Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1995, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1995, Qupperneq 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnatformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjóm, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu fonni og í gagnabönkum án endurgjalds. Kaleikur Alþingis Viö afgreiðslu Qárlaga ber Alþingi aö hafiia tillögu rík- isstjórnarinnar um að fresta gildistöku nýlegra laga frá því í vor um greiðslur bóta til þolenda afbrota. I assi til- laga er í senn ósiðleg og sýnir Alþingi um leið óvirðingu, því að bótagreiðslurnar eru nýkomnar í lög. Með tillögunni lætur ríkisstjórnin eins og Alþingi sé eins konar bjálfastofnun, sem viti ekki, hvað hún geri, heldur samþykki eitthvað út í loftið, sem síðan verði að draga til baka hálfu ári síðar. Með því að samþykkja frestunina væri Alþingi að staðfesta þetta niðrandi álit. Vel kann að vera, að Alþingi sé skipað bjálfum. En lög- in frá því í vor um greiðslur bóta til þolenda afbrota eru alls ekki dæmi um það. Þvert á móti eru þetta afar brýn lög, sem kosta lítið og eru í samræmi við tilfinningu þjóðarinnar fyrir því, hvað sé rétt og rangt. Fjárlagafrumvarpið er að venju fullt af óþörfúm og jafnvel hættulegum útgjöldum, sem Alþingi getur skorið brott, áður en röðin kemur að jafn sjáifsögðum þætti eðli- legs velferðarkerfis og þessar bótagreiðslur eru. Þær munu fela í sér 40-50 milljóna króna kostnað á ári. Ofbeldismenn, sem skaða fólk líkamlega eða andlega, eru yfirleitt ekki borgunarmenn fyrir skaðabótum, sem þeir eru dæmdir til að greiða fórnardýrum sínum. Reynslan sýnir, að þeir geta ekki eða vilja ekki greiða þessa peninga og komast yfirleitt upp með það. Ríkisvaldið hefur tekið sér hlutverk öryggisvarðarins í þjóðfélaginu. Fyrsta hlutverk ríkisins og raunar helzta afsökunin fyrir tilveru þess er, að það gæti öryggis borg- aranna inn á við og út á við. Það er til dæmis brýnna hlutverk en fræðsla, samgöngur og heilsugæzla. Þegar ríkið bregzt í hlutverki öryggisvarðarins, ber það að nokkru leyti ábyrgð á tjóni, sem fólk verður fýr- ir. Þetta öryggisnet er að vísu að umtalsverðu leyti fram- kvæmt með gagnkvæmum skyldutryggingum, en að öðru leyti er það réttilega á vegum opinberra aðila. Ekki er eðlilegt, að þolendur afbrota njóti ekki sama aðgangs að öryggiskerfmu og aðrir. Það er tilgangslítið að dæma ofbeldismenn til greiðslu bóta, sem þeir munu aldrei greiða. Þess vegna á ríkið að greiða þessar bætur sjálft og endurkrefja síðan afbrotamennina. Oft hafa þolendur afbrota skerta getu til að reyna að innheimta slíkar skaðabætur af ofbeldismönnum, hafa til dæmis ekki ráð á að borga innheimtustofu fyrir von- litlar Qárheimtutilraunir. Ríkið hefur hins vegar burði til að stunda slíkar innheimtur af hörku. Upphæðimar eru ekki háar á mælikvarða sameigin- legs sjóðs landsmanna. Samkvæmt lögunum eru há- marksbætur fyrir líkamstjón fnrnn mHljónir króna og hámarks miskabætur ein milljón króna. Fyrir missi framfæranda eru hámarksbætur þijár miUjónir. Með því að samþykkja lög um siðræna meðferð slíkra mála gaf Alþingi í vor fómardýrum ofbeldismanna von um, að byrjað yrði að greiða bætur í sumar sem leið. Sið- lítið dómsmálaráðuneyti Þorsteins Pálssonar fann sér króka til að fresta framkvæmdinni til áramóta. Siðlítil ríkisstjóm hyggst nú fá Alþingi til að bíta höf- uðið af skömminni með því að fresta framkvæmd lag- anna um ár í viðbót hið minnsta. Alþingi ber skýlaus sið- ferðisskylda til að neita að taka við þessum kaleik. Al- þingi á að láta lögin gilda eins og önnur lög í landinu. Alþingi rís að öðrum kosti ekki undir samanburði á þessum 50 milljóna króna útgjöldum og ýmsum hærri íjárlagaliðum, sem byggja á minni þörf og minna rétt- læti. Jónas Kristjánsson ,Báta- eða trilluútgerðin hefir aldrei notið neinnar opinberrar fyrirgreiðslu ... “ segir m.a. í grein Önundar í dag. Auðlindaskattsgrínið Hinn 17.11. fór fram fyrsta um- ræöa á Alþingi um þingsályktun- artillögu Þjóðvaka um skipun nefndar til undirbúnings frum- varps um auðlindaskattinn á Al- þingi en minni Alþýðuflokkurinn (AA) hyggst nú stela þeim glæp af litla Alþýðuflokknum (A). Að venju vildi enginn ræða um skattinn sjálfan, hversu hár hann skyldi vera, á hvaða fisktegundir skyldi leggja hann, hver skyldi greiða hann, hvort greiða skuli jafnháan skatt af úthafsveiðum, o.s.frv. „Kjami málsins" var þó að fela fiskiráðherranum fram- kvæmd málsins en hann hefir ver- ið vemdari endurgjaldslausrar út- hlutunar á framseljanlegum þorskkvótum undanfarin 6 ár meðan úthlutunin hefur hrapaö úr 350.000 tonnum í 150.000 tonn ár- lega vegna yfirgangs úthafsveiði- skipanna innan fiskilögsögunnar. Verðmæti „séreignarkvóta“ Þetta era skipin sem aldrei þurftu né áttu að fá neina úthlut- un því að þau gátu sótt allan sinn afla utan fiskilögsögunnar. Verð- mæti þorskkvótanna á þessu fiski- ári á leigukvótaverði 95 kr/kg nemur 14.250 milljónum, og hefir margur þurft að sætta sig við minni árlegar jólagjafir til vina sinna eöa vandamanna. Verðmæti varanlegra „séreign- arkvóta" er nú um 500 kr/kg sem samsvarar 75 milljarða „séreign". Þessa „séreign" vilja bankamenn nú fá samþykki Alþingis til að „eigendurnir" megi veðsetja bönk- unum sem þannig fá heimild til að framselja kvótana sem eins konar „brókerar" áfram til nýrra út- gerða eftir eigin geðþótta. Þá fer þessi „sameign þjóðarinnar allr- ar“ að verða harla lítils virði. Samtals hefir núverandi fiski- ráðherra þannig á 6 áram úthlut- að „leigukvótum" að verðmæti 85.500 milljónum, 85,5 milljörðum miðað við núgildandi verðlag á leigukvótum og að úthlutað hafi verið 150.000 tonnum árlega en Kjallarinn Önundur Ásgeirsson fyrrv. forstjóri Olís magnið var í raun tvöfalt meira fyrstu árin. Tap þjóðarbúsins Fiskiráðherrann steig í pontuna til að lýsa þeirri hagræðingu sem átt hefði sér stað í útgerðum, aðal- lega með sameiningu í stærri út- gerðareiningar með marga djúp- veiði- og frystitogara, en hann leiddi hjá sér að rökstyðja í hverju þessi hagræðing væri fólgin. Þessi ófullnægjandi málflutningur var tekinn gildur af öðrum ræðu- mönnum í umræðunni. Það er nefnilega staðreynd að þessi stóra veiðiskip era miklu óhagkvæmari í rekstri en minni veiðiskipin og væri nauðsynlegt að fram færi hlutlaus athugun á hagkvæmni milli veiðiaðferða og veiðiskipa af mismunandi gerðum. Báta- eða trillubátaútgerðin hef- ir aldrei notið neinnar opinberrar fyrirgreiðslu, en djúpveiðiskipun- um hefir verið hleypt inn í fiskilögsöguna til að drepa niður allt, sem áöur var þar fyrir. Hversu miklu tjóni hefir djúp- veiðiflotinn valdið fiskveiðum og fiskvinnslu í landi síðan kvóta- kerfið var sett á 1984? Og í annan stað: Hversu miklu tjóni hefir fisk- veiðistjómunin valdið til varan- legrar frambúðar á rétti íslands til fiskveiða á úthafinu, með því að beita djúpveiðiflotanum innan fiskilögsögunnar í stað þess að afla sér veiðireynzlu á úthafmu og í Norðurhafinu? Þetta eru þegar orðnir fleiri hundrað milljarðar. Miðað við að 100 djúpveiðiskip hefðu hvert veitt árlega á úthafinu fyrir 400 milljónir á ári, eða 40 milljarða árlega sl. 12 ár, væri þetta 480 milljarðar frá því kvót- amir vora teknir upp í ársbyijun 1984. Þetta er beint tap þjóðarbús- ins af úthlutun kvóta til út- hafsveiðiskipanna, því að önnur minni og hagkvæmari skip hefðu náð sama árangri og með um- hverfisvænum veiðiaðferðum inn- an fiskilögsögunnar. Framtíðina er ekki enn hægt að spá um, en augljóst er að hags- munum íslands hefir verið spillt með rangri fiskistjómun og and- varaleysi um framtíðcirhagsmuni Islands til fiskveiða á úthafinu. Á meðan hafa Norðmenn haldið áfram að vaða yfir augljósan rétt Islands. Þýlyndið í nomænu sam- starfi hefir veriö dýrt fyrir ísland. Menn verða að standa á rétti sín- um, annars glatast hann Önundur Ásgeirsson „Framtíöina er ekki enn hægt aö spá um en augljóst er aö hagsmunum íslands hef- ur veriö spillt með rangri fiskistjómun og andvaraleysi um framtíðarhagsmuni ís- lands til fiskveiða á úthafmu.“ Skoðanir annarra Skaðlegt samkeppninni „Það hefur vakið furðu mína hvemig risamir á matvöramarkaðinum, eins og tímaritið Frjáls versl- un kallar Hagkaup og Bónus, hafa komist upp með það í nokkrar vikur á hveiju ári að niðurgreiða bækur og beinlínis selja þær á lægra verði en ætla má að þeir borgi fyrir þær hjá útgefendum.... Sam- keppnisráð kýs að aöhafast ekkert í máli þessu.... Að leyfa stórmörkuðum í krafti stöðu sinnar að selja bækur án álagningar hefur á hinn bóginn ekkert með frjálsa samkeppni að gera og er að minu áliti beinlínis skaðlegt samkeppni á hinum íslenska bókamarkaði." Ámi Vilhjálmss. hrl. í Mbl. 16. des. Valkostir í heilbrigðiskerfinu „Viðleitni stjórnvalda til þess að koma böndum á kostnað við heilbrigðisþjónustuna hefur kostað mik- il átök í allmörg undanfarin ár.... En nú er ástæða til að spyija, hvort ekki sé komið á endapunkt í þeim aðferðum, sem beitt hefur verið til þessa. . . . Það er ekki endalaust hægt að gera kröfu um það að starfsfólk spítalanna skeri niður. En það er heldur ekki hægt að horfa á kostnað við heilbrigðisþjónust- una vaxa okkur yfir höfuð á örfáum árum. Þess vegna verður að leita nýrra leiða og ræða í alvöru kosti, sem menn hingað tU hafa talið fráleita en eru það kannski ekki eins og nú horfir." Úr forystugrein Mbl. 17. des. Á mörkum alræðisins „Þrískipting ríkisvaldsins var þannig hugsuð að þættir hennar, löggjafarvald, dómsvald og fram- kvæmdavald, væra óháðir hver öðrum og hefðu þar af leiðandi eðlilegt eftirlit með hinum. Þessi eftirlits- þáttur hefur aldrei verið virkur hér á landi, því framkvæmdavald og löggjafarvald hafa verið sama aflið. Framkvæmdavaldið kallar á þau lög sem því sýnist og ef þingið er í sumafríi og ekki til staðar til að kvitta á gjöminginn setur það bara brábirgðalög. Þetta er á mörkum alræðisins, góðir borgarar." Magnús Ámi Magnússon í Helgarpóstinum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.