Þjóðviljinn - 13.01.1989, Side 11

Þjóðviljinn - 13.01.1989, Side 11
 Framtfðarskipulag Miðbæjarins Ýmsar hugmyndir hafa komist á kreik varðandi framtíðarskipulag Miðbæjarins í Reykjavík. Einkum hafa augu manna beinst að svæðinu kringum Tjörnina og hafa komið upp hugmyndir að flytja Miðbæjarskólann til þess að koma þar fyrir ráðhúsi, en flest þykir fólki betri lausn en sú að dengja ráðhúsinu á kaf í Tjörnina. Ljósmyndari blaðsins Þorfinnur Ómarsson leggur þessa hugmynd í bankann að byggja spegilmynd áusturbakkans við vesturbakkann og nýta hið tvöfalda Iðnó sem ráðhús. Með þessu móti hefur einnig Fríkirkjudeilan verið leyst og Gunnar getur fengið Vesturbakkann en safnaðarstjórn Austurbakkann. Þá leysir þetta einnig umferðarvanda þann sem skapast hefur í Miðbænum því aðkeyrsla í bæinn hefur verið tvöfölduð. Þýðingar í Laugamesi Heimsbókmenntimar verða á dagskrá í Listasafni Sigurjóns á sunnudag kl. 14.30. Þar verður lesið úr þýddum skáldsögum sem að undanförnu hafa komið út í íslenskri þýðingu. Tónlistar- og bókmenntadag- skrár voru haldnar í Listasafninu fyrir jól og var aðsókn að þeim mjög góð, því hefur verið ákveð- ið að hafa bókmenntakynningu einusinni í mánuði fram á vor. A sunnudag mun Álfheiður Kjartansdóttir lesa úr þýðingu sinni á bók P.D. James, Saklaust blóð, Sigurður G. Tómasson les úr þýingu sinni á Nunnur og mer- menn eftir Iris Murdoch, Berg- lind Gunnarsdóttir les úr þýðingu sinni á Ást og skuggar eftir Isabel Allende og Einar Már Guð- mundsson les úr þýðingu sinni á Steinsteypugarðinum eftir Ial McEwan. Þá mun Ingibjörg Har- Feodor Dostojefski aldsdóttir fjalla um þýðingar sínar á verkum Dostojefski og lesa kafla úr Fávitanum. Auk þess geta gestir notið yfir- Isabel Allende litssýningar á verkum Sigurjóns, sem sett var upp í tilefni af vígslu safnsins og fengið sér kaffi á kaffistofunni. Margir bókmennta- og tónlistarvið- burðir hafa verið í Listasafni Sigurj- óns frá því að það var opnað almenn- ingi. Iris Murdoch Blikka rauðu Ijósin á Isafirði? Veðurstofan gefur ekki grænt ljós Nú velta menn því fyrir sér hvort „rauða Ijós" formanna A-flokkana er skemmtun eða björgunaræfing. Af svip þeirra að dæma er um skemmtun að ræða. - Mynd: Þóm. Formenn Albýðuflokks og Al- þýðubandalags, þeir Jón Baldvin Hannibalsson og Ólafur Ragnar Grímsson ætla að hefja fundaherferð sína „á rauðu ljósi“ á ísafírði í dag. Fundurinn á að fara fram í Alþýðuhúsinu, þar sem Jón Baldvin kom í heiminn, og hefur rótari ráðherranna, Ámundi Ámundason sagt að bæjarbúar verði minntir á fund- inn með flugeldasýningu. Pétur J. Hafstein sýslumaður Isafjarðar- sýslu segir að ekki hafí verið sótt um leyfí fyrir sýningunni, þannig að svo gæti farið að rauð Ijós lög- reglunnar á ísafirði blikki í upp- hafí þessarar sögulegu fundaher- ferðar. Jens Markússon húsvörður Alþýðuhússins var spurður að því hvort einhver sérstakur undir- búningur hefði átt sér stað fyrir komu ráðherranna. „Bara eins og fyrir hvert annað bíó,“ sagði Jens og hafði greinilega ekki miklar áhyggjur af uppistandinu. Hann hafði hins vegar meiri áhyggjur á veðurhorfum. Þegar Nýtt Helgarblað ræddi við hann í gær sagði hann ekki gefa vel til flugs, það væri sunnan eða suð- austan éljaskítur á ísafirði. En mikið þyrfti að ganga á til að flugfélagið Ernir flygi ekki, þann- ig að þeir Ólafur og Jón kæmust kannski með Örnum. Sýslumaðurinn á ísafirði sagði að ekki hefði verið sótt um leyfi til flugeldasýningar í tengslum við fundinn og las yfir reglugerð um notkun flugelda sem hljóðar svo: „Almenn notkun og sala á flugeldum er óheimil nema á tímabilinu 27. desember til 6. janúar, að báðum dögum með- töldum. Heimilt er lögreglustjóra að veita leyfi til flugeldasýninga i tengslum við hátíðarhöld eða aðrar skemmtanastarfsemi, þar sem almenningi er heimilaður að- gangur. En undanþegnar þessu leyfi eru hjálparsveitir og slysa- varnafélög og önnur hjálpar- og björgunarsamtök, ef notkun skotelda er liður í þjálfun með- lima. En tilkynna b*r lögreglu um slíkar æfingar.“ Fundirnir fara fram eftir bandarískri forsetakosningafor- múlu og gætu orðið hinir skemmtilegustu. Hins vegar er einnig nokkuð öruggt að for- mönnunum verði tíðrætt um. bj örgunaraðgerðir ríkisstj órnar- innar varðandi atvinnulífið. Hvernig sýslumaður á ísafirði bregst við flugeldasýningu for- mannanna gæti því farið eftir því hvernig hún verður skilgreind samkvæmt reglugerð. Ef um „hátíðarhald“ eða „skemmtun" er að ræða er klárlega um lögbrot að ræða, sæki formennirnir ekki um leyfi fyrir flugeldasýningunni. En sé um „björgunaræfingu" að ræða ber formönnunum aðeins að tilkynna sýninguna til lög- reglu. Ámundi Ámundason hef- ur sagt það koma til greina að selja aðgang að fundum for- mannanna þar sem þeir stæðu einir að þeim fjárhagslega. Verði það niðurstaðan verður líklega að skilgreina fundinn sem skemmtun, þar sem sjaldan er selt inn á björgunaræfingar. Húsvörður Alþýðuhússins sagði það koma fyrir að vekja þurfi bíógesti eftir sýningar. Enda vinni ísfirðingar langan vinnudag og séu þreyttir að hon- um loknum. Sætin í Alþýðuhús- inu eru líka sérstaklega þægileg að sögn Jens. Hann bjóst þó varla við því að fundagestir sofnuðu á fundi formannanna þar sem báðir væru þekktir fyrir að láta heyra vel í sér. Hins vegar gætu fundar- menn sofnað á 11-sýningu bíósins sem verði að fundi loknum. Veðurstofan segir að þykkna muni upp með vaxandi suðaustan átt á ísafirði í morgunsárið. Um hádegi verði komið austan rok með slyddu og snjókomu og sagði sá sem varð fyrir svörum á veður- stofunni að um og upp úr hádegi kæmust formennirnir hvergi. -hmp FLÖSKUSKEYTI Leiðinleg upprisa Frú Beauty Sitto, sem búsett er í Afríkuríkinu Zimbabwe hafði verið úrskurðuð látin í nokkra daga þegar hún reis aftur upp frá dauðum. Upprisan var ekki skemmtileg að hennar mati. „Ég hafði verið úrskurðuð látin í nokkra daga þegar ég heyrði einsog í draumi, fjölskyldu mína skeggræða um mig og hvað hún ætlaði að gera við sparifé mitt. Systir mín, Innocent, var mjög ágjörn svo ég settist upp og sagði: Nú er nóg komið. Fjöl- skyldan æpti og orgaði og flúði burt. Smámsaman komst ég að því að ég var stödd í kapellu spítalans í Gwere. Ég var send heim seinna sama dag þvj raf- magnið fór af spítalanum. Ég er einmana nú því enginn vill heimsækja mig. Hinsvegar hef ég fengið bréf frá fjölda fólks sem vill forvitnast um það hvernig það er að ve~ra dauður. Það er afar óspennandi og ég hef engan áhuga á að reyna það aftur." Kurteis þjófur Á leið til kirkju bað brúðurin bílstjórann að stoppa við sjoppu og kaupa handa sér gos. Bílstjór- inn hafði rétt yfirgefið bílinn þegar óþekktur maður hoppaði upp í bílstjórasætið og brunaði af stað með brúðina og brúðarmeyna. „Fyrirgefið stúlkur, en löggan er á hælunum á mér,“ sagöi hann við hina skelkuðu brúði sem var á leið til eigin giftingar í Boston. Henni tókst þó að tala manninn inn á það að skutla þeim vinkon- um fyrst til kirkjunnar áður en hann héldi eitthvað út í buskann. Þær þurftu þó að greiða honum um fimm þúsund kall fyrir bíltúr- inn. Brúðkaupið fór svo fram og fengu kirkjugestir lögreglufylgd til skemmtistaðarins þar sem veislan var haldin. Til bílþjófsins hefur hinsvegar ekkert spurst. Um koll eftir öld Nú er talið að skakki turninn í Pisa muni velta um koll eftir eina öld. Á síðasta ári skekktist hann enn um 1,29 millimetra, sem er svipað og hann hefur gert árlega síðan 1932, en þá var reynt að styrkja undirstöðu turnsins með þeim afleiðingum að hann skek- ktist enn meira. Með þessu áframhaldi er talið að það taki um öld að turninn rifni upp með rót- um. Föstudagur 13. janúar 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.