Þjóðviljinn - 08.12.1989, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 08.12.1989, Qupperneq 11
Kynskipt skólastarf Er kynskipting í skólastarfi rétta leiðin til þess að vinna að jafnréttisstöðu karla og kvenna? Nýtt Helgarblað ræðir við Anne Mette Kruse, uppeldisfræðing frá danska kennaraháskólanum,um nýjar leiðir í uppeldismálum og kennsluháttum Til skamms tíma hafa hugmyndir um kynskipta kennsluhætti þótt tímaskekkja, sem væri fáránleg í okkar opna samfélagi, en æ fleiri uppeldisfræðingarfæra nú rök fyrir kynskiptingu kennslunnar á nýjum forsendum: að hún geti orðið leið til þess að auka jafnréttisstöðu kynjanna og gera skólanum kleift að uppfylla þá kröfu, aðundirbúajafntpiltasem stúlkur undir tvöfalda ábyrgð: á heimili og á vinnustað. f vikunni kom hingað til lands danskur uppeldisfræðingur, Anne-Mette Kruse, og flutti fyrirlestur á vegum Kennarahá- skólans um kynskipta kennslu- hætti og reynslu af slíkum tilraun- um í Danmörku. Anne-Mette Kruse hefur 20 ára starfsreynslu sem grunn- skólakennari, hún hefur sér- menntað sig í uppeldisfræði og starfar nú að uppeldisfræðirann- sóknum á vegum danska kennar- aháskólans, þar sem viðfangsefni hennar hafa einmitt verið jafnréttisstaða kynjanna í skóla og atvinnulífi. Við hittum hana að máli til að forvitnast um hvaða starf væri unnið á þessu sviði í Danmörku. Kynjamisrétti í skólum Hvers vegna hafa uppeldis- frœðingar tekið upp á því nú að boða kynskiptingu í skólastarfi? Rannsóknir sem gerðar hafa verið á skólastarfi, bæði í Dan- mörku og annars staðar, benda til þess að stúlkur búi við verulega undirokun karlkynsins bæði í því samskiptamynstri sem skólastof- an býður upp á og í innihaldi og miðlun námsefnis. Einnig hefur komið í ljós, að þar sem forsend- ur þessarar kynjamismununar eru ekki fyrir hendi verður mark- verð breyting á námsárangri hjá stúlkum. Hafa verið gerðar tilraunir með kynskipta kennslu í Danmörku? Já, það hafa verið gerðar ein- stakar tilraunir meðal áhuga- samra kennara á ólíkum stöðum. Fyrsti bekkurinn af þessu tagi, sem ég fékk tækifæri til að fylgj- ast með, var tveggja mánaða til- raun, sem gerð var í Nyborg 1986. Þar voru tveir kennarar, karl og kona, sem ákváðu að blanda saman bekkjum sínum og skipta þeim upp í 2 mánuði eftir kynjum. Karlkennarinn tók þá strákabekkinn, og kvenkennar- inn stúlknabekkinn, en þetta voru 11-12 ára nemendur. Niður- staðan af þessari tilraun var í stuttu máli sú að stúlkurnar fundu aukna vellíðan í skólanum, þær urðu virkari í náminu og fundu til aukins sjálfstrausts. Pá hafa margir kennarar tekið upp þá tilhögun að kynskipta hluta kennslunnar. Einkum hef- ur þetta verið algengt í eðlis- og efnafræðikennslunni, sem hefst við 13-14 ára aldurinn. Nýjasta tilraunin er svo frá Næstved, þar sem stúlkur í 10. bekk (16-17 ára) fengu frjálst val um kynskipta bekki eða ekki. Þar var stúlkubekkur með 13 nem- endum starfræktur allt árið í fyrra. Síðast er þess að geta, að þar sem eru fjölmennar bekkjar- deildir hafa kennarar leyfi til þess að skipta upp bekkjunum í ein- stökum tímum. Margir kennarar hafa notað þessa heimild til þess að taka upp kynskiptingu að hluta til. Eðlisfræði- kennslan mis- munar kynjunum Þú nefndir að kynskipting hefði einkum verið reynd í eðlis- og efnafrœði. Hvers vegna einmitt í þessu fagi? Til þess liggja sérstakar ástæð- ur. I Danmörku ríkir mikið atvinnuleysi á meðal kvenna. Jafnframt er skortur á vissu fag- menntuðu fólki, einkum á tækni- sviði. Konur skortir því menntun á tæknisviði til þess að ná jafn- stöðu við karla á vinnumarkaðn- um. Það hefur sýnt sig að stúlkur vantreysta sjálfum sér í tækni- fögum og eru óöruggar gagnvart þeim. Þær finna sig betur í þeim fögum er snerta manninn og mannlega umhyggju. Könnun hefur líka leitt í ljós að stúlkur standa sig heldur betur en piltar í fagi eins og stærðfræði í 9. og 10. bekk grunnskólans, og standa þeim jafnfætis á menntaskóla- stigi. En þegar kemur að eðlis- fræðinni standa þær ver að vígi, og þar sem boðið er upp á val velja þær léttasta valkostinn í eðl- isfræði og hætta því námi þegar hægt er að velja annað eftir 9. bekk. Menn þykjast nú vita að ástæða þessa er fyrst og fremst sú, að þetta fag er sérstaklega mótað út frá sjónarmiðum og reynslu- heimi karla. Mörg dæmi um þetta eru í textabókum, þar sem vísað er sérstaklega í reynsluheim drengja. Þá sjáum við oft að sam- ræðan í bekknum fer oft fram á milli karlkennarans og drengj- anna, og þær stúlkur sem blanda sér í umræðuna eru undantekn- ingar þar sem yfirleitt er um að ræða sérlega áræðnar og duglegar stúlkur úr millistéttarumhverfi. Stéttbundinn vandi Er þetta þá stéttbundinn vandi öðrum þrœði? Já, þær stúlkur sem taka þátt í fræðilegri og sértækri kennslu, sem byggð er einkum á reynslu- sviði karla, eru yfirleitt komnar frá heimilum þar sem mikil um- ræða er í gangi og bækur eru mikið hafðar um hönd. Við þetta bætist að í Dan- mörku er stór hópur innflytj- enda, en stúlkur úr þessum þjóð- félagshópi búa við þrefalt ok: menningarlegt, stéttarlegt og kynferðislegt. Þegar við viljum móta nýjar kennsluaðferðir í tæknifögum, þá er hugsunin á bak við það sú að stúlkur standi jafnfætis körlum í að velja sér tæknimenntun sem sérfag. Það er í sjálfu sér athyglis- vert að um leið og kvennahreyf- ingin hefur tekið þetta mál upp á sína arma, þá hafa atvinnu- veitendur einnig veitt því stuðn- ing, því þá skortir tæknimenntað fólk. Ég er sjálf dæmi um þetta mis- rétti sem nú viðgengst gagnvart tæknifögunum. Þegar ég var búin með menntaskólann vissi ég að mín framtíð yrði á sviði lista, tungumála eða einhvers er snerti manninn beint. Skólinn hafði kennt mér að stúlkur gætu ekki hugsað abstrakt og gætu ekki náð árangri í náttúruvísindum. Þess vegna varð ég kennari. Við höfum því ekki bara tekið upp kynskiptingu í eðlisfræðinni í auknum mæli, heldur höfum við einnig leitast við að byrja kennslu í þessu fagi fyrr en áður, þannig að stúlkur geti kynnst þessum heimi fyrr og náð þannig jafnréttisstöðu gagnvart drengj- unum með auðveldari hætti. Við verklegu kennsluna er blönduð- um bekkjum þá skipt upp í hópa eftir kynjum til þess að virkja stúlkurnar í þessu námi. Ekki vegna þess að við viljum þvinga stúlkur út í tæknistörf í auknum mæli, heldur til þess að þær geti valið sér nám og starf á jafnréttisgrundvelli í framtíðinni. Hagsmunir piltanna Nú hefur þú einkum talað um kynskiptinguna sem ákjósanlega út frá sjónarmiði og jafnréttis- stöðu stúlknanna. En hvernig horfir þetta við gagnvart drengj- unum. Hvaða áhrif hefur kyn- skiptingin á þeirra líðan og árang- ur í skólanum? Við vitum að drengir hafa mikla þörf fyrir að upplifa sjálfa sig sem slíka og vera teknir fyrir það sem þeir eru. Þeir hafa líka mikla þörf fyrir að takast á við umhverfi sitt og þörf fyrir stuðn- ing, helst frá karlmanni, til þess að finna sér hlutverk þar sem þeir njóti sjálfstrausts og fái útrás fyrir þá valdabaráttu sem gjarnan ríkir í þeirra hópi. Vilt þú meina að valdabarátta sé kynbundinn eiginleiki? Nei, en þetta samskiptamynst- ur er fengið úr okkar siðmenn- Anne-Mette Kruse: Skólinn við- heldur kynjamisréttinu í stað þess að spyrna gegn því. Ljósm. Jim Smart. ingu. Hún leggur mikla pressu á stráka að þeir verði „menn með mönnum“ eða „karlar í krapinu“. Þessi pressa verður drengjum oft mjög erfið og þeir fá litla aðstoð til þess að vinna úr henni. Þeir gera því hlutina upp sín á milli í innbyrðis átökum. Enginn vildi vera dátinn Ég get nefnt þér dæmi, sem ég held að Iýsi þessu nokkuð. í skóla einum í Danmörku var nemend- um skipt upp í þá sem voru ráð- ríkir og áberandi í skólanum og hina. Síðan var þeim sem töldust til veikari hópsins skipt upp eftir kynjum. í þessari tilraun var öllum nemendunum m.a. falið það verkefni að setja upp leikrit. Drengjahópurinn sem taldist veiklundaður valdi sér að leika ævintýrið um Eldfærin eftir H. C. Andersen. Þegar skipt var niður í hlutverk komu fljótt drengir sem vildu vera hundurinn með augu eins og undirskál, prinsessan, nornin o.s.frv. En þegar upp var staðið hafði enginn gefið sig fram til þess að vera hermaðurinn. Hvaða skýring gat verið á því? Þar voru tvö möguleg svör. í fyrsta lagi það, að þar sem þeir hafi búið við yfirdrottnun dags daglega í skólanum, þá hafi eng- inn þeirra talið sig verðan eða hæfan að taka að sér slíkt aðal- hlutverk. í öðru lagi er sú skýring mögu- leg að þeir hafi fundið hjá sér löngun til þess að vera eitthvað annað en þetta hefðbundna strákahlutverk sem skólinn og umhverfið var alltaf að þvinga upp á þá. Með því að vera hund- ur, norn eða prinsessa. í kynblönduðum hópi hefði þetta val verið augljóst: veikbyggð og sæt stelpa hefði leikið prinsessuna og einhver áberandi og ráðríkur strákur hefði hlaupið í hlutverk her- mannsins án frekari umræðu. Blandaði skólinn viðheldur þannig hinu viðtekna kynhlut- verki og tekur þátt í að endur- skapa það í stað þess að spyrna á móti. Dætur borgara- stéttarinnar Nú þekkjum við kynskipta skólafrá gamalli tíð. Sú kynskipt- ing var vœntanlega á öðrum for- sendum en þú talar um núna sem œskilega? Jú, vissulega. Sú kynskipting stafaði af því að borgarastéttin vildi vernda dætur sínar. Hún byggðist á ótta við að eitthvað kæmi fyrir þær. Hún byggðist líka á fastmótuðum hugmyndum um lífshlutverk kvenna sem mæður og húsmæður. Nú hefur þetta breyst. Hið yfir- lýsta markmið skólans í dag er að hann búi nemendur - drengi og stúlkur - undir tvöfalt lífshlut- verk: á heimili og á vinnustað. En þar sem kynin eru ólík og aðstæð- ur þeirra í þjóðfélaginu líka, þá á skólinn að leggja uppeidisf- ræðina upp á ólíkan hátt fyrir drengi og stúlkur. Ég tel það mikilvægt að hafa sameiginlega tíma fyrir drengi og stúlkur í skólanum, þannig að drengir og stúlkur læri að um- gangast hvert annað af gagn- kvæmri virðingu. Við viljum að skólinn búi alla nemendur undir það að geta séð fyrir sér sjálfir og börnum sínum, hvort sem þeir eru giftir eða ekki. Stúlkurnar eiga í þessum efnum að ná jafn- stöðu við piltana. Reynslan af atvinnuleysinu í Danmörku sýnir að stúlkurnar standa ver í sam- keppninni um vinnuna. Við telj- um að þarna þurfi að koma breyting á, bæði í uppeldi og námi stúlkna og pilta. -ólg Föstudagur 8. desember 1989 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.