Þjóðviljinn - 23.12.1988, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 23.12.1988, Qupperneq 16
t n_n o :i Kristín Sölvadóttir varfyrirmynd Vestur-lslendingsins Charles Thorson þegar hann skapaði Mjallhvít fyrir Walt Disney. jallhvít er íslensk. Ekki sagan sem slík, enda flökkuþjóðsaga frá Evrópu, heldur hin eina sanna teiknimynda-Mjallhvít Walt Disneys. Hér á eftir, í máli og myndum, verða færðar sönnur á að fyrirmyndin hafi verið stúlka fædd á Siglufirði en ættuð úr Skagafirði, Kristín Sölvadóttir. Og teiknarinn var Vestur-lslendingur, Charles Thorson sonur hjóna sem fluttuat úr Árnessýslu til Kanada rétt fyrir aldamótin. Hin heimsfræga teiknimynd Walt Disneys um Mjallhvíti og dvergana sjö var frumsýnd fyrir fimmtíu og einu ári, þann 21. des- ember 1937. Myndinni var firna- vel tekið, þótti mikið tækniundur og er fyrir löngu komin í hóp klassískra kvikmynda. Hún var enn ein skrautfjöðrin í hatt Walt- ers Eliasar Disneys, sem eignaði sér, eins og hans var vani, allan heiður af sköpun og gerð Mjall- hvítar. Það var þó ekki réttmætt. Nýja Helgarblaðið hefur komist að hinu sanna um það hver skapaði þá Mjallhvíti sem síðar birtist á hvíta tjaldinu undir höf- undarnafni Walt Disneys. Það voru hjón úr Skagafirði, Sölvi Jónsson, síðar bóksali í Reykja- vík, og kona hans Jónína Gunnlaugsdóttir. Því það var dóttir þeirra Kristín Sölvadóttir, Og tve við wmmmmmmmmmmmmamsmmamaaKmammmmmammmm fædd á Siglufirði, sem var fyrir- myndin að Mjallhvíti og það sem meira er, sá sem lagði teikning- una að Mjallhvíti fyrir Walt Disn- ey var Vestur-íslendingurinn Charles Thorson, ættaður úr Árnessýslu en fæddur í Kanada. það er ástarsaga þeirra ggja sem liggur að baki því að i Islendingar getum nú eignað okkur enn frægara andlit en þeirra Hófíar og Lindu Péturs- dóttur. Mjallhvít er íslensk. Vestur í œvintýraleit Kristín Sölvadóttir lagði af stað vestur um haf 1930, „til þess að sjá sig um og læra,“ eins og eigin- maður Kristínar, Garðar Þór- hallsson, aðalféhirðir Búnaðar- bankans og formaður Stang- Einsog sjá má þegar þessar tvær myndir eru bornar saman, annarsvegar myndin af Mjallhvít Disneys og hinsvegar myndin af Kristínu Sölvadóttur, sem tekin var þegar hún var 18 ára gömul, þá sést að þær eru sláandi Ifkar. 16 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ veiðifélags Reykjavíkur, segir. Kristín var þá á átjánda aldurári, lífsglöð og falleg ung stúlka. Fór hún með skipi til Englands og fór þar um borð í farþegaskipið m.s. Washington sem flutti hana til Boston. Þaðan fór hún sem leið lá til Winnipeg í Kanada. Þar bjó m.a. Jónína Oddleifsson, en þær Kristín voru systradætur. Kristín dvaldi ýmist í Winnipeg eða Ár- borg í alls fjögur ár, en eitt ár dvaldi hún í Niagara Falls í Bandaríkjunum við vinnu. Kristín kom svo alkomin heim til íslands sumarið 1936 og hitti þá tilvonandi eiginmann sinn Garð- ar Þórhallsson, en þau giftu sig 1937. Rómantísk óst Foreldrar Charlesar Thorson voru þau Stefán Þórðarson og Sigriður Þórarinsdóttir, ættuð úr Árnessýslu og fluttu þau vestur um haf til Kanada 1887. Bróðir Charlesar var Jósef sem var um langt skeið fjármálaráðherra í Manitoba-fylki. Það hefur sennilega verið árið 1932 að leiðir þeirra Kristínar og Charlesar Thorsons lágu saman. Charles teiknaði myndir í Heimskringlu og kenndi teikningu í Árborg á þessum árum. Garðar Þórhallsson sagði blaðamanni eftir konu sinni „að Charles hafi gengið á eftir Kristínu með grasið í skónum", og hafi viljað giftast henni. Sú saga fylgir þeirri mynd sem hér birtist og Charles Thorson teiknaði af Kristínu sem prins- essu með sjálfan sig í bakgrunni sem prins og með kastala í bak- sýn, að hana hafi Charles gefið Kristínu um leið og hann bað hennar. „Allt þetta mun verða þitt, bara ef þú vilt eiga mig,“ mun Charles hafa sagt við Kristínu þegar hann afhenti henni myndina. Kristín og Garð- ar hafa haft þessa mynd uppi á vegg alla sína búskapartíð. Dr. Steven Thorson, sonur Charlesar sem Nýja Helgarblað- ið náði sambandi við á heimili hans í Vancouver í Kanada, hafði sömu sögu að segja. „Faðir minn, sem hafði skilið við móður mína árið 1932, var mjög ástfanginn af Kristínu og vildi giftast henni. Hann sagði mér eitt sinn að hann hafi hefði hana að fyrirmynd þeg- ar hann teiknaði Mjallhvíti, en ég hlustaði nú ekki mikið á það enda smástrákur þá,“ sagði dr.Steven. Hryggbrotinn til Hollywood Ekki tók Kristín bónorðinu, enda var tuttugu og tveggja ára aldursmunur á þeim tveimur og fer engum sögum af því hvort Kristín hefur endurgoldið þann ástarhug sem Charles bar til hennar. Hún var tvítug og hann fjörutíu og tveggja. Enda skildi leiðir og árið 1934 hélt Charles Thorson til Holly- wood og fékk þar vinnu hjá Walt Disney. í bókinni Snow White and the Seven Dwarfs and the making of the Classic Film, sem gefin var út í tilefni af fimmtíu ára afmæli kvikmyndar Walt Disneys er gerð myndarinnar rakin. Þar kemur fram að Walt Disney hafi kallað á samstarfsmenn sína snemma árs 1934 og kynnt þeim hugmynd sína um að gera kvik- mynd eftir hinu fræga ævintýri Grimms-bræðra. Þrátt fyrir að í bókinni sé gerð myndarinnar rak- in í miklum smáatriðum, sagt hver hafi lagt til rödd Mjallhvítar, hver hafi verið aðalteiknari (ani- mator) Mjallhvítar í sjálfri kvik- myndargerðinni, o.s.frv. er aldrei nefnt hvaðan fyrirmyndin að Mjallhvíti kom né hver lagði hana til. Heldur er því að látið liggja að hugmyndin hafi verið Disneys sjálfs þótt það sé aldrei sagt berum orðum. Disney hirti heiðurinn í bókinni er aðeins á einum stað minnst á Charles Thorson. en það er þegar rakið er samtal Allt þetta skal ég gefa þér ef þú verður mín, sagði Charles Thorson þegar hann bað Kristínar og gaf henni þessa mynd. hans, Walt Disneys sjálfs og Hamilton Luskes sem var aðalt- eiknari kvikmyndarinnar. Sam- talið fór fram 31. október 1935 og er notað til að sýna hvernig hug- myndir um einstök atriði mynd- arinnar spruttu í samvinnu. Það er hins vegar ekki tekið fram hvaða stöðu Charles Thorson gegndi við gerð kvikmyndarinnar og þegar listi þeirra sem stóðu að gerð kvikmyndarinnar birtist á hvíta tjaldinu við lok sýningar hefur Walt Disney ekki nafn Charlesar Thorsons þar á meðal. Hins vegar má leiða að því líkum, eins og sonur Charlesar staðfestir reyndar, að varla hefði maður sem ekki hefði neitt um kvik- myndina að segja verið að spinna söguþráð myndarinnar með að- alteiknaranum og sjálfum Walt Disney. Fyrir þessu er ástæða. Charles Thorson var ekki einn þeirra teiknara sem unnu að teikningu myndarinnar, hann var hins veg- ar sá sem skapaði karaktera fyrir Disney. „Faðir minn var einn af aðalhönnuðum, ef ekki aðal- hönnuður teiknimyndakaraktera fyrir Walt Disney,“ sagði Steven sonur hans við Nýja Helgarblað- ið. Steven hélt því ákveðið fram að faðir hans hefði átt hugmynd- irnar að teikningunum að dverg- unum sjö. Hann hafði eftir föður sínum að hann hefði einnig teiknað Mjallhvíti, en sagði að hann hefði þó ekki fundið nein skrifleg gögn því til sönnunar í fórum föður síns, sem lést 1967. „En faðir minn var mikill lista- maður í sér og ástæða þess að hann yfirgaf stúdíó Walt Disneys, sennilega í árslok 1937, var sú að honum voru aldrei eignaðar þær hugmyndir sem voru hans,“ sagði Steven. Charles hefur sem sagt yfirgefið Disney rétt um það leyti sem myndin var frumsýnd, en það var sem fyrr segir 21. des- ember 1937. Fró Disney til Warner Bros. Þessi vinnubrögð voru lenska hjá Walt Disney. Það er því erfitt að ímynda sér að þar sé komin ástæðan fyrir því að Charlesar Thorsons er að engu getið í ann- álum Disneys. Þar að auki var Carles enginn aukvisi á þessu sviði og Disney hefur sennilega vitað að hans biðu tækifæri hjá keppinautunum í teiknimynda- bransanum. Því hafi verið enn frekari ástæða að gefa honum Föstudagur 23. dessmber 1988 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.