Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1995, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995 Fréttir Ruddust inn i Búnaðarbankann á Vesturgötu og öskruðu: Þetta er vopnað rán Sameiginleg vatnsveita Þrjú sveitarfélög á höfuðborg- arsvæðinu; Kópavogur, Hafnar- fjörður og Garðabær, hafa til at- hugunar að sameinast um nýja vatnsveitu, m.a. vegna hækkun- ar á verði vatns frá Vatnsveitu Reykjavíkur. Skv. Sjónvarpinu er um álitlegan kost að ræða. Djúpstæður ágreiningur Ríkisstjómin mun í dag fjalla um þá ákvörðun ESB að túlka EES-samninginn þannig að hann nái til viðskipta með sjávaraf- urðir. Djúpstæður ágreiningur er um málið milli ESB og EFTA. Sjónvarpið greindi frá. Gigtin kostar sitt Áætluð útgjöld hins opinbera vegna meðferðar gigtarsjúkiinga eru um 7 milljarðar eða 20% af útgjöldum heilbrigðiskerfisins. Tíminn greindi frá. Áætlun samþykkt Alþjóðaflugmálastofnunin hef- ur samþykkt viðbúnaðaráætlun flugmálastjórnar fyrir íslenska flugstjórnarsvæðiö. Til áætlun- arinnar var gripið í kjölfar upp- sagna 82 flugumferðarstjóra. Komugjöld hækka Komugjöld á heilsugæslu- stöðvar og til sérfræðinga verða hækkuð um 17 til 50% sam- kvæmt tillögum heilbrigðisráð- herra. Stöð tvö greindi frá. Tekist á um neyftarlínu Fyrirhuguð framkvæmd laga um neyðarlínuna sætti harðri gagnrýni hjá stjórnarandstöð- unni á Alþingi í gær. M.a. var gagnrýnt að einkafyrirtæki skuli fá aðgang að upptökum á trúnað- arsamtölum milli fólks og lög- reglu. Tíminn greindi frá. Lög um snjóflóðamál í gær voru samþykkt lög á Al- þingi sem færa yfirstjórn snjó- flóðamála frá félagsmálaráðu- neyti til umhverfisráðuneytis. í framtíðinni verður það í valdi Veðurstofu íslands að ákveða hvenær hættusvæði skuli rýmd. -kaa - segir Leifur H. Jósteinsson útibússtjóri „Þeir ruddust inn með miklum hávaða og öskruðu: Þetta er vopnað rán. Ég var staddur inni á skrifstofu minni baka til og áttaði mig ekki al- veg á alvörunni í fyrstu.' Þegar ég svo sá einn mannanna stökkva yfir skenkinn með hníf í hendi fór ekki milli mála að hér var alvara á ferð- um,“ segir Leifur H. Jósteinsson, útibússtjóri Búnaöarbankans á Vesturgötu, í samtali við DV. Leifur sagði greinilegt af öllum tiltektum mannanna að þeir hefðu skipulagt ránið vel og farið fag- mannlega að ef svo mætti taka til orða. Þó benti margt til að þeir hefðu hikað í fyrstu fyrir utan bank- ann áður en þeir létu til skarar skríða. Haglabyssumaðurinn stjornaði „Þeir hræddu fólkið með látunum og gengu svo mjög skipulega til verks. Einn, sá með haglabyssuna, virtist stjórna aðgerðum og hann beið fyrir framan skenkinn meðan hinir tveir fóru inn fyrir og brutu upp skúffur hjá fjórum gjaldkerum. Þetta tók varla meira en eina mín- útu og svo voru þeir á bak og burt,“ segir Leifur. Hann telur að báðir mennirnir, sem fóru inn fyrir afgreiðsluborðin, Stuttar fréttir Bankaræningjarnir komu á þessum bíl. Hann var síðan skilinn eftir f gangi fyrir utan bankann. I Ijós kom að bíllinn var stolinn. DV-mynd Brynjar Gauti hafi verið vopnaðir hnífum. Gjald- kerarnir náðu ekki að hringja neyð- arbjöllunum enda óráð að reyna að óhlýðnast skipunum vopnaðra manna. Hann hefði hins vegar náð að hringja og það gerði einnig Eyjólfur Einarsson sem staddur var úti. „Þetta voru ungir menn þótt erfitt væri að átta sig á aldri þeirra í sam- festingunum og með lambhúshet- turnar. Ég giska á að þeir hafi verið um eða rétt yfir tvítugt. Þeir voru mjög vel þjálfaðir sem sést af því að þeir undu sér yfir afgreiðsluborðin eins og ekkert væri,“ segir Leifur. Leifur vill ekki segja hve miklu hafi verið stolið en þó er ljóst að um töluverða upphæð var að ræða enda fjórar gjaldkeraskúffur tæmdar. Hann sagðist álíta að mennirnir hefðu valið mánudagsmorgun til ránsins vegna þess að þá er minnst mannaferð í bankanum. Hins vegar gætu verið meiri fjármunir þar seinnipart daganna en þá væri erf- iðara um vik að athafna sig vegna fjölda viðskiptavina. Búnaðarbankinn við Vesturgötu er opinn í dag og engar ráðstafanir gerðar til að herða öryggisgæslu þar. Leifur sagðist ekki eiga von á sömu mönnunum tvisvar. Hann taldi þó álitamál hvort ekki bæri að gæta öryggis betur í bönkum í fram- tíðinni. Til þessa hefði verið stefna að opna afgreiðslurnar en ef ráns- menn færðu sig upp á skaftið yrði að setja þar upp meiri hindranir en nú eru. -GK Skipuðu okkur að horfa niður í gólfið - segir Ólafur G. Björnsson „Þeir skipuðu okkur að horfa nið- ur í gólfið. Ég fór eftir því og þess vegna sá ég lítið hvað ræningjarnir aðhöfðust. Þeir voru þó á ferð og flugi og með skipanir til starfsfólks- ins,“ segir Ólafur G. Björnsson, einn viðskiptavina Búnaðarbank- ans á Vesturgötu, í samtali við DV. Ólafur var einn þriggja viðskipta- vina sem staddir voru í bankanum þegar þrir grímuklædir og vopnaðir menn ruddust þar inn um klukkan hálfellefu í gær. „Ég var seinn að átta mig á því sem var að gerast, hélt reyndar fyrst að þetta væri grín enda ekki vanur svona uppákomum. Svo sá ég að þetta var alvara og sat bara, enda vissi ég að það þýddi ekkert að vera að hreyfa sig,“ segir Ólafur. Ólafur sagði að mennirnir hefðu ekki haft hátt þrátt fyrir umstangið. Honum og öðrum viðskiptavinum var heldur ekki ógnað beinlínis þótt þeim hafi staðið beygur af vopnum ræningjanna. „Mönnum dettur í hug eftir á að það hefði mátt gera eitthvað til að stöðva mennina en það er auðvitað eins og hvert annað óráð að hugsa um slíkt,“ sagði Ólafur. -GK Virtust vera menn um tvítugt - segir Eyjólfur Einarsson sem hringdi á lögregluna „Af hreyfmgum mannanna virt- ist mér sem þeir væru um tvítugt. Það er þó erfitt að átta sig á slíku enda mennimir með lambhúshett- ur á höfðum og í vinnugöllum," segir Eyjólfur Einarsson listmál- ari en hann sá bankaræningjana fara inn í Búnaðarbankann á Vesturgötunni hringdi á lögregl- una. Ég var staddur á gangstéttinni gegnt bankanum þegar ég sá mennina koma út úr lítilli Toyotu og fara inn í bankann. „Ég sá að einn var með hagla- byssu og áttaði mig á að hér var alvara á ferðum. Ég hljóp því inn til mín og hringdi í lögregluna,“ segir Eyjólfur. Að því búnu hugðist hann fara út aftur og ná númerinu á bllnum en þá voru bankaræningjamir á bak og burt og höfðu skilið bílinn eftir í gangi. „Mér brá illilega að sjá þetta. Svona gerist bara í bíómyndmn. Þetta var greinilega þrautskipu- lagt rán,“ sagði Eyjólfur. -GK Afrek Berts er efst á bóksölulista DV: Hefðum getað selt meira - ef upplagiö hefði ekki klárast - segir Benedikt Kristinsson, sölustjóri Skjaldborgar Ein ný á lista „Við prentuöum í upphafi rúm- kláraðist í nokkrum verslunum í lega sex þúsund eintök af bókinni síðustu viku, til dæmis í Hagkaupi og bjuggumst hálfpartinn við því að og Bónusi og því höfum við látið það myndi duga. Afrek Berts prenta 2.500 eintök til viðbótar," Listi HX23 yfir söluhæstu bækur 1. (2.) Afrek Berts - Jacobsson & Olsson 2. (1.) Karlar eru frá Mars, konur eru frá Venus - John Gray 3. (7.) María, konan bak við goösögnina - Ingólfur Margeirsson 4. (5.) Ekkert að þakka - Guörún Helgadóttir 5. (10.) Hin hljóöu tár - Sigurbjörg Árnadóttir 6. (6.) Áfram Latibær - Magnús Scheving i 7. (8.) Sex augnablik - Þorgrímur Þráinsson M ' Mi 8. (3.) Útkall, íslenska neyðarlínan - Óttar Sveinsson 9. (4.) Vilhjálmur Stefánsson landkönnuður - William Hunt 10. (-) Ufsilon - Smári Freyr og Tómas Gunnar sagði Benedikt Kristinsson, sölu- stjóri hjá Skjaldborg, fyrirtækinu sem gefur út bókina Áfrek Berts sem er í fyrsta sæti á bóksölulista DV. „Bókin Enn fleiri athuganir Berts, sem er í sama bókaflokki, var meðal söluhæstu bókanna í fyrra og því kemur þéssi mikla sala okkur í raun ekki á óvart," sagöi Benedikt. í öðm sæti listans er bókin Karl- ar eru frá Mars, konur eru frá Ven- us, eftir John Gray sem var í fyrsta sæti listans i síðustu viku og þvi ljóst að hún verður með söluhæstu bókum á jólavertíðinni. María, konan bak við goðsögnina er í þriðja sæti og er því efst hvað varðar bækur sem eru almenns eðl- is, en Ingólfur Margeirsson er höf- undur hennar. „Það sem gleður mig aðallega er hve bókin hefur verið á góðu róli og stöðugu á bóksölulist- um undanfamar vikur, sem bendir til þess að hún nái góðri heildarsölu þegar upp er staðið," sagði Ingólfur Margeirsson, höfundur bókarinnar um Maríu. „Ég bjóst reyndar við því að bók- in ætti góða möguleika á því að verða ein af metsölubókum ársins, því saga Maríu er mjög sérstök og hún sjálf mjög heillandi persóna," sagöi Ingólfur. Bók Guðrúnar Helgadóttur, Ekl ert að þakka, er í fjórða sæti og Hi hljóðu tár, sem skrásett er af Sigu björgu Ámadóttur, er í fimmta sæ listans. Hún var áður í tíunda sæ inu. Ein ný bók er á lista D1 Ufsilon eftir ungu piltana Smár Frey og Tómas Gunnar, en hún er 10. sætinu. Bækurnar Útkall, í; lenska neyðarlínan og Vilhjálmr Stefánsson, Landkönnuður hrap um nokkur sæti á listanum mil vikna. Þær bækur, sem komust næst þi að vera á listanum yfir 10 me: seldu bækur síðustu viku, eru Mil vonar og ótta eftir Þór Whiteheai Pála eftir Isabel Allende og Hraui fólkið, bók Björns Th. Björnssonar Bókaverslanirnar, sem taka þátt sölukönnun DV, eru: Hagkaup; verslanir í Skeifunni og Kringlunn á Akureyri og í Reykjanesbæ, E; mundsson verslanirnar, Penninn Hallarmúla, Bókaverslunin Sjáva borg í Stykkishólmi, Bókabú Brynjars á Sauðárkróki, Bókabú Sigurbjörns á Egilsstöðum, Kaupf lag Árnesinga á Selfossi og Bókabú Kefiavikur í Reykjanesbæ. -í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.