Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1995, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1995, Side 8
8 MÁNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1995 Stuttar fréttir Engar breytingar Harðlínumenn Serba héldu áfram gagnrýni sinni á friðar- samningana um Bosníu í gær. Bandaríkin . segja engar breyt- ingar verða gerðar á samningun- um. Króatar brenna borgir Hermenn Bosníu-Króata hafa farið um með ránshendi og brennt hús í nokkrum borgum sem skila á aftur til Serba sam- kvæmt friðarsamningunum. Á fölskum forsendum Lech Wa- lesa, sem tap- aði fyrir Aleksander Kwasniewski í forsetakosn- ingunum í Pól- landi fyrir viku, segir keppinaut sinn hafa sigrað á fölskum forsend- um. Yfir 600 þúsund kjósendur hafa farið fram á að kosningaúr- slitin verði ógilt þar sem Kwa- sniewski hefði logið um mennt- un sina. Þrjú hundruð saknað Níu létu lffiö og nær þrjú hundruð er saknað eftir óveður við strönd Bangladesh og nokkr- ar eyjar á Bengalflóa á laugar- dag. Létust er veggur hrundi Að minnsta kosti níu létust og fimmtíu slösuðust er veggur hrundi við krikketleikvang í Nagpur á Indlandi í gær. Dómur mildaður Áfrýjunardómstóll í Kúveit hefur dregið 20 mánuði frá 5 ára fangelsisvist sem írösk kona var dæmd í fyrir að hafa barið fil- ippseyska húshjálp sína til dauða. Ríkisráðið gagnrýnt Marita Pet- ersen, fyrrum lögmaður Fær- eyja, er meðal þeirra Færey- inga sem harð- lega gagnrýna nýstofnað rík- isráð milli Danmerkur, Færeyja og Grænlands. Marita segir rangt að aðeins stjórnar- leiðtogar skuli vera meðlimir að ráðinu. Segjja Mandeia notaðan Yfirvöld í Nígeríu vísuðu í gær á bug gagnrýni Nelsons Mandela, forseta Suður-Afríku, á mannréttindabrot þeirra. Sögðu yfirvöld Vesturlönd nota Mandela til að koma á óstöðug- leika í Nígeríu. Með falsað vegabréf Yfirvöld i Mexíkó rann- saka nú meinta notk- un fyrrum Mexíkófor- seta, Carlos Salinas, á fölsuðu vega- bréfi. Talið er að hann búi í Kanada og hafi ferðast til Kúbu undir nafninu Alberto Navarro. Greint var frá þessu í fjölmiölum í Mexíkó degi eftir að embættismenn staðfestu frétt um handtöku mágkonu Sal- ina vegna peningaþvotts í Sviss. Áfram verkfall Verkalýðsfélög í Frakklandi hvöttu í gær jámbrautarstarfs- menn til að halda áfram verk- fallsaðgerðum. Flúði til Bretlands Fyrirtækið Body Shop aðstoð- aði Nígeríumanninn Owens Wiwa, bróður rithöfundarins Saro-Wiwa sem tekinn var af lffi, við að flýja til Bretlands. Reuter, Ritzau Utlönd Breskir Qölmiölar: John Major íhugar að verða við ósk Díönu - Camilla var með ráðabrugg John Major, forsætisráðherra Bretlands, íhugar nú að skipa Díönu prinsessu sendiherra á faraldsfæti til að efla erlend viðskipti Bretlands. Breska blaðið Sunday Express skýrði frá þessu í gær. Sagði blaðið Ian Lang viðskiptaráðherra styðja þessa hugmynd. Blaðið Sunday Te- legraph greindi frá því að nú væra hafnar viðræður milli Buckingham- hallar og háttsettra aðila innan stjórnarinnar til þess að verða við ósk Díönu um sendiherrastarf. Forsætisráðuneytið vildi ekki tjá sig um þessar fregnir í gær að öðru leyti en því að þær væra vangavelt- ur fjölmiðla. í blaðinu Mail on Sunday var sagt að utanríkisráðuneytið hygðist koma í veg fyrir að Diana hlyti starf sendi- herra til að hún setti ekki í hættu stefnu Bretlands á erlendum vett- vangi. Ráðabrugg Camillu Samkvæmt skoðanakönnunum hefur Díana vaxið í áliti hjá almenn- ingi eftir opinskátt sjónvarpsviðtal fyrir viku. Hún á ef till vill eftir að njóta enn meiri samúðar í kjölfar frétta í Mail on Sunday í gær þar sem segir að ástkona Karls Breta- prins, Camilla Parker Bowles, hafi hvatt hann til að ganga að eiga Díönu þar sem hún áleit hana heimska. Haft er eftir mági Camillu, Ric- hard Parker Bowles, að hún hafi verið viss um að henni stafaði ekki ógn af Diönu. „Camilla vissi að hún yrði aldrei kona Charles þar sem hún var kona með fortíð. En hún hélt einnig að hægt væri að ráðskast með Díönu. Camilla vissi að hún gæti skipað sama sess í hjarta Karls og áður. Hún vildi aldrei giftast hon- um heldur vera áfram ástkona hans og samtímis í hjónabandi með Andrew. Richard kvaðst vorkenna Diönu og bætti við: „Staðreyndin er sú að ef Camilla hefði verið barn á strönd- inni hefði hún rústað sandköstulum hinna barnanna. Hún er skemmdar- vargur. Hún þolir ekki að sjá aðra hamingjusama." Orðrómurinn um að Karl og Díana ætli að skilja og að Karl gangi að eiga Camillu og gera hana að drottningu sinni hefur farið vaxandi að undanförnu. Díana og Karl vísa því bæði á bug að þau vilji lögskiln- að. Konungur eftir 20 ár Hvemig sem þeim málum lyktar getur orðið bið á því að Karl setjist í hásætið. Tryggingafræðingar greindu frá því í breska blaðinu Independent í gær að líklega myndi Karl Bretaprins ekki komast til valda fyrr en eftir 20 ár. Trygginga- fræðingamir gera sem sagt ráð fyr- ir að Elísabet drottning geti orðið níræð og miða þeir þá við lífsstíl og fjölskyldusögu. Drottningin er núna 69 ára gömul og reykir ekki. Sam- kvæmt þessari spá tryggingafræð- inganna myndi Karl, sem er 47 ára, ekki sitja í hásætinu nema í 13 ár því gert er ráð fyrir að hann nái 75 ára aldri. Lífslíkur hans aukast þó eftir því sem hann eldist. Reuter Díönu prinsessu var boðið í hvalaskoðunarferð á laugardaginn við strendur Argentínu en þar hefur prinsessan verið í heimsókn í nokkra daga. Hér kíkir siéttbakskálfur á Díönu og föruneyti hennar. Prinsessan sneri heim til Englands í gær. Símamynd Reuter /J d J Noregur: Áfram bann viö útflutningi á hvalaafurðum Norsk yfirvöld vilja áfram bann þau óttast refsiaðgerðir. við útflutningi á hvalaafurðum. Hvalveiðimenn vilja að norsk Fangarar smáhvala eru vonsviknir yfirvöld segi sig úr Alþjóðahval- því þeir höfðu vonast til að banninu veiðiráðinu. Fulltrúi norska utan- yrði aflétt frá og með næsta ári. Yf- ríkisráðuneytisins tjáði hvalveiði- irvöld segja ekki markað fyrir hvalaafurðir erlendis en hvalveiði- menn segjast hafa fengið skilaboð um hið gagnstæða, þar á meðal frá Japan. Japanskir kaupendur eru fúsir til að greiða gott verð fyrir hvalspik og síðastliðið vor var verðið ævintýra- legt. Vonbrigðin urðu því mikil á ársfundi veiðimannanna um helg- ina er tilkynning yfirvalda barst. Yfirvöld vilja ekki styggja Evrópu- sambandið og Bandaríkin þar sem SÞ varaðar morði í Þremur mánuðum fyrir þjóðar- morðið i Rúanda voru Sameinuðu þjóðirnar, SÞ, varaðar við því að öfgamenn meðal hútúa væru að skipuleggja fjöldamorð. Þetta kom fram í breska blaðinu Observer i gær. Blaðið skrifar að yflrmaður SÞ í Rúanda hafi fengið leynilegt skeyti mönnum að Noregur yrði enn um sinn áfram í ráðinu til þess að geta haft áhrif. Að segja sig úr ráðinu væri það sama og að færa Grænfrið- ungum og öðrum hvalveiðiandstæð- ingum gjöf. Hvalveiðimennirnir eru löngu búnir að gefa upp von um að aðild- arlönd Alþjóðahvalveiðiráðsins samþykki kvóta fyrir veiðar í ábóta- skyni. Hvetja veiðimennirnir norsk yfirvöld til að láta NAMMCO alveg sjá um málið. við þjóðar- Rúanda þar sem vitnað var í háttsettan mann í her Rúanda sem þjálfað hafði öfgahópa hútúa en fengið bak- þanka. Greint er frá því að embætt- ismenn SÞ í New York hafi ekki sýnt Öryggisráðinu skeytið. Allt að milljón tútsímenn og hófsamir hútú- ar voru myrtir af öfgamönnunum. West grunuð um mannát Ekki er talið útilokað að Ros- emary West, sem fundin var sek um hrottafengna misþyrmingu og morð á tíu konum og stúlkum, hafi einnig látiö eftir sér mannát. För á leggjum fórnarlambanna benda til að kjöt hafi verið skorið af þeim, að sögn réttarsálfræð- ingsins Pauls Brittons. „Þegar maður sker kjöt af beini koma oft fór á beinið. Þaö er lík- legt að mannát hafi verið hluti af athöfninni," sagði sálfræðingur- inn í viðtali við Sunday Times í gær. Britton, sem aðstoðaði lögreglu- yfirvöld í Gloucester í Englandi við rannsókn á morðunum, tók einnig eftir því að fingur og hné- skeljar vantaði á sum fórnarlömb- in. Rosemary West var dæmd í lífs- tíðarfangelsi í síðustu viku fyrir tíu morð, þar á meðal morð á dótt- ur sinni á unglingsaldri og barn- ungri stjúpdóttur. Eiginmaður Rosemary, Fred West, framdi sjálfsmorð í fangaklefa á nýársdag og þurfti því ekki að svara fyrir hryðjuverk sín. Rosemary West og eiginmaður hennar, Fred West, hafa mögu- lega gerst sek um mannát. Símamynd Reuter Áður en Rosemary var dæmd máttu fjölmiðlar einungis greina frá því sem kom fram í réttarsaln- um. Eftir dóminn hefur verið greint frá enn meiri hryllingi. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.