Þjóðviljinn - 24.02.1989, Page 24
verið! Þú rekst á bók eftir Jules
Verne sem sendi börn Grants
skipstjóra í endalausa föðurleit
kringum hnöttinn og þú stóðst á
öndinni tíu ára gamall yfir tvísýn-
um úrslitum þess máls. Það var
um sama leyti að þú last bók sem
gerði strák að eldheitum norsk-
um föðurlandsvini og hérna er
hún: „Hamingjudagar heima í
Noregi“ sem Sigrid Undset skrif-
aði í útlegð meðan á stóð þýsku
hernámi og ekki búið að hengja
Quisling. Hér eru pólitísku bæk-
urnar sem við æstum okkur út af í
skóla, helvítis níð um kommún-
ismann okkar náttúrlega, gefið út
af MFA, já það er ekki að spyrja
að krötunum! Þarna er „Líf og
iist“ með viðtal við Sigurð Nordal
sem er að minna unga menn á það
að lífið er grimmt, eins gott að
þeir skilji það strax. Líf og list! Ég
hefi verið sextán ára þegar þetta
hefti kom út og maður var að
spyrja sjálfan sig: af hverju yrkir
þú ekki kvæði eins og hinir, asn-
inn þinn, og birtir í Líf og list?
(Mér datt náttúrlega ekki í hug að
láta mig dreyma um annan eins
Parnass og Tímarit Máls og
menningar, sem var allt að því
heilagt rit).
Já, allar þær kærustur. Þarna
eru “Fimm synir“ eftir hann
Howard Fast komnir eina ferðina
enn, sú bók fjallar um uppreisn
Makkabeanna, mjög vönduð
söguleg skáldsaga sem gerðist
furðu áleitin við ungling, enda
fjallaði hún um litla þjóð og sér-
vitra milli tveggja elda, milli
tveggja stórvelda, og minnti ann-
að á Hitler en hitt á Trúman. All-
ar þær kærustur! Hvar mundi sú
upptalning enda? Og þó er nokk-
uð framorðið á þessum bóka-
markaði, búið að fleyta ofan af,
aðrir tóku það besta frá mér. Og
svo eru margar kærustur vel
geymdar heima og sumar urðu
aldrei til nema sem gott áform:
þig ætla ég að lesa einhverntíma.
Einhverntíma seinna. Hvenær
verður það?
Og ég gekk út
Keyptirðu þá ekkert and-
skotinn þinn? gætu menn spurt.
Jú, reyndar. Ég fór út með
nokkur hefti af Tímaritinu
Helgafelli frá árunum 1942 og
1943. Ég veit ekki hvers vegna.
Kannski vegna þess að samtíð
þessara tímaritshefta ber nokk-
urnveginn upp á þann tíma sem
minni mitt nær sæmilega til.
Kannski vegna þess að ég sá í
einu heftinu, að verið var að
skýra frá fyrstu skoðanakönnun á
íslandi. Svo langt er síðan af stað
var farið með þá forvitni. Og
hvað kom þá í ljós? Tja, til að
mynda það, að þá töldu nær 47
prósent þeirra sem spurðir voru
að dýrtíðin (þ.e.a.s. verðbólgan)
væri stærsta vandamálið sem að
þjóðinni steðjaði. Það er satt að
segja furðulegt að verðfall pen-
inganna sem mölur og ryð granda
er margfalt meira áhyggjuefni ís-
lendingum en t.d. „stjórnarfar“
(þar undir falla „stjórnmálaspill-
ing‘,‘að koma á vinstri stjórn, út-
rýma kommúnistum eða Fram-
sóknarmönnum osfrv,). Aðeins
13,3% vildu setja þau mál á
oddinn. Enn færri, eða 11,7%,
settu „siðferðis- og menntamál"
efst á blað. Og voru þó þar undir
engin smámál í hersetnu Iandi þar
sem erlendir hermenn voru
jafnmargir íslenskum körlum eða
fleiri - því með þessum mála-
flokki var átt við „ástandið"
(samband kvenna við hermenn),
verndun tungunnar, uppeldis-
mál, áfengismál ofl. Það kom líka
fram í þessari fyrstu skoðana-
könnun að 80 prósent Reykvík-
inga töldu það misráðið að fara
að smíða Hallgrímskirkju strax.
Hún reis nú samt.
Kurteisisheimsókn
Ég ætla ekki aö segja ykkur
hvað þaö er gott aö koma í
bókabúö. Öll sú viska sem þar
ersaman komin, maðurguðs!
Öll sú reynsla! Öll þau hrapal-
legu mistök og heimskupör!
Aöógleymdum ilminum.
Maður lyftist allur og hrífst
með í merkilegu uppstreymi
og það er eins og allt geti
gerst.
Ófyrirsjáanleg
veiðiferð
Nú hefur verið tími bókamark-
aða. Og það er vitanlega gott að
koma á bókamarkaði, hver neitar
því. Bókamarkaður er uppá-
koma og veiðiferð. í þeirri ferð
veiðir þú eða ert veiddur á ósköp
ljúfan hátt. Viðkoma á bóka-
markaði endar alltaf á því að þú
kaupir eitthvað sem er merkilegt
á þeirri stundu og heldur kannski
áfram að skipta þig máli, hver
veit. Það getur líka meira en ver-
ið að þú hnussir um leið og þú
kemur heim og skoðar fenginn;
hvern fjandann var ég að gera
núna? Og allar hillur fullar, líka
þessar frammi á gangi. Líka þess-
ar niðri í geymslu.
Vertu oss
skjól og hlíf
Það er líka dapurlegt að koma
á bókamarkað. Þú labbar þig til
dæmis inn á markaðinn hjá Braga
sem nú er fluttur í húsakynni
Bókabúðar Snæbjarnar við
Hafnarstræti. Þú kemst í veiði-
skap náttúrlega, eins og fyrr var
sagt. En þú verður líka eilítið
hnugginn um leið og þú lítur eftir
þessum löngu röðum af bókum
sem horfa á þig þreyttum augum
og biðjast ásjár. Vilja eignast at-
hvarf. Og hafa bersýnilega átt
erfiða útivist sumar. Þær eru líka
svo óendanlega hógværar í kröf-
um til þinnar buddu: taktu mig
fyrir þriðjunginn úr sígarettu-
pakka, taktu okkur tuttugu syst-
urnar fyrir verð einnar brenni-
vínsflösku! Sástu það ekki í blað-
inu að einn dagur í frægri lax-
veiðiá mun kosta hundrað og tíu
þúsund krónur næsta sumar? Þú
gætir keypt hálfa búðina fyrir
það. Hugsaðu þér annað eins.
Eða viltu kannski að við brenn-
um í eldi loganda?
Nei, helst viljum við komast
hjá því. Það er eitthvað ósiðlegt í
þvf að henda bókum. Það er sett
siðferðilegt bann gegn slíku í sál-
inni eins og við því að henda mat.
En við vitum líka að slíkt bann er
á undanhaldi, þótt skömm sé frá
að segja. Úti í löndum eru kræfir
strákar úr viðskiptadeildunum
teknir við bókaútgáfu og bók-
sölu. Þeir hafa enga samúð með
vegalausum bókum, þeir vita
hinsvegar nákvæmlega hvað það
kostar að geyma bækur sem
ganga seint út. Þeir vita allt um
kóeffísíent hillumetrans. Og þeg-
ar þeir hafa reiknað það dæmi, þá
taka þeir heilu upplögin eða svo
gott sem og setja í hakkavél.
Jafnvel bækur sem komu út í
fyrra. Jafnvel bækur sem komu út
fyrir sex mánuðum.
Aldrei munu þær koma á bóka-
markað og kosta fimmtíukall eða
hundraðkall.
Kirkjugarður
ótal drauma
Bókamarkaðurinn er kirkju-
garður ótal drauma. Drauma sem
einhverjir náungar áttu um að
hagnast fljótt og vel á bókaút-
gáfu. Drauma þeirra sem fundu
bráðnauðsynlegan sannleika í út-
lendu bókartetri, sem tilviljun
skolaði á land hjá þeim, og þeir
máttu til með að þýða skræðuna
og koma henni út til vanþakk-
látra landa sinna. En fyrst og síð-
ast er bókamarkaðurinn kirkju-
garður skáldadraumanna, þó nú
væri, hinna síbernsku og bráð-
nauðsynlegu drauma sem gera
ráð fyrir því að það sé ómaksins
vert að bæta við ljóðasafni og
skáldsögu, eins þótt um flest sé
búið að skrifa fyrir löngu og um
margt bara vel.
Skyldu bátar mínir róa í dag?
spurði nafni minn í Botni.
Kirkjugarður bókadraum-
anna, sagði ég. Það er dapurlegur
staður og angurværðarpláss en
kirkjugarður er náttúrlega virðu-
legri og miskunnsamari endastöð
draumanna en hakkavélin eða
bálkösturinn. Það segir sig sjálft.
Hver maður sín bók
Sá sem gengur um bókamark-
að er einnig minntur á það vel og
rækilega að aldrei verður skortur
á heimsku og hégómaskap.
Mikið er það drasl, herra minn
sæll og trúr, til hvers var nú þessi
leiðindahrútur hér að Iáta skrá
ævisögu sína? Af hverju vildi
hann endilega eignast minnis-
varða í bók? Minnisvarða um
hvað? Og þá kemur upp í hugann
þjóðráð sem ungur þýskur rithöf-
undur fann sér til framfærslu.
Hann auglýsti í blaði, að hann
tæki að sér að skrifa endurminn-
ingar fólks. Hann vissi sem var,
að margir mundu þeir verða sem
væru til með að leigja sér rit-
höfund í svo sem sex vikur, sýna
HELGARPISTIL
' --- ...... ....—.
24 SÍÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 24. febrúar 1989
Ku
ÁRNI
BERGMANN
honum gömul bréf og ljósmynd-
ir, masa inn á spólur og láta hann
skrá svosem tvöhundruð síðna
bók. Og svo er bókin prentuð í
tveim eintökum eða fimm, bara
fyrir bömin, fyrir nánustu ætti-
ngja, fljótlegt að láta tölvuprent-
ara spýta þessu út úr sér, lítur
barasta þokkalega út. Hver mað-
ur sín bók, er það ekki
jafnréttisdraumurinn sjálfur?
Sjálfur sósíalisminn í bókafram-
leiðslu? Er þetta ekki kristin hug-
mynd líka: allir menn jafnir fyrir
guði ( og Landsbókasafninu.) ?
Samt er ég viss um að íslendingar
fara aldrei inn á þessa braut. Þeir
væru vissulega fúsir til að leigja
sér rithöfund, því ekki það. En
þeir mundu aldrei gefa út bók í
færri en hundrað eintökum. Þeir
munu virkja alla ættina og vinnu-
félagana og skólafélagana gömlu
og sveitungana. Þú getur ekki
verið þekktur fyrir annað en vera
með. Hundrað eintök, nei hvaða
vitleysa, minnst þrjú hundruð!
Allar gömlu
kærusturnar
Bókamarkaður er líka stefnu-
mót við fortíðina. Þú rekst á
gamlar kærustur í stómm stíl:
skelfingar lausung hefur þetta
í bókakirkjugarðinn