Þjóðviljinn - 24.02.1989, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 24.02.1989, Blaðsíða 25
DÆGURMAL ANDREA JÓNSDÓniR Lifandi goðsögn til íslands John Mayall blúsar enn á sínu striki Sumir stórsnjallir tónlistar- menn eiga sér þann sérstæða feril að vera mikils metnir og dáðir af tónlistarfólki og pælurum, en aldrei almennilega frægir meðal almennings á þann mælikvarða sem lagður er á fólk sem fæst við rokk og aðra svokallaða dægur- tónlist. Einn þeirra er John May- all, sem ber með heiðri og sóma titlilinn „faðir bresku blús- hreyfingarinnar". Hann og hljómsveit hans Bluesbreakers heiðra ísland með blús sínum á sunnudagskvöld, 26. febrúar, og hefjast tónleikarnir kl. 21. ís- lensk hljómsveit mun hita við- stadda upp áður en Jón og félagar láta bulla í potti sínum, en það er hópurinn Vinir Dóra. Hér er á ferð söngkonan Andrea Gylfa- dóttir ásamt Halldóri Bragasyni gítarleikara, Þorleifi Guðjóns- syni bassaleikara, Guðmundi Péturssyni gítarleikara, Hirti Howser orgelleikara og Guðm- undi Guðjónssyni trommara; ekki er hægt að segja annað en vinahópur þessi sé forvitni- legur... en hvað um Jón Magál? ... fyrir þá sem ekki vita en hafa áhuga er hér stutt ágrip úr tónlistarferli hans: John Mayall fæddist í Manc- hester 29. nóvember 1933 eða ’34. Byrjaði að spila á gítar og „ukulele“ 12 ára og stuttu síðar píanó, og 1955 stofnaði hann sína fyrstu hljómsveit, Powerhouse four, þá í breska hernum. Er hann hafði lokið herskyldu sinni fór hann í listaskóla í Manchester og útskrifaðist 1959 og gekk ágætlega sem grafíklistamanni. 1962 flutti hann til Lundúna og stofnaði árið eftir hljómsveitina Blues Syndicate, sem varð Blues Breakers, þar sem margir tón- listarmenn er síðar áttu eftir að verða frægir með öðrum hljóm- sveitum og á eigin vegum, hófu fyrir alvöru feril sinn. Fyrstan skal nefna bassaleikarann John Mc Vie sem nú(enn...)erí Fleet- wood Mac... hann var hjá Jóni 1963 til ’67, með hléi ’65 þegar Jack Bruce leysti hann af... þá trommarann Hughie Flint, (’64- ’66)... og þann frægasta rak á fjörur Jóns 1965 með gítar í hönd- unum - það var Eric Clapton sem þá var tvítugur... úr Bluesbreak- ers fór Clapton ’66 með Bruce og þeir stofnuðu Cream með Ginger Baker. Við af Eric tók ári yngri dreng- ur, Peter Green, og þótti standa sig ótrúlega vel miðað við þær kröfur sem fólk gerði til Bluse- breakers eftir þann glæsilega tíma sem Eric var með þeim... og trommarinn Mick Fleetwood leysti Aymsley Dunbar af hólmi ...þeir Green, Fleetwood og McVie yfirgáfu síðan Jón ’67, og stofnuðu Fleetwood Mac. Sá sem tók við sólógítarhlut- verkinu af Peter Green var hinn 19 ára gamli Mick Taylor, sem ’69 gekk í Rolling Stones, í stað Bri- ans Jones, en gerði þar reyndar stuttan stans... Þá má nefna að Andy Fraser, síðar bassaleikari Free, spilaði stuttlega með Bluesbreakers þeg- ar hann var 16 ára, og þeir Jon Mark og John Almond blúsuðu trommulaust á órafmögnuð hljóðfæri með John Mayall á þeim tíma þegar allir voru á kafi í æ sterkari mögnurum og stærri hátalaraboxum... og enn getum NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 25 við bætt við gítarleikararununa: Harvey Mandel (Canned Heat) og Jimmy McCulloch, sem fólk þekkir úr Thundreclap Newman (Something in the air) og Wings... en vér látum hér staðar numið í þessari upptalningu á tónlistarmönnum sem John May- all hefur ungað út í gegnum tíð- ina, þótt hann sé ekki nærri tæmdur. Það fylgir sögunni að John Ma- yall hafi aldrei verið ergilegur yfir þessum tíðu mannabreytingum í sveit sinni og jafnvel oft hvatt sína menn að leggja á vit meiri frama og fjár... sannur út- breiðslumaður sæðis síns, sá gamli, og það hef ég lesið ein- hversstaðar, að þau áhrif sem John Mayall hefur haft á breskt rokk til góðs með þessu uppeldis- starfi sínu verði seint fullmetin; ...en það er líka til skemmtisaga um ástæðu þess að enginn dokaði lengi við í Bluesbreakers, og læt ég hana fljóta hér með í svona sirka sömu útgáfu og Magnús Einarsson sagði mér hana: Skýringin á þessu mikla renn- eríi músikanta í og úr Blues- breakers er sem sé sú að John Mayall hafi ekið sveit sinni um á milli hljómleikastaða í eigin sendiferðabíl, ekki of stórum, og félagar hans orðið að sitja þröngt á bekk. Hann sjálfur hafi hins vegar haft fleti nokkurt fyrir sig aftur í bílnum og sjaldnast vermt það einn... en meðspilararnir kunnað misjafnlega við að sitja á bekknum undir athöfnum hans í fletinu, og því komið sér í annað djobb ef betra bauðst ...þar haf- iði það, en við skulum kíkja á skipan Bluesbreakers hina nú- verandi: gítarleikararnir Walter Trout og Coco Montoya (syngur líka), bassaleikarinn Bobby Ha- ynes og trommarinn Joe Yu- ele.... sjálfur sér Mayall auðvitað um munnhörpuna, hljómborð og slæd-gítar, og söng... er þó ekki alveg eins háraddaður og hér áður. Þá ekkert annað eftir en hvetja fólk til að ljá þeim Blúsberum eyra, bæði ungt og eldra, því að þessi tónlist er undirstaða alls rokks - líka þess þunga...og það er ekki á hverjum degi sem lif- andi goðsagnir sýna leik sinn á borði hér á landi... E.S.: ...já, miðar fást í Gramminu við Laugaveg og á Hótel íslandi (sími: 687 111... og þá kemur eini gallinn við þetta allt saman - miðaverðið, sem er 1900 kall__ Eiríkur brýnir raust með norskum A plötu - og hljómleikum hér ... og við eigum von á annarri sveit frá útlöndum í bráðustu bráð. Norsk-íslenska þrusurokk- bandið ARTCH spilar í tónspor Bluesbreakers á Hótel íslandi eftir helgi, 1. og2. mars... og það verða líklega margir til að skoða og skilgreina rödd okkar manns þar. Enn höfum við bara plötuna þeirra félaga sem kom út fyrir jól- in, og skal kíkt dulítið á hana hér. Another Return heitir skífan, Önnur endurkoma... og á eftir tignarlegum „klassískum" inn- gangi kemur lag sem er innihald- ið í nafni hljómsveitarinnar: An- other Return To ChurcHill, sem er dulmögnuð saga um svarta kirkju og gamlan mann sem ekki er allur þar sem hann er séður... og er ég þar með byrjuð á því neikvæða sem mér finnst við þessa plötu, eða fremur hallæris- lega, nefnilega textunum... Eiginlega má þó segja að hér fari ég aftan að hlutunum, því að textarnir eru nú það síðasta sem pæla ber í, í sambandi við svona tónlist, sem mabur hlustar frekar á til að fá úr henni kraftinnspýt- ingu og þar af leiðandi útrás held- ur en innblástur... en illu er best aflokið: 3 af níu textum eru einkenn- andi þungarokksklisjutextar, um ógnvekjandi skepnu, í myrkum kirkjugarði, ímynd djöfulsins og einhvern óskilgreindan viðbjóð í vændum... og svo er einn „ómiss- andi“ kvenrembutexti (Power to the man). Líka mætti telja plötu- hulstrið sjálft til þessara leiði- gjörnu og barnalegu þungarokks- klisja, sem gera svo lítið úr ímynd þessarar tegundar rokks. Sér- staklega eru þessir textar hallær- islegir og ósannfærandi við hlið texta eins og Where I go, Living in the past, Reincarnation og Sho- ot to kill, sem eru ástarsöngur, vangaveltur um tilveruna, ekkert merkilegar kannske en þó ein- lægar, og sá síðastnefndi stríðsá- deila... Metal Life og The promis- ed land eru vel nothæfir textar sem áróður fyrir þungarokki. En ef við snúum okkur frá text- unum og umbúðunum, að músik- inni sjálfri, kemur annað upp á teningnum... Þeir drengir í ARTCH, sem eru, auk Eiríks okkar Haukssonar, gítaristarnir Gill og Cat, bassaleikarinn Brent og trommarinn Jack, skrifa sig allir sem einn fyrir lögum og text- um, og það verður að segjast að gegnumsneitt eru lagasmíðarnar á miklu hærra plani en textarn- ir... þótt rokkið sé þungt og nokkuð hratt á köflum gleyma þeir aldrei melódíunni í látunum. Og ekki eru þeir að ergja nokk- urn mann með of miklum sóló- um, spila frekar uppá að skapa heild og kjölfestu, sem Eiríkur syngur skörulega og örugglega yífir... þeir standa á gömlum merg þungarokksbanda 8. áratugarins, (t.d. eitt rólegt, fallegt lag á hverri plötu...) en hafa blandað hann mátulegum skammti af hraða nútímans, án þess að fórna öllu á stall hans og hávaðans... þetta er nú orðið heldur háfleygt með svo mikla þyngd, og best að hætta áður en brotlent verður. En það verður forvitnilegt að heyra hvað þessir krists- kuklvíkingar gera manni til eyrna augliti til auglitis eftir helgina.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.