Þjóðviljinn - 26.08.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 26.08.1988, Blaðsíða 14
Öruggara kynlff Haustnámskeið að hefjast hjá Kynfrœðslustöðinni. Jóna Ingibjörg Jónsdóttir: Fólkgetur lifað öllu því kynlífi sem það vill ef það tekur ábyrgð á því sjálft Jóna Ingibjörg Jónsdóttir: Öruggt eöa hættulaust kynlíf getur oröið til að styrkja góð og náin sam- skipti fólks. Mynd: Ari. *'A Markmiðið er fyrst og fremst að fólk endurheimti ánægju sína yfir því að geta notið kynlífs, og í þessu sambandi er það aðalat- riðið að þú getur lifað öllu því kynlífí sem þú vilt, bara ef þú tekur ábyrgð á því, en þá er þetta „bara“ heldur ekkert aukaatriði, sagði Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, kynfræðingur, er blaðamaður spjallaði við hana í vikunni í til- efni af fyrirhuguðu námskeiðs- haldi hennar um öruggara kynlíf. Námskeiðið fer fram á Dal í Holiday Inn eftir rúma viku, laugardaginn 3. september, og er ætlað öllum þeim sem hafa áhuga á hvernig eyðni breytir lífi fólks. Þetta er eitt altmargra haustnám- skeiða sem í boði eru á vegum Kynfræðslustöðvarinnar sem Jóna Ingibjörg rekur. Námskeið fyrir pör, Kynreynsla kvenna, og Kynreynsla karla eru heitin á nokkrum í viðbót. Jóna sagði að fyrirhuguðu námskeiði hefði verið valið nafn- ið Öruggt kynlíf: gott og spenn- andi kynlíf, en að vísu mætti færa að því rök að réttast væri að tala um öruggara kynlíf fremur en ör- uggt kynlíf, þar sem ckkert væri fullkomlega tryggt í þessum efn- um. Námskeiðið er stutt, samtals fjórar klukkustundir, en á því eru áhrif eyðni á kynlíf könnuð með þátttakendum, sem og leiðir til að lifa skemmtilegu og spennandi kynlífi sem jafnframt er öruggt, eða eins og sagt er á ensku: Safe Sex. Tvenns konar viöbrögð við eyðni - Mergurinn málsins er sá að fólk getur lifað öllu því kynlífi sem það vill ef það tekur ábyrgð á því sjálft, sagði Jóna. Hún sagði að eðlilega væru allir kvíðnir eftir að eyðni kom til, en viðbrögð fólks væru tvenns konar; sumir notuðu þennan kvíða sem hvata til að breyta hegðun sinni, og þá annaðhvort á jákvæðan eða nei- kvæðan hátt. Dæmi um jákvæð viðbrögð væri að nota smokkinn og fækka rekkjunautum, en þeir væru einnig til sem hræddust orð- ið allt kynlíf og brygðust við með því að forðast algerlega öll náin sambönd, en afstöðu af þessu tagi mætti líta á sem dæmi um nei- kvæð viðbrögð. Hinn kosturinn væri að breyta í engu sinni hegðun, og í því sam- bandi rifjaði Jóna upp að sam- þær breytingar sem verða að eiga sér stað í samlífinu ef þeir ætla sér að halda áfram að lifa því á hættu- lausan hátt. Sú spurning er nær- tæk hvað þú ert að missa miðað við gamla daga, og því er velt upp hvað fólki detti helst í hug þegar talað er um hættulaust eða öruggt kynlíf. Breyttar áherslur í kynlífinu í öðrum hluta námskeiðsins uppgötva þátttakendur að mikil fjölbreytni í kynlífinu stendur í þriðja hluta námskeiðsins er lögð áhersla á að gefa ímyndun- araflinu iausan tauminn, en þátt- takendur fjalla þá um á hvem hátt öruggara kynlíf getur verið kynferðislega æsandi. Leiða er leitað til að „kynvæða" eða erót- ísera ömggt kynlíf ef svo má að orði komast, og þegar hér er komið sögu er rétt notkun smokksins tekin fyrir, og þá í leiðinni notkun réttra smokkat- egunda, en að sögn Jónu er mikill misbrestur á því að allar þær teg- undir smokka sem hér eru á boð- stólum séu öruggar. kvæmt nýlegri Gallupkönnun á vegum landlæknisembættisins ætlaði aðeins ellefti hver maður sem í úrtakinu lenti að taka upp breytta siði í kynlífí. Námskeið Jónu um öruggara kynlíf skiptist í fjóra hluta, en það er unnið eftir erlendri fyrirmynd. í fyrsta hlutanum gefst þátttak- endum kostur á að tjá viðbrögð sín og tilfinningar hvað varðar þeim enn til boða. Fjallað er um hvernig megi minnka áhersluna á þess konar kynlíf sem mætti kalla fullnægingarkynlíf, en auka þess i stað áherslu á svokallað ánægju- kynlíf, en undir það fellur meðal annars meiri áhersla á forleikinn, nauðsyn þess að tala saman og að báðir beri sinn hluta ábyrgðar- innar, og fjallað er um öruggar snertingarleiðir. í í ALLIR A RUNTINN SPORTBÍLL OG SPÍTTBÁTUR Hvar eru mörkin? Hvernig hagar maður sér svo þegar á hólminn kemur er meðal þeirra atriða sem þátttakendur velta fyrir sér í fjórða og síðasta hluta námskeiðsins um öruggara kynlíf. Þeir læra í hópvinnu hvernig megi ræða um og taka ákvörðun um að stunda hættu- laust kynlíf og hvar eigi að setja mörkin. Þetta eykur sjálfsörygg- ið og er því góður undirbúningur upp á framtíðina. Jóna lauk námi við Pennsylvaniuháskóla í Banda- ríkjunum, og við spurðum hana hvernig henni þætti landinn stemmdur gagnvart hennar fræðum. Hún sagði að það fólk sem hefði samband við sig væri mjög spennt og opið, og við- brögðin væru í einu orði sagt mjög jákvæð. „Ég er mjög bjart- sýn og langar að gera margt,“ sagði hún, og tiltók sérstaklega rannsóknir og að eins væri brýnt að stokka upp fræðsluna í grunn- skólunum. Hún sagði jafnframt að hér á landi skorti mjög fag- mennsku á sviði kynfræðslu, og því væri þörf á að fólk færi utan til að mennta sig í þessum fræðum. Sjálf væri hún fyrst og fremst menntuð í kynlífsfræðslu og nám- skeiðsgerð, en mörg fleiri sérsvið væru til staðar. Eyðni sér okkur ekki aðeins fyrir vandamálum Aðspurð hvort áhugi á nám- skeiðunum væri fyrir hendi hjá báðum kynjum sagði Jóna að svo væri. Ég varð vör við það í fyrra þegar ég hélt námskeið fyrir kon- ur um þeirra kynfullnægju að margir karlar voru vonsviknir að fá ekki svipað námskeið fyrir sig, sagði hún. Jóna sagði að strákar væru nú orðið miklu opnari en fyrr; það er að koma upp þessi mjúka lína, þar sem strákarnir leyfa sér að vera heilsteyptari persónuleikar, og þeir sem ég hef talað við segja að þeim finnist tími til kominn. - Eyðni sér okkur ekki aðeins fyrir vandamálum heldur einnig ýmsum tækifærum, sagði Jóna þegar við spurðum hvað henni fyndist trúlegt um framvinduna í kynferðis- og fjölskyldumálum í ljósi þessa sjúkdóms; öruggt eða hættulaust kynlíf getur orðið til að styrkja góð og náin samskipti fólks þar sem ekki er bara ein- blínt á að sofa hjá. En auðvitað eru þetta aðeins vangaveltur sem koma upp í hugann sem viðbrögð við spurningunni, og býður upp á viðamiklar rannsóknir. Annað atriði sem gjarnan má koma fram í þessu sambandi er það að konur hafa alltaf þekkt það að þurfa að passa sig í kynlífí þar sem þær hafa borið ábyrgðina á getnaðarvörnum. Nú getur kynlífið táknað spurningu um líf og dauða, og því þurfa karlar að axla sinn þátt ábyrgðarinnar. Því mætti leiða að því líkur að þegar upp er staðið stuðli þetta hrein- lega að bættum samskiptum kynjanna. HS 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.