Þjóðviljinn - 15.09.1989, Síða 12
12 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 15. september 1989
Uppreisnarmennogliðhlauparhafatekið völdin víðaumlandog Siad Barre getur ekki
lengur reitt sig á bandaríska efnahagshjálp
kvíslir, sem oft hafa átt í erjum
innbyrðis, og þetta á mikinn þátt í
óöldinni þarlendis. Barre hefur
ekki bætt úr skák í því efni, því að
til þess að tryggja sig í valdasessi
hefur hann spanað upp ættkvísl-
irnar hverja gegn annarri. Þetta
hefur hann gert af því að hans
eigin ættkvísl, sem nefnist Mare-
han, er fámenn og mátti sín lítils
fyrir hans tíð. Hann hefur eins og
fleiri afrískir og asískir einræðis-
herrar mjög hyglað frændum sín-
um og hafið þá til embætta, t.d.
er sonur hans yfirmaður setuliðs-
ins í höfuðborginni. Þessum
frændum sínun getur Barre
treyst, en á hinn bóginn hefur
upphefð þeirra aukið úlfúðina
gagnvart honum af hálfu annarra
ættkvísla.
í hernum er Ogadenættkvíslin
sterkust. Það fólk er flest komið
norðan úr Eþíópíu, flúði þaðan
eftir að Sómalir töpuðu stríði við
Eþíópa (eða réttara sagt kúban-
ska bandamenn þeirra) á s.l. ára-
tug. í fyrra gerði Barre samning
við Eþíópíu þess efnis, að
Sómalíland gerði ekki lengur til-
kall til Ogaden. Því reiddust Oga-
denmennirnir í hernum, og hefur
það átt mesta þáttinn í lið-
hlaupunum.
SNM sækir fylgi sitt einkum til
Issakættkvíslarinnar, sem einnig
erfjölmenn í Djibúti. Þar að auki
var norðurhluti landsins áður
bresk nýlenda en suðurhlutinn ít-
ölsk, og sú fortíð lét eftir sig viss-
an mun á landi og fólki norðan-
lands og sunnan, sem að líkind-
um á sinn þátt í að borgarastríð
þetta braust út.
Herstöð missir
mikilvægi
Sómalíland er meðal fátækustu
landa heims og í efnahagsmálum
hefur stöðugt hallað undan fæti
fyrir því yfirstandandi áratug. í
Mogadishu og víðar um land er
matarskortur. Óánægja stjórna
Bandaríkjanna og Bretlands með
stjórn Barres hefur leitt til þess
að þau hafa í bráðina hætt að
styrkja hann efnahagslega. Það
munar um minna, því að erlend
efnahagshjálp hefur síðustu árin
numið 40 af hundraði vergrar
þjóðarframleiðslu Sómalílands.
Barre kennir því Bandaríkja-
mönnum og Bretum um upp-
iausnina í landinu.
Stjórn Barres hafði annars reitt
sig á Bandaríkin sem öruggan
efnahagslegan bakhjarl, þar eð
hann hafði leyft þeim að koma
sér upp flotastöð í Berbera. Sú
herstöð var lengi mikilvæg
kölluð, þar eð hún er nálægt
mynni Rauðahafs. En nú á þess-
um tímum sáttastefnu í sam-
skiptum risaveldanna er þess far-
ið að gæta að þau leggi ekki eins
mikið upp úr herstöð'vum út um
allar trissur og áður var. Samn-
ingurinn um flotastöðina í Ber-
bera rennur út næsta ár, og
Bandaríkjamenn hafa gefið til
kynna að þeir geti sem best verið
án hennar. dþ.
þarlendis er nú á þá leið, að
stjórn Barres er sem óðast að
missa tökin á því.
Hermenn hlaupa
undan merkjum
Uppreisnarhreyfing, Sómalska
þjóðarhreyfingin, þekkt undir
skammstöfuninni SNM, ræður
þegar yfir héruðum nokkrum í
norðurhluta landsins. Þar að auki
er mikill hluti hersins, sem Barre
hefur einkum byggt vald sitt á,
orðinn honum mótsnúinn. Fjöldi
hermanna hefur hlaupist undan
merkjum og tekið á vald sitt stór
svæði í landinu sunnanverðu. í
mörgum héruðum, þar sem
stjórnarhermenn, liðhlaupar og
uppreisnarmenn eigast við, ríkir
alger óöld.
Vestrænir stjórnarerindrekar
segja að stjórnin hafi enn örugg-
lega á valdi sínu höfuðborgina
Mogadishu, borgirnar Berbera,
Hergeisa og Borama norðan-
lands og einhverjir minni borgir í
viðbót, en varla mikið þar fram-
yfir. Og jafnvel í höfuðborginni
er andstaðan gegn Barre mikil.
Um miðjan júlí kom þár til mik-
illa óeirða, sem stjórnarherinn
bældi niður af engri vægð, og
munu um 450 manns þá hafa ver-
ið drepnir. Stjórnin beitir flugher
sínum mjög til að klekkja á upp-
reisnarmönnum og liðhlaupum.
S.l. ár gerði flugherinn þannig
harða hríð að SNM og lagði þá í
rústir með sprengjuárásum borg-
irnar Hargeisa og Borao. Sagt er
að um 50.000 manns hafi farist í
þeim árásum, en enginn veit lík-
Ríkisskip gegnirstóru hlutverki í vöruflutningum umhverfis landið.
Það er sama hver varan er. Nútíma flutningatækni,
góður skipakostur og þjálfað starfslið tryggja vörunni
góða meðferð alla leið á áfangastað.
í þjóðbraut okkar eru 36 hafnir.
Tíðar ferðir tryggja hraða flutninga.
Láttu Ríkisskip annast flutningana fyrir þig.
RfKlSSKlP
NOTfMA FLOTNPK3AR
SKIPAFÉL/VG
MEÐ SIÖRT HLUTVERK
í ÞÁGU ALLRA LANDSMANNA
Einn þeirra afrískra valdhafa,
sem lengst hafa setið að völd-
um, er Siad Barre einræðisherra
Sómalflands. Hann hefur nú
stjórnað þarlendis í 20 ár. En nú
er hann valtari í sessi en nokkru
sinni fyrr og hefur, í von um að
afla sér vinsælda, lofað fjöl-
flokkakerfl og frjálsum kosning-
um í Iok næsta árs.
Hvort það bjargar miklu við
fyrir hann er önnur saga. Lýðræði
í vestrænum skilningi orðsins er
þorra Sómalaframandi. Umgetin
loforð ber líklega að skoða sem
örvæntingartilraun einræðisherr-
ans til þess að snúa þróuninni í
landsmálum sér í vil. Ástandið
lega um það nákvæmlega. Lands-
menn hafa í hundruðþúsundatali
flúið til grannlandanna undan
hernaði, ógnarstjórn, óöld og
skorti.
Margar
ættkvíslir
Þar sem kalla má að Sómalir
séu allir ein þjóð og að þeir í
trúar- og menningarefnum eru
einnig hver öðrum líkir, skyldi
maður ætla að skilyrði til einingar
landsmanna væru betri þar en
gerist og gengur í Afríku yfirleitt.
En reyndin hefur orðið önnur.
Sómalir skiptast í margar ætt-
Bláfátækt einræðisríki í upplausn