Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1995, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1995, Side 4
4 MÁNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1995 Fréttir Sex manna flölskylda býr í einu hættulegasta húsi landsins Losna ekki ur verðlausu husi á eldrauðu svæði í Hnífsdal - aö heiman vegna snjóflóöahættu í þrjá mánuöi síðasta vetur Frá Hnífsdal þar sem Hjörtur Ágúst Helgason býr ásamt konu sinni og fjórum börnum. Hús fjölskyldunnar er verðiaust þar sem það er á hættusvæði vegna snjóflóða. Þau hafa enn ekki fengið svör um það hvort og hvenær hús þeirra verði keypt upp. Þau fá ekki annað húsnæði á svæðinu og verða því að búa í húsi sínu þar til úrlausnir fást. DV-mynd MÓ „Ef það fer að fenna eitthvað að ráði og veður að versna að ráði verðum við rekin úr húsinu. Þá höf- um við ekkert víst húsaskjól. Síð- asta vetur urðum við, sex manna fjöiskylda, að hafast við í flatsæng í stofunni hjá móður minni í einn mánuð,“ segir Hjörtur Ágúst Helga- son, húsasmíðameistari í Hnífsdal, í samtali við DV. Hann býr með fjölskyldu sinni í húsinu númer fimm við Fitjateig. Það er á hættusvæði vegna snjó- flóða - eiginlega eldrauðu svæði - og telst eitt hættulegasta hús lands- ins. í þrjá mánuði á síðasta vetri mátti íjölskyldan ekki búa í húsinu vegna snjóflóðahættunnar. „Við höfum leitað eftir húsnæði á öruggari stað en það gengur ekkert að finna íbúð sem er nógu stór fyr- ir fjölskylduna. Húsið sjálft er óselj- anlegt með öllu og þarf ekki einu sinni að hugsa til þess að koma því í verð;“ segir Hjörtur. Kaupir ekki fyrir loforð fé- lagsmálaráðherra Ibúarnir í götunni eru flestir farnir. Nú er þar búið í tveimur húsum af sex og mestar líkur á að Hjörtur og hans fólk verði þar einn eftir í vetur. Ríkisstjórnin hefur gef- ið fyrirheit um að kaupa upp hús þar sem snjóflóðavamir eru óvið- ráðanlegar sökum kostnaðar. Svo er um húsin við Fitjateig í Hnífsdal en samt hefur enn ekkert bólað á efndum frá ríkisvaldinu um að kaupa húsin. „Ég legg ekki í að festa mér nýtt hús meðan ekkert er vitað um hvé mikið fæst fyrir gamla húsið og ekki heldur hvenær af kaupum rík- isins gæti orðið. Ég veit um fólk sem hefur keypt með von um að þessi loforð skili sér en ég geri það ekki,“ sagði Hjörtm-. Hjörtur flutti inn í hús sitt árið 1980 og þá var það talið utan hættu- svæða. Hættulínan var dregin í hliðinni alllangt fyrir ofan húsið og var ætlunin að byggja fleiri hús enn ofar. Húsið stóð í nýju hverfi og skipulag þar var samþykkt af öllum viðkomandi aðilum. Síðan féll snjóflóð úr hlíðinni - í svokölluðu Búðagili - árið 1984 og eftir það var fariö að tala um að göt- umar Fitjateigur og Smárateigur væra á hættusvæði. Gamlir menn minntust þess að flóð hefðu oft fall- ið á þessum slóðum á árum áður og verðið á húsinu féll. Hættulína út í hött Eftir 1990 segir Hjörtur að húsið hafi verið orðið illseljanlegt og eftir flóðin í Súðavík og á Flateyri er tómt mál að tala um sölu. Þetta er hættulegasta hverfi á landinu. „Ég veit ekki eftir hverju var far- ið þegar hættulínan var dregin á sínum tíma. Hún var einfaldlega út í hött en húsið stendur þarna og verður ekki fært. Vandinn er að finna nýtt húsnæði og virðist ekki ætla að ganga þrautalaust," segir Hjörtur. Hann segir að börnunum líði illa að búa við þessar aðstæður. Þau spyrji oft hvort þau geti ekki flutt bráðum og hvort jólin verði haldin í öðru húsi. „Börnin era óróleg og við það verða aðrir í fjölskyldunni líka óró- legir. Þetta er óþolandi bið og enga úrlausn að sjá enn. Bæjarstjórinn hefur brugðist vel við óskum okkar og barist mikið í þessu þótt það hafi ekki dugað enn,“ segir Hjörtur. -GK Dagfari Rekinn úr Rotary Menn hafa löngum velt því fyrir sér hvers vegna Davíð Oddsson umtumast jafnan ef minnst er á að íslendingar eigi að kanna aðild að Evrópusambandinu. Þetta hefur ekki síst vakiö athygli vegna þess 'að Davíð lætur fátt koma sér úr jafnvægi eftir að hann gerðist landsfaðir að atvinnu og kemur fram sem maður sátta og samlynd- is. En ef minnst er á EB verður Davíð alltaf hinn versti og vandar þeim ekki kveðjumar sem hafa uppi slíkt tal. Þessi ofurviðkvæmni hefur verið mönnum ráðgáta allt til þessa. Nú er gátan hins vegar ráöin. Útvarpið birti á laugardags- kvöldið glefsur úr ræðu sem Davíð hélt á fundi sjálfstæðismanna í Reykjavík. Þar var hann enn að skammast út í Evrópusinna og sér- staklega sárnaði honum að jafnvel fólk úr hans eigin flokki vill taka málið á dagskrá. En svo kom skýr- ingin á þessu rótgróna hatri á Evr- ópusambandinu: Davíð var rekinn úr Rotary. „Ég var rekinn úr Rotary og ef ég á eftir að skrifa ævisögu mína þá mun hún heita: Rekinn úr Rot- ary,“ sagði forsætisráðherra og þessar upplýsingar komu sem köld vatnsgusa yfir fundarmenn. Davíð sagðist hafa verið rekinn úr Rotary af því að klúbburinn hefði ætlast til þess að hann færi eftir reglum klúbbsins en ekki að hann setti Rotary reglur. Þá upplýsti Davíð að hann væri ekki frímúrari og brátt kom skýringin á því. Hann hafði komist á snoðir um að ef hann gengi í frímúráraregluna yrði hann að sæta þeim reglum sem þar giltu. Reglan ætlaði ekki að laga sig að reglum sem Davíð setti. Þeg- ar hér var komið sögu fóra frímúr- arar í hópi fundarmanna að ókyrr- ast, enda umræðuefnið viðkvæmt fyrir marga. Davíð sagði að þetta væri alveg eins í EB. Ef við ætluð- um að ganga í bandalagið yrðum við að fara eftir reglum þess en ekki að setja því reglur. Því kæmi ekki til greina að ganga í slíkan fé- lagsskap. Og fyrst Davíð vill ekki ganga í félög sem hafa eigin reglur skal þjóðin ekki láta sig dreyma um að kanna aðild að EB. Eða eins og amma mín sáluga var vön að segja: Ein þjóð. Einn foringi. Vegna þess að Davíð var rekinn úr Rotary verður ekkert af því að við göngum í Evrópuklúbinn. Nú kom það ekki fram í þeim glefsum sem útvarpið birti úr ræð- unni hvers vegna Davíð var rekinn úr Rotary með þeim afleiðingum að útilokað er að við sækjum um aðild að EB. Dagfari hefur alltaf staöið í þeirri trú að menn væru í Rotary til að vera góðir við sjálfa sig og aöra. Kæmu saman til snæð- ings og rabbfunda. Héldu jólaböll og árshátíðir og skemmtikvöld og spiluðu jafnvel bingó með börnun- um. Það kemur því á óvart að heyra að þarna ríkir eitthvert kommisaraveldi. Það er bersýni- lega ekki allt sem sýnist þegar Rot- ary er annars vegar svo ekki sé minnst á reglu frímúrara. Allt er þetta mál hið dularfyllsta og meðan ekki er upplýst hvers vegna Davíð var rekinn úr Rotary ber að gjalda varhug við þessum félagsskap. Klúbburinn hlýtur að hafa krafist þess að félagsmenn fengjú sameig- inlegan aðgang að eignum Davíðs og fengju að ganga í ísskápinn hans að vild. 1 ræðu Davíðs um Rotary, frí- múrara og Evrópubandalagið var lítið minnst á Sjálfstæðisflokkinn nema hvað formaðurinn hnýtti í þá flokksmenn sem léðu máls á að ganga í klúbbinn í Brassel. Það má kannski skilja þetta sem hótun um að þeir verði reknir úr Sjálfstæðis- flokknum. Hins vegar þarf Davið ekki að óttast brottrekstur úr flokknum. Þar þarf hann ekki sætta sig við neinar reglur. Aftur á móti verður flokkurinn að laga sig að reglum Davíðs, öfugt við það sem gildir í Rotary. Það verður að ætlast til þess að þeir sjálfstæðis- menn sem eru í Rotary sýni for- ingja sínu hollustu og láti reka sig úr þessum félagsskap. Og hvað ætla flokksbundnir frímúrarar að gera? Dagfari Tyco Matchbox bílar og bílabrautir þvottastöðvar, brotajárnstöðvar, kappakstursbrautir og mótorhjól bruna inn í búðirnar núna F NG ö R UNI N Heildverslunin BJARKEY S: 567 4151

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.