Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1995, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995 Fréttir Gríðarleg óánægja á Arnarstapa vegna sölu félagsheimilis: Húsið selt fyrir 2,5 milljónir króna - 200 þúsund út og aðeins auglýst í verslunum Gríðarleg óánægja er á Arnarstapa og nágrenni með þá ákvörðun bæjaryfirvalda í Snæfellsbæ í sumar að selja eig- anda ferðaþjónustunnar Snjófells félagsheimilið Snæfell fyrir 2,5 milljónir króna. Kaupandinn hefur greitt 200 þús- und krónur í útborgun án þess að samþykki beggja eigenda liggi fyrir. Athygli hefur vakið að félagsheimilið var ein- ungis auglýst til sölu i nokkrum verslunum í sveitarfélaginu. DV-mynd Símon „Við viljum ekki missa félags- heimilið því að þá er enginn staður fyrir íbúana að hittast á nema með því að keyra yfir 60 kílómetra. Þeg- ar kosið var um sameiningu sveitar- félaganna fengum við kosningalof- orð um að félagsheimilið yrði ekki selt heldur rekið áfram óbreytt. Þess vegna fmnst mér að það hefði átt að ræða við íbúana áður en húsið var sett i sölu. Við viljum kanna hvort sveitarfélagið getur ekki rekið fé- lagsheimilið áfram eins og hin þrjú félagsheimilin í sveitarfélaginu," segir Hafdís Halla Ásgeirsdóttir, íbúi að Bjargi. Gríðarleg óánægja er á Amar- stapa og nágrenni með þá ákvörðun bæjaryfirvalda í Snæfellsbæ í sum- ar að selja eiganda ferðaþjónustunn- ar Snjófells félagsheimilið Snæfell fyrir 2,5 milljónir króna. Kaupand- inn hefur greitt 200 þúsund krónur í útborgun án þess að samþykki beggja eigenda liggi fyrir. Athygli hefur vakið að félagsheimilið var einungis auglýst til sölu í nokkrum verslunum í sveitarfélaginu enda var eigandi Snjófells sá eini sem bauð í húsið. Kaupin á félagsheimilinu Snæfelli em háð samþykki ungmennafélags- ins enda gaf sveitarfélagið félaginu helming heimilisins fyrir nokkrum áram. Bæjaryfirvöld em þó nú að knýja á um niðurstöðu fyrir áramót og hélt því stjórn ungmennafélags- ins borgarafund á þriöjudagskvöld. Þar var ákveðið að reyna að bjarga félagsheimilinu og tveir fengnir til að ræða við bæjarstjórn. „Við ætlum að kanna hvort sveit- arfélagið vill ekki bara reka félags- heimilið. Ef sveitarstjórnin vill endilega selja ætlum við aö kanna aðra leið þvi að við viljum ekki missa húsið úr höndunum á fólkinu. Þá finnst mér einkennilegt að þegar skipað var í nefndir félagsheimil- anna var enginn fulltrúi fenginn frá okkar félagsheimili," segir hún. Viljum fækka félagsheimilum „Kannski má segja að ekki hafi verið farið rétt af stað í þessu máli. Skýringin er kannski sú að menn mátu það svo að ungmennafélagið hefði verið lagt niður þó að starf- semi hafi kannski farið fram með óformlegum hætti,“ segir Örn Tryggvi Johnsen, settur bæjarstjóri í Snæfellsbæ. Hann telur eðlilegt aö auglýsa húsið til sölu á svæðinu enda hafi íbúar ekkert frekar tekið við sér þótt húsið hefði verið aug- lýst með öðmm hætti. Örn segir að bæjaryfirvöld vilji fækka félagsheimilunum á svæðinu fremur en hitt. Þörfin fyrir félags- heimili fari minnkandi vegna breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu og spurningin sé hvort notkunin á þessu félagsheimili hafi verið nóg undanfarin ár til að réttlæta rekst- urinn. Bæjaryfirvöld taka ákvörðun um hvort sölunni verður haldið til streitu þegar afstaða ungmennafé- lagsins verður ljós. Ef bæjaryfirvöld standa fast við söluna þarf hugsan- lega uppboð til að slíta sameign. -GHS Dagfari____________________________ Atti katti nóa... Einn af varaþingmönnum Fram- sóknarflokksins hefur undirbúið frumvarp til laga um að leggja skuli niður núverandi þjóðsöng og finna nýjan og aðgengilegri. Það er Unnur Stefánsdóttir, leikskóla- stjóri og hlaupari, sem ætlar að leggja fram þetta tímamótafmm- varp. Samkvæmt því sem hún seg- ir í grein i DV er ástæðan sú að leikskólakennarar treysta sér ekki til að kenna börnunum þjóðsöng- inn og að íþróttamenn sem taka þátt í landsleikjum treysta sér ekki til að taka undir þegar þjóðsöngur- inn er leikinn. Það er illt til þess að vita að keppnisfólk í íþróttum skuli ekki treysta sér til að raula þjóðsönginn af því að það hefur ekki lært hann í leikskólanum. Þaö er hvergi meiri þörf á aö kyrja þjóðsönginn en einmitt i leikskól- um og á íþróttavöllum og ef menn treysta sér ekki til að syngja hann á þeim vettvangi höfum við ekkert með þennan þjóðsöng að gera. Þetta er raunar ekki i fyrsta sinn sem kvartað er undan þjóðsöngn- um því margir hafa haldið því fram að þetta sé einn vandræða- söngur frá upphafi til enda. Lagið hefur verið sagt svo viðamikið að vart sé á valdi annarra en lang- skólagenginna söngvara að hafa vald á því. í öðm lagi sé textinn alltof þungur og tyrfinn og því ekki hægt að ætlast til þess að nokkur maður geti lært hann. utanbókar. Þetta em auðvitað fullgild rök fyr- ir því að leikskólaböm og íþrótta- menn geti ekki sungið þjóðsönginn og því er tímabært að skipta á hon- um og einhverjum léttum og fjör- ugum söng sem kemur mann- skapnum í stuð. Á undanförnum árum hafa menn leitað margra skýringa á því hvers vegna okkur gengur svona illa að leggja aðrar þjóðir að velli í landskeppni. Gildir einu hvort um er að ræða landsleiki í knattspymu eða öðrum íþróttum. Okkar menn virka þungir og þreyttir og koma ekki jafn ferskir til leiks og mótherjarnir. Ýmsu hefur verið kennt um en oftast er sökin talin liggja hjá leikmönnum, þjálfurum, veðráttunni hér á landi, stuttum æfingatíma, meiðslum, óheppni, hlutdrægum dómurum, rangri upp- stillingu liðs, áhugaleysi keppenda og þannig mætti lengi telja. En eft- ir að fréttist af frumvarpinu henn- ar Unnar liggur rétta skýringin í augum uppi. Það er þjóðsöngurinn sem dregur menn svona niður fyr- ir leik að það þarf kraftaverk til að ná þeim upp aftur. Og því miður gerast kraftaverkin ekki oft og þá einna helst þegar við leikum lands- leiki við Færeyinga eða Grænlend- inga. Enda segir Unnur í frétt í Tímanum að þegar flytja eigi þjóð- sönginn fyrir landsleiki ríki hálf- gerður kvíði meðal leikmanna og áhorfenda. Ekki er von til að vel fari þegar keppendur er miður sína af kvíða við upphaf leiks út af þjóð- söngnum og áhorfendur sömuleið- is. Það vantar gott stuðlag í stað kvíðasöngsins. Eitthvað grípandi og fjörugt sem hvetur til átaka og dáða og sameinar jafnt keppendur sem áhorfendur í einu allsherjar- stuði sem ekkert fær staðist. Við sjáum það á árshátíðum hvað allir verða glaðir og reifir þegar þeir kyrja María, Maria fullum hálsi í léttri sveiflu. Allir kunna textann og allir kunna lagið síðan Sigurdór söng það í plast hér um árið. Marg- ir eru líka með á nótunum þegar Hvað er svo glatt er annars vegar en óvíst er að templarar samþykki það sem þjóðsöng. Það er úr mörgum lögum að velja þegar ákveða þarf nýjan þjóð- söng. Aðalatriðið er hins vegar að það skapist stemning og samstaða í hvert sinn sem menn hefja upp raust sina og kyrja nýja þjóðsöng- inn. Með tilliti til þess að þjóðsöng- urinn er einkum ætlaður til söngs í leikskólum og á íþróttavöllum ætti þjóðin hins vegar að geta sam- einast um einn velþekktan söng sem hefur þann kost að hann lærist strax í leikskóla og gleymist ekki upp frá því. Atti katti nóa ... Dagfari oð Sœvarhöfba 2a vib hlib Ingvars Helgasonar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.