Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1995, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1995, Side 10
10 LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1995 JjV Nýr biskup kaþólikka á Islandi harðlega gagnrýndur af hollenskum fjölmiðlum: Páfinn í Róm hefur sett nýjan biskup yfir íslandi eða postullegan stjórnanda, eins og hann er kallað- ur, þeirra 2500 til 3000 sálna sem játa kaþólska trú á íslandi. Um er að ræða hollenskan prest, Johannes Gijsen að nafni, sem messaði í fyrsta skiþti hér á landi um síðustu helgi. Bolað frá völdum Gijsen hefur verið á milli tann- anna á hollensku pressunni um ára- bil eða allt frá því hann varð biskup í Roermond þar í landi fyrir um 20 árum. í umfjöllun fréttastofu AP, Associated Press, frá árinu 1993, um viðhorf kaþólsku kirkjunnar til samkyrihneigðar, er Gijsen sagður sérlega íhaldssamur (ultra- conservative) en honum var, að sögn hollenskra fjölmiöla, bolað frá völdum það ár eftir harða valdabar- áttu innan kirkjunnar. í frétt AP segir frá valdabaráttu íhaldssamra og frjálslyndra afla inn- an kaþólsku kirkjunnar í Hollandi og viðhorfum þessara hópa til sam- kynhneigðar og fóstureyðinga. Valdabaráttan á rót sína að rekja til sjöunda áratugarins er umbótaþing innan kaþólsku kirkjunnar, annað Vatíkanþingið, var haldíð. í kjölfar- ið fóru margir Hollendingar að draga í efa leiðbeiningar páfa um viðhorf kirkjunnar til þessara þátta. Frjálslynd öfl voru leiðandi innan kirkjunnar næstu 10 árin eöa allt þar til Johannes Alfrink, hollenskur erkibiskup, sagði af sér embætti árið 1975. í kjölfarið skipaði Vatíkanið íhaldssamari biskupa í embætti, þar á meðal Gijsen, til að ná tökum á frjálslyndum hollensk- um kaþólikkum. Segir frá því í ffétt AP að á sama tímabili hafi kirkju- sókn dregist verulega saman í Hollandi og í hinum vestræna heimi, úr 47 prósentum árið 1970 í 13 prósent í dag. Gagnrýndi lög um samkynhneigða Árið 1986 var Gijsen framarlega í flokki gagnrýnenda þegar hollenska þingið setti lög sem heimiluðu sam- kynhneigðum að skrá sig í sambúð. Með lögunum öðluðust samkyn- hneigðir sömu réttarstöðu og gagn- kynhneigðir gagnvart skattalögum og fleiri lögum en Gijsen lét hafa eft- ir sér að gildistaka laganna stofnaði ekki aðeins hyrningarsteinum kristilegs samfélags í hættu heldur samfélaginu í heild. Ennfremur heimiluðu lögin gagnkynhneigðum að skrá sig í sambúð og njóta þannig sömu réttinda og giftir. „Gijsen biskup er talinn einn af íhaldssömustu mönnum innan ka- þólsku kirkjunnar í Hollandi og skírskotar hann til útlendra presta að koma til hjálpar kirkjunni sem hann líkir við veikan mann sem tel- ur sig heilbrigðan," segir í frétt AP. Að sögn hollenska dagblaðsins - leikir sem lærðir hár segja íslenska söfnuðinn íhaldssaman á góða hluti Johannes Gijsen messaði yfir söfnuði sínum hér á landi um síðustu helgi. Hér sést hann gefa safnaðarmeðlimum „hostia", oblátu eins og það heitir að sið mótmælenda, en messuna söng hann á latínu. DV-mynd Trouw sagði Gijsen hins vegar af sér embætti í janúar áriö 1993, að eigin sögn vegha heilsufarsástæðna, en að sögn fjölmiðla var honum „bolað“ frá völdum. Fluttist hann til Austurríkis þar sem hann stýrði einni af stofnunum kaþólsku kirkj- unnar allt þar til hann valdist til starfa hér á landi. Ekki náðist tal af Johannes Gij- sen þótt eftir því væri leitað. Þær upplýsingnar fengust hjá kaþólsku kirkjunni hér á landi að von væri á honum hingað aftur eftir tvær vik- ur. Þangað til væri ekki hægt aö ná tali af honum þar sem hann væri á ferðalagi. Þá hafa hollensk blöð sýnt setningu hans í embætti hér mikinn áhuga en ekki náð tali af honum. kom til starfa í upplausnarástandi Séra Hjalti Þorkelsson, prestur kaþólska safnaðarins í Hafnarfirði, sagðist í samtali við DV hafa fylgst með Gijsen í gegnum árin af þeirri ástæðu að hann hefði verið í prests- námi í Þýskalandi fyrir 22 árum með nokkrum nemum úr biskups- dæmi Gijsens um það leyti sem hann hefði tekið við embætti. I þessu ljósi segir Hjalti Gijsen hafa komið til starfa þegar upplausn hafi einkennt allt kirkjustarf í Roermond. „Það er aldrei vinsælt þegar menn fara að laga til í upplausnará- standi. Hann bakaði sér óvinsældir þeirra sem fremstir fóru í flokki umbyltingarsinna," segir séra Hjalti. Hann segir að almennt leggi ís- lenskir kaþólikkar áherslu á að nauðsynlegt sé fyrir jafnlítið brot af kaþólsku kirkjunni sem hér sé að finna að halda tryggð við Róm. „Þótt kirkja gefi út leiðbeinandi yfirlýsingar þá er svigrúm innan kirkjunnar fyrir einstaklinginn að hafa sínar skoðanir þótt hann sé ekki í andstöðu við leiðbeiningarn- ar,“ segir séra Hjalti. Hann segist ekki hafa orðið var við alvarlegan skoðanaágreining innan kaþólska safnaðarins til leið- beininga páfans um atriði eins og samkynhneigð, fóstureyðingar og getnaðarvarnir. Hitt sé annað mál hvort fólk fari eftir því. Þá leggur Hjalti áherslu á að ekki sé hægt að taka afstöðu til Gijsens í ljósi frétta fjölmiðla í Hollandi og hér á landi séu menn jákvæðir gagnvart vali hans til starfa. Ókristilegt að dæma strax „Það væri ókristilegt að gefa manninum ekki jafnt tækifæri á við aðra að koma til starfa hér á landi. Ef það kemur í ljós að maðurinn er ómögulegur í alla staði þá býst ég við að fólk láti í sér heyra." Torfi Ólafsson, deildarstjóri og leikmaður í kaþólska söfnuðinum á íslandi, segist, líkt og Hjalti, ekki hafa orðið var við skoðanaágreining innan kaþólska safnaðarins á ís- landi til þátta eins og fóstureyðinga, samkynhneigðar og getnaðarvarna. Hvað varði getnaðarvarnir þá geti verið að fólk taki sínar eigin ákvarðanir. Torfi segist taka á móti Gijsen með jákvæðu hugarfari. Hann hafi messað hér um síðustu helgi, lesið messuna á latínu og hafi það fallið í góðan jarðveg meðal safnaðarmeð- lima. Aðspurður hvort söfnuðurinn hér á landi sé íhaldssamur eða frjálslyndur segir Torfi söfnuðinn vera íhaldssaman á góða hluti. Hann breyti ekki breytinganna vegna heldur einungis ef sýnt sé að eitthvað nýtt sé betra en það sem fyrir er. Því eigi hann von á góðu samstarfi við Johannes Gijsen. -PP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.