Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1995, Page 6
6
MÁNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1995
Fréttir
Skýrsla um frísvæði á Suðurnesjum:
Mjög óánægður með við-
brögð utanrikisráðherra
- segir Kristján Pálsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins
Ægir Már Kárason, DV, Suðnrnesjum:
„Mér flnnast viðbrögð utanríkis-
ráðherra vera ótrúlega þvergirð-
ingsleg. Það hljóta að koma upp í
huga efasemdir um raunveruleg
heilindi manna að koma fleiri at-
vinnutækifærum á koppinn, sem
sárlega vantar, eins og Framsóknar-
flokkurinn hefur beinlínis lofað. 12
þúsund störf fyrir aldamót, eru þá
þetta innantóm orð Framsóknar-
flokksins? Ég er mjög óánægður
með viðbrögð utanríkisráðherra
sem eru úr öllum takti við þann
ásetning rikisstjórnarinnar að auka
atvinnumöguleika í landinu," segir
Kristján Pálsson, alþingismaður og
einn nefndarmanna sem unnu að
gerð skýrslunnar um fríiðnaðar-
svæði á Suðumesjum sem nefiidin
hefur lagt til að verði gerð tilraun
með á Suðumesjum.
í skýrslunni er gert ráð fyrir 3-5
erlendum fyrirtækjum á Suðurnesj-
um á ári og á 5 ára tímabili verði
200 ný störf sem mundu skapast á
Suðurnesjum.
Kristján segir að nýbúið sé að
undirrita skýrsluna af háifu nefnd-
armanna. Svo virðist sem utanríkis-
ráðherra og fieiri ætli að blása mál-
ið af. Til þess bendi yfirlýsingar í
fjölmiðlum. Kristján segir að ráð-
herra vilji ekki reyna það með Suð-
umesjamönnum aö stofna þar frís-
væði og fyrirtæki í ljósi þess að það
vanti sárlega störf. Þessi aðferð hafi
gengið annars staðar í heiminum.
Það sé ekki verið að ganga á auð-
lindir landsins, fyrst og fremst að
nýta menntun fólksins og mannauö-
inn. „Samkvæmt þeim upplýsingum
sem við höfum gefa frísvæði betri
laun en fyrirtæki utan þeirra.“
í skýrslu nefndarinnar, sem hefur
verið að störfum í 3 ár, er ekki talað
um afgirt svæði. Fyrirtækin geta
verið hvar sem er, í hvaða lausa hús-
næði sem er á Suðurnesjum. Þau
hafa sérstök skattakjör og eftirlitið
væri í formi innflutnings og útflutn-
ingsskýrslna. Þá yrðu óundirbúnar
heimsóknir í fýrirtækin þegar
skattaeftirlitsmönnum sýndist. Krist-
ján segir að þetta yrði sambærilegt
og í öðram löndum m.a. á írlandi.
Ekki sé verið að leggja út í mikinn
stofnkostnað fyrir fram. Kristján seg-
ir þetta vera sambærilega aðferð við
að ná inn fyrirtækjum til landsins og
byggða á svipuðum forsendum og
stækkun álversins í Straumsvík,
bjóða erlendum aðilum betri kjör ef
þeir koma til íslands. Kristján segir
að vitað sé um fyrirtæki sem hafa
beðið eftir því að komast inn á frís-
væði á íslandi ef það væri stofnað en
ekki hafi orðið af því vegria tregðu
íslenskra sfjómvalda.
„Frísvæði gætu verið hvar sem er
á landinu ef tilraunin myndi ganga
upp á Suðurnesjum. Ég mun vinna
að því í gegnum Alþingi að þessari
tilraun verði komið í framkvæmd.
Ég hef mikla trú á henni og vil
reyna hana. Þetta er hugmynd sem
hefur gengið annars staðar í heim-
inum,“ segir Kristján Pálsson al-
þingismaður.
Utanríkisráðherra:
Urelt að hafa
atvinnulífið
I girðingum
„Ég er þeirrar skoðunar að það
þurfi fyrst og fremst að vera góð al-
menn skilyrði fyrir atvinnuvegina í
landinu. Það er úreltur hugsunar-
háttur að hugsa sér atvinnulífið inn-
an einhverra girðinga. Menn geta
kallað það þvergirðingshátt eða
hvað sem er mín vegna,“ segir Hall-
dór Ásgrímsson utanríkisráðherra
um gagnrýni Kristjáns Pálssonar,
alþingismanns og fulltrúa í nefnd
um fríiðnaðarsvæði á Suðurnesjum.
Halldór segist ekki vita til þess að
nefndin hafi sent mér skýrsluna, sér
finnist það sérkennilegt að skýrslan
sé send víða án þess að koma á borð
utanríkisráðherra. Hann vilji gjarn-
an bíða með frekari viðbrögð þang-
að til hann hafi séð skýrsluna. En
hefur verið reynt að sópa málinu út
af borðinu, eins og Kristján heldur
fram?
„Ég hef ekki verið að rannsaka
þetta mál árum saman. Það hafa
þeir sem eru í þessari nefnd. Ég veit
ekki af hverju þetta hefur tekið
svona voðalega langan tíma hjá
þeim,“ segir Halldór. -GHS
Samningur um Sjúkrahús Suðurnesja:
Suðurnesjamenn
reiðir ráðherrum
Ægir Már Kárason, DV, Suðurnesjum:
„Það kom fram í viðtali hjá fjár-
málaráðherra að hann styddi tillögur
heilbrigðisráðherra um verulegar
breytingar á byggingu D-álmunnar.
Við áttum síðan fund með þingmönn-
um kjördæmisins og málið er í
þeirra höndum nú. Við treystum því
að staðið verði við þann samning
sem hefur verið undirritaður," sagði
Guðjón Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Sambands sveitarfé-
laga á Suðumesjum, eftir fund sem
stjóm sambandsins átti með Friðriki
Sophussyni fjármálaráðherra.
Sveitarstjómarmenn á Suðurnesj-
um eru æfir yfir viðbrögðum Frið-
riks um byggingu D-álmu við sjúkra-
hús Suðumesja í Keflavík. Sam-
kvæmt heimildum DV gerði Friðrik
ekki mikið úr samningnum sem var
undirritaður í april í ár. Hann var
meðal þeirra sem skrifuðu undir.
Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis-
ráðherra vill gera breytingar á bygg-
ingu D-álmu en Suðurnesjamenn
vilja hvergi hvika frá þeim samningi
sem hefur verið undirritaður. Nær
öruggt er að málið muni koma til
kasta Alþingis. Guðmundur Árni
Stefánsson þingmaður sagði nýlega á
aðalfundi Sambands sveitarfélaga á
Suðurnesjum að þegar málið kæmi
til kasta Alþingis væri hægt að sjá
hvaða þingmenn styddu samninginn.
Hann vill að staðið verði við samn-
inginn.
Leiðrétting:
Einar K. er andstæð-
ingur kvótakerfisins
í frásögn DV af umræðum á Al-
þingi um veiðileyfagjald var sagt að
Einar K. Guðfinnsson, 1. þingmaður
Vestfjarðakjördæmis, vildi óbreytta
fiskveiðistjómun. Þetta er rangt og
er Einar beðinn afsökunar á þessu.
Hann er löngu kunnur sem and-
stæðingur núverandi kvótakerfis.
Það sem þarna misritaðist var að
Einar lýsti sig andstæðing þess að
taka upp veiðileyfagjald, hvað það
varðar vildi hann hafa ástandið
óbreytt.
-S.dór
Kristján Pálsson alþingismaður er einn þeirra sem unnu skýrslu um frísvæði á Suðurnesjum. Hann segir viðbrögð
Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra vera ótrúlega þvergirðingsleg og úr takti við þann ásetning ríkisstjórnar-
innar að fjölga atvinnutækifærum. DV-mynd Ægir Már
Flugfélagið Ernir hf. hættir rekstri á Vestfjörðum eftir 25 ára starf:
„Akaflega sárt“
- segir Þorsteinn Jóhannesson yfirlæknir
Hlynur Þór Magnússon, DV, ísafirði:
„Mér finnst þetta ákaflega sárt.
Með sjúkraflugi sínu hefur Hörður
Guðmundsson og Flugfélagið Emir
verið okkur mikil hjálparhella. Ég
var að vona að til þessarar ákvörð-
unar þyrfti ekki að koma. Þetta er
ekki aðeins slæmt fyrir okkur sem
störfum á sjúkrahúsinu, heldur er
þetta einnig missir fyrir bæjarfélag-
ið,“ segir Þorsteinn Jóhannesson,
yfirlæknir Fjórðungssjúkrahússins á
ísafirði og formaður bæjarráðs ísa-
fjarðar, um þá ákvörðun Flugfélags-
ins Emis hf. á ísafirði að hætta
rekstri á Vestfjörðum. Þorsteinn tel-
ur að sjúkraflugvélar úr Reykjavík
komi Vestfirðingum ekki að sama
gagni. „Það segir sig sjálft. Ég veit að
þeir verða aldrei eins fljótir til með
sjúkraflug úr Reykjavík. í fyrsta lagi
eru þeir klukkutíma á leiðinni að
sunnan og í öðru lagi er ég sannfærð-
ur um að þeir verða aldrei eins fljót-
ir og Hörður að manna vélarnar,"
segir Þorsteinn Jóhannesson.
„Það er mjög slæmt ef Flugfélagið
Ernir gerir alvöra úr því að hætta
rekstri hér fyrir vestan,“ segir Gísli
Ólafsson, bæjarstjóri í Vesturbyggð.
„Félagið hefur haldið uppi mjög
góðri þjónustu á Vestfjörðum. Jafn-
framt hefur það verið gífurlega mik-
ið öryggistæki fyrir alla Vestfirðinga
eins og ótal sinnum hefur sannast og
ekki síst hérna hjá okkur. Ég sé ekki
fyrir mér að hægt verði að fylla þetta
skarð á næstunni.“
Flugfélagiö Atlanta:
Verkefni í Kólumbíu
Flugfélagið Atlanta hefur gengið
frá samningum við kólumbíska flug-
félagið Avianca La Aerilinea de
Colombia sem er þarlent ríkisflugfé-
lag. Um er að ræða daglegt flug milli
Bogota, höfuðborgar Kólumbíu, og
New York.
Samningurinn gildir frá 1. des-
ember næstkomandi til 14. janúar á
næsta ári.
„Málið er það að þeir era að
missa stóra þotu í skoðun og þurfa
því að leigja vél í verkefnið á meðan
eða í einn og hálfan mánuð. Hins
vegar er ekki útilokað að um frekari
verkefni verði að ræða fyrir þá,“
sagði Magnús Friðjónsson, fjármála-
stjóri Atlanta, í samtali við DV.
Alls munu 60starfsmenn á vegum
félagsins vinna við þetta verkefni og
notar Atlanta Boeing 747 breiðþotu í
það.
-S.dór