Þjóðviljinn - 26.08.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 26.08.1988, Blaðsíða 16
Stóribróðir nálgast kvenþjóðina. stúdíói í þeirri merkingu orðsins. - Hinsvegar bjuggum við til hótelherbergi á Reynivöllum, breyttum Mjólkursamsölunni í Seðlabankann og Fjölbrauta- skólanúm í Breiðholti í grillstað í óbyggðum, svo einhver dæmi séu nefnd. - Mín vinna við myndina hófst um áramótin 1986-87, þá sat ég með Jóni og Karli Óskars við að færa handritið yfir í myndmál. Svo var minn hlutur af vinnunni meðal annars fólginn í að finna þá staði sem ætlunin var að nota, hanna staðina sem myndin gerist á og teikna upp hvernig ætti að nota þá. Mitt verksvið var síðan allt frá því að sjá um byggingu Seðlabanka til landslagsbreyt- inga, flutnings á steinum á milli staða, og að fara með tré frá Sel- fossi og gróðursetja á Mýrdals- sandi. - Tilgangur góðrar leikmyndar er að láta líta svo út að myndin sé tekin nákvæmlega á þeim stað þar sem hún er látin gerast. Mað- ur er ánægðastur ef hún sést ekki þegar upp er staðið, og ég verð ánægður ef 80% hennar verða svo sjálfsögð að fólk tekur ekki eftir að það er leikmynd. Að sama senan sé kannski tekin á mörgum mismunandi stöðum, eða alls ekki þar myndin gerist. - Grunnur vinnunnar að leik- mynd er sá sami í kvikmyndum Myndin snýst um samband tveggja hálfbræðra. Foxtrot Nýja íslenska spennumyndin um hálfbræður í skuggalegum ævintýrum frumsýnd í gærkvöldi í gærkvöldi gafst íslenskum áhorfendum í fyrsta skipti tæki- færi til að berja nýju spennu- myndina Foxtrot augum, en þá var kvikmyndin frumsýnd hér á landi, í Bíóhöllinni og Bíóborg- inni. Sem kunnugt er var Foxtrot sýnd með ensku tali á kvik- myndahátíðinni í Cannes í vor, og hlaut að sögn góðar viðtökur. Þá var heimsréttur á sölu og dreifingu myndarinnar seldur til Nordisk Film fyrir 30 miljónir króna. Þó munu Foxtrot-menn lítið græða í beinhörðum pening- um á þeim viðskiptum, því heimsrétturinn tilheyrði norsk- um aðilum sem fjármögnuðu myndina að mestu. Framleiðandi Foxtrots er kvik- myndafyrirtækið Frost-film, sem er rekið af þeim Jóni Tryggvasyni kvikmyndaleikstjóra, Karli Ósk- arssyni kvikmyndagerðarmanni og Hlyni Óskarssyni. Þetta er fyrsta kvikmynd þeirra félaga, sem hingað til hafa fengist við auglýsingar og myndbandagerð. Gerð myndarinnar hófst fyrir tveimur árum þegar 10 miljóna króna styrkur fékkst úr kvik- myndasjóði, en sem fyrr sagði fjármögnuðu norsk fyrirtæki Foxtrot að mestu, aðallega Film- effekt a/s og Viking film a/s. Alls munu um 30 manns hafa tekið þátt í gerð Foxtrots. Jón Tryggvason leikstýrði myndinni, Karl Óskarsson sá um kvik- myndatöku, en Hlynur er fram- leiðandi myndarinnar. Auk þeirra ber að nefna Sveinbjörn I. Baldvinsson höfund sögu og handrits, Geir Óttar Geirsson leikmyndarhönnuð, Önnu Jónu Jónsdóttur sem sá um búninga, Elínu Sveinsdóttur sem sá um förðun og Jóhann Sigfússon sem hannaði lýsingu myndarinnar. Tónlistin er í umsjón Music Me- dia, en titillagið er sungið og sam- ið af Bubba Morthens. Aðalhlut- verkin leika þau Valdimar Örn Flygerning, Steinarr Ólafsson og María Ellingsen. Valdimar Örn: „Leiksoppur örlaganna" Um efni myndarinnar er næsta lítið vitað á þeirri stundu sem þessar línur eru skrifaðar. Þó hef- ur frést að myndin snúist um versnandi samband tveggja hálf- bræðra, og átök þeirra á milli sem af því leiða, og einnig komi fyrir tilraun til nauðgunar og morðs á puttaferðalangi. - Þessir bræður lenda í heldur skuggalegum ævin- týrum, segir Valdimar Örn Flygeming. - Ég leik þann eldri, hann er gerandinn í myndinni, sá sem kemur atburðum hennar af stað. Nú, sumir myndu kannski segja að hann sé illmenni, en ég vil halda því fram að hann sé leik- soppur örlaganna, frekar en að gerðir hans ráðist af einhverri rótgróinni illmennsku. Hann er fyrrverandi íþróttamaður sem á við ýmsa persónuleikabresti að stríða, er dálítið kraminn á sál- inni, kannski vegna þess að lífið er búið að leika hann grátt og honum hefur einum of oft verið stillt upp við vegg. - Ég hef aldrei fengist við svona hlutverk í kvikmynd áður, en kannski eitthvað á sviði, sem er ekki alveg óskylt. Maður verð- ur náttúrlega að ganga út frá sjálfum sér og kannski fann ég eitthvað í mér sem líkist honum, þótt þetta sé alls ekki heimildar- mynd um líf mitt, eða mína af- stöðu. Kannski erum við öll svona einhvers staðar í okkur. - Hvað mér finnst vera munur- inn á leiksviðsleik og kvikmynda- leik? Talaðu við mig eftir svona 20 ár, ég veit allt of lítið um þetta til að þora að koma með ein- hverjar yfirlýsingar. Geir Ottar: „Alltfrá byggingu Seðlabanka...“ Geir Óttar Geirsson, leik- myndarhönnuður Foxtrots, segir engan hluta myndarinnar tekinn í Frá löku myndarinnar. og leikhúsi, sama undirbúnings- vinnan. Það sem gerir kannski stóra muninn, er að í leikhúsinu hannar maður til dæmis fimm af- markaðar senur, en í kvikmynd- inni eru kannski 100 staðsetning- ar og mismunandi víddir. Þar að auki eru áhorfendur staddir á mismunandi stöðum, við komum nær og þar af leiðandi þurfa allir hlutir að vera nákvæmari. - Lokamarkmið leikmyndar- innar er líka það sama og í leikhúsinu, það er að þjóna leikaranum og sögunni. Það er því miður ekki nema í einstaka myndum sem maður kemst upp með að láta leikmyndina leika aðalhlutverkið. Hér er leikmynd- in umbúðir utan um raunveru- leikann og maður reynir í litum og hönnun að styrkja þann raun- veruleika sem myndin á að sýna. - Svo bætist náttúrlega við hlutverk leikmyndarhönnuðar þegar fjárráð eru takmörkuð eins og við gerð þessarar myndar. Þá sér maður líka um alla flutninga, og hinar og þessar reddingar. í því samhengi er sjálfsagt að láta fljóta með hvað fólk hefur verið hjálplegt, bæði fyrirtæki og ein- staklingar. Menn hafa verið til- búnir að hjálpa okkur með hina ótrúlegustu hluti, meira að segja lánað okkur bfla og sauðfé í ó- mældu magni. LG 16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.