Þjóðviljinn - 24.02.1989, Blaðsíða 16
Norskur naivisti
Nú um helgina veröa Dag Sol-
stad afhent bókmennta-
verðlaun Noröurlandaráös
fyrir bókina Skáldsaga 1987.
Skáldsagan er skrifuð í fyrstu
persónu, sögumaöurinn heitir
Fjord eftir heimabæ sínum
Sandefjord. Fyrsti hluti sög-
unnar gerist áriö eftir stúd-
entspróf þegar Fjord er blaða-
maðurog íþróttafréttaritari við
blaö norska Alþýðuflokksins í
Lillehammer. Eftir það nemur
Fjord sagnfræði í sjö ár við
háskólann, kennir eitt ár í Ask-
im, færstöðu sem háskólak-
ennari í Lillehammer og er þá
genginn í flokk maóista. Eftir
veturinn gerist Fjord verka-
maður í kassagerð í Lilleham-
mertilaðvinna byltingunni
fylgi í röðum verkamanna og í
sjö ár stendur hann við færi-
bandið. Þáferverksmiðjaná
hausinn og Fjord fær aftur
gömlu kennarastöðuna sína.
Hann giftist námsmeyju sinni,
bráðungri. Endirbókarinnar
eropinn.
Hér í Osló héldu menn sam-
komu til heiðurs Dag Solstad,
sunnudaginn 13. febrúar. „Vel-
komin hingað á þessum sólbjarta
febrúardegi,“ sagði Leif Mæhlæ,
formaður norræna félagsins og
samkundan glotti. Víst var sól-
bjartur sunnudagur í febrúar,
grasflatirnar í bænum eru fagur-
grænar, trén byrjuð að springa út
- náttúran heldur að komið sé
vor. En í „Det norske teatret“
þar sem við sátum í glugga-
lausum, myrkrvuðum, kolsvört-
um sal var enga heiðríkju að
finna, nema ef vera skyldi í sálun-
um.
Dagskráin var prýðileg og eftir
hana settumst við Dag Solstad
ásamt fleira fólki inni á Teater-
cafeen. Þar hafa norsk skáld setið
sögulegum setum síðan á þriðja
áratugnum og sitja enn (ekki þau'
sömu). Ég var ansi kvíðin.
Dag Solstad er þekktur fyrir að
vera snerrinn við blaðamenn,
lætur þá fyrir hönd norsku þjóð-
arinnar fá það óþvegið og getur
verið afar óþægilegur þegar sá
gállinn er á honum. En þennan
sunnudagseftirmiðdag var hann
allra manna elskulegastur. Og ég
byrjaði á að spyrja hann hvað
honum fyndist um norska menn-
ingarumræðu - og gefa honum
orðið.
Um norska menn-
ingarumræðu
- Hvaða menningarumræðu?
Það er engin menningarumræða í
Noregi. Ekki nein. Eftir kreppu
og samdrátt í dagblaðaheimin-
um, eftir að öll dagblöðin fóru að
keppa um hvert þeirra hefði
stærstar myndir og stríðsfyrir-
sagnir og auglýsingar og minnst
lesmál, var menningunni byggt út
af blöðunum. Þeir sem skrifa fá
einfaldlega ekki pláss til að leggja
fram eina einustu röksemd, þróa
eina einustu hugsun eða hug-
mynd til enda. Svokallaðar
„menningarfréttir“ eru einhverj-
ar tilbúnar æsingarfréttir um til-
búinn ágreining. Ég hef aldrei
tekið þátt í þessum skrípaleik.
Og það er ekki bara Noregur
sem svona er komið fyrir. Mér
sýnist þetta vera alveg eins í Bret-
landi til dæmis.
Þetta fínnst mér ekki að þú get-
ir sagt á meðan Bretarnir eiga
Times Literary Supplement!
- Stendur nokkuð í því? Er það
ekki sama hrokafulla bullið og
menn hnoða saman hér? Annars
vil ég ekki segja neitt um þetta
blað. Ég les það aldrei. Ég veit
það bara að tæpast hefur það
virkað örvandi á bókmennta-
sköpun í Bretlandi því að Bretar
hafa ekki eignast einn einasta
frambærilegan rithöfund í ára-
tugi!
Þú skammaðir þjóð þína mjög í
viðtali í Dagbladet fyrir nokkrum
árum og lést svo ummælt að þú
myndir aldrei tala oftar við blöð-
in, þú sæir ’þig tilneyddan til að
hverfa inn í „innri útlegð“, það
væri það eina sem rithöfundur
gæti gert í þessu óþolandi landi.
hvað er „innri útlegð“ og hvað
gerðist?
- Ég var ofsalega timbraður.
Og reiður. Ég hafði lagt mikla
vinnu í pantaðan fyrirlestur sem
ég hélt í heimabæ mínum Sand-
efjord og fékk svo hraksmánar-
lega borgaðan. Ef menn geta hýr-
udregið rithöfunda gera þeir það.
Alltaf.
Þegar þetta var náði hin al-
menna, andlega lágkúra í landinu
hámarki sínu í því að allir menn-
ingarvitarnir voru á kafi í um-
ræðu um söngvakeppni evrópsku
sjónvarpsstöðvanna! Ég var sem
sagt timbraður að rífast yfir Sand-
efjordmálinu inni á Oktoberfor-
lagi þegar blaðamaður kom og
vildi að ég færi að úttala mig um
söngvakeppnina... og það varð
sprenging.
Þetta með „innri útlegðina“
var svo haft eftir mér út um allt en
það má taka það mátulega alvar-
lega.
Um Norðmenn
Er ekki erfitt fyrir þig að
gagnrýna Norðmcnn jafn misk-
unnarlaust og þú gerir? Kaflar í
bókunum þínum eru að mínu
mati það norskasta sem til er.
Mér verður hugsað til kafla í
Skáldsögu 1987 þar sem Fjord
kemúr inn á ritstjórnina á Lille-
hammerbiaðinu þar sem hann á
að vera iærlingur næsta árið.
Gamli ritstjórnarfulltrúinn horf-
ir á hann, hreyfingarnar,
sveitamannstilburðina, allt hið
ómeðvitaða táknmál fas og fram-
göngu og tekur hann gildan á
staðnum. Og sögumaður segir
eitthvað á þessa leið: Allt sem ég
hataði mest og fyrirleit í fari
mínu, norsku bælingarnar, gerði
mig umvifalaust velkominn á
blaðið.
- Nei, það er ekki erfitt fyrii
mig að gagnrýna Norðmenn. Ég
verð að gera það! Ég er fullkom-
lega háður Noregi, innilokaður í
Noregi. Norska er eina málið sem
ég hef fullkomið vald á og þess
vegna getur mér ekki verið sama
um það sem hugsað og skrifað er
á þessari tungu. Og ég get alls
ekki látið eins og þessi þjóð komi
mér ekki við. Aðrir geta kannski í
leiða sínum flutst til Frakklands
eða Bandaríkjanna, í huganum
a.m.k., en ég er dæmdur til að
vera í Noregi. Ég hef ferðast
mikið, ég „hef séð“ aðrar þjóðir
og aðra siði en ég þekki bara Nor-
eg til hlítar. Og þó þekki ég bara
þann Noreg sem er ekki lengur
til.
Noregur var nýlenduþjóð í
meira en 500 ár. Það er sögulega
mun sjálfsagðara fyrir Norðmenn
að standa álútir og hoknir frammi
fyrir öðrum þjóðum með pottlok-
ið í lúkunum en að leika sjálfsör-
uggt hlutverk í „góðum félags-
skap“ þjóða sem þekkja ekki
annað hlutverk en nýlenduherr-
ans. Þjóðernisleg sjálfsmynd
Norðmanna er ákaflega óstyrk,
olíufurstahlutverkið er ekki
þeirra hlutverk og þessi firring er
„Það er engin menningarumræða í Noregi. Ekki nein."
16 SfÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 24. febrúar 1989
alltaf að birtast í pínlegustu upp-
ákomum á alþjóðavettvangi.
Skilurðu hvað ég meina?
Ég sagði að sem íslendingur
gerði ég það mæta vel.
Meira um Norðmenn
í Skáldsögu 1987 sprengirðu
raunsæissöguna með því að fella
heilar ritgerðir um sögu og samfé-
lag inn í sjálfa frásögnina. Manni
finnst stundum að öll þessi norska
saga komi öðrum þjóðum ekkert
við. Og samt ertu þýddur og
kynntur og skrifuð einhver ósköp
um þig í Austur-Evrópu, Mið-
Evrópu og útum allt? Hvernig er
hægt að vera svona staðbundinn
og skírskota jafnframt til annarra
þjóða á þennan hátt?
- Ég vona að ég skírskota til
fólks, en ég reyni það ekki. Á
meðan ég skrifa get ég ekki haft
áhyggjur af því hverjir eða hvern-
ig menn lesi bækurnar mínar. Ef
maður „hittir" aðra manneskju
er það sjaldnast af því að maður
hafi ákveðið það fyrirfram. Hafi
maður ákveðið eitthvað slíkt
minnka líkurnar umtalsvert - eða
hverfa.
í Skáldsögu 1987 er langur kafli
um skautaíþróttina sem var þjóð-
aríþrótt Norðmanna en er það
ekki lengur. Veturinn 1962, þetta
ár sem Fjord er íþróttafréttaritari
í Lillehammer, var algjör lægð í
þessari íþróttagrein, neðar varð
ekki komist. Og ég lýsi því í
smáatriðum.
Nú er keppni í skautahlaupi í
rauninni ákaflega fáránlegt fyrir-
bæri. Tveir menn leggja af stað
samtímis og hlaupa. Þeir eru ekki
jafningjar, sá betri á sér keppi-
naut sem hleypur mörgum um-
ferðum seinna. Nú, þar hlaupa
mennirnir sem eru ekki þeir sem
keppa um efsta sætið. Ánnar er
kominn fram úr hinum eftir
nokkrar sekúndur og heldur for-
skotinu hring eftir hring eftir
hring og allar siðmenntaðar þjóð-
ir væru löngu hættar að nenna að
horfa á svo óspennandi keppni og
farnar heim til sín í kaffi - en ekki
Norðmenn. Ef um keppni í
skautahlaupi var að ræða stóðu
þeir tímunum saman í fimmtán til
tuttugu stiga frosti og börðu sér
og æptu og hrópuðu af gleði og
sælu sem lét hvorki sigra né
ósigra á sig fá. Þetta er náttúrlega
stórmerkilegt og segir sína sögu
sem verður að skrifa. Og ég geri
það.
Skömmu áður hef ég í bókinni
lýst í all löngu máli sigrum og ó-
sigrum ákaflega ófrægs þriðju
deildar liðs í fótbolta árið 1962.
Mörgum finnst eflaust að hér
sé mikið lagt á lesandann, en ég
treysti honum til að fylgja mér í
þessum ferðum vegna þess að
þarna liggja upplýsingar sem eru
hluti af samhengi og merkingu
bókarinnar, þáttur af forsendum
hennar, ástæðan fyrir því að
þessa bók varð að sicrifa. Ég get
hins vegar ekki sagt hvers vegna
ég varð að stoppa og kafa ofan í
þessi atriði einmitt á þessum stöð-
um í frásögninni vegna þess að þá
hefði ég svarað spurningunni um
það hvers vegna ég skrifa yfir-
leitt. Og því get ég ekki svarað.
Þó ég vildi. Það er mér hulin ráð-