Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1995, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995 Spurningin Hlakkar þú til jólanna? María Þórunn Friðriksdóttir skrifstofudama: Já, þaö geri ég. Steingrímur Stefánsson ræsti- tæknir: Já, já, þess vegna. Magnús Tryggvason: Auðvitað. Anna Vanessa Duarte nemi: Já. Sigrún Sigmarsdóttir sjúkraliði: Já, já, það hefur alltaf verið gaman á jólunum. Júlíus Jónsson rafvirkjanemi: Já, já, ég er búinn að kaupa allt inn fyr- ir jólin. Lesendur Skattamálin stjörnurnar flytja burt Konráð Friðfinnsson skrifar: Ekki er óalgengt að „stórstirnin" er þjóðirnar eignast eða eiga taki saman föggur sínar og hverfi af landi brott vegna óánægju með skattastefnuna heima fyrir. íslend- ingar eiga, líkt og aðrar þjóðir, sín- ar stjömur sem veröldin hefur tekið eftir svo um munar. Þar eru efst á blaði popparinn Björk Guðmunds- dóttir og tenórinn Kristján Jóhanns- son. Það var greint frá því í fréttum DV nýverið að Kristján og Björk hefðu bæði ákveðið á sínum tíma að yfirgefa landið, m.a. sökum hárra skatta. Vissulega er skattbyrðin mikil í landi okkar. Það má þó skatt- urinn eiga, hann mismunar ekki mönnum. Hér borga allir skatta eða eiga að greiða sama ' lutfall af tekj- um sínum, þessi ríílegu 40%. En auðvitað hækkar tíundin í krónum talið eftir því sem launin hækka. Þannig virkar prósentureikningur- inn. Spurningin er hins vegar ávallt: Hve mikið er eftir í buddunni þegar búið er að greiða keisaranum það sem honum ber. Tökum dæmi af manni sem þénar, segjum hundrað milljónir á ári. Hann greiðir af þeirri upphæð um 40 milljónir í tekjuskatt. Vissulega mikið. En hvað á þessi einstaklingur eftir til eigin nota? Á milli 50 og 60 milljón- ir. Og til að átta sig betur á svona tölum geta menn gamnað sér við að reikna út hve margar tveggja her- bergja íbúðir í Reykjavík megi stað- greiða með þeim peningum. Staðreyndin er líka sú að eftir því íroqua ! of a g« cube's sMfÍtual jourfsijí m Europ«*s glanour giMs ean football tsrsi tRa goalsi the föuls! •4.on /turo fashion 8|f nau taulticulturöi looki i Croatia S Russia Fræg og rík: Björk Guðmundsdóttir og Kristján Jóhannsson. - Þau flúðu ís- lensku skattastefnuna. sem tekjurnar aukast þá minnkar skattbyrðin hjá mönnum í raun. Þetta segi ég sökum þess að rangt er að mínu mati að tala um skattbyrði sem „byrði“ nema í þeim tiifellum þar sem hún kemur beinlínis í veg fyrir að endar náist saman hjá fólki. Og þar fer á stjá annar raunveru- leiki sem blasir við fjölda fólks og hann þekkja margir hér. Nú tek ég fram að ekki þekki ég til fjármála þeirra einstaklinga sem að ofan er getið utan það sem lesa má um í blöðum. Og ekki vil ég agn- úast út í þá persónulega því mér er hlýtt til þeirra og gleðst yfir vel- gengni þeirra. Ég er líka að ræða þessi mál almennt. Það breytir þó ekki því að ef yfirvöld þessa lands sjá ástæðu til þess að ívilna eitthvað sérstaklega hinum frægu og vellríku umfram aðra og telja það réttlætis- mál hvað mega þá 60, 80 eða 100 þús- und króna mennirnir segja? Sé það sanngjarnt hlýtur að vera enn meiri sanngimi að hinir siðarnefndu, sem þurfa að lifa á sínum launum, sleppi við tekjuskatt. Og munum að hvað sem maðurinn er eða gerir í lífinu þá þarf hann ákveðna upphæð til að geta framfleytt sér og sínum. Á kjör- um manna að þessu leyti er sem kunnugt er gríðarlegur munur. Enski lagatextinn á uppleið Guðríður skrifar: í sjónvarpsfréttum nýlega var rætt við mann úr tónlistarheimin- um, m.a. um það að nú bæri meira á enskum lagatextum en áður. Á uppgangsárum íslenskra dægurlaga var viðburður að sungið væri á öðru máli en ensku. Síðan breyttist þetta og íslenskir dans- og dægur- lagatextar voru í fyrirrúmi. Nú er þetta að breytast aftur og enskur lagatexti er á uppleið á ný hér á landi. Ég hef velt fyrir mér ástæðunni því að ekki er enskan neitt meira í sviðsljósinu hér á landi núna frem- ur en endranær. Vinsælustu kvik- myndirnar t.d. eru enn sem fyrr flestar bandarískar. Ég tel að þessi breyting nú eigi sálrænar orsakir. Nú eru börn svo- kallaðrar 68-kynslóðar mjög áber- andi hópur í yngri kynslóðinni. Þessi hópur hefur verið dálítið af- skiptur uppeldislega. Mikið af for- eldrunum hefur svo til alfarið unnið úti og ekki verið til skiptanna við heimilishaldið. Þeir voru taglhnýt- ingar kommúnismans og aðhylltust þjóörembu og þeir sem dvöldu í Evr- ópu við nám eða slark sáu ekkert nema Evrópu. Enski og bandaríski heimurinn var nánast fordæmdur. Afkvæmin eru einfaldlega orðin leið á þessu mynstri foreldranna og snúa sér þvf í gagnstæða átt. Ensk- an á því greiðan aðgang hjá yngri kynslóðinni. Kannski er þetta ekki nákvæm- lega rétta skýringin en gæti verið eitthvað í þessa áttina. Fróðlegt væri að heyra meira um þessar vangaveltur. Líknarstöðin Kattholt Sigrfður Heiðberg skrifar: Kattholt hefur nú starfað sem líknarstöð á vegum Kattavinafélags íslands síðan 29. júlí 1991 en félagið á 20 ára afmæli að vori. í Kattholti hafa átt samastað þúsundir katta sem horfið hafa að heiman, svo og útigangskettir af höfuðborgarsvæð- inu öllu. Það er okkur, sem stöndum að Kattholti, mikil ánægja að finna hve vel starfseminni hefur verið tekið, enda löngu ljóst að fyrir hana var full þörf. Það hefur þó valdið okkur nokkrum áhyggjum hve mikil brögð eru að því að eigendur óskiladýra vitji þeirra ekki. Eins og gefur að skilja getur Kattholt ekki hýst óskila- dýr í það óendanlega og er því reynt að finna ný heimili fyrir dýrin. þjónusta allan sólarhringinn Aðeins 39,90 mínútan k eða hringid í síma 550 5000 milli kl. 14 og 16 Gæslumaður í Kattholti hlynnir að einu óskiladýranna. Það er því eindregin ósk okkar í Kattholti að eigendur tapaðra katta hafi samband við okkur vegna katta sem hafa fundist. Við viljum brýna fyrir kattaeigendum að merkja vel dýrin sín, það getur skipt sköpum. Nú hefur verið tekin í notkun í Kattholti ný álma sem jafnframt verður notuð fyrir viðbótarstarf- semi, svo sem fyrir flóamarkað, sýn- ingar o.fl. Fyrir þessi jól er efnt til jólabasars og er þar margt góðra muna. Allur ágóði rennur til styrkt- ar starfseminni í Kattholti. Velunn- urum Kattholts er hér með bent á að hafa samband við skrifstofu Katt- holts, t.d. hafi þeir eitthvað aflögu sem nýst gæti á slíkum markaði. I>V Flóðahættan yfirvofandi Kristján hringdi: Ég er undrandi á því að eng- inn í öllu almannavarnarbatterí- inu eða hjá Veðurstofunni skuli hafa minnst á alvarlega flóða- hættu hér í Reykjavík fyrr en jaröfræðingurinn Jón Jónsson benti á hana fyrir tilstilli DV. Okkur er sagt að vonandi verði ekki um annað að ræða en að vatn komi upp úr einhverjum skolpræsum. Gott og vel. En er eitthvað á það að treysta? Því vilja menn ekki gera viðeigandi og öflugar varúðarráðstafanir? Burt með tekju- skattinn Guðjón Magnússon hringdi: Ég held að segja megi með réttu að tekjuskatturinn hér á landi sé sá ósanngjarnasti sem finnst í kerfinu. Hann er vinnu- letjandi, hann stuðlar að skattsvikum í ríkum mæli og hann er þrúgandi klafi á öllum launþegum. Það hlýtur að vera hægt að koma skattkerfinu öðru- vísi fyrir. Best af öllu væri að skattar væru sem mest inni í vöruverðinu því þá er loks hægt að fara að hefja spamað. En það er kannski það sem ríkið vildi síst af öllu? Vitni vantar að ákeyrslu Hilmar Jónsson skrifar: Aðfaranótt laugardagsins 9. des. sl. var ekiö á bifreið mína, Hyundai Sonata árg. 94 þar sem hún var á stæði við Bessastaði. Ekið var á bifreiðina að framan- verðu og skemmdist m.a. hægra frambretti svo og stuðari og ljósabúnaður. Hugsanleg vitni að þessu eru vinsamlega beðin að gefa sig fram við ofanritaðan í síma 565-2499. Sjónvarpsfréttir á „Sky News“ Ingólfur hringdi: Ég var staddur sl. flmmtudag hjá kunninga mínum sem nær sjónvarpsstöðinni „Sky News“. Ég sá að það er varla hægt að bera saman þær erlendu fréttir við þær er manni eru skammtað- ar frá Sjónvarpinu og Stöð 2. „Sky News“ sýndi t.d. fréttir beint frá Bosníu og viðtöl við þarlent fólk og svo síðar viðtöl við Clinton, forseta Bandaríkj- anna, þar sem hann var á heim- leið frá París. Aðeins brot af þessu kemur í sjónvarpsfréttum hér, rétt eins og um stuttan út- drátt sé að ræða. Þetta er engan veginn viðunandi fréttaþjónusta. Við og þeir á vinnumark- aðnum Verkamaður skrifar: Hefur okkur, sem stundum lægst launuðu störfin, aldrei dottið það í hug að það verði aldrei neitt gert fyrir okkur lág- launastéttina? Við erum í verka- lýðsfélögum og kjósum fulltrúa til að gæta okkar hagsmuna. En hvernig ganga þeir frá samning- unum? Jú, skrifað upp á með þetta 3-5% launahækkun og ætl- ast til að fá þá samþykkta á með- an þeir sem samið er viö hækka sín laun um tugi þúsunda króna. Okkm er sagt að taka þessu þegj- andi og hljóðalaust því annars stefnum við þjóðarbúinu í hættu. Við eigum að heita lýðræðisþjóð og ég vona að við séum einnig það gáfuð þjóð að við stöndum saman og látum ekki oftar fara svona með okkur. Og málin verða aldrei lagfærð meö þessa verkalýðsforystu við samninga- borðin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.