Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1995, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1995, Side 21
ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995 25 Mennincr Islenskur Bond? Miðaldra, fráskilinn rithöfund- ur er fenginn til að skrifa ævisögu Herjólfs Hrólfssonar, þekkts og umdeilds athafnamanns. Verkefn- ið tekur hann að sér með mikilli ólund enda með eindæmum hrokafullur þrátt fyrir misheppn- aðan rithöfundarferil, finnst það vera fyrir neðan virðingu sína að skrifa það sem hann kaliar „sölu- hæfa þjóðarlygi". (12) En hann er staurblankur og á fárra kosta völ. Verkið hefur hann með takmörk- uðum áhuga en fyrr en varir gríp- ur efnið hann heljartökum og þótt Herjólfur bakki út og neiti sam- starfi heldur rithöfundurinn ótrauður áfram. Hann grunar Herjólf um dularfull og vafasöm umsvif og leitin að lyklinum að þeim leyndardómi leiðir söguhetj- una út fyrir landsteinana. Þar kemst hann í tæri við glæpona og í lok bókar situr hann fastur í gildru vondu karlanna og bíður óhugnanlegs dauðdaga. Bókmenntir Sigríður Albertsdóttir Þannig er söguþráðurinn í gróf- um dráttum í nýjustu bók Egils Egilssonar, Sendiboðum úr djúp- unum, sem samkvæmt fyrirheit- um á bókarkápu er bæði mergjaö- ur og spennandi. Fyrsta setning bókar gefur manni tilefni til að ætla að svo sé: „Jarðarför mín hef- ur þegar farið fram í kyrrþey án óskar hins ólátna.“ (7) Þessi kald- hæðni útúrsnúningur á þekktri tilkynningu segir lesandanum þegar í upphafi hvernig fer fyrir aðalhetjunni sem lýkur sögu sinni fjarri mannabyggð og án vonar um björgun. En lesandinn sem er þegar gripinn vissri forvitni má bíða fram í miðja bók eftir að sag- an fari á almennilegt skrið. Fram að því hefur hann mátt þola lang- dregnar lýsingar á æskuslóðum aðalpersónanna, kryddaðar lýs- ingum á fólki og atburðum sem koma framgangi sögunnar lítið við og bæta engum litum við hin- ar lítt upplífgandi aðalpersónur, Herjólf og rithöfundinn Sigurjón. Sigurjón er beisk og bitur týpa sem hefur bitið af sér heiminn Reykjavíkurmót í sveitakeppni Lokið er Reykjavíkurmóti í sveitakeppni með þátttöku 15 sveita en fjórar þeirra kepptu sem gestasveitir. Mótið var keppni um silfurstig, und- ankeppni á íslandsmót og keppni um Reykjanestitilinn. Lokastaða efstu sveita varð þannig: 1. Ólafur Steinason 284 2. Erlendur Jónsson 268 3. Jakob Kristinsson 262 Spilarar í sveit Ólafs voru, auk hans, Sigfinnur Snorrason, Runólfur Jónsson, Guðjón Bragason, Sveinn R. Þorvaldsson og Vignir Hauksson. f keppni um Reykjanestitilinn varð meiri- hluti sveitarinnar að vera úr bridgefélagi af Reykjanesi. Þar varð sveit Erlends Jónssonar hlutskörpust með 268 stig. Með honum í sveit voru Þröstur Ingi- marson, Þórður Björnson, Sig- tryggur Sigurðsson og Hjördís Sigurjónsdóttir. f undankeppni á fslandsmót komust eftirfarandi sveitir inn í undanúrslit: 1. Dröfn Guðmundsdóttir 258 2. Flutningsmiðlun Jónar 246 3. Roche 231 4. Valur Símonarson 228 5. Guðfinnur KE 220 -ÍS með kerskni og gálgahúmor en stíllinn einkennist einmitt af þeim húmor sem er skondinn fyrst en þreytandi til lengdar og óskemmti- legum líkingum á borð við: „Við sjáumst, segi ég eins og stúlka í dömubindaauglýsingu" (144) eða „Röddin í honum var hás og lífs- reynd, styrk, eins og hún kæmist ekki fýrir í ljósleiðurum símans, en full af þverköstum, eins og pysjan á sínu fyrsta flugi, sem hef- ur til þess vængina að fleyta sér áfram, en ekki stélið að stýra sér.“ (29) Vaðall í þessum anda drekkir bæði sögu og persónum en þó tek- ur sagan smákipp þegar hetjan er að flækjast í útlöndum. En maður verður kannski fyrst og fremst hlessa að sjá hvernig hinn mis- heppnaði og skeytingarlausi rit- höfundur umbreytist á augabragði í kattliðugan og ráðagóðan spæj- ara sem kemst að stórhættulegum áformum vondra karla og lendir í hremmingum sem hvaða hetja al- mennilegra spennusagna gæti ver- ið fullsæmd af. Trúandi upp á James Bond en passar síður við hinn íslenska. Það er illa undir- byggð og ekki sannfærandi stefnu- breyting að maður sem fram til þessa hefur verið sama um allt og alla nema helst sjálfan sig sé Egill Egilsson. skyndilega tilbúinn að fóma lífinu fyrir dularfullt leyndarmál. Sendiboð úr djúpunum á ekki bara að vera spennusaga heldur einnig þroskasaga rithöfundarins sem áttar sig á þvi að sagan sem hann er að skrifa er ekki sist saga hans sjálfs en vegna þess hve yfir- borðskennd og klisjukennd per- sónan er verður sjálfsleitin ekki sannfærandi. Það vantar í hann sársaukann og átökin sem fylgja slíkri leit og orðræða hans ein- kennist alltaf af gálgahúmor sama hvernig aðstæður eru. Húmorinn notar hann til að verjast fólki og gengur það ágætlega upp meðan hann er enn á meðal manna en síður þegar hann stendur ber- skjaldaður andspænis þjáningar- fullum dauða. Aðstæðurnar sem hann býr við undir lokin gætu fengið hvaða harðjaxl sem er til að ganga af göflunum en okkar mað- ur hristir af sér angistina og ótt- ann og gantast fram í rauðan dauðann! EgOl Egilsson leggur upp með fint plott og efni í dúndur spennu- sögu sem er í meðfórum hans afar óspennandi. Hröð atburðarás er kannski ekki ein aðalforsenda góöra spennusagna en hún spillir ekki fyrir. Persónur í góðum spennusögum höfða til samúðar- innar og manni er ekki sama hvernig þeim reiðir af. Persónur Egils hafa engin slík áhrif, örlög þeirra skipta engu máli. Góðar spennusögur halda manni óslitið við efnið. Það gera Sendiboð úr djúpunum ekki. Sendiboð úr djúpunum Egill Egilsson Iðunn 1995 JVC Hönnuður gr-AX400 VIDEOMYNDAVÉL ÁRSINS VHS VHS Jólagjöf fjölskyldunnar Helstu eiginleikar JVC GR-A400EG 0 0 0 Innbyggt Ljós, sjálfvirkt / handvirkt. Sjálfvirk kyrrstaða Klippitölva með 8 minnum. Vinnur með öllum betri myndbandstækjum. Þráðlaus fjarstýring 0 Textagerð. 0 12 x Aðdráttur - ZOOM 0 2 LÚX, mjög Ijósnæm. 0 Ótrúlega lítil og létt. Fylgihlutir: Rafhlaða. snælduhylki, axlaról, afritunarkapall, tvöfalt hleðslutæki með afhleðslu, þráðlaus fjarstýring. Útsölustaðir: JVC Myndavélar frá kr: 49.900.-, stgr. FACO Tækniverslun Faxafen 12, sími: 588-0444 /w oma Uesmó/ó/in! V( Þá verður allt strokið og fínt með straujárni frá... Meo eoa án snúru. Uðari, aukagufa og viSloðunarfrír botn. Snúrugeymsla í undirstcx Gufustraujárn 1470 EmeleraSur botn (Supergliss Actif, Tefal einkaleyfi). ViSloSunarfrír, einstakir eiginleikar rennur létt á taui. Leikur einn aS þrífa. Stillanlegt gufumagn, 5-30g/mín. Uounarmöguleiki Fallegt útlit fer vel í hendi. VERÐ: Gufustraujárn TE 1600 EmeleraSur botn (Supergliss Actif, Tefal einkaleyfi). ViSloSunarfrír, einstakir eiginleikar rennur létt á taui. Leikur einn aS þrífa. Stillanlegt gufumagn, 5-30g/mín. Uounarmöguleiki Fallegt útlit fer vel í hendi. TEFAL -ekki bam straujám! BRÆÐURNIR Lágmúla 8, Sími 553 8820 Umboðsmenn um land allt Reykjavík. Byggt og Búið, BYKO Skemmuvegi og Hringbraut, Hagkaup. Mogasín. Reykjanes BYKO Hafnarfirði, Rafmætti Hafnarfirði, Stapafell Keflavík, Rafborg Grindavík. Vesturland Málningarjsjónustan Akranesi, KF Borgfirðinga Borgarnesi, Blómsturvellir Hellissandi, Guðni E. Hallgrímsson Grundarfirði, Ásbúð Búðardal. Vestfir&ir Geirsevrarbúðin Patreksfirði, Straumur Isafirði, Rafverk Bolungarvík. Noröurland KF Steingrímsfjarðar Hólmavík, KF V Húnvetninga Hvamsstanga, KF Húnvetninga Blönduósi, Skagfirðingabúð Sauðárkróki, KEA Byagingavörur Lónsbakka Akureyri, KEA Ctarvík, KEA Sialufirði, KF Þingeyinga Húsavík, Urð Raufamöfn. AustuHand Sveinn Guðmundsson Eailsstöðum, KF Vopnfirðinga Vopnanrði, Stál SevðisfirSi, Verslunin Vík NeskaupsstaS, KF Fáskrúðsfjarðar FáskrúSsfirði, KASK Höfn Suðurland Jón Þorberasson Kirkjubæjarklaushi, Mosfell Helíu, Brimnes Vesfmannaeyjum, Árvirkinn, Selfossi, Rás Þorlákshöfn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.