Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1995, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1995, Side 23
UV LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1995 23 Rúnar og Arnar í The Boys alltaf jafn vinsælir: > Stelpurnar hringja stöðugt í þá \ ) ! i íslensku drengirnir Arnar og Rúnar, sem búsettir eru í Noregi og hafa gert garðinn frægan undir nafninu The Boys, eru aldeilis ekki að hætta eins og sögur segja. Þeir voru að gefa frá sér þriðju plötu sína fyrir stuttu og sú fjórða mun koma út í apríl. Rúnar er fimmtán ára en Arnar þrettán. „Þeir hafa aldrei verið vinsælli og stelpurnar hringja stöðugt til þeirra en margar leggja á þegar pabbinn, Halldór Kristinsson, svarar," segir í nýjasta Norsk Ukeblad þar sem fjall- að er um drengina. „Við höfum átt kærustur en núna höfum við ekki tíma fyrir annað en skólann og tón- listina," segja bræðurnir sem búa með foreldrum sínum í Skjelsvik í Telemark. Húsið þeirra stendur ná- lægt sjónum. Tónlistin í kjallaranum í kjallaranum á heimili þeirra er sérstakt músíkherbergi þar sem flestöllum frítíma þeirra Arnars og Rúnars er eytt. Bræðurnir eru sam- rýndir og þegar farnir að huga að næstu plötu. Þeir hafa þó ekki alltaf verið svo miklir vinir því Rúnar upplýsir að einu sinni hafi Arnar þurft að borða sápu eftir að hafa bit- ið bróðurinn. „Það versta var að hann borðaði hana alla og fannst hún bara góð,“ segir Rúnar og hlær. í sumar stækkaði fjölskyldan þeg- ar hún eignaðist kanínuna Dusku. „Við sungum í dýragarðinum í Kristiansand og þá sá ég kanínupar með fimm kanínubörn. Foreldrarnir borðuðu börnin svo ég bjargaði einu nýfæddu og fór með heim,“ segir Arnar á meðan hann klórar litla greyinu bak við eyrun. Á meðan jafnaldrar strákanna halda sig við hip hop tónlist eru þeir Arnar og Rúnar á kafi í Everly Brot- hers, Bítlunum og annarri gamalli tónlist. „Þetta er tónlist sem allir vilja hlusta á,“ segir Halldór faðir þeirra. Sjálfur er hann að troða upp og mun syngja í Tiggerstudenten í Norsku óperunni í janúar. Hann Rúnar og Arnar passa litlu kanínuna sem þeir eignuðust í sumar. Vöggudauði: Börn eiga ekki að sofa í sama rúm og mamma - samkvæmt ráðleggingum landlæknisembættisins í síðasta helgarblaði var þýdd grein úr Sunday Times þar sem sagði að breskir sérfræðingar hefðu komist að því að hægt væri að koma í veg fyrir vöggudauða með því að láta ungbörn sofa uppi í rúmi hjá mæðrum sínum. Sérfræðingar þessir benda á að vöggu- dauði sé mjög fátíður í öðrum heims- hlutum, svo sem í Asíu, þar sem börn sofa hjá mæðrum sínum. Ólafur Ólafsson iandlæknir hafði samband við blaðið vegna þessarar greinar og benti á að ráðleggingar sem kæmu fram í greininni væru algjör- lega andstæðar ráðleggingum ís- lenskra heilbrigðisyfirvalda. Hann bendir á að skráningu á vöggudauða í ýmsum þróunarlöndum sé mjög ábótavant eins og annarra slysatil- vika. „Ráð íslenskra heilbrigöisyfir- valda eru studd ráðleggingum breskra og bandarískra heilbrigðis- yfirvalda. Mæðrum er ráðlagt að leggja ung- börn á hlið en ekki á magann. Þau eiga að sofa á 'sléttum og þéttum dýnum og hafa sæng við hæfi. Því miður eru mörg dæmi um vöggu- dauða ef börn eru látin sofa við hlið móðurinnar." Samkvæmt dreifibréfl landlækn- isembættisins, sem sent hefur verið til allra sjúkrastofnana á landinu, er sérstaklega varað við að ungbörn sofi næturlangt í sama rúmi og eldri börn eða fullórðnir. Canon L-500 laser faxtæki Kr, 119.800.- m.vsk Tceknilegar upplýsingar 125 númera skammval 30 blaða frumritamataii Sendiminni 12 bls Móttökuminni 12 bls' Hægt að tengja símsvara Prenthraði 4 bls. á mín Hópsendingar Tímastilltar sendingar Aðgangslæsing Og margt fleira SUÐURLANDSBRAUT 6. SIMI 568 5277 í kjallaranum heima hjá bræðrunum er músíkherbergi þar sem þeir eyða öll- um sínum frístundum. hefur kennt sonunum og hjálpað þeim í tónlistinni. Framtíðin ákveðin Arnar og Rúnar eru í sjöunda og níunda bekk í Heistad grunnskólan- um. Á næsta ári fer Rúnar í fram- haldsskóla og báðir hafa þeir ákveð- ið framtíð sina. „Mig langar að verða arkitekt. Ég hef svo gaman af að lita og teikna," segir Rúnar. „Mig langar að vera lögfræðingur og hjálpa fólki,“ segir Arnar. Strákarnir hafa troðið víða upp í sumar og búast við að veturinn verði eins. Þeir hafa margt að gera og ýmsar skemmtilegar hugmyndir eru í gangi. FRÁBÆRT VERÐ Á Creda þurrkurum 5 kg. AUTODRY Tvö hitastig. Veltir tromlunni í aðra óttina. Hæg kæling síðustu 10 min. Barkinn fylgir með. 3 kg. COMPACT Tvö hitastig. Veltir tromlunni í bóðar óttir. Hæg kæling síðustu 10 mín. Barkinn fylgir með. Rakaskynjari. Verið velkominn í verslun okkar - Opið laugardaga. 10-16. RflFTfEKJflUERZLUN ÍSLflNDS 1F Skútuvogi 1 b, 104 Reykjavík. Sími 568 8660 ■■■■■RRBMHRRRMRBBaMRBRBRRaBBRBMMHBDRRRBMnaBi Ráðstefna um sjúkraflutninga Rauði kross íslands heldur ráðstefnu um skipulag og fram- kvæmd sjúkraflutninga. Ráðstefnan verður á Hótel Loftleiðum föstudaginn 27. október næstkomandi kl. 10-16. FRUMMÆLENDUR ERU: Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðisráðherra Jón Viðar Matthíasson, aðstoðarslökkviliðsstjóri hjá Slökkviliði Reykjavíkur Magnús Hreinsson, formaður Rauða kross deildar á Djúpavoyi _ Dögg Pálsdóttir, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu Þórir Sigurbjörnsson fulltrúi RKÍ í Sjúkraflutningaráði landlæknis Dr. Eelco H. Dykstra, forstöðumaður Evrópskrar upplýsingamiðstöðvar um sjúkraflutninga. Jón Baldursson, yfirlæknir á Slysadeild Borgarspítalans Úlfar Hauksson, formaður Heilbrigðis- og almannavarnanefndar RKÍ Að loknum framsöguerindum verða pallborðsumræður og fyrir- spurnir. Skráning á ráðstefnuna er hjá Rauða kross íslands í síma 662 6722 fyrir 25. október. Þátttaka í ráðstefnunni er án endurgjalds. ♦

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.