Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1995, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1995, Blaðsíða 28
32 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995 r númerið - nafnið BOKIN ER KOMIN Þú þnkkir númerið sölustad á aðeins 895 kr. og ennþá Sviðsljós Franska leikkonan Irene Jacob ljóstrar upp leyndarmáli: Nýr ilmur fyrir nýjar persónur Franska leikkonan Irene Jacob hefur dottið niður óbrigðult ráð til að setja sig í spor persónunnar sem hún túlkar. Hún notar nýtt ilmvatn á meðan aörar leikkonur mundu skipta um hárgreiðslu. „Áður en ég leik persónu vel ég alltaf ilmvatn handa henni,“ segir Irene Jacob, sem skaust upp á alþjóðlega stjömu- himininn í kvikmynd Kieslowskis, Tvöfóldu lífi Veróniku, árið 1991 og aftur árið 1994 fyrir leik sinn í Rauðum, eftir sama höfund. „í hvert skipti sem ég set á mig þetta ilm- vatn finnst mér ég því breytast í þessa persónu." Irene Jacob leikur Desdemónu í nýrri kvikmynd eftir Óþelló Sha- kespeares, þar sem hún leikur á móti stórmennum eins og Laurence Fishbume og Kenneth Branagh. Ir- ene valdi ilmandi ölkelduvatn frá tískukónginum Paco Rabanne til að laða fram persónueinkenni þessarar konu, sem gefur allt upp á bátinn, þar á meðal eigið lif, fýrir Óþelló. Um ilmvatnið og Desdemónu segir Irene: „Þegar ég var með það fann ég fyrir mýkt hennar en einnig Irene Jacob þykir með glæsilegri leikkonum Frakklands um þessar mundir. styrk.“ Irene var að vonum dálítið óstyrk að þurfa að leika Shakespeare á hans eigin tungu, þar sem enskan er Frökkum ekki alltaf mjög töm. En Kenneth Branagh var þó ekki seinn á sér að stappa í hana stálinu, sannur séntilamður sem hann nú er. „Veistu hvað, Shakespeare er lika á hálfgildings útlensku í okkar augum,“ sagði Kenneth Branagh við Irene. Eins og nærri má geta, er Irene mikil ilmvatnskerling, flengist á milli tíu, tólf tegunda þegar hún er bara að dúlla sér heima í París. En hún notar bara eina tegund af vara- lit: Mon Rouge frá Palomu Picasso. „Ég er alltaf með hann, en ekki of mikið. Mér finnst að farði, rétt eins og föt, eigi ekki að vera of áberandi. Ég er hrifin af fótum sem leyfa lín- um konunnar að njóta sín. Á sama hátt á farðinn að laða fram lögun augnanna, varanna og kinnanna," segir Irene Jacob, þrítug þokkadís og frábær leikkona sem við eigum áreiðanlega eftir aö sjá meira af í náinni framtíð. Goi i >i rsrpvi-: i áskrift 550 5000 n URVALS BÆKUR Önnur Býr heima Jenny úr sænsku hljómsveitinni Ace of Base er fyrir löngu orðin milljónamæringur, 23 ára gömul. Margir í hennar sporum mundu ef- laust vera búnir að kaupa sér glæis- • villu og glæsibíl eða bíla en stúlkan sú fer sér að engu óðslega frekar en systir hennar, Linn, sem einnig syngur í hljómsveitinni. Jenny býr enn heima hjá pabba og mömmu i Gautaborg. Það kemur reyndar ekki til af góðu þar sem hún varð fyrir þeirri óþægilegu reynslu að geðveiU Þjóðverji réðst inn í svefnherbergi hennar vopnaður hnífi fyrir nokkru. Síðan hefur hún ekki þorað tt* Nöfn vinningshafa verða birt daglega í DV til 23. desember. Jólaleikur Bónus Radíó - Hringdu í 904-1750 - Verð 39,90 mínútan Jálalaikur Skoðaðu Jólagjafahandbók sem fylgdi í 25. nóvember og hringdu í s. 904-1750 og taktu í jólaleiknum. YOKQ með útvarpstæki verðmæti AFFINiTY 930 GSM símar, hver að verðmæti kr. 54.890. Petta eru öflugir símar með 60 númera símaskrá með nöfnum, 15 mismunandi hringingum, dagsetningu og klukku, 5 styrkstillingar o.fl. Og aðalvinningurinn dreginn verður út Þorláksmessu: CMC 486DX4/100 fullbúin marg- miðlunartölva með 8 MB vinnsluminni, 540 MB hörðum diski. Tölvunni fylgir PCI skjákort, 16 bita hljóðkort, innbyggt 4 hraða geisladrif CD-ROM, tveir 40 vatta hátalarar, Samsung 17" Gli Sync Master S-VGS lágútgeislunar litaskjár, 28800 bps modem, Internet- tenging í 1 mánuð, 2 raðtengi, 1 hliðtengi, 1 leikja tengi, straumlínulaga mús, músarmotta og Windows 95. systranna úr Ace of Base: hjá pabba og mömmu að búa ein. En þær systur láta peningana og frægðina ekki rugla sig í ríminu. Þó Linn búi ein í Gautaborg fer hún hægt í sakimar. En Jonas bróðir þeirra, sem einnig er í Ace of Base, og Ulf, hinn meðlimurinn, eru hins vegar komnir í meiri ríkmannsstell- ingar og eyða í hús, bila og annað sem hugurinn gimist. Jenny, t.h., og Linn i Ace of Base. Það eru ekki allir jólasveinar sem notast við hreindýr til að komast staða á milli. Á Indlandi þykir eðlilegast að sveinki notist við ffla enda nóg af þeim þar um slóðir. Á myndinni heilsar Irtiil jólasveinn á fílsbaki upp á börn fram- an við hótel í Nýju-Dehli. Um 20 milljónir kristinna halda jólin hátíðleg í landi þar sem flestir hallast að hindúisma. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.