Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1995, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995 Fréttir Misstu heimili sitt í snjóflóðinu á Flateyri: Anægð að vera komin aftur til Flateyrar - ætlaði ekki að koma svona fljótt til baka, segir Hjördís Guðjónsdóttir DV; Flateyri: „Ég ætlaði ekki að koma vestur aftur, að minnsta kosti ekki í vetur. Við vorum búin að leita okkur að íbúð á Suðurnesjum í langan tíma en fundum aðeins eina sem hentaði okkur. Leigan á henni var hins veg- ar svo há að við réðum ekki við hana. Þegar svo maðurinn minn fór vestur til að ná í það af dótinu okk- ar sem heillegast var hugsaði ég með mér að þetta gengi ekki svona. Það væri útilokað aö hann væri í allan vetur við sjósókn frá Flateyri en ég með bömin fyrir sunnan," sagði Hjördís Guðjónsdóttir, íbúi á Flateyri, í samtali við DV. Hjördís og fjölskylda hennar misstu heimili sitt í snjóflóðinu á Flateyri í haust. Hjördis hafði ásamt Akranes: Stöðugt færri án atvinnu DV, Akranesi: „Það er mikill hugur í mönn- um hér og engin deyfð í atvinnu- lífinu eins og er,“ sagöi Brynja Þorbjörnsdóttir, atvinnumála- fulltrúi á Akranesi, við DV. At- vinnuleysi í nóvember var 4,7% af mannafla og er það 1,5% minna en á sama tíma í fyrra og mun minna en undanfarin ár. -DÓ PIZZA & TOAST LITLI SÆLKERAOFNINN FRÁ Lítíll og nettur borðofn sem getur alla skapaða hluti. Steikir og grillar, ristar brauð og bakar kökur. Og nú getur þú eldað pizzu á hinn eina og sanna ítalska máta. Ofninum fylgir sérhönnuð leirplata (pizzasteinn), sem jafnar hita og dregur í sig raka. Þú eldar, án fitu, pizzu, kjöt, fisk o.fl. PIZZA & TOAST kostar aðeins kr. 10.250,- stgr. TILVALIN JÓLAGjÖF TIL SÆLKERA 6 gerðir ( I borðofna á verði frá 9.300,- jFOnix HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍM1 552 4420 Hjördís Guðjónsdóttir ásamt börnum sínum og tengdadóttur. Maður hennar, Magnús Björgvinsson matsveinn, var á sjó þegar myndin var tekin. DV-mynd Gm.S. Sérleyfisbifreiðum Keflavíkur breytt í hlutafélag: Ætlum að verja réttindi okkar - segir Guðmundur Steindórsson, trúnaðarmaður félagsins DV, Suðurnesjum: „Það stóð til að segja öllum starfs- mönnum Sérleyfisbifreiöa Keflavík- ur upp um áramótin. Síðan var fall- ið frá því um stundarsakir og málið falið lögfræðingum. Ef við verðum teknir af þeim kjörum sem við erum á nú og færðir niður í kjör Bifreiða- stjórafélagsins Sleipnis, þá lækka laun okkar um 6-7000 krónur á mán- uði. Að fara í Sleipni er eins og að fara marga áratugi aftur í tímann," sagði Guðmundur Steindórsson, trúnaðarmaður SK, í samtali við DV. Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt tillögur almennings- vagnanefndar bæjarins um að breyta rekstrarformi SK í hlutafélag sem verði alfarið í eigu bæjarins og heQi starfsemi 1. janúar 1996. Bæjar- ráðsmenn voru ekki sammála nefndinni að miða uppsagnir starfs- manna við ákveðna dagsetningu. Þeir leggja til að það verði hlutverk nýrrar hlutafélagsstjórnar að taka ákvörðum um hvernig verði unnið að þeim málum. Bæjarstjórn tekur síðan endan- lega ákvörðun í málinu sem snýr mest að starfsmönnum - hvort þeim verður sagt upp og síðan endurráðn- ir þegar nýja hlutafélagið tekur til starfa. Það þýðir að starf'smennirnir 14 þurfa að skipta um stéttarfélag. „Við ætlum að verja réttindi okk- ar og ekkert annað kemur til greina en að vera áfram í Starfsmannafé- lagi Reykjanesbæjar og eftirlauna- sjóði. Það er skýlaus krafa okkar að halda okkar hlut óskertum. Við erum ekki á móti því að félagið sé gert að hlutafélagi en ef við fórum í Sleipni verður skerðing á öllum okkar réttindum. Við viljum að bærinn leigi okkur til hlutafélags- ins meðan það er alfarið í eigu bæj- arins,“ sagði Guðmundur. „Formsins vegna verður að segja upp öllum starfsmönnum þegar svona breytingar verða. Okkur var falið verkefnið og við reynum að velja besta kostinn. Breytingamar eru til þess að auka sjálfstæði fyrir- tækisins og að forðast það að brjóta samkeppnislög. Nú hefur fyrirtækið ákveðna vernd frá bæjarfélaginu," sagði Þórunn Benediktsdóttir, for- maður almenningsvagnanefndar. -ÆMK Akranes: Félagsíbúðir á frjálsan markað DV, Akranesi: Til athugunar er að selja á frjálsum markaði þær íbúðir sem Húsnæðisnefnd Akraness hefur kauprétt á í félagslega kerfinu. Að sögn Jóns Pálma Pálssonar, starfsmanns húsnæð- isnefndar, er aðalástæðan fyrir athuguninni sú að ekki virðist vera eftirspurn eftir félagslegum íbúðum þessa stundina. Bærinn verður að kaupa upp þær íbúðir sem eru í félagslega kerfinu og ekki hefur tekist að selja þær þannig að bærinn sit- ur uppi með íbúðimar og hefur talsverðan kostnað af þeim. Ef bærinn selur íbúðimar lægra verði heldur en áhvílandi lán á íbúðunum þá tapar bæjarfélagið peningum. Ef hins vegar að íbúðirnar era seldar hærra verði heldur en áhvílandi lán þá rennur hagnaðurinn til Hús- næðisstofnunar. -DÓ Jólalokanir sjúkrahúsanna: Tíu deildum lokað á Land spítalanum Verulegur samdráttur verður í starfsemi Ríkisspítala um jól og ára- mót og óvenjumikill miöað við árs- tíma/Samkvæmt upplýsingum frá yfirstjórn spítalanna verða tíu deildir á Ríkisspítölum alveg lokað- ar í viku til hálfan mánuð fram í janúar og dregið verður úr stárf- semi annarra deilda. Lokunin felst meðal annars í því að ekki verður tekið á móti nýjum sjúklingum inn á spítala. Á Landspitalanum verður tveim- ur skurðdeiidum á handlækninga- sviði lokað, almennri lyflækninga- deild, sængurkvennadeild, fjórum litlum almennum deildum á geð- lækningasviði og barna- og ung- lingageðdeildinni við Dalbraut. Dregið verður úr starfsemi hjarta- deildar í þrjár vikur að hálfu og fjórðungur rúma á skurðdeild barna verður ónotaður. Húðdeildinni á Vífilsstöðum verð- ur lokað í háifan mánuð en að öðru leyti verður ekki um svo mikinn samdrátt aö ræða þar. Sigríður Snæbjörnsdóttir, hjúkr- unarforstjóri á Borgarspítalanum, segir aö 25-50 prósenta samdráttur verði í starfsemi bráðadeilda spital- ans yfir jól og áramót en lítill sem enginn samdráttur verði á langlegu- deildum. Fáar innlagnir verði á spítalann fyrir jól. -GHS manni sínum, Magnúsi Björgvins- syni, og börnum orðið að flýja hús sitt vegna snjóflóðahættu og voru þau því ekki heima nóttina örlaga- ríku. En nú er fjölskyldan komin vestur aftur og flutt í eitt af þeim sumarhúsum sem komið var upp til að leysa bráðasta húsnæðisvanda Flateyringa. „Mér líkar þetta ljómandi vel og ég er ofsalega ánægð að vera komin aftur til Flateyrar. Það er sama hvar maður er ef fjölskyldan getur öll verið saman. Reyndar er ég svolítið kvíðin fyrir þessum sjávarflóðum sem búist er við um jólin. Ég verð að játa að ég hef sofið illa að undan- förnu vegna þessa, einkanlega þegar hvasst hefur verið,“ sagði Hjördís Guðjónsdóttir. -Gm.S. Tókst ekki að stöðva bóka- markað á Akranesi DV, Akranesi: „Maður er orðinn þreyttur á samstarfinu við bókaútgefendur þegar þeir gera okkur þennan grikk á þessum árstíma. Fata- verslanir hér á Akranesi hafa getað stöðvað slíka markaði þeg- ar þeir hafa verið settir á. Það er á hreinu að þetta setur strik í reikninginn hjá okkur i bóksöl- unni,“ sagði Hallgrímur Jóns- son hjá Bókaverslun Andrésar Níelssonar í samtali við DV. Mikillar óánægju gætir hjá forstöðumönnum þeirra tveggja bókaverslana sem starfa á Akra- nesi vegna bóka- og verkfæra- markaðar sem var þar um helg- ina. Bóksalamir, sem reka verslanir sínar allan ársins hring, telja að þetta skaði söluna hjá þeim þegar slíkt er gert á bestu söludögum ársins hvað bókum viðkemur. Þeir reyndu að stöðva mark- aðinn en fulltrúi sýslumanns treysti sér ekki til þess þar sem sá maður sem var með markað- inn hefur smásöluleyfi á Akra- nesi. DÓ Húsavík: Ný verksmiðja í rækju- vinnslunni DV, Húsavík: Fiskiðjusamlag Húsavíkur tók nú um mánaðamótin í notk- un nýja rækjuverksmiðju sem mun vera ein sú fullkomnasta á landinu. Eldri rækjuverksmiðj- an var í gömlu húsnæði sem hentaði ekki vel fyrir rekstur- inn hvorki hvað varðaði stað- setningu né aðstöðu. Hún var flutt i nýlegt húsnæði sem var notaö undir saltfiskverkun og er allur aðbúnaður þar að sögn mjög góður. Afkastageta verk- smiðjunnar getur verið allt að 7-8000 tonn af hráefni á ári. -AA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.