Þjóðviljinn - 23.12.1988, Side 2

Þjóðviljinn - 23.12.1988, Side 2
SKAÐI SKRIFAR Ég reyndi að n'fast við Denna í RÓSA- GARÐINUM JÁOGSTALÍNVAR KONA Ég, Skaði, bregð sjaldan mínu rólega og yfirvegaða skapi, sem horfir smáum augum á amstur mannkindarinnar og vinstriflokkanna undir sólunni. Samt get ég ekki að því gert, að ég hefi verið áhyggjufull- ur, gramur og stundum fjúkandskoti reiður yfir tíðindum frá alþingi íslendinga að undanförnu. Mér stendur ógn af því og smán að Steingrímur og þessir kallar skuli koma standandi niður á lappirnar í fljúgandi hálku kreppunnar meðan mínum mönnum í Sjálfstæðisflokknum varð fótaskortur strax í mjúkum gólfteppum góðærisins. Ég hitti Steingrím á förnum vegi og ég hafði engar vöf lur á því heldur spurði si sona: Hvernig ferðu að þessu Denni? Að hverju væni minn? spurði Steingrímur. Að því að hafa meirihluta á þingi án þess að hafa meirihluta. Það er ósköp einfalt vinu: Það er til meirihluti fyrir því að það sé stjórn í landinu. Það getur hver maður sagt sér sjálfur. Svo kemur hitt svona af sjálfu sér Já, en það er ekki sama hvaða stjórn, Steingrímur. Þú veist það vel sjálfur, að við Sjálfstæðismenn erum hrygglengjan í þessu þjóðfélagi. Ef við værum ekki þá væri hér kommúnismi eða allt á hausnum eins og hjá SÍS Ekki segi ég þaðnú kannski Skaði minn, sagði Steingrímur, sallaró- legur þessi andskoti. Það er nú svo með þessa hrygglengju að hún lætur á sjá, sérstaklega ef menn sitja mikið. Menn fá brjósklos og allskonar meinsemdir, hvað veit ég. Það getur verið gott fyrir svona hryggjarflokk eins og þú segir þinn flokk vera, að fara upp úr stólnum og hlaupa svolítið um út í buskanum eða þannig. Þú sérð það sjálfur Skaði. Ég sé það andskotann ekki neitt Steingrímur. Ég skil það ekki hvernig einn þjóðarskrokkur á að vera hryggjarlaus. Hann bara lypp- ast niður eins og drukkinn ánamaðkur. Hafðu engar áhyggjur Skaði minn, sagði Steingrímur. Við höfum til dæmis nóga vöðva. Kratajóna í hægri armi og Allaballa í þeim vinstri. Þetta getur spriklað svona eitthvað. Já en höfuðið Steingrímur, ekki dugir að þjóðarskrokkurinn valsi svona um bæði hryggjarlaus og höfuðlaus. Höfuðið segirðu? Eg veit ekki til þess að það vanti neitt höfuð á okkur. Ég veit ekki betur en það sé á sínum stað og allt í lagi með það. En ég get ekkert verið að breiða mig út um það meira, það er mérfjarri skapi að vera með eitthvert mont eins og Davíð hér í bænum. En ég minni bara á staðreyndir málsins. Don Kikóti tók líka sápuskál rakarans og setti á höfuð sérog kallaði hjálm, sagði ég si sona með djúpum undirtónum. Hvað meinarðu Skaði? spurði Steingrímur Svosem ekkert, sagði ég, og greip snarlega fyrir kverkarnar á mínu napra háði því ég er maður kurteis og sjentilmaður. En segðu mér eitt. Nú vantaði ykkur nokkra bita í sitjandann í þessum stjórnarræfli ykkar svo honum yrði sætt lengur. Og finnst þér þá ekki ankannalegt að gera þaö með því að sníða hausinn af Borgaraflokknum og gera hann að sendiherra í París? í alvöru talað. Ég skal segja þér Skaði, sagði Steingrímur, þetta með hann Albert, það kemur pólitík náttúrlega ekkert við. Það er algjör misskilningur að halda það. Ég segi það nú bara alveg eins og það er. Ég hefi alltaf litið svo á að það eigi að hjálpa mönnum til að komast þangað sem þeir vilja og ég veit að Albert hefur alltaf langað til að vera eitthvað. Og þeir Jón Baldvin og Ólafur Ragnar voru mér alveg sammála í þessu, enda eru þetta vænstu piltar. Var það alvara sem Þórhildur Þorleifsdóttir sagði um karlmenn að það ætti að setja þá í þegn- skylduvinnu?... Sé þetta í alvöru talað þá hafa Kvennalistakonur auglýst sig rækilega sem sérhagsmuna- og ofbeldis- samtök sem eiga sér ekki stoð nema í einræðisríkjum. Morgunblaðið FUNDIÐ TÍVOLÍ Það fara margir í Kringluna til að skemmta sér. DV ÖFUND KNÝR OG ELTIR MIG TIL ÓKUNNUGRA ÞJÓÐA íslendingar hrifnari af útlensk- um hundum Tíminn ÞAÐ VANTAR HÓRUHÚS ÞAÐ VANTAR BJÓR í KRÚS Almennt var umfjöllun blaðsins um Island mjög vinsamleg, en í blaði þessu er ekki vaninn að skafa utan af hlutunum. Það sem helst var fundið að var íslenskt verðlag og vöntun á trjám, nætur- lífi og bjór. Morgunblaðiö JÁ OG HVAÐ UM ATMÁL HROSSA- KJÖTS Hvað er að gerast í markaðs- málum kindakjöts? Tíminn 1 dagur til jóla Ketkrókur sá tólfti, kunni áýmsu lag. í dag kemur sá næstsíðasti af sveinunum 13 til byggða, sjáifur Ketkrókur. Þessa mynd af hon- um teiknaði hún Dóra Björg Ax- elsdóttir, 10ára, Þrastarlundi 2 í Garðabæ. Ketkrókur ætlar að koma í heimsókn í Þjóðminjasafnið kl 11 í dag og skemmta öllum með söng og glensi. Rétt er að geta þess að Þjóðminjasafnið mun taka á móti Kertasníki á morgun, aðfangadag, og eru börn og full’- orðnir velkomnir kl. 11. 2 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 23. desember 1988

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.