Þjóðviljinn - 23.12.1988, Page 10

Þjóðviljinn - 23.12.1988, Page 10
LEIÐARI FYRR '• • • Borgarar á krossgötum Borgaraflokkurinn er skyndilega í kastljósi. Atburöir síðustu viku hafa komið flokknum uppí loft og heyrast nú ótal útgáfur af framtíðarspádómum, þeim mun ævintýralegri sem forystu- menn flokksins virðast vita minna hvað þeir vilja. Það þarf ekki að bera brigður á þau rök sem Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir og Óli Þ. Guðbjartsson færðu fyrir stuðningi sínum við stjórnina á miðvikudaginn. Hitt sjá allir - enda viður- kennt af hinum nýja formanni - að það hefði verið glapræði að fara Albertslausir útí kosningar sem forsætisráðherra hefði boðað eftir pattstöðu í þinginu. Borgaraflokkurinn er á krossgötum, og fljótt á litið virðist upplausn vofa yfir. Foringinn á förum húðskammar félaga sína sem hafa komið Ijónum í framaveg sonarins knáa, allt hangir í lausu lofti með samvinnu Borgaraflokks og stjórnarflokkanna, og alveg er óséð að nýir oddvitar hafi persónulegt álit og pólitískt þrek til að halda saman sundurleitu stuðningsliði. Svo gæti farið að þingmenn Borgaraflokksins verji þeim tíma sem eftir stendur af kjörtímabili þeirra til þess að bjarga sér annarstaðar á land eða til að spila frítt og hætta síðan atvinnu- mennsku í stjórnmálum. Þetta sáum við nýlega þegar Banda- lag jafnaðarmanna leystist upp á síðasta kjörtímabili, og ekki þarf háan aldur til að muna hvellinn þegar Samtök frjálslyndra og vinstrimanna splundruðust á sínum tíma. Það styður slíkar spár að fylgi Borgaraflokksins í skoðana- könnunum er ekki til að hrópa húrra fyrir. Flokkurinn fékk næstum 11 prósent í kosningunum í fyrravor, en samkvæmt könnunum dvínaði það fylgi fljótt og snemma á þessu ári fór fylgið í 2-4 prósent, allra lægst í 0,9 sem er minna en Flokkur mannsins fékk síðast. Menn skyldu þó fara varlega í að afgreiða Borgarana útúr pólitík. Vel má líta svo á að klofningur Sjálfstæðisflokksins hafi verið eðlilegur og tilviljun að einmitt Albert varð gerandi máls. Það hafa verið miklir óróatímar í Sjálfstæðisflokknum í nær tvo áratugi, og samanburður á fylgishópum Sjálfstæðisflokks og Borgaraflokks sýnir að síðarnefndi flokkurinn hefur allt önnur hlutföll en sá fyrri. Því hefur meira að segja verið haldið fram að brottför Alberts Guðmundssonar geri vonir í Sjálfstæðisflokknum um samein- ingu að engu. Hugsanleg sameining hefði byggst á áhrifavaldi Alberts sem óumdeilds foringja, - hann einn hefði getað leitt Borgarana aftur í Sjálfstæðisflokkinn (og þó alls ekki alla). Að honum gengnum sé enginn einn svo sterkur að hann valdi svo afdrifaríkri ákvörðun: hvort sem flokkurinn lifir eða deyr muni brottför Alberts breikka gjána milli Valhallarliðsins og þeirra fylgishópa sem nú halla sér að Borgurum. Það er einnig óvarlegt að vanmeta skipulagsstyrk Borgara- flokksins, og menn skyldu heldur ekki gleyma því að Albert Guðmundsson verður áfram Albert Guðmundsson þótt hann sé sendiherra í París. Uppistandið núna kann að sigla flokknum í strand, en það gæti líka orðið til að gefa honum nýtt líf, og það er alls ekki undarlegt að forystumenn Borgaraflokksins telji lífslíkur sínar nú byggja á annaðhvort stjórnarsamstarfi eða tímabundnum stuðningi við stjórnina einsog Júlíus Sólnes virðist vera að boða í Nýju Helgarblaði Þjóðviljans í dag. Slíkur kostur er heppilegastur fyrir ríkisstjórnina og flokka hennar. Innganga Borgaraflokksins mundi gjörbreyta eðli stjórnarsamstarfsins, og slíkt samstarf mund| einnig geirnegla Kvennalistann í stjórnarandstöðu. En það er einmitt orðinn hluti af sögulegum tilgangi núver- andi stjórnarsamstarfs að verða prófsteinn á Kvennalistann, hvort hann ætlar í alvöru að hafa áhrif á íslensk stjórnmál eða hvort hann var bara skemmtilegttómstundagaman uppátækja- sams millistéttarfólks sem vill gjarna tala sem mest en lítur á pólitíska ábyrgð einsog eitthvað oná brauð. Ritskoðun á Ijósvakanum? Útvarpsstöðvarnar tvær, Bylgjan og Stjarnan, hafa verið sakaðar um að banna það að leikin séu verk tveggja vinsælla og merkra tónlistarmanna, Megasar og Bubba Morthens. Þetta er alvarleg ásökun, og ef hún reynist réttmæt hljóta almenningur, ríkisvald og aðrir fjölmiðlar að endurskoða alla afstöðu sína til umræddra útvarþsstöðva. -m Ekki skal hér um það fullyrt hver tók þessa mynd, en heimildir, sem ætla verður alltraustar herma, að hún sé tekin einhverntíma á árabilinu frá 1890-1900. Samt sel ég það ekki dýrara en ég keypti. Hitt fer ekki milli mála, að við erum stödd neðst í Bankastrætinu og sjáum uppeftir því. Þarna má kenna Stjórnarráðshúsið með sína myndarlegu kartöflugarða, sem sjáanlega hefur verið sett niður í með gamla laginu. Að öðru leyti er íslandsbankahúsið mest áberandi vinstra megin götunnar. Hægra megin sést í endann á nyrsta húsi Torfunnar. Og svo trónir Myllan þarna heldur en ekki tignarleg. Höfuðprýði myndarinnar er náttúrlega hestamannahópurinn, sem þarna kemur ríðandi niður Bankastrætið. Kannski hefur verið farið í reiðtúr inn að Elliðaám, jafnvel upp í Árbæ? Takið eftir hinum fallega hlöðnu grjótgörðum beggja megin götunnar. Aftur á móti er opið göturæsi ekki eins ánægjuleg sjón - með öllu sínu skolpi á leið niður í Lækinn. ... OG NÚ Ó-jú, raunar var Jim Smart staddur í sporum Ijósmyndarans, sem tók gömlu myndina fyrir meira en 100 árum. Og margt tekur nú breytingum f ört vaxandi borg á styttri tíma. Stjórnarráðshúsið hefur þó staðið af sér alla storma og íslandsleikhúsið heldur ennþá velli, þótt bankinn sjálfur sé löngu „hruninn“. En Verslunarbankinn breiðir þarna úr sér í staðinn og til hliðar við hann er íslenska óperan. Hinum megin götunnar er svo sáðmaður Búnaðarbankans að störfum en engin mylla lengur. Riddaraliðið er horfið af vettvangi, en tuttugu bílar komnir í staðinn og er ólíkt tilkomuminni sjón, enda annað lifandi en hitt dautt. Kartöflurnar hafa fyrir löngu verið teknar upp og búið að græða garðlandið. Sjónarsviptir er að grjótgörðun- um en hinsvegar engin eftirsjá að skolpræsinu. Þá er hellulögð gangstéttin nú viðkunnanlegri. -mhg Viljið þið ekki, lesendur góðir, vera nú svo vœnir aö senda blaðinu gamlar myndir, sem þið kunnið að eiga í fórum ykkar? Allar 40-50 ára gamlar myndir og ekki síður þaðan af eldri, eru vel þegnar. Myndunum þurfa að fylgja nauðsynlegar upplýsingar svo sem um aldur ef hann er kunnur o.s.frv. - Myndina skal senda til umsjónarmanns Nýs Helgarblaðs, Pjóðviljanum, Síðumúla 6, 108 Reykjavík. - Við munum að sjálfsögðu senda myndirnar til baka, ásamt ókeypis eftirtöku. Leitið þið nú í pokahorninu. Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandl: Útgáfufélag Pjéöviljans. RltatjórarrÁrni Bergmann, Mörður Arnason. Umsjónarmaður Nýs Helgarblaðs: Sigurftur Á. Friftþjófsson. Fréttastjóri: Lúftvík Geirsson. Blaftamenn: Dagur Þorleifsson, Guftmundur Rúnar Heiftarsson, Heimir Már Pétursson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, Kristófer Svavarsson, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, Ólafur Gíslason, Páll Hannesson, Sævar Guftbjörnsson, Porfinnur Ómars- son (íþr.). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmy ndarar: Jim Smart, Porf innur Ómarsson. Útlitsteiknarar: Kristján Kristjánsson, KristbergurO. Pétursson Framkvæmdastjóri: HallurPáll Jónsson. Skrif8tofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guörún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglý8inga8tjóri: OlgaClausen. Auglýsingar: Guömunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Símavarsla: Sigríöur Kristjánsdóttir, ÞorgeröurSigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóöir: Anna Benediktsdóttir Útbreiðslu- og afgreiöslustjóri: Ðjörn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, HrefnaMagnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Ðáröardóttir. Útkeyrsia, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og satning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 70 kr. Nýtt helgarblað: 100 kr. Askriftarverð á mánuði: 800 kr. 10 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 23. desambar 1988

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.