Þjóðviljinn - 17.03.1989, Blaðsíða 24
HELGARPISTILL
ÁRNI
BERGMANN
Kommúnisminn,
spíritisminn
og guðspekin
Nokkur orð um hugmyndaheim Þórbergs Þórðarsonar
„Sá sem étur þjöppu og
brauð með margaríni hér í
heimi sannleikans vegna,
hann mun borða hamborgar-
hrygg og rjómarönd í næsta
heimi.“
Þetta er náttúrlega Þórbergur.
Þetta er úr Sálminum um blómið.
Þetta er röddin hans Gvuðs og
minnir á sígild fyrirheit um klára-
vín, feiti og merg með, sem
snauðir menn og matarlitlir von-
uðust til að fá ómælt í Himnaríki.
Staðhæfingin kallast líka á við
endurgjaldslögmáiið sem Þór-
bergur hélt mikið upp á og ku
vera tölvert í tísku núna: lífið er
niðurstaða af gjörðum manna í
næstu tilveru á undan. Hún er
líka gamansöm útfærsla á þeirri
von sem hugsun Þórbergs snerist
mjög um: von um réttlæti,
reyndar bæði þessa heims og ann-
ars.
Þjóðleg blanda
á staðnum
Menn eru stundum að hugsa
sem svo: hvílíkur bölvaður hræri-
grautur hefur hugsun Þórbergs
verið. Allt hristir hann saman
blygðunarlaust: kommúnism-
ann, guðspekina, spíritismann.
Maður varð svo oft var við það
hér á árunum, að kommarnir
voru margir hverjir óánægðir
með eilífðarmálin hjá honum
(andskotans draugavitleysan!)
meðan eiiífðasinnar voru náttúr-
lega hneykslaðir á því hver eftir
sínum litarhætti, að Þórbergur
hafði ætiað kommúnismanum
virðulegan sess í sinni framfara-
kenningu. Svo settust menn nið-
ur og gerðu sig umburðarlynda í
framan og fyrirgáfu karlinum
vegna þess hve einlægur hann var,
og skemmtilegur og skrifaði allra
manna best. Og svo sögðu menn
kannski: Við erum nú svona ís-
lendingar. Við erum lélegir í te-
óríu. Við hristum allt saman.
Þórbergur er barasta þjóðlegri en
við öll hin til samans. Hann er
ekkert að tvínóna við þetta.
Hvað leiddi
af öðru
Nú ætla ég að leyfa mér að vera
ekki sammála. Að minnsta kosti
er það hæfilegur virðingarvottur
við Þórberg sjálfan að minna á
það, að sú skrýtna blanda sem
hér var á minnst var honum sjálf-
sögð og rökvís í kerfi þar sem
hvað leiddi af öðru. í bréfi til
Kristins E. Andréssonar, sem
fylgir seinni útgáfunum á Bréfi til
Láru, segir Þórbergur að guð-
spekin hafi verið honum „stór-
kostlegri opinberun en nokkuð
annað.“ Hún hafi varpað
„óvæntu ljósi yfir flest mín við-
fangsefni ... og veitti inn í mig
nýjum skilningi á svo að segja
öllum hlutum.“ Meðal annars
með þessum afleiðingum hér:
„Frá guðspekinni ályktaði ég
mig til sósíalisma og alþjóða-
hyggju. Þar með þykist ég hafa
reist mínar pólitísku skoðanir og
afstöðu til mannkynsins í höfu-
ðlínum á undirstöðu sem ég býst
varla við að hrynji á næstunni.“
Rétt þekking,
rétt breytni
Þórbergur var spíritisti, sósíal-
isti og guðspekingur vegna þess
að hann krafðist réttlætis í bráð
og lengd og vegna þess að hann
taldi mögulegt að finna rétta
þekkingu, rétt vísindi til að reisa
á fullvissu um sigur réttlætisins.
Hann gerði ráð fyrir því að þjóð-
félagsbyltingin tryggði réttlátt og
skynsamlegt stjórnarfar í þessum
heimi - en það var ekki nóg.
Réttlætið varð að vera kosmískt
líka, það mátti ekki skilja eftir
óleysta hnúta, böl skal allt bæta,
þeir sem éta margarín og þrum-
ara fá sína rjómarönd í næsta
heimi. Og kenningar um endur-
holdgun og karma falla eins og
flís við rass að þessari allsherjar-
réttlætiskröfu að mati Þórbergs.
Það er rétt að taka vel eftir því,
að Þórbergur segist hafa ályktað
sig frá guðspeki til sósíalisma. Sá
sem blaðar í Bréfi til Láru sér þar
bæði lof og last um guðspeki og
spíritisma. Gagnrýnin á þessar
hræringar er reyndar mjög sterk.
Þórbergur lýsir vonbrigðum sín-
um með guðspekihreyfinguna
með svofelldum orðum: „Guð-
spekifélagsskapurinn er orðinn
smáborgaralegt klíkuverk, líkt og
aðrar andlegar stefnur, krítik-
laust og andlaust... Félagsmenn
svæfa réttlætistilfinningu sína
með einhverju fíflslegu umburð-
arlyndi, sem þykist allt vilja um-
bera, en finnur þó ekki til með
neinu, þorir ekkert að segja og
áræðir ekkert að gera... I ein-
feldni sinni blanda þeir saman
hinu heilaga umburðarlyndi sem
vinnur látlaust mannkyninu til
blessunar og afskiptaleysi sér-
gæðingsins, sem að eins finnur til
með sjálfum sér.... Karma-kenn-
inguna hafa þeir sem skálkaskjól
til að fegra svívirðingar og glæpi“
í öðrum stað í Lárubréfi slær
Þórbergur því föstu að „Spírit-
isminn frelsar aldrei heiminn“.
Og hvers vegna ekki? Meðal ann-
ars vegna þess, að „spíritisminn
skaðaði ekki hagsmuni auðhring-
anna amerísku“.
Þórbergur: Þá munu bestu fagmenn stjórna eftir vísindalegum aðferð-
um. Og eilífðarmálin koma ekkert trú við, spurningin um líf eftir
dauðann er náttúru- og eðlisfræðilegs efnis...
skilning á stöðu mannsins og þró-
un þjóðfélagsins og svo rétta
framvindu mála hér og í eilífð-
inni.
Gegn pólitík
og trú
En með þessum samtengingum
öllum er Þórbergur að gera fleira.
Hann reynir að losa sig undan
takmörkunum pólitíkur og trúar.
Með öðrum orðum: Þórbergur
hrífst af spiritisma vegna þess að
á hans vegum fái menn „sannan-
ir“ fyrir framhaldslífi, og guð-
speki, sem gefur fyrirheit um
kosmískt réttlæti. Um leið fjar-
lægist hann áhangendur þessara
hræringa vegna þess að þeir
„svæfa réttlætiskennd sína“,
vegna þess að þeir draga ekki þá
ályktun af heimsmynd og ei-
lífðarmynd sinni að menn þurfi
að hefjast handa nú og hér.
Ganga fram vasklega gegn fátækt
og kúgun og „hagsmunum
auðhringa". Þórbegur kemst svo
að þeirri niðurstöðu, að það sé
aðeins með því að bæta sósíalism-
anum við að til verði sú heilög
þrenning sem tryggi bæði réttan
Þegar í upphafi Lárubréfs sér
hann fyrir sér það sameignar-
samfélag, þar sem „atvinnumál-
unum verður stjórnað til almenn-
ingsheilla eftir vísindalegum
grundvallarreglum“. Þess má
víða finna stað upp frá þessu hjá
Þórbergi, að honum finnst minna
en lítið til pólitískra umsvifa
koma - nema þeirra sem hann
telur í anda vísinda. Sjötugur að
aldri er hann (árið 1959) að ræða
við Matthías Johannessen („í
kompaníi við allífið“) og þá fer
hann mjög svipuðum orðum um
framtíðarríkið og í Lárubréfi.
Hann segir að kommúnisminn sé
„vísindalegt kerfi“ og segir að
hann muni starfa sem hér segir:
„Mér mun óhætt að fullyrða að
stjórnin verður ekki í höndum
refjóttra pólitíkusa heldur sér-
fróðra fagmanna frá öllum
löndum á hverju sviði“. Þórberg-
ur sættir sig ekki við geðsveiflur,
óáreiðanleik og súbjektífitet
stjórnmálannna - því leitar hann
inn í nokkuð svo vélrænan marx-
isma, og sá marxismi ber reyndar
sterkan svip af tæknikratisma,
sérfræðingatrú.
Og rétt eins og kommúnisminn
átti að losa Þórberg við hvikulleik
pólitískra meininga, svo áttu spír-
itismi og guðspeki að losa hann
við þann voða að þurfa að steypa
sér út á sextugt dýpi trúarinnar.
Hann trúði á möguleika manna
til að höndla sannleikann, einnig
um hinar stærstu eilífðargátur, og
sannleikurinn átti náttúrlega að
vera trúnni æðri. í viðtalsbókinni
fyrrnefndu segir Þórbergur með-
al annars: „Spurningin um líf eftir
dauðann kemur trúarbrögðum
og kristindómi ekki meira við en
náttúrufræði Darwins og eðlis-
fræði Einsteins. Spurningin um
líf eftir dauðann er náttúru- og
eðlisfræðilegs efnis". Það kynni
reyndar að standa í mönnum að
útskýra það, hvernig Þórbergur
fer að því að gera spíritisma og
guðspeki að þeirri „náttúru- og
eðlisfræði“ sem leysir úr fyrr-
greindum vanda. En þetta gerði
hann nú samt. Og hefði orðið
mjög reiður, ef menn hefðu strítt
honum á því, að þær andlegar til-
færslur byggðu fyrst og síðast á
trú eða að minnsta kosti trúar-
þörf.
Trú og ekki trú
í samtalsbókinni „í kompaníi
við allífið“ segir Þórbergur frá
því, hvaða menn honum finnist
leiðinlegastir:
„Það eru öngþveitismennirnir.
Mennirnir sem eru búnir að missa
trú á allt, trú á mennina, trú á
þróunina, vegna þess að margt
hefur gengið öðruvísi í heiminum
í nokkra áratugi en æskilegt hefur
verið“.
Þórbergur var ekki svo skyni
skroppinn sjálfur að hann yrði
ekki fyrir vonbrigðum: með spir-
itisma, með guðspeki og með
kommúnismann. eða að minnsta
kosti með margt það sem fylgis-
menn þessara hugmyndakerfa
gerðu eða létu ógert. En hann
vildi ekki slást í för með þeim,
trúlausum „öngþveitismönnum “
sem eru svo skelfilega leiðinlegir.
Og eru náttúrlega ekki líklegir til
að gera gagn í heiminum, lamaðir
menn af tilgangsleysi allra hluta.
Því hélt Þórbergur fast við sína
„blöndu" - sína TRÚ á þróunina.
Sú trú var honum einskonar
lífsnauðsyn sem varð röknauðsyn
(sbr. rit Brynjólfs Bjarnasonar).
En hún getur aldrei orðið vísindi,
því miður, það verða menn að
sætta sig við.
24 SlÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 17. mars 1989