Þjóðviljinn - 17.03.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 17.03.1989, Blaðsíða 11
FLÖSKUSKEYTI Cicciolina fundin sek ítalska klám- og stjórnmála- stjarnan llona Staller, betur þekkt semCicciolina, hefurveriö dæmd í fimm mánaöa skilorðs- bundið fangelsi fyrir aö hafa hag- aö sér ósiðsamlega á almanna- færi. Það var í september 1987 að hún klifraði hálf nakin upp á styttu af hesti á Markúsartorgi í Feneyjum og reið bronshrossinu berbrjósta og í gagnsæjum pilsgopa. Lögreglan átti fullt í fangi með að halda fleiri hundruð túristum í skefjum sem ákafir vildu fá að sjá Cicciolinu í návígi. Skrautlegar kistur Líkkistusmiður nokkur í Ghana hefur getið sér gott orð fyrir að vera hinn mesti listasmiður. Það fylgir þó sögunni að kirkjunnar menn séu ekkert alltof hrifnir af verkum þessa hagleiksmanns. Líkkistusmiðurinn heitir Paa Joe og frægð hans hófstþegar hann var beðinn að smíða kistu sem vareinsog laukurílaginu. Smíðin þótti heppnast það vel að hann var beðinn um að smíða líkkistu sem átti að vera einsog hvítur Mercedes Bens undir leigubíl- stjórasemvar nýlátinn. Þráttfyrir að geistleg yfirvöld séu ekki mjög hrifin af smíðagripunum þá hefur þóeinnpresturleitaðtil PaaJoe og beðið um líkkistu fyrir sjálfan sig. Sú kista á að líta út einsog Biblían í goggi á risavöxnum erni. Ávöxtuö undirskrift 4. júlí 1776 settist Caesar Rod- ney frá Delaware í Bandaríkjun- um niöur viö skrifborð sitt og skrifaði bróðursínum bréf. I bréf- inu sagði hann bróður sínum frá því að fyrr um daginn hefði hann undirritað sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna. 213 árum seinna var bréf þetta selt á uppboði í New York og fékkst hæsta verð fyrirþað sem nokkurntíma hefur fengist fyrir handskrifað bréf eða rúmar22miljónirkróna. Kaupandinn vildi ekki láta nafns síns getið. Páf inn á skíðum Jóhannes Páll II páfi fór á skíði í ítölsku Ölpunum fyrir skömmu. Páfinn var vanur að renna sér á skíðum í Póllandi þegar hann var ungur að árum og hefur nokkrum sinnum brugðið sér í brekkurnar eftir að hann varð páfi, nokkuö sem óhugsandi er að fyrirrennar- ar hans hefðu gert. í júlí 1984 renndi hann sér með þáverandi forseta Ítalíu í Dolómítunum. Fyrir tveimur árum endurtók hann leikinn í Ovindoli og nýlega fór hann svo til Campo Felice í ítöl- sku Ölpunum. Ólíklegt er þó að hann bregði sér í Kerlingarfjöll þegar hann kemur í heimsókn til Islands snemma í sumar. Geisladiskar til upptöku Fram eru komnir á hljómtækja- markaðinn í Evrópu geisladiskar sem hægt er að taka upp á. Disk- arnir líta eins út og venjulegir geisladiskar og gefa sömu hljóð- gæði. Aðeins er hægt að taka einu sinni upp á hvern disk. Sér- stakt upptökutæki þarf til þess að taka inn á diskinn, og kostar það í verslunum á meginlandinu um það bil 25.000 krónur. Diskurinn kostar hins vegar um 1200 krón- ur nú, en því er spáð að verðið muni lækka um helming þegar á þessu ári. ÚR MYNDASAFNINU Bilainnflutningur Hér á árum áður þótti það alltaf tíðindum sæta þegar flutningaskipin komu til landsins hlaðin glæsikerrum síns tíma enda bílaeign þá ekki eins almenn og hún er í dag. Þessi mynd var tekin á miðjum sjötta áratugnum þegar verið var að skipa á land Skodabílum í gömlu höfninni. Eins og myndin ber með sér voru bílarnir njörvaðir niður á dekkinu með áklæði yfir til að verja þá skemmdum sem þeir gátu orðið fyrir á leiðinni yfir hafið af völdum sjógangs og veðurs. Tilhlökkun þeirra sem kannski voru að eignast sinn fyrsta bíl var að vonum mikil og þegar uppskipun hófst var fjöldi manns samankominn niðri við gömlu höfnina til að fylgjast með og ganga úr skugga um áð nýi bíllinn hefði ekki orðið fyrir neinu hnjaski á leiðinni yfir hafið. Þá var ekki síður mikil eftirvænting meðal almennings að fylgjast með hvernig nýju árgerðirnir litu út og hvort þær væru eitthvað öðruvísi eíi þeir bílar sem fyrir voru á götum bæjárins. í þá daga var það mikil upphefð að eignast bíl og ekki á allra allra og eftir þvi tekið þegar nýr bíll kom í götuna. En tímarnir breytast og mennirnir með og nú að eiga bíl þykir ekki lengur merkilegt. Enda er nú svo komið að fjöldi bíla er orðinn svo mikill að ef allir bílar í Reykjavík eru samtímis úti á götum borgarinnar í einu hafa þeir aðeins 6 m pláss og komast hvergi. Föstudagur 17. mars 1989 t-.'ÝTT Hfc'LGARBLAÐ - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.