hafa fallið á grunnskólapróf- inu, heldur einnig fólk sem hefur vantað þetta próf, en er orðið fullorðið. En við komumst líka fljótlega að því að fólk sem kom til okkar og vildi taka þetta próf, var ekki undir það búið vegna þess að það vantaði kannski sjöunda og átt- unda bekk líka. Þess vegna bjóð- um við líka uppá ígildi sjöunda og áttunda bekkjar - hálfsvetrar nám, sem við köllum aðfarar- nám. Margir koma til að rifja þekkingu sína upp jafnvel þó þeir hafi lokið áttunda bekknum áður. Þetta hefur gefist afskap- lega vel, segir Guðrún. Hvað er það sem rekur fullorð- ið fólk út í slíkt nám? - Það finnur að það stendur höllum fæti þegar það sækir um vinnu og margt af þessu fólki hef- ur langað alla ævi til að læra eitthvað. Það er kannski alið upp úti í Breiðafjarðareyjum þar sem það hafði enga möguleika á að fá neina skólamenntun í æsku. Það var til að mynda kona hjá okkur í fyrra sem þannig var ástatt um. Hér kom einu sinni stúlka sem hafði bara barnapróf. Þessi stúlka var með lím heila og kenn- ararnir byrjuðu eftir viku að kvarta undan því að hún væri of dugieg til að vera í þeim hóp sem hún var sett í. Ég setti hana þá í annan hóp sem ég áleit vera erfið- ara fyrir hana. Aftur leið ein vika og kennararnir byrjuðu að kvarta aftur. Síðan var hún sett í erfið- asta bekkinn og hún kláraði á hálfum vetri allt það námsefni sem þarf til að komast í öldunga- deildina í Menntaskólanum við Hamrahltð og kláraði með sama glæsibrag stúdentsprófið. Það er þá eitthvað um það að fólk sem stundar nám hjá ykkur haldi áfram námi og fari jafnvel í öldungadeildirnar? - Já, það er afskaplega margt sem heldur áfram. Ég hugsa að fæstir láti staðar numið með for- náminu og fari ekki í iðnskóla eða í öldungadeildirnar í menntaskól- unum og fjölbrautaskólunum eða hjá okkur hér í Námsflokkunum því við erum með tvö ár í fram- haldsnámi - verslunarbraut sem lýkur með verslunarprófi og heilsugæslubraut með bóklega náminu fyrir sjúkraliðanám, segir Guðrún. Námsflokkarnir enn trúir upprunanum - Þetta frjálsa nám sem Náms- flokkarnir byggðst upphaflega á, er vitanlega enn mjög stór hluti af starfseminni. Það er geysilega mikið og mörg fög sem við bjóð- um uppá. Þessu námi lýkur ekki með prófum frekar en nemendur kæra sig um. Alltaf er þó nokkuð um það að nemendur annarra skóla nemi hjá okkur einhver þau fög sem ekki er boðið uppá í skól- unutn og fái það metið sem val. Það er til í dæminu að nemandi hjá okkur hafi lokið stúdents- prófi í portúgölsku í stað þess að taka spænsku í skólanum. Þetta þýðir það að skólarnir verða að geta gengið út frá því að kröfurnar hjá okkur séu sam- bærilegar við þær kröfur sem þeir setja. Það setur okkur vitanlega viss- ar skorður að við erum með ann- arskonar nemendur en fram- haldsskólarnir og verðum því að sníða kennsluna eftir þörfum full- orðinna en ekki táninga. Það þýðir ekkert að bjóða okkar nemendum uppá táningaefni, en þyngdarlega verður kennsluefnið að vera það sama. Vildum gera meira og betur - Borgin reynir vitanlega að skera niður hjá mér eins og öðr- um. Því er alltaf þannig varið við hverja fjárhagsáætlunargerð að ég set fram fjárhagsáætlun sem líkasta því sem gæti orðið í reynd og svo kemur sparnaðarnefnd sem ræðir málin við mann og reynir að skera niður. Stundum hefur það verið óþyrmilega gert og stundum ekki. Ég reyndi til dæmis í mörg ár að fá fjárveitingu fyrir ráðningu yfirkennara eða aðstoðarmanns og það var ekki fyrr en á þessu fjárhagsári sem það fékkst, segir Guðrún er hún er innt eftir því hvort borgin hafi sýnt starfsemi Námsflokkanna nægilegan skilning með fjár- veitingum, en þeir eru borgar- stofnun og eru því ekki á fjár- lögum þess opinbera. Fyrir nokkrum árum fór borgin fram á að kennslustundum sem Námsflokkarnir buðu uppá yrði fækkað. Að sögn Guðrúnar var kennslustundafjöldinn þá kom- inn uppí 720 stundir á viku, en var skorinn niður um 200 kennslu- stundir. Guðrún segir að þetta hafi verið alvarlegasta tilraun til niðurskurðar og hafi skert starf- semina hvað mest. - Hefðum við yfir ríflegri fjár- veitingum að ráða þá gætum við gert meira og sjálfsagt betur en nú. Það er vissulega mín ósk. Hins vegar held ég að Náms- flokkarnir hafi ekki orðið neitt frekara fyrir niðurskurðarhnífn- um en aðrir skólar, sagði Guðrún og bætti því við að niðurskurðar- ins gætti einna helst hvað við- kæmi viðhaldi á húsnæðinu - Miðbæ j arskólanum. - Þetta kemur fyrst og fremst þannig út að það er óyndislegra umhverfi sem við þurfum að bjóða nemendum okkar uppá en þurfti að vera. Byltingarkennd- ar lestraraðf erðir reyndar við Víet- nama - Það var afskaplega skemmti- legt og lærdómsríkt að fást við að kenna þessu fólki og ég tel það hafa verið feng fyrir íslenskt þjóðfélag að fá þetta yndislega fólk hingað til lands, segir Guð- rún þegar talið berst að námi flóttafólksins frá Víetnam sem kom hingað fyrir nokkrum árum á vegum Rauða krossins, en Námsflokkarnir tóku einmitt þátt í því að veita hinum nýju þegnum nauðsynlega tilsögn. Voru ekki óteljandi hindranir í veginum fyrir því að fara að- kenna hópi fóks sem kom frá gjörólíku menningarsamfélagi og okkar og gjörsamlega mállaust og fákunnandi um ísland og ís- lenskar aðstæður? - Við urðum að útbúa kennsluefnið frá grunni - það var ekkert til. Það tókst með góðra manna hjálp og bjartsýni. Þetta var skemmtileg vinna en erfið. Við urðum að fikra okkur áfram með kennsluefnið. Fólkið tók afskaplega mis- jöfnum framförum, enda á mis- jöfnum aldri. Þarna kynntist ég fyrst á mínum kennsluferli því hvernig er að kenna sömu per- sónu að lesa og framandi tungu um leið. Það var mikil lífsreynsla. Það hreinlega gekk ekki að reyna að kenna manneskjunni að lesa með þessari íslensku aðferð sem við höfum öll gengið í gegnum. Stuttar einfaldar setningar eins og Óli á ís, eða aðrar í þá veruna, sem mikið eru notaðar þegar við- kennum okkr börnum lestur voru óbrúkhæfar. Þær höfðu ekkert innihald fyrir þessu fólki og snertu ekki á neinn hátt þess dags daglega reynsluheim. Eg var því nauðbeygð að breyta til og sótti í smiðju til bras- ilíska klerksins og uppeldisifræð- 18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.