Þjóðviljinn - 15.09.1989, Side 3
Afmœli
Bjöm
Kristmundsson
áttræður
Áttræður verður á mánudag-
inn, 18. september, Björn Krist-
mundsson fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri Þjóðviljans. Björn
er fæddur og uppalinn í Hrúta-
firði. Árið 1934 gerðist Björn
einn af stofnendum Verkalýðs-
og smábændafélags Hrútfirð-
inga. Félagið lenti í vinnudeilu
við Eimskipafélagið sem kölluð
hefur verið Borðeyrardeilan.
Björn starfaði fyrir Þjóðviljann í
áraraðir, m.a. sem skrifstofu-
stjóri, gjaldkeri og framkvæmda-
stjóri. Þegar Björn lét af störfum
við Þjóðviljann hóf hann störf á
skrifstofu Reykjalundar. Þjóð-
viljinn árnar Birni heilla á þess-
um tímamótum.
Reykjavík
Maður fannst
látinn
Áverkar á líkinu
Maður um fimmtugt fannst
látinn um hádegisbilið í gær þar
sem hann lá á maganum inn á
salcrni í íbúð sem Fé -
lagsmálastofnun leigir út að Suð-
urlandsbraut 12. Averkar voru á
Iíkinu.
Að sögn lögreglu var „óreglu-
fólk“ handtekið á staðnum og
fært til yfirheyrslu. Að öðru leyti
varðist lögreglan allra frétta af
málinu þar sem það væri í frum-
rannsókn og ekki ljóst hver væri
dánarorsök mannsins.
-grh
Ólæsum
fjölgar
Ólæsu fólki fullorðnu í heimin-
um hefur fjölgað um 130 miljónir
frá því á fyrsta árum s.l. áratugar
og er það nú um 830 miljónir. Er
þá miðað við fólk, sem hvorki
kann að lesa né skrifa. Gert er
ráð fyrir að um næstu aldamót
verði ( heiminum um 912 miljónir
fullorðins fólks sem hvorugt
kann.
Mest er ólæsið í Afríku, þar
sem 54 af hundraði fullorðins
fólks er hvorki læst né skrifandi. í
Asíu er samsvarandi tala 35 af
hundraði. Sameinuðu þjóðirnar
hafa ákveðið að helga næsta ár
baráttu gegn ólæsi.
Pvofaöu Græðandi varasalvi 1
Heilsuval. Laugavegi 92. S 626275 og 11275
íslenskar
rætur
Útvarpsstöðin Rót hefur
ákveðið að hafa íslenska tónlist-
arviku dagana 18.-24. septemb-
er. Þessa daga verður eingöngu
leikin tónlist eftir íslenska höf-
unda og er þetta gert í samvinnu
við Félag íslenskra tónlistar-
manna.
Dagskrá vikunnar verður
þannig í grófum dráttum að
klukkan 9-10.30 á morgnana
verður flutt tónlist íslenskra tón-
skálda með íslenskum hljóðfær-
aleikurum, kórum og einsöngvur-
um. Meðal gesta í þessum morg-
unþáttum verða Atli Heimir
Sveinsson, Jón Stefánsson og
Dóra Ólafsdóttir. Frá 10.30-12
verða leiknar dægurperlur ís-
lenskrar tónlistar fyrri tíma og
rætt við tónlistarmenn. Meðal
gesta verða Stefán Jónsson í
Lúdó, Hjördís Geirsdóttirog Berti
Möller.
í hádeginu verður leikin
blönduð íslensk tónlist. Frá kl.
13-17 koma ýmsir tónlistarmenn
í heimsókn á Rótina með plötur
og ferill þeirra verður rakinn.
Þeirra á meðal verða Magnús
Kjartansson, Bjartmar Guð-
laugsson og Jóhann G Jóhanns-
son. Tónlistarvikunni lýkur svo
með beinni útsendingu frá Fé-
lagsheimili tónlistarmanna,
sunnudaginn 24. september. Út-
sendingin hefst kl. 13 og stendur
til kl. 17. -hmp
-hefur kennt íslendingum að meta gott kaffi.
Þú getur valið um þijár mismunandi
tegundir af Menild-kafíi.
103 - Millibrennt
3 04 - Dökkbrennt
104 - Mjög dökkbrennt
Merrild-ilmandi og ljúffengt kaffi,
sem bragð er af.
Merrild