Þjóðviljinn - 08.12.1989, Blaðsíða 22
Nokkur orð um
Stalínskáldsögu
Rybakovs
Niður með
sögulega
nauðsyn
Anatolí Rybakov
Börn Arbats
Ingibjörg Haraldsdóttir þýddi
Mál og menning 1989
Anatolí Rybakov hefur á
skömmum tíma orðið f lestum so-
véskum rithöfundum þekktari.
Það gerðist vegna þess að um
það bil sem glasnostið hans Gor-
batsjovs fór að gjörbreyta allri
umræðu í landinu og þá ekki síst
hinni opinberu fortíð, þá var Ry-
bakov langt kominn með mikla
skáldsögu sem kom með sínum
hætti inn á svo ótalmargt sem
menn fóru að ræða sig hása um:
Inn á ógnarstjórnina á fjórða ára -
t ugnum og aðdraganda hennar,
inn á hlutskipti bæði frægra bylt-
ingarforingjajafnt sem saklausra
ungkommúnista sem allir lentu í
sömu kvörn. Og síðast en ekki
síst: Rybakov reynirfyrirsitt leyti
að finna svör við því, hvað það
var í Stalín sjálfum (sem er í raun-
inni aðalpersónasögunnar), í
rússneskum aðstæðum, íflokks-
kenningu bolsevika, sem varð til
þess að byltingin rússneska
„villtistaf leið“.
Þessi skáldsaga er Börn Arbats
sem hefur verið þýdd snarlega á
margar tungur og kemur nú á ís-
lensku einnig. Best að taka það
strax fram að Ingibjörg Haralds-
dóttir kemst vel frá sínu verki,
heldur skynsamlega utan um
tíma og andrúmsloft í sínum texta
Samt ferekkihjáþvíaðsumar
iausnir hennar eru vandræða-
legar, ekki síst þegar hún þarf að
koma pólitísku tungutaki so-
vésku á íslensku. Það er vont að
þurfa að kalla „aktívista“ „að-
gerðarsinna", svo dæmi sé nefnt.
Leiðtoginn og
nafnleysinginn
Hér er lesandinn svo sannar-
lega kominn með rússneska stór-
sögu í hendur, blaðsíðumarga og
stútfulla af atburðum og persón-
um. í henni fer fram nokkrum
sögum í senn sem eru haganlega
saman fléttaðar til að spanna
mörg sovésk tilvistarsvið tímans
(áranna 1933-1934). f einni sög-
unni kynnumst við Jósef Stalín
sjálfum, bæði því hvernig hann
leggur drög að morði hins vinsæla
samverkamanns síns, Kírovs, og
svo minningum hans um liðna
tíð, hugleiðingum hans um
rússneska sögu, vald og þjóð og
„nauðsyn" þeirrar ógnaraldar,
sem morðið á Kirov verður notað
til að réttlæta. Andhverfa Stalín-
sögunnar er svo sagan af Sasha
Pankratov, nafnlausum ungum
manni frá Arbatgötu, einum
þeirra ungkommúnista sem
gengu til náms og starfa í byrjun
fjórða áratugarins fullir af
bjartsýnni trú á að þeir væru að
hjálpa til við að skapa framtíðar-
þjóðfélag réttlætis, þekkingar og
velsældar. En Sasha er eins og
óvart og með fáránlegum hætti
flæktur í pólitísk mál, er rekinn úr
skóla og síðar handtekinn og
sendur í útlegð til Síbiríu og
smám saman lærist honum sú lex-
ía, að þau mennsku gildi sem
hann vill halda trúnað við geta
ekki farið saman við þá nauðhyg-
gju lygi og grimmdar sem að hon-
um er haldið í nafni byltingarinn-
ar. Að vísu er hann ekki alveg
fullnuma í þessum fræðum er
þessari bók lýkur, en ekki munar
miklu.
Þessar tvær sögur, Stalinsagan
og sagan af Sasha, eru svo hnýttar
saman í örlögum fólks sem bæði
þekkja Stalín vel og svo „Arbat-
börnin“ - hina nýju kynslóð. Þar
skal fyrstan telja Mark Rjazanov,
móðurbróðir Sasha, sem teygður
HELGARPISTILL
ÁRNI
BERGMANN
Stalín ræðir við Búdagín, gamlan félaga sem hann treystir ekki lengur (mynd úr
þýskri útgáfu sögunnar).
sú harðsvíraða valdsheimspeki
sem hann hefur komið sér upp.
Þeir bestu
og gáfuðustu
Saga Sasha Pankratovs er þó
það sem best er og heillegast í
þessari skáldsögu. Ekki bara
vegna þess hve vel því er lýst þeg-
ar bláeyg hugsjónatrú rekst á
grimmt valdatafl. Heldur vegna
þess hve vel harmsaga Sasha er
nýtt til að sýna fáránleika ógn-
arstjórnarinnar, ótrúlega
heimsku hennar í meðferð þess
ágæta mennska efniviðar sem
valdið á kost á en hendur frá sér
(Þar um vísast bæði til hinna að
því er virðist sakleysislegu ásak-
ana á hendir Sasha sem bornar
eru í upphafi sögunnar fram á
flokksfundi í framhaldsskóla
hans og svo öra hnignun bú-
skapar í þeim þorpum í Síbiríu
sem hann er skikkaður til). Og
svo vegna þess hve vel þessi saga
lýsir því hvernig óttinn sem
stjórnkerfi grefur um sig, sundrar
vinahópum og fjölskyldum, gerir
alla eins og seka fyrirfram
gagnvart flokki og ríki og bylt-
ingu.
Það er einmnitt merkilegt
þema í þessari sögu, hvernig
kristnar hugmyndir um erfða-
synd allra manna og þjáninguna
sem lykil að því að „til komi þitt
ríki“ - hvernig þessar hugmyndir
lifa afskræmdu og raunar djöful-
legu lífi í Sovétríkjum Stalíns:
„Þjáningin ein gat leyst úr læðingi
hina miklu orku sem alþýðan bjó
yfir og hægt var að stjórna hvort
heldur til niðurrifs eða sköpunar.
Þjáningin leiðir manninn til guðs
- öldum saman hefur þjóðin ver-
ið alin upp við þennan mikilvæg-
asta boðskap kristinnar trúar,
hann er runninn henni í merg og
bein og við eigum líka að nota
hann. Sósíalisminn er paradís á
jörðu og býr yfir meira seið-
magna en goðsagnakennd para-
'dís á himnum, enda þótt leiðin
þangað liggi einnig gegnum þján-
)ingar“. Eða svo er Stalín látinn
Ihugsa á einum stað.
Þar með er samt ekki getið um
þann „sannleika höfundar" sem
mestu varðar þegar á heildina er
litið. Rybakov hefur bersýnilega
mjög í huga allar þær réttlætingar
sem menn komu sér upp, fyrr eða
síðar, til að reyna að gera ógn-
arstjórnina skiljanlega, skynsam-
lega, óhjákvæmilega (trúin
illræmda á „sögulega nauðsyn“).
Þessar rétlætingar eru allar hafð-
ar með í ræðum og hugsunum
sögupersóna Rybakovs - og síð-
an eru þær hraktar af sögunni
sjálfri, framvindu hennar, henn-
ar grimmu rökvísi.
er á milli samúðar með frænda
sínum og þeirrar freistingar að
telja allt rétt sem gert er í landinu
- vegna þess að honum sjálfum
hefur verið falið að stjórna mikilli
málmbræðslu og er hann augljós-
lega í náðinni hjá sjálfum Stalin -
í bili amk. Þar er Búdagín sem
eitt sinn var félagi Stalins í útlegð,
hefur verið sendiherra en búið að
kalla hann heim og er að hrekjast
í ónáð. Hann er svo faðir Lenu,
sem er vinkona Sasha og ástfang-
in af Júrí Sharok. En með Sharok
hinum unga er fitjað upp á enn
einni sögu. Sögu tækifærissinn-
ans sem flýtur ávallt ofan á -
meðan Sasha hrekst til Síbiríu
byrjar Júrí feril sinn hjá leynilög-
reglunni og mun vafalaust kom-
ast þar til blóðugra metorða. Og
eru samt ekki allir þeir upp taldir
sem eiga sér veigamikla sögu í
þessari miklu skáldsögu, sem
reyndar er upphafið að heilum
sagnabálki um skelfilegan tíma
og fróðlegan. Ástamálin koma
við sögu eins og lög gera ráð fyrir,
það er skyggnst um í undir-
heimum Moskvuborgar og næt-
urlífi og víðar.
Fleira veit
sá er les
Anatolí Rybakov er enginn
nýjungamaður í bókmenntum.
Hann stendur, sem fyrr var að
vikið, traustum fótum í öflugri
rússneskri hefð þar sem „sann-
leikur höfundarins“ skiptir meiru
en frumleiki hans. Hann kann vel
að segja sögu, flétta, halda utan
um fjölskrúðugt persónusafn.
Hann nýtur ekki síst góðs af því
hve vel hann þekkir tímann, hve
lengi hann hefur safnað til sög-
unnar. Hún er blátt áfram sneisa-
full af fróðleik, og það skal vafa-
laust talið henni til tekna, því eins
og Doris Lessing hefur bent á eru
menn um of farnir að gleyma því
að skáldsaga getur m.a. frætt
okkur rækilega um menn og
tíma.
Stalínkaflinn í þessari sögu hér
er til dæmis mjög fróðlegur bæði
um Stalín (það sem þessi lesandi
hér fréttir þar kemur mætavel
saman við margt það sem sagn-
fræðingar hafa verið að grafa upp
um Stalín á seinni misserum) og
svo um sjálfa viðleitnina til að
skilja Stalín og forsendur hans.
Stundum finnst lesanda að Ry-
bakov einfaldi um of en oftar
tekst honum vel upp í Stalín-
köflunum, ekki síst í því hvernig
rakin er saman sú makalausa tor-
tryggni sem er eitt helsta ein-
kenni persónunnar Stalíns og svo
Móðir Sasha í langri röð fyrir utan
Bútirkifangelsið.
22 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAQ Föstudagur 8. desember 1989