Þjóðviljinn - 08.12.1989, Qupperneq 18

Þjóðviljinn - 08.12.1989, Qupperneq 18
JÓLAMATURINN List og lostœti Jólahlað- borð með myndlistar- ívafi Eitt af því sem mörg veitinga- hús gera fyrir jólin er að bjóða uppá sérstakt jólahlaðborð í des- embermánuði. Á Holiday Inn hótelinu er tam. hlaðborð undir heitinu List og lostæti, þarsem sameinuð er myndlist og matar- lyst. Jólahlaðborðið er á boðstólum í hádeginu og á kvöldin alla daga vikunnar og er þar boðið uppá jólarétti að hætti ýmissa landa. Þar er ekki einungis hægt að gæða sér á fjölbreyttu köldu borði heldur má þar fá danska rifjast- eik, sænska síldarrétti, gljáð grís- alæri, heitt og kalt hangikjöt, portúgalskan saltfisk í hvítlauk, danska eplaköku, franskar jólak- ökur, að ógleymdu laufabrauði Matreiðslumeistarar Holiday Inn við glæsilegt jólahlaðborðið. Mynd: Kristinn. sjálfu jólaglögginu. Það síð- astnefnda er lagað eftir aldar- gamalli uppskrift Wessman fjöl- skyldunnar í Svíþjóð og er sér- lega ljúffengt, en einnig er hægt að fá hefðbundið glögg. Hlað- borðið, með ótakmarkaðan að- gang að öllum réttum, kostar 1.590 krónur en glöggið er á kr. 450 (Wessman) og kr. 350 (hefð- bundið). Að auki er hægt að fá sérstakt kaffihlaðborð á eftirmiðdögum og síðkvöldum. Þar er ma. hægt hið gamalkunna bakkelsi „jom- fru med slör“, heitar eplaskífur, Napóleonsköku, kaffi og heitt súkkulaði með rjóma. Matarlystinni er fullnægt í skjóli íslenskrar grafíklistar, en hótelið stendur fyrir desember- galleríi á vegum List Gallerís í sömu salarkynnum. Þar sýna ell- efu listamenn graffk og bjóða verkin um leið til sölu. Kaupand- inn fær þá verkið í hendurnar um leið og hann heldur saddur heim á leið. GewffáS íitu U' ,M„wnK)ósit091löskut KAUI STAÐUR /fHKUGHRDUR / MJÓDD OG EDDUFELLI markadur wð sund vesturíbæ ENGIHJALLA ■ MIÐVANGI TÆWA Af sælkera í Þingholtunum Frúin á Skinnastöðum hefur víða verið og á ferðum sínum safnað að sér hinum og þessum uppskriftum, sem hún gleymir yf- irleitt að skrifa niður, enda engin ástæða til, hún fær svo miklu betri hugmyndir sjálf um leið og hún heyrir uppskriftina að slíkt væri hreinasta tímasóun. Því er það að höfundar upp- skriftanna skilja sjaldnast neitt í neinu þegar fyrir þá er borinn dýrindismatur, kenndur við þá sjálfa. Frúin fylgir nefnilega þeirri reglu að gjalda keisaranum það sem keisarans er og þess vegna minnir nafn réttanna gjarnan á þá sem upphaflega gáfu henni hugmyndina að kræsingun- um og það þótt viðkomandi sé tilbúinn að gefa frá sér allt tilkall til höfundaréttar. Tveir eru þeir eftirréttir sem Skinnastaðir eru frægastir fyrir og er hugmyndin að þeim sótt til Frakklands. Kannast Fra- kklandsfarar sjálfsagt eitthvað við uppistöðuna, - og nöfnin á þessum ágætu réttum, sem báðir gera þær kröfur til neytenda að þeir séu við góða heilsu, ekki mjög saddir, ekki á leiðinni neitt næstu 2-3 tímana, og síðast en ekki síst að þeir séu alvöru sælk- erar. Súkkulaðifroða á la Skinna- staðir Á Skinnastöðum gengur þessi ágæti réttur undir nafninu Mo- usse au chocolat eða Súkkulaði- froða og þykir tilvalinn á eftir raunverulegri villibráð, „til að mynda gæs“, segir Frúin en leggur þó áherslu á að gæsin skuli vera lynggæs en ekki grasgæs. Froða fyrir ca 4 samanstendur af: k eggjum um 150 gr suðusúkkulaði 2 pelum af rjóma ögn af sérríi eða köldu, sterku kaffi Súkkulaðið er brætt í vatnsbaði og eggjarauðurnar síðan hrærðar saman við það þegar mestur hit- inn er farinn úr því. Síðan er kaffi eða sérríi bætt útí. Rjómi og eg- gjahvíta eru stífþeytt hvort í sínu lagi. Þegar súkkulaði- og eggja- hræran er orðin alveg köld er hún þeytt saman við rjómann og loks eru eggja-hvíturnar þeyttar ró- lega saman við blönduna. Skreytt eftir atvikum, til dæmis með kiwi eða jarðarberjum og mjög gott getur verið að rífa soldinn appels- ínubörk út í froðuna. ífea Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Laus er til umsóknar 50% staöa á skrifstofu framkvæmdastjóra frá 1. janúar n.k. Starfið er fólgið í tölvuskráningu og almennum skrifstofustörfum. Vinnutími er kl. 12.00-16.00. Umsóknir sendist til skrifstofustjóra F.S.A. fyrir 15. desember n.k. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, sími 96-22100 Tilboðsverð MÖMMU sultur Bökunarsulta frá Búbót Tryggir fallegan jólabakstur Rennur ekki til

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.