Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1995, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1995, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995 9 Oboðnir gestir hjá fyrrverandi Bítli í London Þjófarnir gripu í tómt hjá Paul Innbrotsþjófar létu greipar sópa um heimili Pauls McCartneys, Bít- ilsins fyrrverandi, í Lundúnum í síðustu viku á meðan hann var í heimsókn hjá Lindu, eiginkonu sinni, á sjúkrahúsi þar sem hún hafði gengist undir aðgerð vegna krabhameins í brjösti. Paul sagði að einn starfsmanna sinna hefði komið að þjófunum og truflað þá við iðju sína. Þeir hefðu því flúið tómhentir. „Sem betur fer var ekkert verð- mætt tekið. Við ætlum að bæta ör- yggið en það er ljóst að svona nokk- uð er ekki til að bæta ástandið eins og á stendur," sagði Paul McCartn- ey við fréttamenn i gær. Hann hefúr átt hús þetta frá því á dögum Bítlanna og í því samdi hann lagiö She Came in Through the Bat- Paul McCartney hafði heppnina með sér. Símamynd Reuter hroom Window sem fjallar um það þegar aðdáendur hljómsveitarinnar brutust þar inn á sínum tíma og stálu mynd af foður hans. McCartney sagði að aðgerðin á Lindu hefði gengið að óskum en hnútur var tekinn úr brjósti henn- ar. Hann varaði fréttamenn við því að hann mundi kæra þá fyrir eftir- litsnefnd fjölmiðla ef þeir öngruðu hann og fjölskyldu hans. „Þetta er sá tími árs þegar vel- vildin ræður ferðinni. Ég óska blaðamönnum alls hins besta og ég vona að þeir gjaldi í sömu mynt. Ef þeir halda sig ekki til hlés tel ég að þeir verði fúndnir sekir um áreitni, eins og sakir standa, og ég lofa því að ég mun klaga þá fyrir fjölmiðla- nefndinni," sagði Paul McCartney. Reuter Öryggisvörður sendir burt fjölskyldur sem ætlaðu að sækja um vegabréf í New York í gær. Um 260 þúsund ríkis- starfsmenn urðu að sitja heima sem þýddi lokun fjölda ríkisstofnana. Símamynd Reuter Fjárlagadeilan í Bandaríkjunum enn í hnút: Um 260 þúsund ríkis- starfsmenn frá vinnu Fjárlagadeilan í Bandaríkjunum er enn í hnút og urðu 260 þúsund opinberir starfsmenn að vera heima í gær þar sem ekki var hægt að greiða þeim laun. Er þetta í annað sinn sem ríkisstofnanir hálflamast í Bandaríkjunum á tæpum mánuði en á þingi eru menn engu nær sam- komulagi um jöfhun fjárlagahallans á næstu sjö árum. Lokun opinberra stofnana hafði strax áhrif á verðbréfamarkaði í New York en vísitölur féllu meira en þær hafa gert síðastliðin fjögur ár. Fjármálasérfræðingar höfðu lengi varað við þessum neikvæðu áhrifum. Stuttu áður en verðbréfamarkað- ir lokuðu í gær hringdi Bill Clinton Bandaríkjaforseti í Bob Dole og Newt Gingrich. leiðtoga Repúblik- ana á bandaríska þinginu, í tilraim til að fá menn að samningaborðinu á ný og leysa fjárlagadeiluna. Bauðst Clinton til að hitta repúblik- ana án nokurra skilyrða en nefndi til vara aö hann mundi ganga að forsendum þeim sem óháð fjárlaga- skrifstofa þingsins hafði gefið út og Repúblikanar vildu styðjast við að því gefnu að heilsugæsluþjónustu og almannatryggingum yrði hlíft við niðurskurði. Dole Gingrich mun ætla að hitta forsetann í dag. Reuter Utlönd Heitasta árið Árið sem er að líða er það heitasta á öldinni ef mælingar alls staðar að af hnettinum eru skoðaðar. Meðalhiti við yfirborð jaröar er 0,4 gráðum hærri en á árunum 1961-1990. Heitasta árið til þessa var 1990, með 0,36 gráða hærri hita. Ritzau Innrammaðar jólagjafir Listaverkaeftirprentanir Sérverslun m/innrammaðar myndir eftir íslenska og erlenda listamenn. ítalskir rammalistar. Falleg gjafavara. Innrömmunarþjónusta Fákafeni 9 - Sími 581 4370 Venjultqtvetóii.jflftr Jólatilboð:1.9Mr Venjuleqt vetð: J9é0ft>- Jólatílboð: 1&.940, Opiðtil 22:00 Þríðjud-föstud - 8:00 Þorláksmessu -10:00-12:00 Aðfangadag LuXOR NÝ LÍNA '96 7045 Black Matríx glampalaus skjár, Nicam stereo, hraðvirkt textavarp, 400 lína upplausn. Hágæðasjónvarp með miklum myndgæðum. Kr. 1 09,900 slgr. C'mp \ Euro raðgreiðslur am y til allt að 36 mán. ^/Ís/T Visa raðgreiðslur til allt að 24 mán. SKEIFAN 7 - SIMI 533 2500

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.