Þjóðviljinn - 26.08.1988, Blaðsíða 32

Þjóðviljinn - 26.08.1988, Blaðsíða 32
Tening- unum er kastad Elsti teningur sem fundist hefur frá því um 4000 f. Kr. Lúdóið var þjóðarspil Indverjafyrir500árum. Skákin þróaðist í þrjár áttir eftir verslunarleiðum til Indlands Þegar Sverrir Stormsker kom sigurreifur til baka frá Dublin eftir að hafa endurheimt 16. sæt- ið, var hann spurður hvað nú tæki við. - Ég ætla heim að spila lúdó, svaraði hann yfirlætislaust. Sjálfsagt fannst ýmsum þetta svar út í hött, þótt flestir hafi ein- hverntíma stytt sér stundir yfir lú- dóspili. Fæstir hafa þó hugleitt hvar og hvenær lúdó var fundið upp. f dag renna lúdóin út af færi- böndum í vestrænum iðnaðar- löndum, en fyrir 500 árum var lúdó þjóðarspil Indverja og nefndist pachisi. Það var í lok síð- ustu aldar að ensku nýlenduherr- arnir fluttu spilið til Englands og gáfu því nafnið lúdó. Teningar í Úr Spilafíknin hefur fylgt mannin- um frá örófi alda og talið er að teningaspil séu elstu spil jarðar- búa. Fyrir sex þúsund árum var teningunum kastað í Úr í Mesóp- ótamíu, fæðingarborg Abra- hams. Þeir teningar eru einsog píramídar í laginu. Á einum stað í biblíunni sitja menn að teningaspili, það er þó fjögur þúsund árum eftir að ten- ingaspilið var fundið upp, nefni- lega við krossfestingu Krists. Þá tóku hermennirnir klæði Jesú og skiptu í fjóra hluti. Þegar kom að kyrtlinum ákváðu þeir að hluta kasta hlutum um hann. Teningar hafa verið gerðir úr margskonar efniviði en bein hafa verið vinsælust þannig talar róm- verski sagnfræðingurinn Tacitus um að Germanir hafi notað ök- klabein (völu) til að spila með. Elstu spilaborð sem fundist hafa eru frá Egyptalandi, en þau eru þrjú til fjögur þúsund ára gömul. Mancala er eitt af þeim. Steinvölur, sem voru fluttar fram og aftur á borðinu. Annað eg- ypskt spil frá tímum faróanna er Tau, sem er nokkurskonar ref- skák. Skák Skákin er einnig mjög gamall leikur, þó taflmennskan hafi þró- ast mikið í gegnum aldirnar og sé í stöðugri þróun. Elsta þekkta af- brigðið af skák er frá Indlandi og er frá því um 1000 fyrir Krist. Frá Indlandi þróaðist skákin í þrjár áttir, eftir verslunarleiðunum þangað; yfir Burma til Thailands; yfir íran og Norður-Afríku til Spánar og þaðan áfram um Evr- ópu á 15. öld; yfir Sinkiang til lö'na, Kóreu og Japans. Á ferðum sínum tók leikurinn miklum breytingum, þannig að japönsk skák er allt önnur en evr- ópsk; það eina sem skákin á sam- eiginlegt með ættingjum sínum í öðrum heimshornum,. er að á skákborðinu er kóngur, sem hægt er að máta með öðrum tafl- mönnum. Ýmsir telja að hægt sé að lesa ákveðin einkenni þjóðarsálarinn- ar úr hinni ólíku þróun skákar- innar í mismunandi menningar- samfélögum. í hinu þrjú þúsund ára gamla afbrigði, sem fundist hefur í Indlandi, voru allir tafl- mennirnir mjög veikir, þannig að leikurinn gat staðið yfír í mjög langan tíma. Evrópubúar höfðu ekki sömu þolinmæði og Indverj- arnir, svo þeir bættu við drottn- ingu, sem setti líf í tuskurnar. Taflborð Kínverja er úr pappír en skákmennirnir flatir trékubb- ar með táknum, sem segja til um stöðu taflmannanna. Japönsk skák (shogi) er leikin á tréborði en taflmennirnir minna á kínverska taflmenn. Jap- anir eru ekki jafn blóðþyrstir og Evrópumenn, þannig að þeir drepa ekki menn andstæðingsins, heldur taka þá til fanga og gera þá að liðsmönnum í eigin liði. Þann- ig eru japanskir taflmenn eins hjá báðum liðum og aðeins hægt að sjá á því hvernig mennirnir snúa hver á hvaða menn. Með þessu hefur J apönum tekist að losna við endataflið, því eftir því sem fjölg- ar í liði annars, þeim mun hraðar gengur taflið fyrir sig. Leikur eða alvara Flest spil fornaldarinnar gengu fyrst og fremst út á leik og afþrey- ingu. Það er í raun ekki fyrr en eftir iðnbyltingu að leikurinn verður að blóðugri alvöru þegar menn fóru að spila upp á pen- inga. Fjárhættuspilarinn leggur allt undir en er með steinrunnið and- lit þar til spilin eru lögð á borðið, þá fyrst gefur hann tilfinningum sínum lausan tauminn. Meðal frumstæðra þjóða er þörfin fyrir slíka spennu ekki fyrir hendi, því lífið sjálft er fullt af hættum. Spilafíkn er því eðlilegt afsprengi firringar nútímans. Kristnir menn hafa ætíð haft horn í síðu spilafíkninnar. Hver L er sinnar gæfu smiður, en hann verður að vinna fyrir henni. Þröngi vegurinn liggur til eilífrar sælu en breiði vegurinn til glötun- ar. Að treysta á lukkuna samrým- ist því ekki kristilegum anda. Nú á tímum lottóa og skrap- miða í þágu góðra málefna, þótt kristilegir skrapmiðar séu ekki enn boðnir í sjoppunum (hver veit nema Hjálparstofnun kirkj- unnar verði með næsta skrap- miða), hefur fjárhættuspilið fengið á sig ákveðinn réttlæting- arstimpil. Næsta víst er samt að fæstir hugsa um málefnið þegar þeir kaupa sér skrapmiða, heldur er það vonin um vinning sem fær fólk til þess að kaupa miðann. -Sáf/Illustreret videnskab 1» £ I * x :* p é - 'M' ■ ' Bt t •pP| f | ! Milljónir á hverjum laugardegi. Upplysingasími: 685111

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.