Þjóðviljinn - 24.02.1989, Qupperneq 22

Þjóðviljinn - 24.02.1989, Qupperneq 22
Valgerður Dan leikur löngu dauða ömmu Hrapps á mynd uppi á vegg. við Jólaævintýri Dickens fyrir Leikfélag Akureyrar.“ Þá var kominn saman hópur fimm kvenna sem allar höfðu áhuga á og reynslu af að vinna fyrir börn. Olga heldur áfram að segja frá: „Við byrjuðum á að fleygja fram hugmyndum á fund- um og ræða hvers konar verk við vildum búa til. Upp úr því vann ég bláþráð í september. Fyrsta hugmyndin sem fæddist var að ferðalagi, og hún er sú eina af þeim fyrstu sem endanlega var notuð. Annars var hugmynda- flugið hátt og fór víða, og það tók okkur langan tíma að koma okk- ur niður á raunsætt plan! Því leikhúsið sker leiknum þröngan stakk og þó að við notum salinn talsvert er erfitt að leika annars staðar en á sviðinu í Iðnó. f október var búið að velja alla leikarana nema telpurnar tvær sem skiptast á að leika prinsess- una í Ljósalandi, og allan októ- ber unnu leikararnir spunavinnu út frá bláþræðinum. í honum var lítill texti en fjöldi hugmynda, og í spunanum athuguðum við hverjar reyndust vel og hverjar ekki og prófuðum karaktera. Þetta var geysilega skemmtileg vinna. Eftir þetta settist ég niður við að skrifa, með hugmyndir og samtöl úr spunanum í farteskinu sem ég valdi úr allt sem virtist nýtilegt og fléttaði saman við mínar hugmyndir. Handritið lá fyrir rétt fyrir jól en hefur breyst töluvert í æfingavinnunni síðan. Reglulegar æfingar hófust undir miðjan janúar." Olga hefur áður skrifað leikrit fyrir börn, það var Amma þó! í Þjóðleikhúsinu 1984, með Her- dísi Þorvaldsdóttur í aðalhlut- verki. Var þetta eitthvað svipuð vinna? „Nei. Þá skrifaði ég leikrit heima hjá mér sem var sett beint á svið. Þar var ekki þessi langa forvinna sem er svo miklu erfið- ari á alla lund en sem líka er á margan hátt svo gefandi. Þessi reynsla á eftir að koma mér að góðum notum í framtíðinni. Ég hef fengið Imiklu víðari sýn á hvernig vinna fer fram í leikhúsi. Ég fékk tækifæri til að prófa mig áfram, henda heilu atriðunum þegar ég sá að þau gerðu sig ekki og skrifa önnur í staðinn. Og þessi vinna er ekki bara erfiðari fyrir höfund, hún er krefjandi fyrir alla aðila.“ Að trúa því sem maður sér Hvað fannst þér lærdómsríkast við þessa vinnu? „Það var svo margt. Eitt var að fá að kynnast hugmyndunum sem Margrét (sem reyndar er systir Olgu) hafði heim með sér frá Els Comediants. Hún lék með þeim í rúm sex ár víða um heim og fékk mjög fjölþætta reynslu. Hún vildi ekki að þetta yrði textaleikhús heldur átti að leggja áherslu á hið sjónræna, beita einföldum brögðum til að segja flókna hluti. Þá á ekki að þurfa að útskýra fyrir áhorfendum í smáatriðum eða með langri forsögu heldur á að byggja verkið þannig upp að þeir trúi því sem þeir sjá um leið og þeir sjá það. Ég er vön að vinna fyrir lesend- ur og hef tilhneigingu til að skýra hlutina út á bók, en ég lærðí'*að höfundur skrifar allt öðruvísi fyrir leikhús. Grundvallarlögmál frásagnarlistarinnar eru kannski þau sömu en úrvinnslan er allt önnur. Amma þó! var of bóklegt verk með löngum eintölum. Textinn í Ferðinni á heimsenda er orðinn mjög knappur vegna þess að ég lærði að ef hægt er að segja hlut án orða án þess að sag- an eða persónueinkenni glatist þá á að gera það. Ég ætlaði ekki að fara að vinna fyrir leikhús, ég var að skrifa skáldsögu og vinna að barna- plötu, en það var ómótstæðileg freisting að fá að vinna að leikhúsi á þennan hátt.“ Lofsverð dirfska Hver er þá munurinn á leiksmiðju og leikhúsi? „í leiksmiðju leggja allir sitt í púkkið og reyna á sköpunargáfu sína. Vinna leikarans er yfirleitt einhæf eftir að leiklistarskóla sleppir. Þeir vinna að ákveðnum verkum undir stjórn ákveðins leikstjóra. En að taka þátt í leiksmiðju er eins og að koma aft- ur í skóla. í spunavinnunni spreyttu til dæmis allir sig á öllum persónun- um. Hver persóna í leikritinu fékk ofurlítinn part af hverjum leikara. Við þetta verða karakt- erarnir vonandi dýpri og meira sannfærandi. Það var ekki raðað niður í hlutverk endanlega fyrr en seint og um síðir. Og þegar allt er komið í kring eiga allir eitthvað í verkinu, þótt úrvinnslan og höf- undarvinnan sé endanlega mín. En þetta er lífsháski því álagið á hvern og einn verður ómælt. Starf í leiksmiðju tekur langan tíma og er dýrt. Það var að- dáunarverð dirfska af hálfu stjórnar Leikfélagsins að gefa kost á þessum vinnubrögðum. Þeir tóku verulega áhættu þegar þeir leyfðu þessa tilraun sem þeir vita ekkert hvemig tekst.“ Leikhúsgestir fá bráðum að dæma sjálfir um hvernig til hefur tekist, því verkið verður frum- sýnt núna um helgina. SA Svipir sækja þing Málverkasýning Kjartans Ólasonar Kjarvalsstaðir 18. febr.-5 mars Það verður að segjast eins og e'r að sýning Kjartans Ólasonar að Kjarvaisstöðum kemur á óvart. Myndir hans eru kraftmiklar og sannfærandi í formi og mónúm- ental að stærð og ipnihaldi. Þær eru sprottnar úr hefð sem má rekja aftur til Giotto, Mantegna og Michelangelo, en líka til nú- tímamálara eins og Legér, Pic- asso og mexíkönsku byltingar- málarana Rivera, Siqueiros og Orozco. Þessir málarar eiga það sameiginlegt að hafa gert vegg- myndir sem eru ekki bara stórar, heldur hafa að bera þá mónúm- ental eiginleika sem felast í upp- hafningu þess fyrirbæris sem um er fjallað, þannig að það öðlast sammannlega vídd, sem er hafin yfir þau einstaklingsbundnu til- vistarvandamál sem annars ein- kenna svo mikið af myndlist 20. aldarinnar. Mónúmental list hefur ekki verið áberandi á 20. öldinni. Ástæðan er sú að það er eðli hennar að sveipa viðfangsefnið töfraljóma, að goðmagna það. List 20. aldarinnar hefur stefnt mestmegnis í þveröfuga átt: að afhjúpa goðsögurnar og brjóta þær niður í stað þess að byggja þær upp. Málarar eins og Legér og Pic- asso máluðu mónúmental myndir sem fjölluðu annars vegar um dýrð tæknimenningarinnar (Legér) og hins vegar um stríð og frið (Picasso). Viðfangsefni mex- ÓLAFUR GÍSLASON íkönsku málaranna voru þau að goðmagna byltinguna sem sögu- lega lausn úr ánauð um leið og þeir byggðu á fornum menning- ararfi Suðurameríku. Hug- myndalega voru þeir engu að síður fullir mótsagnar, sem sést best á því að lærifaðir þeirra, doktor Atl, var orðaður við nas- isma, Sequieiros var stalínisti og orðaður við morðið á Trotsky, Rivera trotskyisti en Orozco an- arkisti sem endaði í hreinni böl- sýnisdulspeki! Mexíkanska vegg- málverkið endurspeglaði þver- sagnafullar þjóðfélagsaðstæður sem voru að því leyti ólíkar evr- ópskum, að byltingin í Mexíkó var bylting gegn landeigendum og eiginleg borgarastétt hafði ekki náð að myndast þar á fyrri hluta aldarinnar. En hvað koma þessar vanga- veltur myndum Kjartans Óla- sonar við? Jú, myndir hans vekja spurn- ingar um túlkun, sem ekki liggur á lausu. Hvað er það sem Kjartan er að goðmagna í þessum món- úmentalmálverkum sínum? Hvaðan koma þessir stæltu og svipmiklu karlmenn, þessir hest- ar og þessi andlit sem eru eins og grímur? Hvernig getum við lesið úr þessu táknmáli? Kraftmiklir hestar og vöðva- tröll voru vinsælt viðfangsefni þeirra mónúmental listamanna sem störfuðu í þjónustu nasism- ans og fasismans á fyrri hluta ald- arinnar. Kjartan verður hins veg- ar ekki bendlaður við þá upp- hafningu kynþáttar og fóstur- jarðar, sem lá í mystík nasismans. Myndir hans fjalla ekki um erfð- afræðilega dulspeki og hetjur hins hreina kynþáttar, heldur eru þetta skuggaverur úr heimi Ha- Dauðinn Matthías Johannessen Dagur af degi Almenna bókafélagið 1988 Til er kenning sem gengur út á það að ung skald yrki um dauðann, eldri skáld og ráðsett- ari syngi hins vegar lífinu lof og sæki yrkisefni í minningabrunn- inn; til bernskunnar, vorsins og sakleysisins. Ung skáld hafa nátt- úrlega ekki alltaf úr mikilli reynslu eða lífsháska að moða, eldri skáldin hafa reynt sitt af hverju ef að líkum lætur og horfa til baka. Oftast með söknuði eins og gengur. Minningar, tími og tjáning hugsunarinnar eru þrálátustu minnin í nýjustu ljóðabók Matt- híasar Johannessen. Hann „vitjar dags í löngu gleymdri minning" í fyrsta ljóði bókarinnar: drengur af Hávallagötu 49 sem lítur um öxl. Og hann er hreint ekki viss um hve minningin er sönn eða hve stór hluti af henni er seinni tíma viðbót. Frá bernskumynd sem stendur skáldi fyrir hug- skotssjónum er óravegur yfir í þann skilning sem einstakur les- andi leggur í ljóð; en treginn er auðfundinn, hin skáldlega heið- ríkja og angurværð er tímalaus, hversu persónuleg og lítilfjörleg sem endurminningin er: Tréð við hús þitt blakaði grænum vængjum í sólhvítum geislum og við hlustuðum á andvarann í greinum þess Svo segir í Tréð er minning; og eftir að hafa málað þessarmynd af bernskunni fáum við að sjá hvernig tíminn hefur leikið hana: við hús þitt, nú er það horfið. En kvöldgulir fuglar fjarlægra greina berja vængjalausum vængjum vatnskalda þögnina eina. HRAFN JÖKULSSON Dagur af degi hefur að geyma 58 ljóð og skiptist í átta kafla. Fyrstu tveir kaflarnir geyma ýms- ar perlur; þar er Matthías á minn- ingamiðum. Hann notar náttúru- myndir einatt til að skapa hug- hrif, eins og til að mynda í Það sér út á haf. Það hefst svo: „Mállaus eru trén / í myrkri sem fylgir skugga vorum / þegar sól ber við laufog ég sé / hvernig það syngur úr barka fuglsins. Síðar segir í ljóðinu: Þá sleppi ég hendiþinni / og vér horfumst dagslaus í augu / og nú erum það við, þú og ég / saman erum við ilmur skógarins og taugar. “ Matthías er að mörgu leyti ákaflega dramatískt skáld, hrif- næmur og einlægur, honum tekst að draga upp í nokkrum dráttum áhrifamiklar myndir. Þegar hann sparar orðin eins og kostur er skapar hann stemmningu sem getur skilið mikið eftir sig. Stund- um verður hann á hinn bóginn alltof orðmargur og upphafinn í stíl. Unir sér dável í aldingarði orðanna; hlúir að skrautrunnum neglir og blómaskrúði, en getur fyrir vikið hrakið Iesandann burt vega- lausan og áttavilltan. Þannig er litanotkun hans á stundum trufl- andi, jafn flinkur málari þarf ekki að hlaða um sig orðum eins og seglhvítur, kviðgulur, fjallhvítur, klógulur, fjaðrahvítur, auðnar- hvítt, vængblátt, laufgrænt, hrafnblátt, haustrautt svo dæmi séu tekin af handahófi - án þess að með því sé lagður dómur á kvæðin sem þau eru tekin úr. Stundum spennir skáldið bogann til hins ýtrasta; tekur stefnuna langt út fyrir sjóndeildarhringinn á skáldlegu hugarflugi. Það þarf að beisla skáldfákinn af einurð og festu, þann viljuga gæðing. Tvö síðustu ljóðin í öðrum hluta bókarinnar eru afar áhrifa- mikil, hvort á sinn hátt. Minning um Þuríði er stutt og knappt og gerir þá kröfu á hendur lesanda að hann leggi nokkuð til af sjálf- um sér: Þú ert lengstur dagur milli guls skógar og þessa bláa hafs. Og dagurinn hverfur augum sínum til viðar. í ljóðinu Minning byrjar skáldið á því að draga upp mynd af náttúrunni, þegar Hólsfjöll eru hvít af snjó en „Herðubreið drúp- ir / höfði, ein í örœfaauðn / þögul og góðorð um þá I sem voru hér eitt sinn áferð / en hafa nú kvatt / dauðinn neglir augu vor aftur / kallar hvert sport / undir ísa og fannir / og vindurinn syngur oss / hvert af öðru til jarðar. “ En ferð okkar er ekki lokið; fyrst og fremst erum við hlekkir í órofakeðju og kannski ekki alltaf ljóst hver lifir og hver deyr, hver vakir og hver sefur: „En þá rís heiður dagur, / opnar augu vor aftur / eins og lyng og víðir i vaxi úr hvítum sköflum / og hefji enn eina ferð / inn í vor undir holti og sól. / Vér höldum saman á stað / í fylgd með fjalldrapa sóley ogstör, / höldum áfram í draumi annars manns / sem fellur nœr um trega / vér erum aðeins gestir / í ráð- villtum huga hans: / minning um 22 SÍfJA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 24. febrúar 1989

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.