Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1995, Page 28
28
LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1995 JLlV
Margrát Frímannsdóttir, formaður Alþýðubandala
Kynntist eldri bróður sínum
- og hitti yngri bróður sinn í fyrsta
„Ég hitti foður minn fyrst þegar ég
var komin á þrítugsaldur, 22ja til
23ja ára, og hitti hann bara nokkrum
sinnum eftir það. Ég kynntist honum
í raun aldrei því að hann var svo
mikill sjúklingur og dó fljótlega eftir
þetta. Ég hafði aldrei velt honum
neitt fyrir mér þvi að ég átti góða for-
eldra í Önnu og Frímanni á Stokks-
eyri auk þess sem ég hafði mjög gott
samband við móður mína og hern ar
mann en mig langaði til að vita hvað
ég ætti af fjölskyldu í föðurættina,"
segir Margrét Érímannsdóttir, ný-
kjörinn formaður Alþýðubandalags-
ins, en hún „fann“ bróður sinn og
föðurfólk á ættarmóti í sumar.
Fjölskyldumál Margrétar eru tals-
vert flókin því að hún er ein af þeim
Islendingum sem hafa fæðst utan
hjónabands og alist upp hjá kjörfor-
eldrum í stórfjölskyldu eins og þær
gerast bestar. Líffræðileg móðir
hennar er Áslaug Sæunn Sæmunds-
dóttir, smurbrauðskona í Reykjavík,
og líffræðilegur faðir hennar var
Hannes Ólafsson vélvirki en hann
lést fyrir 13 árum. Margréti var mán-
aðar gamalli komið í fóstur til móð-
urömmu sinnar, Önnu Pálmeyjar
Hjartardóttur húsfreyju, og eigin-
manns hennar, Frímanns Sigurðs-
sonar, yfirfangavarðar á Litla-
Hrauni, og þar ólst hún upp.
Alin upp í
stórfjölskyldu
„Ég fór austur vegna þess að
mamma mín var með berkla og var
veik í langan tíma. Þegar að því kom
að ég hefði hugsanlega getað farið til
hennar aftur þá vildi ég það ekki.
Anna Pálmey og Frímann voru þeir
foreldrar sem ég þekkti og það var
alla tíð mjög náið samband milli okk-
ar. Frímann var og verður sá faðir
sem ég átti á sama hátt og Anna er
móðirin sem ól mig upp en það'hefur
alltaf verið mjög gott samband milli
mín og móður minnar og ég kalla
þær báðar mömmu,“ segir Margrét
Frímannsdóttir.
Anna Pálmey og Frímann ætt-
leiddu Margréti og hún ólst upp á
stóru heimili. Hún á eina uppeldis-
systur sem er alnafna Önnu Pálmeyj-
ar. Hálfsystur Margrétar í móðurætt-
ina eru fjórar og voru þær talsvert á
heimilinu. Foreldrar Frímanns voru
líka á heimilinu auk þess sem bróðir
hans borðaði þar í hádeginu á hverj-
um degi. Á sumrin voru krakkarnir
á heimilinu margir þannig að fjöl-
skyldan var svo sannarlega stór og
félagsskapurinn nægur.
Forvitnin jókst
með árunum
„Ég átti mjög góða foreldra í Önnu
og Frímanni og fann aldrei neina
þörf fyrir að leita að öðrum foreldr-
Margrét Frímannsdóttir hitti Kristin Hannesson, hálfbróður sinn, í fyrsta skipti
fyrir 15-16 árum en þau kynntust ekki fyrr en á ættarmóti fjölskyldunnar að
Reykhólum í sumar. Margrét segir að hún hafi verið óskaplega kvíðin fyrir mót-
ið og Kristinn segir að hann hafi orðið stressaður þegar hann sá hana fyrst.
Ánægjan hafi hins vegar verið ólýsanleg þegar hann hafi verið búinn að jafna
sig.
um. Það voru mjög náin tengsl milli
mín og þeirra og ekkert síður milli
mín og Frímanns þó að hann hafi
ekki verið blóðskyldur mér en hún
var náttúrlega amma mín. Þetta var
ekkert rætt og ég velti því aldrei fyr-
ir mér hvort ég ætti einhvern annan
pabba en Frímann eða þann mann
sem Áslaug móðir mín bjó með. Ég
þurfti aldrei á því að halda enda var
alltaf komið mjög vel fram við mig,“
segir Margrét.
Forvitnin um föðurfólkið jókst þó
eftir því sem aldurinn færðist yfir og
árin liðu. Að sögn Kristins, bróður
hennar, langaði föður Margrétar til
að hafa samband við hana og fylgdist
hann með henni úr fjarlægð en þrátt
fyrir það hitti Margrét hann ekki
fyrr en hún var rúmlega tvítug. Um
svipað leyti hitti hún bróður sinn,
Kristin, í fyrsta skipti í tvær til þrjár
mínútur en það var ekki fyrr en föð-
urbræður hennar höfðu samband við
hana fyrir nokkrum árum að sam-
bandið við foðurfólkið fór að þróast.
Óskuðu eftir að
henni yrði boðið
„Margrét vann mikið með þing-
manni úr Keflavík fyrir nokkrum
árum og hann bar mér einu sinni
kveðju frá henni. Það voru fyrstu
skilaboðin um að hún hefði áhuga á
þessari fjölskyldu sinni og þetta þró-
aðist þannig að bróðir minn, Páll, fór
og heimsótti hana. Ég sá hana hins
vegar í fyrsta skipti á Keflavíkurflug-
velli fyrir nokkrum árum þegar hún
var að sækja eiginmann sinn úr
flugi. Ég sá að mörgu leyti í henni
móður mína svo að ég hafði engar
vöflur á því og kynnti mig. Við átt-
um stutt samtal og síðan hefur
sambandið verið að þróast smám
saman,“ segir Árni Ólafsson,
einn þriggja föðurbræðra Mar-
grétar.
Árni og bræður hans hafa
haft sambánd við Margréti
nú í nokkurn tíma og í sum-
ar óskuðu þeir eftir því að
henni yrði boðið á ættar-
mót fjölskyldunnar. Þáð
var haldið í ágústlok að
Reykhólum í Reykhóla-
sveit en fjölskyldan er
þaðan þó að meðlimir
hennar séu dreifðir um
Suðurnesin og höfuðborg-
arsvæðið eins og gengur.
Margrét mætti að sjálf-
sögðu á mótið ásamt eigin-
manni sínum en börnin
hennar tvö og barnabarn
voru upptekin þessa helgi
og segir hún að þau bíði
spennt eftir að hitta ætt-
ingja sína.
Aldrei spjallað
við bróður sinn
„Þetta var afskaplega sér-
stakt og mjög ánægjuleg þróun.
Það vakti ákaflega góða tiifinn-
ingu hjá mér og bræðrum mín-
um að hitta Margréti vegna þess
að við höfum vitað um hana lengi
en hvorki heyrt hana né séð. Það
er einróma hlýhugur hjá okkur
systkinunum og ættingjum okkar í
hennar garð og ánægja með að hún
skyldi hafa komist inn í fjölskylduna
eftir öll þessi ár. Svona hefði þetta átt
að vera frá upphafi," segir Árni.
Á ættarmótinu að Reykhólum hitti
Margrét bróður sinn, Kristin Hann-
esson rafvirkja, í annað sinn á æv-
inni og kynntist honum í raun og
veru í fyrsta skipti því að hún hafði
aldrei spjallað við hann að neinu
ráði. Ólaf, yngri bróður sinn, og dótt-
ur hans hitti hún hins vegar í fyrsta
sinn í fyrradag þegar þau komu í
myndatöku DV niðri í Alþingishúsi.
Við það tækifæri kom fram að Ólafur
hefði eitt sinn farið með pabba sínum
austur til að hitta Margréti en hún
hefði þá ekki verið heima.
Margt svo líkt
Margrét segir að hún hafi verið
óskaplega kvíðin áður en ættarmótið
á Reykhólum hófst en sér hafi verið
vel tekið og samfundirnir hafi verið
einkar ánægjulegir. Eftir stutta sam-
veru hafi hún verið orðin eins og ein
úr fjölskyldunni enda hafi hún strax
fundið mikinn skyldleika við þetta
fólk.
„Þó að ég væri kvíðin áður en ég
hitti þau þá fékk ég strax á tilfinning-
una að ég hefði verið hluti af þeim
alla ævi. Það var svo ótrúlega margt
líkt með mér og þeim þó að ég hefði
aldrei þekkt þau í mínum uppvexti.
Þetta fólk hefur svipaðan húmor og
ég, það er mjög lífsglatt og til-
finningaríkt. Ég tók
líka eftir því að ég og
bróðir minn höfum
sömu kæki. Það
var skrýtið að
horfa á
hann og sjá
í honum
sömu takt-
ana og hjá
sjálfum sér,“
segir Mar-
grét um
endurfund-
ina á ættar
mótinu.
En hvað
skyldi
ir hennar segja um þetta mót?
Ánægjan var
ólýsanleg
„Ég hafði ekki hugmynd um að
Margrét yrði þarna. Ég kom ekki á
ættarmótið fyrr en það hafði staðið
einn dag og hún var fyrsta manneskj-
an sem ég sá þegar ég kom. Ég stress-
aðist allur upp þegar ég sá hana. Mér
fór að líða illa og varð að fara í bíltúr
meðan ég var að róa mig niður. Ég
veit svo sem ekki hvort það er rétt
að segja að mér hafl liðið illa því
að ég spenntist bara allur upp en
þegar ég var búinn að jafna mig
var ánægjan ólýsanleg og gamla
fólkið í ættinni tók henni eins
og það hefði himin höndum tek-
ið,“ segir Kristinn.