Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1995, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1995, Blaðsíða 36
FR ÉTTAS KOTID SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í stma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER 550 5000 MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER Frjálst,6háð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995 Langholtskirkja: Enn sýður upp úr milli prests og organista „Ég er að fara á fund þar sem þessi mál gætu skýrst,“ sagði Jón Stefánsson, organisti og kórstjóri í Langholtskirkju, í samtali við DV í morgun. I gær sauð enn upp úr í samskipt- um hans og sóknarprestsins, séra Flóka Kristinssonar. Mun Jón hafa hótað því að leika ekki við aftan- söng á aðfangadag. „Jón telur sig vera listamann. Listamenn telja líka að þeim leyfist að segja eitt og annað og gera eitt og annað i krafti þess að þeir séu til- finninganæmari en annað fólk. "Ánnars er best að þú talir við Jón um þetta,“ sagði séra Flóki Kristins- son í morgun. „Því miður eru aftur komnar upp væringar með þeim presti og org- anista. Þetta mun hafa komið upp í gær en ég veit enn of lítið um málið til að úttala mig um það. Það verð- ur haldinn sóknarnefndarfundur um málið í dag,“ sagði séra Ragnar Fjalar Lárusson, prófastur í Reykja- vík, en hann var sáttasemjari í deilu þeirra Jóns og Flóka sem sett var niður í sumar er leið. -S.dór Prestsembættið að Staðastað: Alltaf ósk um kosningu - segir Guðjón Skarphéðinsson „Almennar prestskosningar hafa tíðkast frá 1987 og verið vinsæl skemmtun í sveitum landsins. Hver sá sem les lög og er sæmilega glögg- ur veit að óskin er sú að alltaf og ævinlega verði almennar prests- kosningar. Með tilliti til þess að ég kom til landsins laugardaginn fyrir prestskosningarnar er ekkert eðli- legra en að fólkið vilji kjósa aftur,“ segir Guðjón Skarphéðinsson, guð- fræðingur í Kaupmannahöfn. DV greindi frá því í gær að 80 manns hefðu skrifað á lista og af- hent biskupi til að mótmæla því að Guðjón yrði prestur að Staðastað en hann sigraði Braga Benediktsson, prest á Reykhólum, í prestskosning- um í byrjun desember. Talið er að mótmælin megi rekja til þess að Guðjón var viðriðinn svokallað Geirfinnsmál á sínum tíma. -GHS Skatan 99 kr. „Við ætlum okkur að kynna tindaskötuna fyrir fólki og lækkum hana því úr 450 kr. kg í 99 kr. kg,“ segir Kristján Berg Ásgeirsson, fisk- sali hjá Fiskbúðinni Vör í Höfða- bakka. Vör og Fiskbúðin Árbjörg í JL-húsinu munu bjóða skötuna á þessu verði á morgun. -sv L O K I Hnífur bankaræningjanna fundinn en sjálfir leika þeir lausum hala: Horfði skelkaður inn í byssuhlaupið - segir Erlendur Guðjónsson, viðskiptavinur í bankanum, þegar ránið var framið : 1 Bankarán var framíð í Búnaöarbankanum á Vesturgötu kl. 10.23 mánudagsmorgun Sporhundur lögreglunnar tapaði slóðinni i Garðastr. Bíll meö hníf ræningjanna fanst við Blómvallag. I gærkvöldi Tjörnin f „Þeir ruddust þarna inn og allt í einu horfði ég inn í hlaupið á haglabyssunni. Það tók mig sek- úndubrot að átta mig á hvað var að gerast. Þá lagðist ég í gólfið eins og ræninginn skipaði. Það dettur engum í hug að bera sig á móti við þessar aðstæður,“ segir Erlendur Guðjónsson járnsmiður, einn við- skiptavina Búnaðarbankans á Vesturgötu þegar hann var rænd- ur í gær. Ræningjarnir komu að bankan- um laust eftir klukkan tíu í gær- morgun. Þeir voru á grárri Toyota Corolla bifreið sem þeir óku upp að aðaldyrum bankans. Sjónar- vottar segja að þeir hafi hikað þar stuttu stund og kíkt inn um glugg- ana. Þá var látið til skarar skríða og þegar klukkan var 10.23 voru skúffur gjaldkeranna brotnar upp. Ránið tók varla nema eina mín- útu og á þeim tíma náðu ræningj- arnir að hrifsa til sín vel á aðra milljón króna. Lögreglan vill ekki staðfesta nákvæmlega hve miklum peningum þeir náðu en það mun hafa verið um ein og hálf milljón. Það var allt sem í peningaskúffun- um var. Lögreglan fann í gærkvöldi Toyota-bifreiö sem talið er að mennirnir sem rændur útibú Búnaðarbankans við Vesturgötu hafi notað við flóttann eftir ránið. í bílnum fannst hnífurinn sem þeir notuðu við ránið. Lögreglan hefur enn engar áreiðanlegar vísbendingar um hverjir rændu bankann og ekki heldur um hvar þeir eru nú niðurkomnir. Sporhundur lögreglunnar rakti slóð þeirra frá Vesturgötunni í átt að höfninni og síðan suður á bóginn um Garðastræði í átt að Blómvallagötu. DV-mynd S Eftir ránið hlupu mennirnir eft- ir gangstíg við vesturenda útibús- ins niður á Nýlendugötu og þaðan sennilega áfram niður á Mýrar- götu í áttina að Stálsmiðjunni. Sporhundur rakti slóð þeirra þangað og hélt síðan áfram yfir á Garðastræti en virtist tapa slóð- inni á leiöinni og fór aftur að bankanum. í gærkveldi fann lögreglan Toyota bifreið á Biómvallagötu. Talið er að Toyotuna hafi ræningj- arnir notað til að komast undan. Þar í var hnífur ræningjanna en ekki annað úr fórum þeirra. Enn er allt á huldu um hvar þeir halda sig. Fylgst var með öllum manna- ferðum úr bænum þegar eftir rán- ið en það gaf engan árangur. Rann- sókn málsins verður fram haldið í dag. „Við munum vinna úr þeim litlu vísbendingum sem við höfum. Enn höfum við ekkert á aö byggja sem gæti bent til hvaða menn voru þarna á ferð og ekki heldur hvar þeir eru niðurkomnir,“ sagði Hörður Jóhannesson, yfirlögreglu- þjónn hjá Rannsóknarlögreglunni, í samtali við DV í morgun. -GK Veðrið á morgun: Talsvert frost Á morgun verður fremur hæg norðaustanátt um landið norðan- vert en hæg suðaustan- eða aust- anátt sunnanlands. É1 verða á Norðausturlandi og með suður- ströndinni en annars þurrt og bjart veður. Talsvert frost, eða á bilinu 3 til 12 stig á láglendi, mildast sunnan til. Veðrið í dag er á bls. 36 Gronsasvegí 11 Sfmi: 5 886 886 Fox: 5 886 888 Groent númer: 800 6 886 j MTT# alltaf á Miövikudögnin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.