Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1995, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1995, Page 34
46 MÁNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1995 Fréttir______________________________________________________________________________________dv Glfurlegt tjón I eldsvoða í Dalasýslu: Sá húsin fuðra upp - segir Jón Ingi Hjálmarsson bóndi Gífurlegt tjón varð er eldur kom upp við bæinn Tjaldanes í Saurbæ í Dalasýslu upp úr miðnætti á föstu- dagskvöld. Hestliús, hlaða, geymsla og hluti af fjárhúsum eyðilagðist í eldinum. Fjárhúsunum var þó hægt að bjarga og voru menn að koma því í lag í gærdag en hin húsin eru ónýt. Bóndinn á bænum, Jón Ingi Hjálmarsson, var að horfa á sjón- varpið ásamt konu sinni þegar raf- magn fór af húsinu. Hann hélt að rafmagn hefði farið af allri sveitinni en þegar hann leit út um glugga sá hann að svo var ekki. Þegar Jón fór að athuga málið kom í ljós mikill reykur við hesthúsið og hlöðuna. Hann reyndi að slökkva sjálfur á meðan beðið var eftir slökkviliðinu frá Búðardal. „Það tók slökkviliðið einn og hálfan tíma' að komast hing- að og ég sá húsin nánast fuðra upp án þess að geta hokkuð gert. Sem betur fór tókst okkur þó að bjarga öllum skepnum úr húsi,“ sagði Jón Ingi í samtali við DV. Um 550 hey- baggar urðu eldinum að bráð auk margra verðmætra verkfæra sem í geymslunni voru. Aðeins 20 kindur og 3 kálfar voru í húsunum og tókst að bjarga þeim. Að sögn Jóns Inga stóð til að koma skepnum í hús en vegna veðurblíð- unnar hafði hann ekki gert það og var það honum til happs nú. „Það má líka segja að vegna þess hve veðrið var gott þessa nótt fór betur en á horfðist. Ef vindur hefði staðið að fjárhúsunum hefði þetta allt far- ið,“ sagði Jón Ingi. Hann sagði að bændur á nærliggjandi bæjum hefðu sýnt einstakan samhug um helgina og aðstoðað hann og f]öl- skyldu hans. „Það er stórkostlegt að eiga svona góða nágranna," sagði Jón Ingi sem hefur búið á Tjalda- nesi frá árinu 1982 og segist vera með allt tryggt. - ELA Eyjamenn eru bjartsýnir á að nýtt síidarævintýri sé í uppsiglingu eftir að síld fannst djúpt út af Reykjanesi þar sem síld hefur ekki sést í áratugi. Frá Vestmannaeyjahöfn þar sem verið var að landa úr síldarskipinu Kap. Aðild íslands að Schangen-samkomulaginu: Umfang og kostnaður enn ekki skilgreint - segir Þorsteinn A. Jónsson, skrifstofustjóri í dómsmálaráöuneytinu „Aðild íslands að Schángen-sam- komulaginu myndi kalla á aukið vegabréfaeftirlit en hversu mikið hefur ekki verið skilgreint. Það er verið að skoða þetta með tilliti til flæðis farþega til landsins. Fyrr er ekkert hægt að segja til um hvemig að þessu yrði staðið né Kostnaðinn," segir Þorsteinn A. Jónsson, skrif- stofustjóri í dómsmálaráðuneytinu. ísland hefur ásamt hinum Norð- urlöndunum óskað eftir því að taka þátt í svokölluðu Schangen-sam- komulagi sem felur í sér að hægt verði að ferðast milli aðildarland- anna í Evrópu án vegabréfaskoðun- ar. Á hinn bóginn felur samkomlag- ið í sér aukið vegabréfaeftirlit hjá þeim farþegum sem koma til ein- hvers aðildarlandanna frá öðrum löndum. Þá felur samkomulgið í sér aukna samvinnu lögregluyfirvalda og fleira. Að sögn Þorsteins mun það vænt- anlega skýrast á ráðherrafundi Schangen-landanna 20. desember næskomandi hvort ísland og Noreg- ur fá aöild að samkomulaginu. í kjölfarið muni Alþingi og stjómvöld taka ákvörðun um framhaldið. Þorsteinn segir að á Keflavíkur- flugvelli séu einkum tveir álags- punktar, frá 6 til 9 á morgnana og 15 til 17 síðdegis. Á þeim tíma yrði lík- lega að fjölga mannskap í vegabréfa- eftirliti. Ekki sé hins vegar ljóst hvemig á því verði tekið. Akureyri: Atvinnuleysið eykst hjá Einingu Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Atvinnuleysi meðal félagsmanna Verkalýðsfélagsins Einingar á Akureyri hefur aukist nokkuð síð- ustu vikurnar, en er þó talsvert minna en það var á sama tima á síð- asta ári. Guðjón Jónsson hjá Einingu segir að 10. október sl. hafi 118 Einingar- félögum á Akureyri verið greiddar atvinnuleysisbætur. Samkvæmt töl- um frá Einingu hefur atvinnulaus- um félagsmönnum svo fjölgað síð- ustu vikumar, þeir vom 127 þann 24. október, síðan fjölgaði þeim í 151 og þann 21. nóvember fengu 182 fé- lagar greiddar atvinnuleysisbætur. Tölur fyrir sama tímabil á síðasta ári eru hins vegar þær að 119 fengu greiddar bætur rétt fyrir miðjan október sem er svo til sama tala og nú, en þá urðu atvinnulausir í lok nóvember 213 talsins eða 31 fleiri en á sama tíma í ár. Reykjavíkurmót í bridge: Björn og Sverrir unnu Bjöm Eysteinsson og Sverrir Ár- mannsson náðu að hampa sigri á Reykjavíkurmótinu í tvímenningi í bridge sem háð var um helgina í húsnæði Bridgesambands íslands. Spiluð var undankeppni á laugar- daginn og 16 efstu pörin komust áfram í úrslitakeppni. Bjöm og Sverrir voru efstir að lokinni undankeppninni, en spilar- ar tóku 15% af skori sínu með sér úr undankeppninni í úrslitin. Fjölmörg pör skiptust á um að vera í forystu f úrslitakeppninni, en í lokin vom það Bjöm og Sverrir sem hrepptu hnossið. Keppnisstjóri á mótinu var Sveinn Rúnar Eiríksson. Lokastaða efstu para varð þannig: 1. Björn Eysteinsson-Sverrir Ár- mannsson 74 2. Guðlaugur Sveinsson-Erlendur Jónsson 65 3. Aðalsteinn Jörgensen-Ásmund- ur Pálsson 61 4. Hrólfur Hjaltason-Rúnar Magn- ússon 47 5. Páll Valdimarson-Ragnar Magnússon 45 -ÍS Björn Eysteinsson og Sverrir Ármannsson, Reykjavíkurmeistarar í bridge, eru hér að etja kappi við Hjálmar S. Pálsson og Helga Bogason í úrslita- keppninni. DV-mynd ÍS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.