Þjóðviljinn - 23.12.1988, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 23.12.1988, Qupperneq 5
Þjóðararfurinn í húfi Þjóðminjasafnið átti 125 ára afmœli í ár. Safnið heldur hvorki veðri né vindum. Fjárveitingar nœgja ekki til daglegs reksturs. Fjárveiting til endurbóta á húsinu sú sama og ífyrra en ekki framreiknuð. Ráðamenn sýna aukinn skilning í orði en sá skilningur hefur ekki enn sést á borði. Nýþjóðminjalög hafa verið lögðfram á þingi Þjóðminjasafn íslands á 125 ára afmæli á þessu ári og í tilefni af því skipaði Birgir ísleifur Gunnarsson, fyrrverandi menntamálaráðherra, í nóvem- ber 1977, nefnd til þess að móta stefnu í málefnum Þjóðminja- safnsins til næstu aldamóta og gera áætlun um endurbætur, vöxt og viðgang safnsins. Nefndin átti jafnframt að vinna að fram- kvæmd áætlunarinnar og láta endurskoða núgildandi þjóð- minjalög. Það fer ekki á milli mála að full þörf var á að skipa slíka néfnd enda þjóðararfur íslendinga í húfi og Þjóðminjasafnið, líkt og margar aðrar menningarstofnan- ir í landinu, einatt orðið út undan við afgreiðslu fjárlaga. Stóru orð- in og heitstrengingarnar hefur sjaldan vantað á hátíðli w ti stundum en því miður hafa efnd- irnar sjaldnast verið eftir því. Fjárveitingar duga ekki Gefum Þór Magnússyni þjóðminjaverði orðið: „Það hefur verið illa að okkur búið og safnið því ekki getað haldið sig innan þess ramma sem því er settur fjárhagslega. Fjár- veitingar til safnsins duga ekki einusinni til daglegs reksturs safnsins. Auk þess er okkur ætlað að sjá um viðhald gamalla bygg- inga og það hlutverk vex stöðugt, en samt sem áður erum við mjög aftarlega í slíkum málum ef við miðum við nágrannaþjóðir okk- ar. Húsiö í slæmu standi Þá hafa fornleifarannsóknir verið stórauknar á undanförnum árum og hefur það verið mögu- legt þar sem ýmsir aðrir aðilar en sjálft safnið hafa kostað slíkar rannsóknir, sveitarfélög og ýmis félagasamtök. Auk þessa þarf safnið að sjá um viðgerðir og við- hald á gömlum munum og sinna rannsóknarstarfi og allt þetta kostar sitt.“ „Einsog ég sagði hafa fjár- veitingar ekki dugað fyrir dag- legum rekstri en ofan á það leggst viðhaldskostnaður við húsnæði safnsins. Þar hefur alls ekki tekist að halda í horfinu og er húsið í mjög slæmu standi auk þess sem það þarf að gera miklar breyting- ar innanhúss svo það nýtist sem best í því hlutverki sem safninu er ætlað. Safnið er illa byggt og á tímum þegar aðeins fékkst lélegt bygg- ingarefni og það er óhentugt á margan hátt. Það verður að þétta þak og veggi svo húsið haldi í regnveðri. Hitun og rakatækjum verður að koma í lag og það er mjög nauðsynlegt að aðkoman að húsinu verði bætt. Húsið er mjög illa sett hvað það varðar og brýn nauðsyn að nýr inngangur verði byggður og að neyðardyr verði settar ásuðurgaflinn. Þetta er gífurlega mikið verk sem kost- ar hundruð miljóna en það er forsenda þess að húsið geti þjón- að sem Þjóðminjasafn Islands.“ Endurnýjun sýninga Það er um ár síðan Listasafn fslands flutti úr Þjóðminjasafn- inu í íshúsið við Tjörnina. Við það rýmkaði mjög um starfsemi Þjóðminjasafnsins og er ætlunin að endurnýja sýningar safnsins og færa þær að kröfum nútíma- manna en það er þó ekki talið mögulegt fyrr en búið er að lag- færa húsnæðið og gera það vatns- helt. Að sögn Þórs var stefnt að því að það yrði gert á næsta ári en miðað við tillögur um fjárlög nú virðist slíkt tæpast mögulegt, enda ganga tillögurnar út á það að safnið fái sömu upphæð og í fyrra til viðhalds á húsnæðinu og er hún ekki einusinni fram- reiknuð. Þær sýningar sem nú eru í safn- inu voru settar upp þegar safnið flutti í núverandi húsnæði á árun- um eftir 1950. Þær sýningar eru í deildum og þykja ekki mjög að- gengilegar. Ætlunin er að setja safnið upp meira í sögulegu sam- hengi og sýna menningarþróun- ina hér á landi þannig að það gæti orðið öllum aðgengilegt, jafnt börnum sem fullorðnum, er- lendum gestum sem og inn- lendum. Að sögn Lilju Árnadóttur safnvarðar, er þegar byrjað að vinna að undirbúningi við endur- skipulagningu sýninganna, en ekki verður ráðist í uppsetningu fyrr en húsið hefur verið gert helt fyrir veðri og vindum. Ætlunin er að sýna hverja öld fyrir sig, fornöld sér og frá henni hverfa gestir til miðalda og þann- ig koll af kolli þar til þeir eru komnir á tuttugustu öldina. Þannig uppsett ætti safnið að geta nýst mun betur til kennslu en hingað til, en sá þáttur safna á borð við Þjóðminjasafnið verður stöðugt mikilvægari. Þór sagði að í safninu gæfust ótæmandi möguleikar ti! að koma upp góð- um og skemmtilegum sýningum, enda mikið til af merkum hlutum í safninu. „Erlendir safnamenn sem hafa heimsótt okkur verða yfirleitt mjög undrandi því þeir búast alls ekki við að við eigum svona marga merka gripi frá mið- öldum,“ sagði Þór. Jólasveinar í heimsókn Nú fyrir jól hefur safnið fyllst á hverjum morgni af krökkum til þess að hitta jólasveinana sem hafa heimsótt safnið hver á fætur öðrum þegar þeir hafa komið til byggða. Þór sagði að mjög vel hefði tek- ist til með þetta enda hefðu allir starfsmenn safnsins tekið þátt í að undirbúa þessa dagskrá og fyrir vikið hefði sópast að fólk, einkum börn. „Safnið verður að vera lifandi stofnun þótt það sé ekki tívolí eða einsog íþróttaleikvangur. Með sérsýningum og svona dagskrám er hægt að vekja áhuga á safninu. Við skulum líka gera okkur grein fyrir því að börnin eru framtíð- argestir safnsins. Ef þau hafa gaman af þessu skapar það já- kvætt hugarfar til safnsins. Söfnin verða að auglýsa sig einsog aðrir í þjóðfélaginu, en fyrst og fremst eru svona söfn staðir þar sem fólk kemur til þess að eyða stund í ró og næði við að skoða menningar- sögu þjóðarinnar. Safnið á líka að vera rannsókn- arstofnun og nú höfum við eflt bókasafnið og ráðið bókavörð. Hér er nú eina fræðilega bóka- safnið á sviði safnamála á íslandi og það er opið öllum. Hinsvegar vantar enn tilfinnanlega fyrirlest- rasal í safnið þar sem hægt er að sýna litskyggnur og halda fyrirle- stra. Þá lengdum við opnunartí- mann í ár og er opið milli kl. 11 og i 16. Þetta mæltist vel fyrir, eink- v Föstudagur 23. d—ember 1988 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.