Þjóðviljinn - 26.08.1988, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 26.08.1988, Blaðsíða 23
Leiklist - umfjöllim Virðuleg hjón, kuteis og makalaust umburðarlynd. Leikir sem fólk fer í Alþýðuleikhúsið ELSKHUGINN eftir Harold Pinter þýðing: Ingunn Ásdísardóttir og Martin Regal tónlist: Lárus. Halldór Grímsson lýsing: Egill Orn Árnason leikmynd og búningar: Gerla leikstjórn: Ingunn Ásdísardóttir. Það er til skrýtla eða létt skop- saga um hjónin sem vantaði fútt í hjónabandið og gripu á það ráð að fara að hittast á laun sem elsk- endur, leika ást í meinum. Það er einhver slík skrýtla sem Harold Pinter leggur til grundvallar þessu leikriti um virðuleg og sið- prúð og umburðarlynd vel stæð hj ón, Richard og Söru. Þegar þau kveðjast með kurteisi að morgni dags, gera þau ástríðulaust sam- komulag (sem er augljóslega fast- ur liður í þeirra lífsmynstri) um að Sara taki á móti elskhuga sín- um seinnipartinn og eiginmaður- inn sé þá ekkert að flýta sér heim á meðan. Um kvöldið spyrja þau hvort annað hvernig henni hafi vegnað með elskhuganum og hvort hann hafi ekki litið við hjá hórunni sinni. Seinna verðum við vitni að fundi eiginkonunnar og elskhugans: hann er þá Richard í flagaraflíkum og hún hefur einnig skipt um ham og gerst hóran og örlagakvendið og þau taka til við að raungera ímyndanir sínar, skiptast á um að fara með Sak- leysið og Freistinguna og Ofbeld- ið. En eftir því sem leiknum mið- ar áfram verður það æ torveldara fyrir þau að halda tveinr pörtum persónuleikans aðskildum, þeir vilja brotna í mola og hrynja sam- an. Og það er Richard sem hefur frumkvæði um að reka elskhug- ann á dyr með dálitið svipuðum hætti og Georg slátrar ímynduð- um syni þeirra Mörtu í leikriti Al- bees, „Hver er hræddur við Virg- iniu Wolf?“ (senr er einmitt skrif- að um svipað leyti og Elskhugi Pinters). Má' !ok eru engin í venjulegum 1 ’ningi: við getum haldið að fai an hafi náð yfir- höndinni, að hóran og flagarinn yfirtaki hjónin virðulegu - við getum líka lagt spádómsmerk- ingu í stutta innkomu Jóns mjólk- urpósts fyrir miðjan leik: kannski mun Sara leita til hans eftir að Richard braut þeirra leikreglur. Ekki er að því að spyrja: þetta er útsmogið leikrit og undarlega áleitið með sinni ofur hvunndags- legu orðræðu og kannski lágkúrulegri. Þýðingin lét heldur vel í eyrum, þótt dæmi mætti finna sem hljómuðu annarlega („Mögulega" er sagt á einum stað: á ekki heldur að segja: getur verið?). Alþýðuleikhúsið hefur að þessu sinni fundið athvarf í Ás- mundarsal við Freyjuögtu, út- koman er mikið návígi, leikið á miðju gólfi, áhorfendur allt um kring. Leikstjóra og leikmynd- arhöfundi tekst vel að virkja þetta rými með einföldum og til- gerðarlausum hætti. Þau Viðar Eggertsson og Erla B. Skúladótt- ir leika hjónin, sem í leiki fara, og gera margt vel og ekkert kindar- lega. Þó er sem misvægis gæti í frammistöðu þeirra að því leyti til, að þau ná ör«(Sfcari og út- smognari tökum á sæmdarhjón- unum Richard og Söru og þeirri grimmu spennu sem er inni í þeim lokuð en á elskhuganum Max (sem Sara kallar svo) og hórunni hans. Eitthvað fannst þessum á- horfanda hér á vanta í djöfulskap og hraðari takta í þeim atriðum. Og má spyrja, hvort leikstjóri hefði ekki átt að reyna betur að skerpa (amk í upphafi) andstæð- ur ntilli hinna tveggja tilvistar- sviða, áhorfendum til sterkari hrellingar? En hvað um það: þetta var um margt vönduð sýning hjá Ingunni Ásdísardóttur og öðrum aðstand- endum sýningarinnar. Það er alltaf eitthvað „öðruvísi“ við sýn- ingar Alþýðuleikhússins og þessi eiginleiki er freisting sem mönnum ætti að vera meira en ljúft aö láta undan. Árni Bergmann HUGVEKJA E.M.J. Um forstióralaust ár í aprílmánuði 1905 bárust þau tíðindi um Reykjavík, að gull hefði fundist í Vatnsmýrinni við rætur Öskjuhlíðar. Gullæðið í Klondyke var mönnum mjög í fersku minni, enda voru þá minna en tíu ár síðan það hafði farið af stað, og því greip um sig mikill spenningur í höfuðstaðn- um í Kvosinni: skyldu gulu korn- in sem sést höfðu þegar grafið var í gegnum sandlög vera raunveru- legt gull? og hvaða afleiðingar myndi þessi fundur hafa fyrir þjóðina? Maður nokkur sem var kunnugur í Klondyke tók eitt kornið, flatti það út og setti þynn- una á hnífsegg: bognaði hún þá og lögðust báðir endarnir með- fram hnífsblaðinu. Sagði maður- inn að þessa prófun notuðu gullg- rafarar í Alaska og væri enginn vafi á því að gula kornið væri gull. Eftir svo augljósa sönnun brugð- ust menn skjótt við, hlutafélagið „Málmur h/f“ var stofnað og allar horfur á mikilli gullvinnslu í Vatnsmýrinni. En eins og mönnum er kunn- ugt, kom fljótt í ljós að það var alls ekkert gull hvorki í mýrar- flákum við Reykjavík, né í Esj- unni né heldur á neinum öðrum stað á landinu, og brugðust allar vonir manna um skjótfengið ríki- dæmi Mörlandans byggt á Vatns- mýrargulli. Þessi saga er nú flest- um gleymd, en ýmsum kann þó að þykja það nokkur dægradvöl að velta því fyrir sér hvað hefði gerst ef raunverulega hefði verið gullsandur við rætur Öskjuhlíð- arinnar. Vafalaust sjá einhverjir fyrir sér voldugar hallir gullfurstanna í austrænum stíl, mikinn gullforða í einhvers konar íslensku Fort Knox, sem tryggði traustan og stöðugan gjaldmiðil, og vel uppbyggt og auðugt land með góðum húsakosti, hrað- brautakerfi og einteinunga þvers og kruss og hinu fullkomnasta þjónustukerfi þar sem ekkert skorti, svo ekki sé gleymt há- skólum, tónleika- og óperusöl- um, kvikmyndaverum og öðrum musterum andans. En því miður er erfitt fyrir hvern þann sem hefur svolitla nasasjón af eðli Mörlandans að vera svona bjartsýnn, og er hætt við að sú auðlind sem gæti tryggt honum slíka velferð finnist seint á okkar annars hlunnindaríka hnetti. Gullnám á Skerinu hefði nefnilega að öllum líkindum þró- ast eftir nokkuð öðrum leiðum, og til að gera stutta þá sögu, sem vafalaust hefði orðið flókin og langdregin, þá hrýs manni hugur við þeim endalausu styrkjum, óafturkræfu rekstrarlánum, nið- urgreiðslum og útflutningsbót- um, sem valdhafar landsins hefðu orðið að taka úr vösum skatt- píndra borgara til að styrkja gull- iðnaðinn þegar hann væri á fal- landa fæti á nokkurra mánaða fresti og „afkoman alveg stór- hrikaleg", eins og sagt er, svo ekki sé minnst á allar gengisfell- ingarnar, sem nauðsynlegt hefði verið að framkvæma til að bjarga gullútflutningnum og gera hann samkeppnisfæran á erlendum markaði. Það má því segja, að það hafi verið mikil mildi forsjónarinnar, að hér skyldi ekki vera eitt ein- asta vinnanlegt gullkorn í jörðu, nógu slæmt er ástandið svo sem án þess. En þrátt fyrir það er efnahagslífið komið í strand eina ferðinaenn, ogernú þörfáskjót- um og víðtækum ráðstöfunum til að bjarga þjóðinni frá yfirvofandi hruni og tryggja afkomu grund- vallaratvinnuveganna, svo sem' fiskveiða, verslunar og banka- starfsemi. Svo virðist sem tvær leiðir séu nú færar til þess, og er fljótgert að líta á þær. Önnur leiðin er sú að halda há- vaxtastefnunni áfram, þangað til velflestar fasteignir einstaklinga hafa fallið í skaut bönkunum, sem hafa tekið þær upp í óborg- aðar skuldir og vexti af þeim. Væri þá komið fyrir öllum þorra landsmanna eins og gömlu kon- unni sem tók smá lán til að dytta að gluggunum á húsinu sínu og þurfti ekki að hafa meiri áhyggjur af viðhaldi þess, þar sem bankinn tók það í heilu lagi upp í vexti af smáláninu. Með þessari leið væri tryggð afkoma bankanna um nokkurn tíma, en þeir berjast nú í bökkum vegna síaukins fiðrings í gráa markaðnum. Hin leiðin er sú að falla frá há- vaxtastefnunni, banna algerlega verðtryggingu á innistæður í bankabókum, nema þær séu bundnar til 99 ára, og skattleggja allar vaxtatekjur. Jafnframt væri gengið fellt. Þannig myndi spari- fé landsmanna brenna inni á nokkrum mánuðum, og kæmist þá í framkvæmd það sem kallað hefur verið „að færa spariféð yfir til atvinnuveganna“. Það gæti reyndar gerst á tvennan hátt: Sennilega myndu það verða fyrstu viðbrögð manna að rjúka upp til handa og fóta um leið og verðtrygging væri afnumin, taka út allt sparifé sitt og hlaupa í dauðans ofboði út í næstu búð sem fyrir verður og kaupa þar allt sem á boðstólum er. Er fræg sag- an um manninn sem hljóp einu sinni út úr banka, þegar ekki votði þó annað verra yfir en gengisfelling, og keypti á einu bretti sex hrærivélar, en slíkir at- burðir myndu nú gerast aftur í margfalt stærri mælikvarða og væri hægt að kalla það „að færa spariféð yfir til verslunar og við- skipta“. Þetta gæti þó komið öðr- um atvinnuvegum í klípu, og þá einkum veikt stöðu bankanna gagnvart skuldandi atvinnuveg- um, og til að koma í veg fyrir það mætti gera einhverjar aukaráð- stafanir til að festa spariféð í bönkunum svona rétt meðan það er að brenna inni, en það tæki aldrei nema stuttan tíma. Á þann hátt mætti sem sagt „færa spa- riféð yfir í framleiðslustörfin", þ.e.a.s. nota ylinn af brennandi sparifé til að kynda undir í útveg- inum og öðrum slíkum greinum. Þetta yfirlit yfir þær helstu efnahagsaðgerðir sem völ er á leiðir þó eitt í ljós: hver aðgerð fyrir sig getur ekki bjargað vanda nema einnar atvinnugreinar, ým- ist framleiðslu, bankastarfsemi eða verslunar, og eru þá aðrar eftir sem áður úti á klakanum. Þetta er því engan veginn nægi- legt til að bjarga ástandinu í heild, og má því búast við að ríkisstjórnin verði að finna ein- hverja leið til þess að beita þeim öllum í senn, byrja á því að beita hávaxtastefnunni til að flytja fast- eignirnar yfir í bankareksturinn, sem verður þá svo mjög tryggður, að hann þolir það fyllilega þegar spariféð er síðan flutt yfir í aðra atvinnuvegi. Á þennan hátt er hægt að segja að afkoma grund- vallaratvinnuveganna sé loksins tryggð. Ef spariféð hrekkur ekki til, er auðvelt að fara þá leið, sem nú er reyndar mjög á dagskrá, að lækka launin um tíu af hundraði. Sumir kunna að sjá ýmis tor- merki á því að stjórnvöldin geti farið allar þessar leiðir f einu, en við því er ekki annað svar en það að eins gott er að hinir vísu yfir- menn efnahagsmála venji sig strax á hugmyndaauðgi. Það verður hvort sem er ekki vanþörf á snjöllum hugmyndum eftir nokkurn tíma, þegar landsmenn verða aftur búnir að eignast sparifé og koma sér upp fast- eignum, og þörf verður að grípa enn einu sinni til efna- hagsráðstafana til að færa þetta hvort tveggja yfir í atvinnuveg- ina. Ef til eru þeir menn, sem hafa áhyggjur af þessari framtíðarsýn, er rétt að taka það fram, að til er enn önnur leið. Um hana hefur þó verið býsna hljótt, og er sér- lega athyglisvert, að þeir sem eru annars hlynntir þeim hugmynd- um sem hún byggist á hafa alls ekki fært máls á henni. En þar sem ritstjórar blaðsins eru nú skroppnir upp í kaffi og ég sit hér einn og eftirlitslaus og hjala við eitthvert móðins apparat með skjá, ætla ég að nota tækifærið til að rjúfa þögnina og boða þessa leið. Þetta er sem sé leið frjáls- hyggjunnar, en þó að vísu önnur hlið hennar en sú sem oftast er á dagskrá. En hún er í stuttu máli fólgin í því, að þeir yfirmenn efnahagsmála og fyrirtækja, sem hafa tekið snarvitíausar ákvarð- anir, þeir sem hafa fengið lán til uppbyggingar og rekstrar atvinnugreina og sóað þeim t.d. í húsabrask, montframkvæmdir eða alls kyns bruðl, þeir sem í fyrirhyggjuleysi hafa slegið stór- lán til að byggja upp stórfyrirtæki án þess að athuga fyrst hvort nokkur rekstrargrundvöllur væri fyrir þeim og þurfa síðan stöðuga styrki til að standa fyrir botn- lausum taprekstri, þeir sem not- færa sér það að ríkið er reiðubúið að vernda framleiðslu þeirra með tollum til að hækka vöruna ennþá meir í staðinn fyrir að byggja hana upp og gera hana þeim mun samkeppnishæfari, þeir sem frí- lista sig erlendis í stað þess að verja öllum stundum til að kynna sér nýjungar í sinni atvinnugrein, þeir sem gera af ásettu ráði óhag-1 stæð innkaup erlendis til að geta haft álagninguna þeim mun hærri, þeir sem reyna stöðugt að krýja út meiri lán og styrki í stað þess að finna leiðir til að gera reksturinn hagkvæmari, í stuttu máli allir þeir sem fylgja hinni því miður sígildu íslensku stefnu „tak aurinn og hlaup“, þessir menn verði allir, hver sem einn, að taka afleiðingum gerða sinna, og fái ekki að halda áfram von úr viti að valsa með stórfé, eignir og fyrir- tæki, ausa til sín fé almennings og stofna hvert fyrirtækið eftir ann- að og fara með þau öll á hausinn. Leiðin er sem sé sú að þessir yfir- menn verði gerðir ábyrgir og þeg- ar þeir eru búnir að sigla öllu í strand fái þeir þann skell sem því hæfir, og verði ekki gert kleift að halda áfram á sama hátt. Á þá .verði lokað öllum fyrirgreiðslu- dyrum og þeir látnir hrapa niður í myrkrið, - og það yrði mikið bomsara-boms mínir elskanlegu. Kannske fengju fslendingar í kjölfar skattlausa ársins eitt „forstjóralaust ár“ en svo tækju við nýir menn, menn sem kynnu ábyrgð í rekstri. Að öðrum kosti er erfitt að sjá hvert leiðin liggur um síðir, þegar einar efnahagsaðgerðir taka við af öðrum á nokkurra mánaða fresti. Kannske kynni það að enda með því að íslendingar sæju sér ekki annan kost vænstan en biðja drottin allsherjar að taka frá þeim þau gjöfulu fiskimið sem eru frumorsök svo mikils tap- rekstrar, rétt eins og hann forð- aði þeim undan gullinu árið 1905. e.m.j NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 23

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.