Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1995, Side 18
18
LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1995 JjV
Dagur í lífi Páls Magnússonar sjónvarpsstjóra:
Meá harásperrur eftir veiáiferá
Reis úr rekkju á hefðbundnum
tíma - um hálfáttaleytið - en fann
hins vegar strax að líkamlegt
ástand var óhefðbundið. Skrokkur-
inn var allur með stirðasta móti en
einhvern veginn tókst mér þó að
hafa mig fram úr rúminu og
skakklappast fram i eldhús. Skýr-
ingin: rjúpnaveiði hófst daginn
áður. Á laugardeginum hafði ég
ekið vestur i Dali og var búinn að
reikna það út að ég þyrfti ekki að
veiða nema fjórðung úr prómilli af
þeim rjúpum sem fræðimenn segja
að byggi landið á þessu hausti til
að sjá fjölskyldu minni fyrir
jólamatnum.
Dreymdi flögrandi
rjúpur
Það var blíðskaparveður þegar
komið var vestur og könnunarleið-
angur um væntanlega veiðislóð gaf
fögur fyrirheit. Fullur tilhlökkun-
ar smokraði ég mér ofan í svefn-
pokann klukkan tíu á laugardags-
kvöldið - dreymdi flögrandi rjúpur
í nokkra klukkutíma - og var kom-
inn á fætur klukkan fimm á
sunnudagsmorgun. En skjótt skip-
ast veður í lofti. Nú var kominn
strekkingsvindur úr norðri og
lemjandi rigning, sem breyttist í
snjóbyl og aftakaveður þegar kom-
ið var upp í veiðilendurnar. Við
létum okkur samt hafa það að berj-
ast þama um fram yfir hádegi þótt
varla sæi fram úr augum. Þá rann
upp fyrir mér að það mætti einu
gUda þótt veiðislóðin væri krakk-
fuU af rjúpum - eina leiðin til að
veiða þær væri ef þær gerðust svo
vinsamlegar að bíða þolinmóðar
þangað tU maður slysaðist til að
stíga ofan á þær. Ég hunskaðist því
heim - ásamt vonsviknum veiði-
hundi minum, sem ekkert hafði
fengið að spreyta sig og þótti harla
lítið til frammistöðu húsbónda síns
koma. Ég reyndi að útskýra fyrir
Myndirnar tvær virðast við
fyrstu sýn eins en þegar betur
er að gáð kemur í ljós að á
myndinni til hægri hefur
fimm atriðum verið breytt.
Finnir þú þessi fimm atriði
skaltu merkja við þau með
krossi á myndinni til hægri
og senda okkur hana ásamt
nafni þínu og heimilisfangi.
Að tveimur vikum liðnum
birtum við nöfn sigurvegar-
anna.
1. verálaun:
TENSAI ferðaútvarp með kassettu. að
verömæti kr. 4.990, frá Sjónvarpsmið-
stöðinni, Síðumúla 2, Reykjavík.
2. verálaun:
Úrvalsbækur. Bækurnar sem eru í
verðlaun heita Líkþrái maðurinn og
Athvarf öreigans, úr bókaflokknum
Bróðir Cadfael, að verðmæti kr. 1.790.
Bækumar eru gefnar út af Frjálsri
fjölmiðlun.
Vinningamir verða sendir heim.
Merkiö umslagið með lausninni:
Finnur þú Fimm breytingar? 329
e/oDV, pósthólf 5380
125 Reykjavík
Finnur þú fimm breytingar? 329
Þetta er gúllash og vogaðu þér ekki a segja hvað þið kölluðuð þetta
í hernum.
Nafn:.
Heimili:
Vinningshafar fyrir þrjú hundruð tuttugustu og
níundu getraun reyndust vera:
1. Hannes Már Hávarðsson 2. Ólöf Siguðardóttir
Holtsgötu 30 Fannafold 115
900 Vestmannaeyjum 112 Reykjavík
„Um margra ára skeið las ég fréttir nánast á hverju kvöldi - fyrst á Ríkissjónvarpinu og síðan á Stöð 2 - en það
breytti því ekki að ég var með vægan fiðring í maganum," segir Páll Magnússon sjónvarpsstjóri um endurkomu
sína í „fréttasettið". DV-mynd Brynjar Gauti
honum hinar erfiðu aðstæður en
hann lét ekki segjast óg hengdi
haus.
Afrakstur ferðarinnar takmark-
aðist sem sé við harðsperrur á
mánudagsmorgninum. Eg taldi
mér trú um að lýsi myndi hafa ein-
hvers konar smyrjandi áhrif á
stirðan skrokkinn - þótt það hljóti
að teljast vægast sagt hæpin lífeðl-
isfræði - og saup því tvöfaldan
skammt ásamt tveimur glösum af
appelsínusafa og vítamíntöflum
sem er minn venjulegi morgun-
verður.
Aá mörgu aá hyggja
Eftir hraðferð yfir DV var ekki
lengur til setunnar boðið, - ég
hafði mig til - vakti konu og barn
og dreif mig síðan í vinnu. Það
tóku við látlaus fundahöld fram
yfir hádegi, enda að mörgu að
hyggja þegar verið er að koma
saman nýrri sjónvarpsstöð sem á
að fara í loftið innan fárra vikna.
Þar tvinnast saman dagskrármál,
tæknimál, markaðsmál og svona
mætti lengi fram telja. Nákvæm-
lega hvað ég var að bardúsa get ég
hins vegar ekki upplýst því ég verð
að gera ráð fyrir því að keppinaut-
arnir lesi DV eins og aðrir. Milli
funda skaust ég eftir sjö ára gam-
alli dóttur minni, Eddu Sif, til dag-
mömmu og ók henni í skólann. Há-
degismatur varð að liggja á milli
hluta að þessu sinni. Síðdegis tóku
við fleiri fundir og símtöl í allar
áttir - innan lands og utan.
Þetta var þó ekki með öllu hefð-
bundinn dagur, því ég hafði fallist
á að byrja að lesa fréttir á Stöð 2 og
var kominn þangað um sex-leytið
til að setja mig inn f hlutina. Um
margra ára skeið las ég fréttir nán-
ast á hverju kvöldi - fyrst á Ríkis-
sjónvarpinu og síðan á Stöð 2 - en
það breytti þvf ekki að ég var með
vægan fiðring í maganum, enda
langt síðan ég hef sett mig í þessar
stellingar. Það hjálpaði þó upp á
sakirnar að í „fréttasettinu" þetta
kvöld voru gamlir og góðir sam-
starfsmenn til margra ára: Elín
Hirst, Þórir Guðmundsson og Ari
Trausti - allt fólk sem ég-hafði
fengið til liðs við Stöð 2 á sínum
tíma. Tæknimennirnir voru sömu-
leiðis gamlir kunningjar og svo
vildi til að konan mín, Hildur
Hilmarsdóttir, var útsendingar-
sfjóri. Þetta var sem sé allt mjög
heimilislegt.
DNA-próf og íslend-
ingasögurnar
Um hálfníuleytið sótti ég Eddu
Sif sem verið hafði hjá langömmu
sinni í pössun og kvöldmat.
„Þrenningin" kom samtímis heim
klukkan að ganga tíu og hafði þá
hvert um sig að haki rúmlega tólf
klukkustunda vinnudag. Sú litla
fór beint í rúmið en við hjónin
fengum okkur rúgbrauð og síld og
ræddum málin - dálítið þjökuð af
samviskubiti yfir þeytingnum á
dótturinni allan daginn.
Gengið til náða um klukkan
hálftóif. Ég er með Islendingasög-
urnar á náttborðinu þessa dagana
- er búinn að leggja að velli sex
þeirra og er kominn vel á veg með
þá sjöundu sem er Ljósvetninga-
saga. Um það bil sem tugur manna
hafði verið drepinn vegna deilna
um faðerni ófædds barns datt ég út
af. í svefnrofunum var ég að hugsa
að það hefði komið sér vel ef DNA-
rannsóknir hefðu verið hafnar á
þessum tímum. .