Þjóðviljinn - 26.08.1988, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 26.08.1988, Blaðsíða 24
HELGARPISTILL ÁRNI BERGMANN I sjónvarpssal er sælan full Nokkur orð um menningarþrætur, sjónvarpsþorstann og hnignandi bóklestur Menningarumræöan hjakkaði árum saman í næsta leiðin- legu fari. Annarsvegar fóru neysluglaðir menn, einatt frjáls- hyggjumenn af hægrikanti, sem börðust um á hæl og hnakka fyrir því að afnmunin skyldi skelfileg einokun ríkisins í Ijósvak- anum. Þeir höfðu hátt um að valfrelsið og neyslufrelsið gæti varla leitt til annars en góðs, og stundum var svo mikil áhersla lögð á nauðsyn þess að þjóðin hefði aðgang að fleiri sjónvarps- rásum allan ársins hring, að ætla mátti að íslendingar hefðu fram til þessa ekki litið glaðan dag, réttindalausir menn í afþrey- ingarheiminum. Hinsvegar fóru svo vinstrimenn og menningar- vitar sem höfðu áhyggjur af íslenskri menningu og tungu í aðfarandi fjölmiðlagný, sem allur rumdi á enskri tungu. Þeir voru ekki glaðir Hinir fjölmiðlaglöðu voru ó- sparir á að kalla andstæðinga sína í þessum sennum kommúníska forsjárhyggjumenn eða mennta- hrokagikki, sem ekki gætu séð al- menning í friði heldur vildu einatt hafa vit fyrir honum. Át svo hver úr sínum poka um hríð. Fjölmiðl- afrelsið komst á. En þá ber svo til, að mönnum ferst eins og Magnúsi í Bræðratungu þegar hann hafði fengið brennivín- skútinn dýra, sem hjarta hans þráði mest: þeir voru ekki glaðir. Þeir fóru að kvarta yfir því að það væri svosem ekkert um að velja í ljósvakanum heldur barasta meira af sama graut upp úr sömu skál. Nema hvað skálin hafði stækkað. Ýmsir gerðust meira að segja svo typpilsinna, að þeir fóru að loka fyrir sjónvarpið hjá sér æ oftar og sögðu að sér leiddist. Hvar er bókin þín? Og þó hafði ýmislegt gerst sem líklega verður ekki aftur tekið. Til dæmis er nú hægt að staðfesta það með tölum, sem marga grun- aði, að fjölmiðlasprengingin svo- nefnd hefur þegar breytt veru- lega lestrarvenjum fólks. Ærin ástæða reyndar til að draga að þeirri staðreynd athygli. Bæði vegna þess hve mjög við höfum treyst á það, að bóklestur væri sjálf hrygglengjan sem uppi ber hinn íslenska menningarskrokk. Og svo vegna þess, að hinir vídeó- og sjónvarpsglöðu héldu því mjög stíft fram, að íslensk menning væri svo seig og stæði svo djúpum rótum, að ekkert gæti hnikað henni. Gott ef þeir þóttust ekki geta fært sönnur á það að sjónvarpsnotkun jyki bóklestur ef nokkuð væri. í því efni var vitnað til lands eins og Frakklands, þar sem tilteknir sjónvarpsþættir höfðu ýtt undir sölu á bókum sem þeim tengdust. En sá samanburður var reyndar út í hött, m.a. vegna þess hve stór hluti frakkneskra heimila hafði alls ekki lagt það í vana sinn að umgangast bækur. í þessu sambandi höfum við stundum lagt út af heimildum um útlán á bókasöfnum. Dagblaðið Tíminn gerði það líka á dögunum og byggði á nýlegum tölum frá borgarbókasafni. Kjarni málsins var dreginn saman í þessa klausu hér: „Má ráða af útlánatölum borg- arbókasafns Reykjavíkur að bókaþjóðin mikla verði hætt að lesa bækur innan fárra ára? Út- lánum Borgarbókasafns Reykja- víkur hefur hlutfallslega fækkað um nær helming á rúmum áratug - úr 13,4 eintökum að meðaltali á mann um miðjan síðasta áratug í aðeins um 7,7 eintök á síðasta ári. Þá voru útlán 14% færri en árið áður. Alls fækkaði útlánum borg- arbókasafnsins úr 1.140 þús. ein- tökum 1975 niður í aðeins 715 þús. eintök í fyrra." Reyfarinn á skjánum Það fylgir þessari sögu, eins og fram hefur komið áður, að fækk- unin ein segi ekki alla sögu. Hún endurspegli fyrst og fremst „áherslubreytingar í lestri". Með öðum orðum þeir hópar bóka- safnsgesta sem áður fylltu poka sína af ástarsögum og spennu- sögum eru hættir að lesa sína reyfara af bók, heldur horfa á þá í sjónvarpi og af myndböndum. Þegar þetta er sagt segja marg- ir: gerir þetta nokkuð til? Skiptir ekki öllu máli að lesendur veigameiri bóka skili sér í bóka- búðirnar og á söfnin? (Það er reyndar haft eftir Þórdísi Þor- valdsdóttur borgarbókaverði að þeim fjölgi sem koma á bóka- söfnin í leit að ýmislegum fróð- leik.) Víst gerir þetta til. Þórdís ótt- ast í viðtali við Tímann, að þetta leiði til þess að hópur fólks verði ólæs með tímanum, eins og vitað er að hefur átt sér stað í Banda- ríkjunum. Fleira hangir reyndar á þeirri spýtu: bæði það að sá sem alls ekki hefur bók um hönd, hann missir af vissri þjálfun hug- ans og er því í baksi sínu við að skilja heiminn þeim mun verr settur andspænis þeirri sundur- virku „truflun hugans" sem mikil sjónvarpsnotkun hefur að líkind- um í för með sér. Og síðast en ekki síst: þegar foreldrar hætta með öllu að hafa bækur um hönd eykur það líkur á því að börn þeirra geri það ekki heldur. Þau komist aldrei inn á áhrifasvæði bóka, hvorki merkra né ó- merkra. Börnin sem hurfu Menn vita náttúrlega að fjöl- miðlasprenging með 3-6 tíma sjónvarpsnotkun á dag hefur feikileg áhrif á gjörvalt frístund- amynstrið. Og þau róttækustu og afdrifaríkustu eru áhrifin á þá kynslóð sem horfir á skerminn áður en hún byrjar að skríða og babbla. Grónir siðir og venjur halda að vísu sínu aílmörg ár eftir að sjónvarpsbylting hefst. En svo getur skyndilega átt sér stað mikið hrun: við höfum í þessum pistlum stundum vitnað til vest- urþýskra heimilda: þar hrapaði lestur bóka, blaða og tímarita meðal barna skyndilega um helming. í því viðtali við Tímann sem áðan var getið er ekki talað sérstaklega um útlán bóka til barna. En lífsreyndur bókaútgef- andi hélt því fram við mig á dög- unum, að yngstu lesendurnir væru þegar horfnir. Síðasta kyn- slóð barna sem las mikið. það var sú sem ólst upp á bókum Guðrún- ar Helgadóttur um Jón Odd og Jón Bjarna og þá fjölskyldu. Hún skilaði sér svo áfram í tölverðum unglingabókalestri. En það kom ekkert í staðinn. Við blasir auðn og tóm. Sameignin rýrnar Hér er djúpt í árinni tekið og vonandi enn hægt að benda á drjúga sveit réttlátra bókaorma lítilla í sjónvarpssódómunni miðri. En líklega er hér samt um að ræða alvarlegasta mnenning- arvandann sem á þjóðina leitar þessi misserin. Við höfum auðvit- að alltaf átt bókamenn og bókar- lausa. Samt var bókin (og áhug- amannaleikhúsið) einhver sá samnefnari, sá tengiliður sem átti sér ítök í frðumörgum einstak- lingum og leiddi það til þess að íslensk menning varð í ríkari mæli sameign fólksins en við þekkjum í löndum gróinnar stéttaskipting- ar. Og þessi sameign, hún gerði það líka mögulegt að margbreyti- legu menningarlífi væri haldið uppi í mjög litlu samfélagi. Fjölmiðlafrelsið eða fárið, það er hinsvegar mikið tilræði við þetta ástand. Það flýtir fyrir því að þjóðin greinist í afmarkaða hópa, sem við getum okkur til hægri verka kallað „bókafólk" og „sjónvarpsfólk", og verði bilið á milli þeirra - og barna þeirra - æ breiðara og dýpra. Og við höfum því miður ekki efni á slíkri skipt- ingu, sem rýfur samstöðuna um íslenska menningu með vaxandi kveinstöfum í þessa veru hér: Til hvers að spandera fé í þjóð- leikhús og sinfóníu? Til hvers að gera út þessi svokölluðu skáld og listamenn? Til hvers að búa til þessi andskotans íslensku leikrit þar sem ekkert gerist? Til hvers að vera að þýða allt á íslensku, þetta mál sem enginn skilur? Sú góða barátta Ætla menn svo að gera eitthvað? Tja, það er ekki gott að vita. Svo mikið er víst, að ef við höld- um okkur áfram við bókasöfnin, þá er liðsemd stjórnvalda lítil. Borgarbókavörður kvartar yfir minnkun fjárveitinga til bóka- kaupa: hún leiðir til þess að þrisv- ar sinnum færri eintök af nýjum bókum koma á söfnin, langir biðlistar myndast, áhugasamir lesendur fara fýluferð - allt verð- ur þetta bóklestri í óhag. Við hinir, við höldum vitan- lega áfram með nöldrið okkar. Við getum haldið áfram hnútu- kasti í garð þeirra sem aldrei fá nóg af sjónvarpi og brýna gogg- inn til næstu atrennu: að berjast fyrir nýjum möguleikum til að taka á móti gervihnattasjónvarpi. Við getum haldið áfram blygðun- arlausri Iofgjörð um bókina, sem forsvarsmenn flestra fjölmiðla hafa gengið í samsæri um á síð- ustu árum (og kvað hafa skilað þó nokkru). Það getur vel verið að þetta sé vonlítil barátta, en hún er að minnsta kosti bæði skemmti- leg og nauðsynleg. Og við getum okkur til trausts og halds vitnað í góðan dreng, nýlega látinn, Ólaf Jóhann Sigurðsson. En hann sagði í viðtali við Þjóðviljann á fertugsafmæli íslenska lýðveldis- ins 1984 m.a. á þessa leið: „Ráðamenn þjóðarinnar, hvað þá aðrir, hafa risið upp og and- mælt þessu bölsýnisrausi og talið íslenska menningu svo staffíruga að ekki væri nokkur minnsta ástæða til að óttast um hag henn- ar. íslensk menning þyldi annað eins og kapalkerfi og vídeó í heimahúsum. Það væri lítilmann- legt að vantreysta íslenskri menn- ingu á þennan hátt. En sannleikurinn er sá að ís- lensk menning er, eins og menn- ing ýmissa annarra smáþjóða, svo viðkvæm að henni er hætt við uppflosnun, njóti hún ekki nauðsynlegrar verndar. írar glötuðu tungu sinni á skömmum tíma. Háskólakennari einn hafði orð á því við mig fyrir skömmu, að sér gengi illa nú orðið að kenna nemendum sínum flestum - ekki vegna gáfnaskorts þeirra, heldur vegna þess að þeir skildu ekki þá íslensku sem hann tal- aði... Umfram allt megum við ekki gleyma því nokkra stund að við erum ein fámennasta þjóð ver- aldar og getum ekki leyft okkur þann munað að sofna á verðinum um menningu okkar og sjálf- stæði.“ 24 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.