Þjóðviljinn - 26.08.1988, Síða 12
Frá Grunnskólanum
Mosfellsbæ
Skólasetning mánudaginn 5. september.
Varmárskóli yngri deild:
Börn, 10,11 og 12 ára mæti kl. 10.00 og 7,8 og 9
ára mæti kl. 11.00. Forskólabörn veröa boðuð
bréflega.
Eldri deildir
7. bekkur kl. 9.00
8. bekkur kl. 10.00
9. bekkur kl. 11.00
Skólastjórar
íþróttakennari
Grenivíkurskóla vantar íþróttakennara sem einn-
ig getur tekið að sér kennslu í öðrum greinum.
Frítt húsnæði í boði. Upplýsingar gefur Björn Ing-
ólfsson í síma 96-33131 eða 96-33118.
Flensborgarskólinn i Hafnarfirði
Frá Flensborgarskóla
Flensborgarskólinn hefst fimmtudaginn 1. sept-
ember n.k. Nýnemar skulu koma í skólann
kl. 10.00, en eldri nemendur kl. 14.00. Þá fá nem-
endur afhenta stundatöflu og standa skil á skóla-
gjöldum.
Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu föstudag-
inn 2. september í dagskólanum, en mánudaginn
5. september í öldungadeild.
Kennarafundur verður haldinn í skólanum mið-
vikudaginn 31. ágúst kl. 9.00 árdegis.
Skólameistari
Frá Fjöl-
brautaskólanum
við Ármúla
Ármúla 12, 108 Reykjavík.
Matráðskona
Matráðskona óskast til starfa við Fjölbrauta-
skólann við Ármúla. Laun samkvæmt kjara-
samningi opinberra starfsmanna. Upplýsingar
gefnar á mánudag og þriðjudag kl. 9 - 12 í síma
84022.
Frá Borgarskipulagi
Auglýsing um breytt skipulag reits 1.242.0.
Byggingarfélagið Ármannsfell h.f. hefur farið
fram á breytingu á samþykktu skipulagi reits við
Laugaveg 148 sem afmarkast af Laugavegi,
Stakkholti, Mjölnisholti og nýrri götu að sunnan.
Uppdrættir og líkön ásamt upplýsingum verða
almenningi til sýnis á Borgarskipulagi Reykjavík-
ur, Borgartúni 3, virka daga kl. 09.00 - 16.15,
næstu 4 vikur.
Þeir sem vilja koma athugasemdum á framfæri,
geri það skriflega til Borgarskipulags fyrir föstu-
daginn 23. september n.k.
BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR
Borgartúni 3, 105 Reykjavík
Okkur kemur það við
Umhverfisvernd, þróunarsamvinna og mannréttindamál til umfjöll-
unar í nýju námsefni Námsgagnastofnunar
„Það þarf meira en tækni og
peninga til að leysa vandamál
heimsins. Það þarf pólitískan
vilja. Og það þarf peninga. Við
verðum að reyna að skapa þann
vilja sem þarf til að breyta
heiminum. Og við verðum að
reyna að útvega nægjanlega pen-
inga.“
Þessa klausu er að finna í ný-
legu námsefni frá Námsgagna-
stofnun sem nefnist: Kemur mér
það við? og samanstendur af les-
hefti og tveimur veggspjöldum.
Þarna er fjallað um ástandið í
heiminum í dag - og á morgun -
og sjónum beint að málefnum á
borð við umhverfisvernd,
mannréttindamál og þróunar-
samvinnu. Námsefni þetta er þýtt
úr dönsku og hefur þegar verið
gefið út í Danmörku, Svíþjóð og
Noregi.
Til útgáfunnar fékk Náms-
gagnastofnun styrk úr Norræna
menningarmálasjóðnum fyrir til-
stuðlan Félags Sameinuðu þjóð-
anna á íslandi.
Kemur mér það við? er hægt að
nota á ýmsan hátt í tengslum við
samfélagsfræði, friðarfræðslu,
eða sem sérstakt þemaverkefni
að sögn talsmanna Námsgagna-
stofnunar, en efnið er talið henta
nemendum á aldrinum 11 til 15
ára.
Lesheftinu er skipt í marga,
stutta kafla, og er sá sem hér fylg-
ir einn slíkur. HS
ÞAÐ A AÐ NOTA JÖRÐINA TIL AÐ
FRAMLEIÐA MATVÆLI
Við vitum að nú orðið eru
framleidd næg matvæli til að
t metta allt fólkið á jörðinni.
Við vitum líka að matnum
er ekki skipt jafnt á milli
allra.
Sá sem á peninga fær mat. Sá sem á enga peninga
fer svangur í rúmið.
Og við vitum líka að í þróunarlöndunum væri
hægt að framleiða miklu meiri mat ef jörðin væri
rétt nýtt.
T.d. eru stór svæði í Afríku, Asíu og Suður-
Ameríku notuð til að rækta: baðmull, kaffi, te,
tóbak, banana og jarðhnetur.
Það er ekkert undarlegt að jörðin sé notuð til
að rækta þess háttar uppskeru. Bændurnir græða
meira á að rækta kaffi og tóbak en korn og græn-
meti.
Hvers vegna? Vegna þess að kaffi og tóbak er
hægt að selja neytendum í ríku löndunum. Þeir
hafa efni á að greiða hátt verð.
Fyrir korn og grænmeti, sem er selt á innan-
landsmarkaði, fæst ekki eins hátt verð. Innlendir
neytendur eru ekki sérstaklega efnaðir.
Þess vegna verða bændur í þróunarlöndunum
að fá styrk frá ríkinu til að geta lifað af því að
framleiða matvæli.
í flestum þróunarlandanna væri hægt að full-
nægja matarþörf allra íbúanna, ef landið væri
notað rétt. Og ef matnum væri skipt jafnt.
Skinnlausar
skepnur
Frægt fólk hefur alltaf
áhorfendur. Eitt sinn sló
hann bílastæðavörð á
nefið, sem er auðvitað
ekki smart, og annað
sinn skvetti hann úr
skynsokknum rétt við
húsið sem hann býr í.
Morgunbtmbib
Popp
fyrir innvígða
Tónlist Megadeath er sú
tegund þungarokks sem
nýtur hvað mestra vin-
sælda í dag; hálfgildings
„ofsahraða-bárujárn“
(speed-metal á hálfum
hraða).
DV
Næm stétt,
blaðamenn
Eftir þetta er engin leið
að ná neinu vitrænu sam-
bandi við piltinn. Hann
muldrar óskiljanleg setn-
ingabrot og virðist kom-
innyfirí annan heim. Ég
skynja það fljótt að þetta
viðtal er á enda, tek sam-
an plögg mín og bý mig
til brottfarar.
DV
Eitt er
nauðsynlegt
Engar raunhæfar að-
gerðir án kjaraskerðing-
ar
DV
Þegarallt
um þrýtur
Enda er það svo að ekk-
ert hagstjórnarafl virðist
eftir nema handaflið,
sem fram að þessu hefur
ekki þótt bera stjórn-
visku vitni.
Tíminn
Sálarkvalir
gluggagægja
Og svo eru það þeir sem
aldrei hafa dregið fyrir
hj á sér. Þetta finnst sóm-
akæru fólki hreint ótrú-
lega óþægilegt. Að geta
séð inn í heimili fólks.
DV
Bak viðbyrgðar
gluggaraðir
Kannast einhver við að
ganga á götunni í ró-
legheitum og fá á tilfinn-
inguna að verið sé að
fylgjast með manni?
Jafnvel í húsi eftir húsi?
Óbrigðult ráð við þessu
er að standa hann eða
hana á bak við gardínuna
að verki við njósnir sínar
og vinkaámóti.
DV
Skortur á f órnfýsi
Fyrir hinn ríka er það
sjaldan mikil fórn að
bæta við eigur sínar og að
sjálfsögðu enn minni að
haldaþeim við...
Morgunblmbtgroin
Bmnjmmína Etrikmmonmr
Ekkert
helvítis fokk
Y ngra fólkið vill hafa
stærri plöntur til skrauts.
Gera hlýlegt h j á sér á
svipstundu með fáum en
myndarlegum plöntum.
Og hafa því minna fyrir
því að vökva. Ungirog
duglegir íslendingar hafa
líka lítinn tíma til að
hugsa um svoleiðis smá-
atriði.
DV
Neyslumartröð
Hvar færðu yfir 150 teg-
undir af sófasettum á
sama stað?
Morgunbimbib
Útúr
leiðindum
Viðmælendur Tímans í
gær drógu þetta í efa og
vildu meina að tal manna
og hátterni síðustu daga
bæri keim af þeirri stöðu,
sem áður hafi komið upp
í þessu stjórnarsam-
starfi, að ná samstöðu
um aðgerðir sem björg-
uðu andliti flokkanna,
en væru þó í þetta
skiptið, til tilbreytingar,
árangursríkar.
. _ Tímlnn
Fornarlund
ávilligötum
í þessu húsi er einhver
óhamingja - þarna ætla
ég að búa.
DV
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN - NÝTT HELGARBLAÐ