Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1995, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1995, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1995 7 dv Sandkorn Allir dauðir Fjölmiðlar hafa verið að birta brot úr nýútkomnum bókum eins og gengur og gerist. í bók- inni „Þeim varð á í messunni" eru sagðar ýmsar skemmtisögur af prest- um, og mun af nógu að taka, enda prestar upp til hópa fyndn- ir og skemmtilegir menn. Einn þeirra er Örn Friðriksson sem um árabil hefur verið sálusorg- ari Mývetninga og er húmoristi hinn mesti. Hann tilkynnti t.d. prestsfrúnni í Laufási í Eyja- firði það er hún var að ganga frá sláturafurðum að sá matur væri bannvænn. Þegar prests- frúin sýndi sig að vera hissa á þeim tíðindum og sagði fólk hafa lifað á þessum mat í aldaraðir kom rökstuðningur Arnar, nefnilega sá að þetta fólk væri einmitt allt löngu dautt. Vodkinn góður Jón A. Bald- vinsson, sendiráðs- prestur í Englandi, heimsótti sr. Örn og í tal barst að Jón væri orðinn nær sköllótt- ur. Örn spurði hann þá hvort hann hefði drukkið vodka. Jón kvað já við og spurði undrandi hvort vodki hefði eitthvað að segja við hármissi. E.t.v. væri þama kom- in lausnin við hármissinum. Og ekki stóð á svarinu hjá Mý- vatnsklerki: „Það held ég ekki, en vodkinn er bara svo skrambi góður.“ Aðgengið Haft er fyrir satt að þegar ákveðið var að Háskólinn á Akureyri flytti starf- semi sína í þau hús í bænum þar sem áður var vistheimilið Sólborg, heimili fyrir fatlaða, hafi verið búinn til listi yfir nauösynlegar framkvæmdir sem ráðast þyrfti í áður en starfsemi skólans gæti hafist í húsinu. Það er einnig haft fyrir satt, svo ótrúlega sem það hljómar, að efst á þeim lista hafi verið að bæta aðgengi fatlaðra að húsa- kynmmum. Fordæmið Forsvars- menn Land- spítalans virðast hafa dottið niður á lausn á fjár- hagsvanda fyrirtækja og stofnana sem eiga í erfið- leikum. For- dæmið er komið, og nú er að sjá hvort aðrir viija fylgja á eftir. Málið er að í eldhúsi Landspít- alans er ungur nemi í „matar- tækni“ að störfum og var að sliga fjárhag spítalans. Eitthvað þurfti að gera áður en loka yrði eldhúsinu og síðan spítalanum alveg, ef marka má alvöru máls- ins. Niðurstaðan varð sú að neminn gæti bara unnið kaup- laust í þágu spítalans og var hann því sviptur þeim himin- háu 50 þúsund króna mánaðar- launum sem hann hefur rogast með út þaðan um hver mánaða- mót. Má nú reikna meö aö bjart- ari tímar séu fram undan í rekstri Landspítalans. Umsjón: Gylfi Kristjánsson J HflGÆÐA- | I telefunkgn SJONVARPSTÆKI Gæðin leyna sér ekki, komdu 03 skoðaðu! miroNiiN J 1 — 1 Twrrr l TIL ALLT AÐ 36 MANAÐA VÍSA RAOGREIÐSLUR I TIL sa MÁNAOA | WKAAIIPATAYCXIWC - HUMLEMCDUR *«T»H»*KTlm TELEFUNKEN S-8400 IVI NIC 33" sjónvarpstæki: • Black Matrix FST-skjár • 4 hátalarar, þar af 2 snúanlegir • Nicam Stereo HiFi-hljómur meb 40 W Surround magnara Isl. textavarp • Upplýst fjarstýring sem er auðveld í notkun, barnalæsing, tímarofi o.m.fl. idCatclML: TELEFUNKEN S-540 C NIC 29" sjónvarpstæki • Nýr Black D.I.V.A.-skjár • 4 hátalarar • Nicam Stereo HiFi- hljómur með 40 W Surround- magnara • 2 þrepa Zoom Isl. textavarp • Upplyst fjarstvring sem er auðveld í notkun, barnalæsing, tímarofi o.m.fl. TELEFUNKEN S-530 NIC 28" sjónvarpstæki •Black Matrix FST-skjár, 4 hátalarar • Nicam Stereo HiFi-hljómur með 40 W Surround magnara • textavarp • Fjarstýring sem er auðveld í notkun^barnalæsing, tímarofi o.m.fl. § 0 I I £ % 1 1 i i Skipholti 19 Sírni: 552 9800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.