Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1995, Qupperneq 35

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1995, Qupperneq 35
JLlV LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1995 Ingvar Carlsson, forsætisráðherra Svíþjóðar, stendur með Monu Sahlin. Mona Sahlin, varaforsætisráðherra Svíþjóðar, á í vök að verjast vegna mis- Símamynd Reuter notkunar á greiðslukorti í eigu ríkisins þar sem hún blandaði saman opin- berum útgjöldum og einkaneyslu. Símamynd Reuter Mona Sahlin, varaforsætisráðherra Svíþjóðar, óreiðupési í fjármálum: Kann ekki fót- um sínum forráð 43 ARMORCOST-ÖRYGGISFILMAN er límd innan á venjulegt gler * Breytir rúðunni i öryggisgler (innbrot-fárvirði-jarðskjálftar) * Sólarhiti minnkar um 75% * Upphitun minnkar um 95% * Eldvarnarstuðull F-15 Skemmtilegt hf. s. 567-6777 Bildshöfða 8. fMll n 904*1700 Verð aðeins 39,90 mín. ■VíiÆimmmm 1 [ Dagskrá líkamsræktar stöðvanna r Nýtt 1 kvöldverðartilboð 20/10-26/10 Skelfiskraqú með kryddhrísqrjónum Rósasteiktur lambavöðvi í qráðostahjúp með rístuðu qræn- metioqvillibráðarsósu Ljúffenqur kókóshnetuis með mokkaívafi Skjótt skipast veður í lofti. Ekki er nema rétt rúm vika síðan Mona Sahlin var talin ein skærasta stjarn- an í sænskum stjórnmálum, nær ör- ugg um að taka við af Ingvari Carls- syni, bæði sem leiðtogi jafnaðcU-- mannaflokksins og forsætisráðherra landsins, þegar hann lætur af emb- ættum sínum 'á flokksþinginu í mars á næsta ári. Þá birti sænska blaðið Expressen frétt um að Sahlin hefði misnotað greiðslukort ríkisins og greitt með þvi fyrir ýmislegt sem kom embætti hennar ekkert við. Nú hefur Sahlin dregið sig út úr kapphlaupinu um leiðtogastöðuna, að minnsta kosti um sinn, og ríkis- saksóknari hefur ákveðið að rann- saka kortamisnotkun hennar. Sú mynd sem dregin hefur verið upp af Monu Sahlin undanfarna daga er af háttsettum stjómmála- manni sem kann ekki fótum sínum forráð þegar persónuleg fjármál eru annars vegar. Sígarettur úti í sjoppu Á tímabilinu 1990 til 1991, þegar Mona Sahlin var atvinnumálaráð- herra, notaði hún opinbert greiðslu- kort sitt ellefu sinnum til einkanota, í trássi við gildandi reglur. Með kort- inu greiddi hún fyrir sitt lítið af hverju, allt frá sígarettum úti í sjoppu til sumarleyfisferðar til Evr- ópu upp á hundrað þús. kr. íslenskar. Allajafna hafði Mona þó hraðar hendur þegar kom að því endur- greiða peningana en einstaka sinn- um liðu þó margir mánuðir. Það kom svo líka fyrir að ríkisendur- skoðandi þurfti að rukka hana um greiðslu. Aftonbladet sænska segir að í þremur tilvikum sé ekki að finna nein gögn um að Mona Sahlin hafi yfirleitt verið rukkuð um peningana sem hún notaði til eigin þarfa. Lofar bót og betrun Eftir að Sahlin tók við embætti varaforsætisráðherra síðastliðið haust hefur hún notað opinbert greiðslukort sitt allnokkrum sinn- um í viðbót til einkanota. Á tímabilinu 7. nóvember 1994 til 4. desember 1994 notaði hún kortið sex sinnum til eigin þarfa. Einu sinni notaði hún það til að kaupa sér föt en í hin skiptin tók hún út reiðufé í hraðbönkum. Á reikning- inn frá kortafyrirtækinu skrifaði hún „til einkanota" til að sýna að hún ætti sjálf að greiða þann hluta reikningsins. Hún virtist því vera sér meðvituð um að notkun ríkis- kortsins í eigin þágu bryti gegn sett- um reglum. I desemberbyrjun 1994 skrifaði Mona Sahlin orðsendingu til stjórn- sýsluskrifstofunnar þar sem hún sagði: „Ég er búin að fá nýtt eigið greiðslukort og uppgötvaði að ég hafði í staðinn notað greiðslukort ríkisins fyrir mistök. Ég mun því sjálf greiða allt sem kemur inn á kortið mitt. Getið þið sent mér reikninginn þegar hann kemur? Núna er ég búin að leggja ríkiskort- ið til hliðar, svo þetta kemur ekki fyrir aftur,“ sagði Mona Sahlin í orðsendingunni. Enn og aftur til einkanota Um miðjan desember var Sahlin beðin um að greiða sem svarar rúm- lega 93 þúsundum íslenskra króna fyrir hraðbankaúttektir og fatakaup í nóvember. Greiðslufresturinn var 30 dagar. Þann 25. janúar var hún rukkuð um tæpar tíu þúsund krón- ur íslenskar til viðbótar vegna hraðbankaúttektar í desemberbyrj- un. Það var þó ekki fyrr en 6. febrú- ar sem hún greiddi báðar kröfurnar. Þrátt fyrir skrifleg loforð, notaði Sahlin opinbera greiðslukortið til eigin þarfa þann 12. apríl 1995 og enn á ný fimm dögum síðar. Hún skrifaði þó aftur „til einkanota" á reikninginn frá kortafyrirtækinu. Það varð svo að samkomulagi að út- tektirnar í apríl skyldu dragast frá launum hennar. Umdeildir bílar Saksóknaraembættið ætlar einnig að rannsaka tvö tilfelli þar sem Mona Sahlin leigði bU og greiddi fyrir með opinbera greiðslukortinu, en áhöld eru um hvort bílarnir hafi verið til opinberra nota eða einka- nota. í fyrra skiptið var Sahlin með bifreið á leigu frá 1. tU 18. desember 1994 og hljóðaði reikningurinn upp á tæplega níutíu þúsund krónur ís- lenskar. Aftur leigði hún sér bU þann 10. aprU í ár en skilaði honum eftir þrjá daga. Sú leiga kostaði rúmar tíu þúsund krónur. Og aftur greiddi Sahlin með opinbera greiðslukortinu. Þann 29. september síðastliðinn sendi stjórnsýsluskrifstofan hins vegar Monu Sahlin reikning fyrir bUaleigubUunum. Á þeim tíma var sænska blaðið Expressen þegar far- ið að rannsaka kortamisnotkun Sa- hlin og að sögn ritstjóra þess var mönnum vel kunnugt um það innan stjórnkerfisins. Sahlin sjálf segist ekki hafa haft hugmynd um rann- sókn blaðsins þegar hún tók þá ákvörðun að greiða sjáif fyrir bUa- leigubílana þar sem hún hefði að hluta til notað þá í einkaþágu. Reikningana greiddi hún svo 10. október síðastliðinn. Embættismenn í stjórnkerfinu segja að Sahlin hafi líklega haft rétt tU þess að láta ráðuneytið greiða fyrir leigu þessara umdeUdu bíla, þar sem mat hennar sjálfrar um hvort hún þurfi bílana vegi þungt. Mona heldur stöðugt fram sakleysi sínu En það er óreiða víðar en í sam- bandi við notkun opinbera greiðslu- kortsins. Frá því á árinu 1989 hafa ógreiddar stöðumælasektir Sahlin- fjölskyldunnar nítján sinnum verið sendar til fógeta. Ékki nóg með það, heldur fengu Sahlin og eiginmaður hennar tvisvar stöðumælaasekt á bUinn árið 1993 þegar búið var að banna notkun hans. Hjónin höfðu nefnilega trassaö að koma með hann í skoðun. Og tvisvar sinnum hefur verið lokað fyrir einkagreiðslukort Monu vegna gífurlegs yfirdráttar. Mona Sahlin hefur fagnað rann- sókn saksóknara, enda segist hún ekki hafa brotið neitt af sér. Hún hefur ráðið tvo lögfræðinga til að fara með málið og munu þeir svara öllum spurningum á meðan rann- sóknin fer fram. Solveig Riberdahl vararíkissaksóknari sagði á mið- vikudag að rannsókn máls Monu Sa- hlin mundi taka að minnsta kosti einn mánuð. „Henni verður þó alla vega lokið fyrir jól,“ sagði saksókn- arinn. Hugrökk kona, Mona Sahlin Samráðherrar Monu Sahlin hafa ýmsir orðið til þess að lýsa yfir stuðningi sínum við hana i þessum þrengingum, nú síðast Ingvar Carls- son forsætisráðherra á fundi með fréttamönnum á miðvikudag. Hann bar óspart lof á varaforsætisráð- herrann en lögfræðilegu álitamálin lét hann liggja milli hluta. „Hún býr yfir mikilli þekkingu og hún er fær, hún er sterk og hugrökk og er mikill vinnuþjarkur," sagði Ingvar Carlsson um Monu Sahlin. „Ég dæmi engan án þess að hafa kynnt mér málavöxtu. Jafnvel ráð- herra á ekki að þurfa að þola slíka meðferð." Margir stjórnmálaskýrendur hafa orðið til þess að efast um pólitíska framtíð Monu Sahlin. „Uppljóstranirnar í síðustu viku eru ekki um einstaka mistök, held- ur mynstur fjárhagslegrar van- rækslu og dómgreindarskorts. Hvernig á land með mikinn efna- hagsvanda að geta veitt þeim sem ekki er trúandi fyrir eigin greiðslu- korti umboð til að koma efnahagslíf- inu á réttan kjöl?“ sagði í grein í Dagens Nyheter síðastliðinn sunnu- dag. Ekki er útséð meö hver tekur við af Ingvari Carlssyni í mars, ef Mona Sahlin er endanlega út úr myndinni. Þau Jan Nyberg, Margareta Win- berg og Göran Persson, sem eitt sinn þóttu koma til álita í for- mannsvalinu, lýstu öll yfir því á fimmtudag að þau væru ekki í fram- boði. Kr. 1.995 HaGSTÆB HÁDE6ISVEKBAKT1LB0Ð ALLA VIRKA DAGA Besta verðið á videóspólum - og ekki á kostnað gæðanna. Universum erþýsk gæða- framleiðsla frá Quelle. 180 mín. á kr. 299 240 mín. á kr. 399 Spólurnar eru til i verslun okkar. Landsbyggðarfólk ath. Pantið nýja Quelle haust- og vetrarlistann á kr. 600 og fáið spólurnar um leið án sérstaks burðargjalds. Verslun, Dalvegi 2, Kópavogi Pöntunarsími 564 - 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.