Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1995, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1995, Síða 27
ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995 31 MENNING Ljóð Einars Más Skáldið sem fékk bókmenntaverðlaun Norð- urlandaráðs í ár sendir nú frá sér tvær ljóða- bækur, rétt eins og hann hóf skáldferil sinn. Önnur kom í minn hlut, og ber hún hæversk- legan undirtitil: „Ljóð eða eitthvað í þá áttina". Bókin skiptist í níu kafla, fjórir tugir ljóða alls. Og raunar bregður hér fyrir ljóðum úr verð- launabókinni Englar alheimsins. Þetta eru sundurleit ljóð, hér eru prósaljóð, sum eitthvað á aðra bls., svo nálgast stutta frá- sögn, töluvert ber á meðallöngum fríljóðum, þ.á m. er bálkur ástaljóða í flnlegum tón, meira gefið í skyn en sagt. Einnig eru örstutt ljóð af tagi snilliyrða (afórisma) eða orðaleikja, svo sem eftirfarandi, þar sem lokalínan er eins og útúrsnúningur úr miðlínunni: Bókmenntir Örn Ólafsson Búvísindi fyrir byrjendur I Það er augljóst mál: í þessu landi er ekki hægt að búa ef ekki er landbúnaður. Prósaljóðin bera mikinn keim af skipulegri rökræðu, en hnitast í hring, eftir skýringar er aftur komið að upphafinu. En hvaða form sem ljóðin hafa, þá ber mikið á markvissum sam- leik andstæðna,' m.a. nútímaþjóðfélags á ís- landi annars vegar, en fomsagna eða a.m.k. tímans fyrir sjónvarp hins vegar. Þetta er oft smellið, sérstaklega hreifst ég af prósaljóðinu „Arthur Rimbaud“. En sá upphafsmaður módemrar ljóðagerðar er m.a. frægur fyrir dul- arfullar setningar, sem Megas hefur sungið inn . í hjörtu íslendinga. Þær setningar skýrir Einar með myndbreyt- ingum íslenskra stjómmálamanna við tilkomu sjónvarps. Fullkomin andstæða þeirra er Egill Skallagrímsson, en þó tíðkast nú aftur litklæði: Arthur Rimbaud, orðin og stjórnmálin Við þekkjum hinar skáldlegu setningar Einar Már Guömundsson. Arthurs Rimbaud: „Ég er ekki ég, ég er annar“ og: „Ég hugsa ekki, ég er hugsaður". Getur ver- ið að orðin, verkfærin sem við notum til að tjá okkur, ráði í raun hvað við segjum? Erum við hugsuð fremur en að viö hugsum? Áður fyrr byggðist vald manna ekki síst á því hve leikn- ir þeir vom með orðin. Hinn menntaði maður hafði orðin á valdi sínu. Stjómmálamenn voru ræðuskörungar, ferskeytlan hvöss sem byss- ustingur og þar fram eftir götum. Allt snerist um orð. Hann er ekki ýkja merkilegur náungi en hann getur þó svarað fyrir sig. Hver kann- ast ekki við slíkar mælistikpr? Nú á dögum segjum við ekki um stjórnmálamanninn: „Hann er flugmælskur." Þess i stað segjum við: „Hann kemur vel fyrir í sjónvarpi." Hvernig hefði Egill Skallagrímsson komið fyrir í sjón- varpi? Hvernig væri hægt að markaðssetja hann? Væru ljóð hans vinsæl? Hér á árum áður lásu stjórnmálamenn íslendingasögumar og sóttu ræðunámskeið og héldu síðan glað- beittir út í kosningabaráttuna. Nú fara þeir aft- ur á móti í litgreiningu og sitja fyrir framan upptökuvélamar í skræpóttum skyrtum og jökkum, eins og glysgjarnir fornmenn. Geta þeir ekki sagt eins og Arthur Rimbaud: „Ég er ekki ég, ég er annar“ og: „Ég hugsa ekki, ég er hugsaður". Ljúkum þessu á stuttu ljóði, sem Einar spinnur úr náttúm íslands og orðalagi um skáldskap og speki, svo sem að „kafa djúpt" og „vera háfleygur". Þannig birtist skáldskapur í einhverju óræðu sambandi við líf íslendinga við sjávarsíðuna: Drög að skáldskaparfræðum Kannski koma orðin upp úr hafin einsog lífsbjörgin. Fiskar og fuglar, vængir og sporðar: þar á milli er maðurinn. Því dýpra sem ég kafa því hærra flýg ég. Einar Már i auga óreiðunnar Mál og menning 1995,95 bls. Aðgengileg íslandssaga ari nýju útgáfu er þannig mjög ítarlegur yfirlitskafli (rúmar fimm blaðsíður) sem nefnist „kvenréttindi" - en slíkt uppflettiorð var ekki að finna í fyrstu útgáfunni. í bókinni er að sjálf- sögðu mikið um mannanöfn, ártöl, staðarnöfn og aðrar slíkar upplýsingar. Á aðeins einum stað rakst undirritaður á að nafn hefði fallið niður og tengist það reyndar sögu DV. í upptalningu á ritstjór- um Vlsis vantar nafn Harðar Einarssonar sem ritstýrði blaðinu í rúmt ár (1979-1980). Hverju bindi fylgir heimildaskrá um ein- stök uppflettiorð og er það mikill kostur fyrir þá sem vilja leita frek- ari fróðleiks um ein- stök málefni. Nafna- skrá er sameiginleg fyrir allt ritið sem er skreytt fjölda mynda og teikninga. Þetta aðgengilega verk um sögu lands og þjóðar mun vafalaust reynast mörgum ómissandi handbók á komandi árum. Á áttunda áratugn- um kom út í tveimur bindum uppflettirit um sögu íslands á veg- um bókaútgáfu Menn- ingarsjóðs sem nú er aflögð. Þar var í stuttu máli sagt frá ýmsum helstu atburðum í sögu íslensku þjóðar- innar frá landnámsöld fram yfir miðja tuttug- ustu öldina. Þetta rit, sem gefíð var út öðru sinni á síð- asta áratug, bætti úr brýnni þörf og hefur orðið mörgum að gagni. Það á til dæmis við um blaðamenn sem oft þurfa í snar- heitum að fmna stað- reyndir um liðna at- burði. Við slíkar að- stæður kom þetta verk oft að góðum notum. Höfundurinn, Einar Laxness sagnfræðing- ur, hefur að undan- Einar Laxness. förnu endurskoðað þessa íslandssögu sína enn á ný og er hún nú komin á markað í þriðja sinn í mjög svo aukinni og endurbættri útgáfu, þótt formið sé hið sama og fyrr. Verkið er nú í þremur bind- um í stærra broti en áður, samtals 676 blaðsíð- Bókmenntir ur. Um sex hundruð uppflettiorð í þessari nýju útgáfu eru um sex hundruð uppflettiorð um helstu atburði, embætti, stofn- anir og deilumál í ríflega ellefu hundruð ára sögu íslensku þjóðarinnar. Margar hinna eldri greina. hafa verið endursamdar og sumar lengdar rækilega frá því sem áður var. Hér er Elías Snæland Jónsson því að finna mun ítarlegri upplýsingar um marga hluti en í fyrri útgáfum, auk þess sem getið er atburða síðustu ára eftir því sem við á. Breyttur tíðarandi hefur einnig haft nokkur áhrif á efnisval. Augljósasta dæmi um slikt er líklega umfjöllunin um málefni kvenna. í þess- ÍSLANDSSAGA Höfundur: Einar Laxness Útgefandi: Vaka-Helgafell Honse bouillon Fiske bouillon Svine kodkraft 0kse kodkraft sovs Alt-i-én teming -med smag, kulor og jævning ^ Gronsags bouillon Lamb STOCK CUBES Klar bouillon Sveppa- kraftur Alltaf uppi á teningnum! kraftmikið og gott 1 bragð!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.