Þjóðviljinn - 26.08.1988, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 26.08.1988, Blaðsíða 20
Við fækkum um eina sætaröð í öllum innanlandsvélunum og aukum bilið til þess að betur fari um þig.* Fljúgðu innanlands og finndu muninn *Breytingunum verður lokið á öllum Fokkerflugvélunum 1. september. FLUGLEIÐIR D/ÍGURMAL ANDREA JÓNSDÓTTIR betra en of... Bubbi er örlátur til vansa á nýju plötunni sinni 56, sem gefin er út í tengslum við kvikmyndina Foxt- rott, en titillagið er eftir Bubba. Auk þess lags, sem er ágætt, eru þarna 4 lög, og mætti það lengsta þeirra, Ballaðan um kósakka- stelpuna, upp á 7 mínútur og 10 sekúndur, að mínu áliti alveg missa sín, því að textinn er mest- an part svo afleitur og óskiljan- legur að hann ber hreinlega ekki uppi allan þennan tíma - eða ef við orðum þetta öðruvísi: laglín- an er einföld og ansi hugguleg, en ekki slíkt tónverk að haldi vak- andi athygli manns í 7 mínútur, þannig að eina ástæðan fyrir leng- dinni ætti því að vera textinn. En svo er bara því miður ekki; hann er hvort tveggja tilburðir til að segja sögu og tína fram skáld- legar myndir, en hvorugt hefur tekist... enn einu sinni kemur hér fram það aðhalds- og gagnrýnis- leysi sem dægurtónlistarfólk hér býr við í hljóðverum. En platanerekki alvond. Lagið um klóakskrossfara leynir á sér og verður áheyrilegra því oftar sem maður heyrir það og textann um Geirrík sorpblaðamann geta senniiega margir tekið undir. Bubbi hefur neitað því að hér sé um Eirfk Stjörnufréttastjóra að ræða, en er það ekki morgunljóst samt? Miður heppnaður er textinn við lagið Freedom for sale. Hann er sumstaðar illa orðaður og þar að auki er gagnrýnin á einhvern óljósan þjóðarleiðtoga ansi loð- in, og algjörlega ógrundað skotið á Sameinuðu þjóðirnar, a.m.k. að því er fram kemur í textanum - réttar sagt kemur þar ekkert fram um ástæður. Slíkt finnst mér ekki ganga þegar jafn mikið apparat er dregið fram til sögunnar. Ann- ars finnst mér laglínan sjálf góð, og þarna eru á bak við Bubba í viðlaginu, sem er á ensku (Do you believe in United Nations and Freedom for Sale?), tvær vel syngjandi konur, Irma og Iddi Schultz. Þá er ótalið það lag sem mér finnst textalega best og sannar fyrir mér þá kenningu að Bubbi sé bestur þegar hann er persónu- legur í textum sínum. Sársauki heitir það og berst svo sem lítið á, í gítarbúningi með smá ásláttar- bryddingum og þokkalegum bassaleik Christians Falk, úr sænsku hljómsveitinni Imperiet. Hann hefur staðið við hlið Bubba við þessa plötugerð og er harla mikill smekkmaður - en ætli fleirum en mér finnist áferðin einum of spegilslétt? Niðurstaða mín umum 56 er sem sagt sú, að minna hefði gert öllum aðilum meira gagn. Hvað plötuumslagið varðar, hefðu listi- lega teknar og unnar ljósmyndir Valdísar Óskarsdóttur að ósekju mátt vera utan á plötuumslaginu, enda þótt betra sé nú að hafa þær á textablaðinu innan í heldur en alls ekki. Endalok sœnska Heimsveldisins Sænska hljómsveitin Imperiet er nú á yfirreið um Svíþjóð i kveðjuskyni, því að hljóm- sveitarmeðlimir munu hætta samstafi í haust ....Bubbi hitar upp fyrir þá félaga, eins og flestir hér vita, en í þveröfugum tilgangi - hann er að heilsa upp á skandin- avíska frændur vora í þeirri von að þau kynni muni endast og aukast. En Imperiet kveður ekki bara með hljómleikum, heldur stórri plötu sem var að koma út, og verður þá líklega síðasta stú- díóplata þeirra félaga - a.m.k. þangað til og ef þeir endurnýja samstarfið eftir sirka tvo áratugi, sem vill henda fullorðið rokk- fólk, með misjöfnum árangri þó.... men den tid, den sorg ... Imperiet er andskoti góð hljómsveit, eins og þeir ættu að muna sem fóru á hljómleika hjá þeim félögum hér um árið - og ekki sakar hvað söngvari þeirra og textasmiður, gítarleikarinn Táström, er góður „sjó“maður .... svona einskonar blanda af Mick Jagger og Jim Morrison. Því miður er ég ekki góð í sænsku svo að ég er varla dómbær á text- ana hans, en get þó sagt að hann Imperiet: Tháström söngvariog gítar- leikari, trommarinn Asp og bassa-, gítar- og hljómborðsleikarinn Christi- an Falk. er gagnrýninn á það sem aflaga fer í heiminum og fylginn sér þannig séð textalega. Mér þóttu þeir félagar langt í frá eins þungir á brún í eigin per- sónu og þeir hljómuðu á þeim plötum sem ég hafði heyrt áður en þeir komu hingað - þeir eru einfaldlega hörku gott rokkband á hljómleikum - en þessi nýjasta plata þeirra, Tiggarens Tal, er’ mun fljótmeltari músíklega en þær eldri, að mér finnst. Það er ekki þar með sagt að hér sé ein- hver léttúð á ferð - alvarlegheitin í textunum - eða kannski frekar þunginn - setur sinn lit á tónlist- ina, nema það sé öfugt ... en númer eitt er þetta gott rokk - enda þótt undirspilið sé þungt og seigt er ekkert slen í taktinum - sem sagt undurstöðugott og hvetjandi - minnir stundum á Bowie, þá á Springsteen, og Kurt Weil flýtur með - lagið Kanon- sáng, en eins og í Surabaya Jo- hnny forðum semur Tháström nýjan texta við lagið. Þá má ekki gleyma að geta þess að Bubbi spilar undir söng hans á gítar í huggulegri ballöðu, I hennes sovrum. Fín plata, gott fólk. 20 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.