Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1995, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1995, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995 11 Fréttir Úlfar Eysteinsson með poka af Baccalá roðsnakkinu. DV-mynd BG Úlfar á Þrem Frökkum: Framleiðir snakk úr fiskroði „Varan er fullunnin, verið er að kanna hagkvæmnireikninga og finna út það sem þarf í verksmiðju. Það þarf verksmiðju til framleiðsl- unnar því að varan þarf alltaf að vera nákvæmlega eins,“ sagði Úlfar Eysteinsson, veitingamaður á Þrem Frökkum. Hann er búinn að þróa fram- leiðslu á snakki úr þorskroði. Það er djúpsteikt, með sítrónubragði. „Þetta er gert í samvinnu við Iðn- tæknistofnun og er hluti af verkefni sem nefnist snjallræði. 260 manns sóttu um og átta voru valdir úr, sið- an fjórir og ég er einn af þeim. Við erum að vinna að markaðs- setningu erlendis. Portúgalir eru búnir að smakka og eru mjög hrifn- ir af þessu og vilja fá einkaleyfi. Það eru saltfisklöndin, Portúgal, Spánn og Frakkland, einnig Holland, sem við komum til með að flytja þetta út til. Þetta er nefnt Baccalá snack og verður selt í litlum pokum. Grýla hafði þetta méð sér til Hollands á dögunum og gaf fólki að smakka, þetta er fint Grýlugott," sagði Úlfar. - Hvenær getum við íslendingar fengið að smakka? „Ég gæti ímyndað mér að það yrði í vor þegar sól fer að hækka á lofti.“ -ÞK Sauðburður á Ósi í Arnarfirði: Kind bar fyrsta desember - 40 kindur báru frá 22. desember til 5. april í fyrra „Það bar ein veturgömul gimbur hjá mér hrútlambi núna fyrsta des- ember. Ég hafði grun um að hún væri svona á sig komin um miðjan nóvember," sagði Þorbjörn Péturs- son, bóndi á Ósi í Arnarfírði, en hjá honum er sauðburður hafinn eða ekki lokið eftir því hvernig á það er litið. „Þetta er ekki nýtt hjá mér því að síðastliðinn vetur báru 40 kindur af um það bil 250 á tímabilinu 22. des- ember til 5. apríl. Þetta virðist vera einhver ruglingur í hormónakerfi og dýralæknar skilja ekki neitt í þessu. Fyrst fór að bera á þessu eft- ir að skorið var niður hjá mér vegna riðu. Eftir það, eða 1986, fékk ég nýtt fé úr Árneshreppi og það var 1989 sem fór að bera á því að kind- urnar bæru á röngum tíma. Eðlileg- ur tími fyrir sauðburð er frá því í byrjun eða um miðjan maí og fram undir miðjan júní,“ sagði Þorbjörn. Hann sagði að gimbrin sem bar núna væri sjálf fædd 4. janúar í fyrra og væri því tæplega ársgömul. Hann segist ekki vita um fleiri sem beri núna á svona afbrigðilegum tíma enda hafi hann reynt að kom- ast hjá að setja á kindur með þess- ari öfugnáttúru í þeirri von að eðli- legt ástand kæmist á. Hann segir að þetta sé að öllu leyti óeðlilegt og óþægilegt og kindurnar þurfi mun meira fóður og meiri sinningu með þessu fyrirkomulagi. Kind sem ber í byrjun desember hefur, að sögn Þorbjörns, fengið um eða fyrir verslunarmannahelgi. DV hafði samband við Höskuld Jensson, dýralækni á ísafirði, vegna þessa máls. „Ég er nú nýfluttur á svæðið en veit af þessu. Ég hef enga skýringu á því. Það er varla skýring að kindur séu meira inni við en áður var. Þær eru inni viða um land án þess að beri á þessu. Kindur sem fæðast á óvanalegum tíma þroskast náttúrlega á óvanalegum tíma. Venjulegir hrútar eru ekki til f tu- skið á þeim tíma sem þetta lamb hefur komið undir," sagði Höskuld- ur. -ÞK Á NÆSTA SÖLUSTAÐ SÍMA 563 2700 Venturer ferðatæki með geislaspilara útvarpi og seguibandi KR. 13.900 stgr. Nesco ferðatæki með geislaspilara tvöföldu segulbandi, og fjarstýringu KR. 15.900 stgr. KR. 17.900 stgr. United hljómtækjasamstæða með geislaspilara útvarpi m/minnum, segulbandi og fjarstýringu t3mmm UMC-5226 %Wa\®HtP^KlilIIS¥ÖÐiN SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • OPIÐ LAUGARDAGA OG SUNNUDAGA “ýu„nið 56« 5Ö00 simanumer - Á GÓÐU VERÐI AJW-325 URR-366 PRCD-700 Akai ferðatæki með geislaspilara útvarpi og tvöföldu segulbandi. United ferðatæki með geislaspilara útvarpi og segulbandi. CD-168

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.