Þjóðviljinn - 17.03.1989, Síða 25

Þjóðviljinn - 17.03.1989, Síða 25
Sjokk til að krydda með Svart hvítur draumur skildi eftir sig forvitnilegan minnis- varöa sem fáir sperra viö eyrun svona fyrst í staö. En plöturnar „Goö“ og „Bless" eiga örugglega eftir aö lifa sem kafli í rokksögu klakans. „Goð“ er smekkleg plata og skemmtileg. Mikið hefur verið lagt í útsendingar sem eru frum- legar og öðruvísi en maður á oft að venjast. Hljómsveitarmeðlim- irnir sjálfir eru áberandi í for- grunni og hjálparkokkar á blást- urshljóðfæri og fleira virka vel. „Bless er rökréttur svana- söngur í framhaldi af „Goð“. Á báðum plötunum er hvert lagið öðru betra og mörg þeirra eru fullkomlega boðleg hverjum þeim sem hefur áhuga á framsæk- inni rokktónlist og hefur þolin- mæði til að hlusta. f>að er auðvit- að ekki hægt að ætlast til þsss að fólk myndi sér skoðun á nokkurri tónlist út frá því að heyra hana úr lélegum og lágt stilltum útvarps- tækjum á vinnustöðum. Ef fólk ætlar að leggja sig eftir tónlist verður það að ætla sér tíma til að hlusta. Þess vegna mun tíminn vinna með S. H. draumi. En hljómsveitin Bless er risin upp úr S. H. draumi. Þeir Gunn- ar Lárus Hallgrímsson og Birgir Baldursson eru áfram á ferðinni, Steingrímur Birgisson er hættur og ungur ferskur liðsmaður, Ari Eldon, hefur bæst í liðið. Ritara fannst tilvalið að mæla sér mót við Bless í upphafi ferðar og taka af þeim sneiðmynd (gott nafn á nýtt tímarit). Staðurinn er Kabarett, dagur mánudagur og klukkan er 18.01. Blessunarlega brjálaðir - Þegar ég var að hugsa hvern- ig best væri að byrja þetta viðtal fannst inér rétt að byrja á því að spyrja hvort þið væruð brjálaðir. Birgir: Já auðvitað erum við brjálaðir, alla vega ég. Gunnar: Það fer eftir því hvaða augum litið er á það, frá sjónar- hóli hins almenna borgara eða sjónarhóli klepparans. Ari: Það er út í hött að ætla að dæma sjálfan sig brjálaðan, það er annarra að gera það. Ef maður dæmir sjálfan sig brjálaðan fer maður í einhvers konar meðferð. Birgir: Brjálaður, það eru til margar hliðar á því, maður getur verið brjálaður án þess að vera klepptækur, þetta er spurning um manns eigin geggjun sem maður hefur stjórn á. Ari: Þetta er ekkert sem háir okkur í daglegum samskiptum. Gunnar: Ég myndi segja að öll samskipti innan bandsins væru mjög brjálæðisleg sem kemur fram f óstöðvandi hlátri. Birgir: Þankagangurinn er brjálaður. - Má þá draga þá ályktun að þið séuð í tónlist eins og svo marg- ir aðrir af því að þið hafið svo gaman af því? Gunnar: Já, það er ein af á- stæðunum, en ef við værum ekki í hljómsveitinni værum við núll, ekki neitt. Ari: Gunnar yrði bankastarfs- maður, ég yrði ekki neitt. Gunnar: Það er náttúrlega það sama. - S. H. draumur kemur óneit- anlega við sögu hjá Bless. Þegar búið er að kveðja drauminn, sem varði ansi lengi miðað við lífdaga íslenskra hljómsveita, getið þið þá sagt eitthvað um það hvers konar hljómsveit S. H. draumur var? Gunnar: Þetta er rétt með líf- dagana... Birgir: ... S. H. draumur var meira Gunna „prjódekt“, Bless er opnara dæmi. Gunnar: Tja, ég veit það nú ekki. - Var S. H. draumur mis- skilinn, skildu ekki allir draum- inn? Birgir: Hann var alla vega lengi að komast í gang hvað vins- ældir snertir. Gunnar: Hvað vinsældir snert- ir er hann ekki kominn í gang enn. Birgir: Ég meina að viðtökur á tónleikum voru engar nema undir það síðasta. Ari: Undir það síðasta var hann líka orðinn miklu poppaðri, get ég sagt sem áheyrandi. Vinsældir og allt það - Vinsældir, er orð sem mér þykir stundum vera feimnismál á meðal tónlistarmanna. Jafnvel tónlistarmenn sem eru orðnir vinsældir annað hvort þræta fyrir það eða segjast ekkert kæra sig um það. Eru vinsældir eitthað sem þið t.d. stefnið ekki að? Gunnar: Við stefnum kannski ekki að því en hefðum ekkert á móti því. Birgir: Auðvitað spila vinsæld- ir inn í, það er miklu skemmti- legra að spila fyrir fullan sal af kátu fólki en að troða upp þar sem 30 mæta og 10 sitja og tala saman. Hluti af ánægjunni er að geta gert fólki til geðs án þess að koma of mikið til móts við það. Það er að sjálfsögðu mjög gaman ef manni tekst að sveigja smekk fólksins að sér. Ari: Vinsældir eiga bara ekki að byggjast á neinum sleikju- skap. - Hvað ætlar Bless að gera? Gunnar: Það sem liggur beinast við, taka upp efni og gefa það út. Við störfum á íslandi og verðum að setja okkur þau mark- mið sem rúmast þar; plötuútgáfa, tónleikahald og myndbandagerð. HEIMIR PÉTURSSON I framhaldi af því; plötuumslaga- gerð, plakatagerð, fyrir utan auðvitað æfingar og tónlistar- sköpun (glott). Annað dæmi sem getur komið inn eru síðan útlönd sem eru auðvitað sama dæmið bara í stærra mæli, meira verkefni og skemmtilegra. Fariö á klósettið - S. H. draumur hefur eitthvað bankað upp á í útlöndum? Gunnar: Það var allt af mjög skornum en ágætum skammti og eru hlutir sem við sjáum ekkert eftir. En það er ekkert til að byggja á. Síðasta plata draumsins, „Bless“, kemur bráð- lega út í Englandi og þar verður hún kynnt sem fyrsta plata Bless. Sú útgáfa gæti því orðið fyrsta skref Bless á erlendum mörkuð- um. - Hvaða tónlist er það sem þið viljið helst að komi út úr ykkar samvinnu? - Gunnar: Þetta er rokk og popp sem við spilum og er orðið eins og klósett; ef manni er mál getur maður ekkert farið annað en á klósettið. Birgir: Við reynum að hafa sem breiðastar línur. Gunnar: í framhaldi af þessu vil ég segja að öll íslensk bönd sem eitthvað er varið í eru voða- lega niðurnegld í einum gangi, eru alltaf í sama ganginum og komast hvergi út úr honum. Ari: Við reynum að fá það út úr lögum sem okkur þykir skemmti- legt án þess að nálgast þau öll eins. Gunnar: Bless er semsagt í völundarhúsi. - Er það völundarhús sem þið haldið að Bretinn t.d. kunni að meta? Gunnar: Ja, við ætlum að vona það, það eru svo margir gangar ókannaðir. - Hvernig lítið þið á texta? Ætlar Bless að frelsa með textum sínum: a) heiminn, b) eitt bæjar- félag, c) eina persónu, d) annað? Gunnar: Því fyrr sem Homo Sapiens útrýmist, því betra, fyrir DÆGURMAL svona um litum á er lítið og við eitt og vað til heiminn. Þetta kemur hljóm- sveitinni ekkert við, er bara mín persónulega skoðun. Fyrir mis- tök þróaðist maðurinn lengra en nin dýrin. Ari: Ef þú hefðir ekki þróast þetta meira en hin dýrin héldir þú ekki á gítar, værir bara einhvers- staðar að éta. Birgir: Ég held að textarnir hjá Gunna séu ekkert til að frelsa heiminn með, ég held að boð- skapurinn sé... Gunnar: (f stólræðustíl) ...hver einstaklingur verður að rýna inn í sjálfan sig og finna þá leið sem honum þykir best og koma óskemmdur út úr þeim vít- ahring sem lífið er. Anars eru „strákur hittir Birgir: Við plægðum ökrum Gunnar: Hefur eitthvað Birgir? Birgir: Nei, ef popp- og rokktónlii búið af góðri tói leitum en finnum verðum því að bú; sjálfir. Fuli framl - A hverju má frá Bless? Gunnar: Þjóðii engan áhuga á að hverju frá okkur hafa áhuga... Ari: ...megaei] leið og okkur ge; við gefum algera Birgir: Ég hel enga burði til að ina. Gunnar: Bless vi framleiðslu. Ari: Plata með l! Birgir: Svo erum ir. - Hver ætlar að ið? Gunnar: Ari, svo þetta verði Ari: Ég er vegna er ég nú í Birgir: Eitthvað Gunnar: kvöld. rafað a von firleitt a ein- r sem vi um ri, að öfum þjóð- felldri i sol farn- ra lokaorð- sjokk, viðtal. , þess - hmp Bless Föstudagur 17. mars 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐÁ 25

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.