Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1995, Page 50

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1995, Page 50
58 fólk í fréttum LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1995 TTT7' Guðrún Agnarsdóttir Guörún Agnarsdóttir, læknir og fyrrv. alþingismaður, Lækjarási 16, Reykjavík, var ásamt séra Pálma Matthíassyni, oftast nefnd í skoö- anakönnun DV er spyrjendur voru beðnir um aö velja næsta forseta lýðveldisins úr hópi tíu þekktra íslendinga. Starfsferill Guörún fæddist í Reykjavík 2.6. 1941 og ólst þar upp. Hún lauk stúd- entsprófi frá VÍ1961, embættisprófi í læknisfræði frá HÍ1968 og er sér- fræðingur í veirufræði frá 1978. Guðrún var við nám og störf sem læknir og fyrirlesari í Englandi 1970-81, auk þess sem hún stundaði þarrannsóknir. Guðrún var sérfræðingur í veiru- fræði við Tilraunastöö HÍ í meina- fræði á Keldum 1981-83 og í hluta- starfi þar frá 1992, alþm. fyrir Sam- tök um kvennalista 1983—91, er for- stjóri Krabbameinsfélags íslands frá 1992 í hlutastarfi ogjafnframt í hlutastarfi sem umsjónarlæknir á slysadeild Borgarspítalans við neyðarmóttöku vegna nauðgunar. Guðrún hefur setið í fjölmörgum ráðum og nefndum, m.a. er varða rannsóknir og heilbrigðismál. Fjölskylda Guðrún giftist 2.6.1966 Helga Þresti Valdimarssyni, f. 16.9.1936, lækni og prófessor í ónæmisfræð- um við HI. Hann er sonur Valdi- mars Jónssonar, sjómanns í Reykjavík, og k.h., Filippíu Sigur- laugar Kristjánsdóttur (Hugrúnar) rithöfundar. Börn Guðrúnar og Helga eru Bima Huld, f. 15.121964, BA í ensku og heimspeki, nú blaðakona í Lon- don, en maður hennar er Timothy Sebastian Perris Moore og er sonur þeirra Kristján Helgi Swerford, f. 9.3.1994; Agnar Sturla, f. 31.71968, við framhaldsnám í mannfræði við Cambridge-háskóla, en kona hans Anna Rún Atladóttir og er sonur þeirra Atli Snorri, f. 14.12.1993; Kristján Orri, f. 24.101971, lækna- nemi við HI. Systkini Guðrúnar eru Hans, f. 29.5.1945, fulltrúi hjá Könnun hf; Elín, f. 25.5.1947, gæðastjóri hjá Hans Petersen; Júlíus f. 22.2.1953, framkvæmdastjóri í Reykjavík. Foreldrar Guðrúnar: Agnar Guð- mundsson, f. 6.3.1914, skipstjóri og fyrrv. framkvæmdastjóri í Reykja- vík, ogk.h., Bima Petersen, f. 2.12. 1917, d. 27.11.1969, húsmóðir. Ætt Agnar er sonur Júlíusar Guð- mundssonar, stórkaupmanns í Reykjavík, sem var sonur Stefáns, verslunarstjóra á Djúpavogi, bróð- ur Stefaníu, ömmu Páls Stefáns- son, auglýsingastjóra DV. Stefán var sonur Guðmundar, hreppstjóra á Torfastöðum, Stefánssonar, bróð- ur Svanborgar, langömmu Hall- dórs, föður Kristínar alþm. Móðir Júlíusar var Andrea Nielsdóttir Weywadt, verslunarstjóra á Djúpa- vogi, og k.h., Sophie Mortensdóttur Tvede, land- og bæjarfógeta í Reykjavík. Móðir Agnars var Elín Magnús- dóttir Stephensens landshöfðingja Magnússonar Stephensen, sýslu- manns í Vatnsdal, Stefánssonar Stephensens, amtmanns á Hvítár- völlum, Ólafssonar, stiftamtmanns í Viðey, Stefánssonar, ættfóður Stephensensættarinnar. Móðir Elínar var Elín Jónasdóttir Thorst- ensen, sýslumanns á Eskifirði, Jónssonar landlæknis Þorsteins- sonar. Móðir Jónasar var Elín Stephensen, systir Magnúsar í Vatnsdal. Móðir Elínar Thorstens- en var Þórdís Pálsdóttir Melsteðs, amtmanns í Stykkishólmi, og Önnu Stefánsdóttur, amtmanns á Möðm- völlum, Þórarinssonar, ættföður Thorarensenanna Jónssonar. Birna er dóttir Hans Petersens, kaupmanns í Reykjavík, sonar Adolfs Petersens, verslunarmanns í Keflavík, og k.h., Maríu, systur Mettu Kristínar, móður Ólafs, próf- asts í Hjarðarholti, afa Ólafs Ólafs- sonar landlæknis og Ólafs Björns- Guðrún Agnarsdóttir. sonar próféssors og langafa Þor- steins heimspekings, Vilmundar ráðherra og Þorvalds prófessors Gylfasona. María var dóttir Ólafs, hreppstjóra í Hafnarfirði, Þor- valdssonar. Móðir Birnu var Guðrún Jóns- dóttir, b. á Brún, Hannessonar af Guðlaugsstaðaætt, bróður Guð- mundar læknaprófessors og Páls á Guðlaugsstöðum, föður Björns, al- þingismanns á Löngumýri. Páll var afi Páls Péturssonar félagsmála- ráðherra og Más dómstjóra. Móðir Guðrúnar var Sigurbjörg, hálfsyst- ir Þorgríms, afa Valborgar skóla- sfjóra, móður Stefáns heimspek- ings, Sigurðar hagfræðings og Sig- ríðar sendiherra Snævarr. afmæli Gunnlaugur Pálmi Steindórsson Gunnlaugur Pálmi Steindórsson forstjóri, Bólstaðarhlíð 54, Reykja- vík, veröur sjötugur á morgun. Starfsferill Gunnlaugur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann stundaði iðnnám í járnsmíði 1942-46, vél- stjóranám við Vélskólann í Reykja- vík 1947-50 og lauk þaðan námi sem vélfræðingur. Gunnlaugur var vélstjóri á togur- um og farskipum á árunum 1947-53 og við írafossstöð 1953-55. Gunnlaugur stofnaði Vélsmiðj- una Dynjandi sf. 1954 og Dynjandi hf., innflutnings- og heildverslun, 1986 og hefur verið framkvæmda- stjóri þeirra síðan. Gunnlaugur hefur setið í stjórn ýmissa samtaka á vegum málmiðn- aðarins á árunum 1965-86. Þá hefur hann starfað í Oddfellow-reglunni í fjörutíu ár. Fjölskylda Eiginkona Gunnlaugs er Guörún Haraldsdóttir, f. 23.5.1928, húsmóð- ir. Hún er dóttir Haralds Jónsson- ar, skipstjóra og útgeröarmanns í Gróttu á Seltjarnarnesi, og k.h., Ástu Þorvarðardóttur húsmóður. Sonur Gunnlaugs og Guðrúnar er Steindór, f. 11.10.1961, fram- kvæmdastjóri Dynjandi hf., búsett- ur í Reykjavík, kvæntur Hrefnu Njálsdóttur og eru börn þeirra Bryndís Dögg, f. 22.9.1986, og GunnlaugurEgill, f. 19.5.1994) Systir Gunnlaugs er Anna Sofiia Steindórsdóttir, f. 4.1.1923, ekkja eftir Pál Sigurðsson, verkfræðing og rafmagnseftirlitsmanns ríkis- ins, og eru synir þeirra Sigurður, lyfja- og matvælafræðingur, og Gunnlaugur Þór, kvikmyndagerð- ar- og sjónvarpsmaður. Foreldrar Gunnlaugs voru Steindór Gunnlaugsson, f. 25.9. 1889, d. 17.3.1971, lögfræðingur í Reykjavík og sýslumaður, og Bryndís Pálmadóttir, f. 1.3.1897, d. 4.1.1988, húsmóðir. Ætt Steindór var sonur Gunnlaugs, hreppstjóra og dbrm. á Kiðjabergi í Grímsnesi, Þorsteinssonar, sýslu- manns á Ketilsstöðum, Jónssonar Johnsen, umboðsmanns og sýslu- manns í Stóra-Ármóti, Jónssonar, sýslumanns á Móeiðarhvoli, Jóns- sonar. Móðir Jóns Johnsens var Sigríður Þorsteinsdóttir. Móðir Þorsteins sýslumanns var Halla Magnúsdóttir, b. í Skálholtshrauni, Jónssonar og Margrétar Vigfús- dóttur. Móðir Gunnlaugs var Ingi- björg Gunnlaugsdóttir, dómkirkju- prests í Reykjavík, Oddssonar og Þórunnar Bjömsdóttur. Móðir Steindórs var Soffia Skúla- dóttir, prófasts og matráðsmanns á Breiðabólstað í Fljótshlíð, Gísla- sonar, prests á Gilsbakka, Gísla- sonar, b. á Enni í Refasveit, Ara- sonar. Móðir Skúla var Ragnheiður Vigfúsdóttir, sýslumanns á Hlíðar- enda, Þórarinssonar. Móðir Soffíu var Guörún Þorsteinsdóttir, prests í Reykholti, Helgasonar, konrekt- ors á Móeiðarhvoli, Sigurðssonar. Móðir Þorsteins var Ragnheiður Jónsdóttir, systir Jóns Johnsens. Móöir Guðrúnar á Breiðabólstað var Sigríður Pálsdóttir, sýslu- manns á Hallfreðarstöðum, Guð- mundssonar. Bryndís var dóttir Pálma, prests á Felli í Sléttuhlíð, Þóroddssoanr, b. á Skeggjastjöðum, Magnússonar, b. á Eyvindarstöðum á Álftanesi, Gestssonar. Móðir Pálma var Anna Guðbrandsdóttir, b. og skipasmiðs í Kothúsum í Garði, Þórðarsonar. Móðir Bryndísar var Anna Hólm- Gunnlaugur Pálmi Steindórsson. fríður Jónsdóttir, prófasts í Glaumbæ, Hallssonar, í Geldinga- holti, Ásgrímssonar. Móðir Jóns var María Ólafsdóttir, prests á Kvíabakka, Jónssonar. Gunnlaugur og Guörún taka á móti gestum í Oddfellowhúsinu viö Vonarstræti á morgun, sunnudag- inn 22.10., frá hádegi, milli kl. 12.00 og 15.00. Til hamingju með afmælið 21. október 95 ára Sundstræti 25, ísafirði. Magnús Magnússon, Fossvogsbletti 13, Reykjavík. ÞorvarðurÞórðarson, , Engjavegi75, Selfossi. 60 dtð Gísli Þór Þorbergsson 90 ára Bárður ísieifsson, Hólmgarði 50, Reykjavík. 85 ára Aðalheiður Klemensdóttir, Holtsgötu 31, Reykjavík. Sigríður Pétursdóttir, Nönnugötu 8, Reykjavík. 80ára Bryndis Bolladóttir, Stóra-Hamri II, Eyjafjarðarsveit. Hlín Stefánsdóttir, Munkaþverárstræti 22, Akureyn 75 ára Pálmfríður Bergmann, Heiðarvegi 12, Keflavík. Ernst Fridolf Backman, Markarflöt 5, Garðabæ. 70ára Helga Rögnvaldsdóttir, Guðmundur Steinþórsson, Ytri-Lambhaga, Mýrahreppi. Kristinn Sigurpáll Kristjánsson, Ásabyggð 16, Akureyri. Guðjón Axeisson, Ystaseli 35, Reykjavík. 50ára Ragnheiður Ólafsdóttir, Hesthömrum 12, Reykjavík. 40ára Margrét Karlsdóttir, Þverási 41, Reykjavík. Jón Saevar Grétarsson, Móasíðu 9D, Akureyri. Jón Hilmar Sigþórsson, Drekavogi 20, Reykjavík. Þorsteinn Friðþjófsson, Goheimum 11, Reykjavík. Heigi Sigurðsson, Silfurteigi 5, Reykjavík. Bergljót Þorsteinsdóttir, Veghúsum 29, Reykjavík. Jóhann Sigurður Þorsteinsson, Kópavogsbraut 12, Kópavogi. Gísli Þór Þorbergsson, bílstjóri og framkvæmdastjóri, Fjarðarási 12, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Starfsferill Gísli fæddist í Ólafsfirði og ólst þar upp að Hreppsendaá. Hann stundaði barnaskólanám á Ólafs- firði og lauk þar gagnfræðaprófi, flutti til Reykjavíkur 1964 og stund- aði þar nám í múrverki, lauk sveinsprófi 1970 og er meistari í þeirra iðngrein frá 1977. Gísh vann við múrverk til 1986 en gerðist þá sendibílstjóri og starfar við það enn í dag. Þá starfrækir hann eigið fyr- irtæki, Dúndra hf„ sem starfrækir Dúndur-veislusalinn og diskótek. Gísli starfaði í Kiwanisklúbbnum Geysi í Mosfellsbæ 1979-91, sat í stjóm klúbbsins 1980-88, var for- seti hans 1986-87, sat í stjórn Nýju sendibílastöðvarinnar 1994-95 og hefur starfað í Ólafsfirðingafélag- inu í Reykjavík frá stofnun þess 1989. Fjölskylda Gísli kvæntist 15.6.1968 Margréti Bogadóttur, f. 9.11.1948, starfs- stúlku við leiksskóla. Hún er dóttir Boga Sigurðssonar, kennara og fyrrv. framkvæmdastjóra Sumar- gjafar, ogÁlfheiðar Bjarnadóttur húsmóður. Fósturforeldrar Margrétar eru Ágúst Filippusson, fyrrv. húsvörð- ur við Árbæjarskóla, og Svava Bjamadóttir húsmóðir. Börn Gísla og Margrétar eru Álf- heiöur, f. 13.11.1968, húsmóðir í Vík í Mýrdal, gift Arnari Þór Reyn- issyni matreiðslumanni og er son- ur þeirra Ásgeir Már; Herdís, f. 12.9.1970, háskólanemi í Reykjavík, en hennar maður er Vilhelm S. Sig- urðsson, kennari við MR, og er dóttir þeirra Hrafnhildur; Þorberg- ur, f. 1.3.1974, háskólanemi í for- eldrahúsum; Svanborg, f. 6.4.1978, nemi viö MH, í foreldrahúsum. Systkini Gísla eru Hartmann, f. 9.3.1935, d. 31.5.1981, starfsmaður Pósts og síma í Reykjavík; Valgerö- ur Óla, f. 18.4.1936, starfsmaður við leikskóla, búsett í Hafnarfirði; Guðlaug Hólmfríður, f. 1.3.1939, sjúkraliði í Kópavogi; Bryndís, f. 7.6.1941, d. 8.9.1973, var búsett í Sauðárkróki; Anna Gréta, f. 1.5. 1944, búsett á Akranesi, starfsmað- ur hjá íslenskum aðalverktökum í Hvalfirði. Foreldrar Gísla voru Þorbergur Gísli Þór Þorbergsson. Gíslason, f. 5.5.1907, d. 14.5.1991, verkamaöur á Ólafsfirði, og k.h., Kristín Soffia Magnúsdóttir, f. 8.3. 1910, d. 30.9.1980. Fósturforeldrar Gísla voru Guð- jón Jónsson, f. 18.7.1890, d. 16.10. 1964, bóndi að Hreppsendaá, og k.h., Herdís Sigurjónsdóttir, f. 2.5. 1893, d. 27.10.1987, húsfreyja. Gísli tekur á móti gestum í Dúnd- ur-salnum, Dugguvogi 12, í kvöld frákl. 20.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.