Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1995, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1995, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995 7 Fréttir Alvarlegur vandi vegna neyslu unglinga á alsælu: Selja nokkur hundruð skammta hverja helgi - hópur unglinga í lífshættu, segir Ólafur Guömundsson hjá forvarnadeild lögreglunnar „Ég get fullyrt að nokkur hundruð alsælutöflur eru seldar um hverja helgi. Við vitum ekki fyrir víst hve margar en þær skipta hundruðum," segir Ólafur Guðmundsson, hjá for- varnadeild lögreglunnar í Reykjavík, í samtali við DV. Lögreglan hefur nú vaxandi áhyggjur af neyslu alsælu, sem var umtöluð hér fyrir fáum árum og er nú komin í hámæli á ný. Svo virðist sem hér sé um eins konar tískufar- aldur meðal ungs folks að ræða. Ranghugmyndir eru meðal margra unglinga um að efnið sé hættulaust en það er öðru nær. Nýlega framdi unglingur sjálfsmorð eftir að hafa tekið inn alsælu Viðt£d var við for- eldra hans í helgarblaði DV. Önnur efni taka við „Til þessa hafa aðrir aðilar verið með alsæluna til sölu en þeir sem selja hefðbundin eiturlyf," segir Ólafur. „Þess vegna gekk lögregl- unni í upphafi illa að fmna sölu- menn alsælunnar. Þetta var óþekkt- ur hópur. Núna blandast þetta meira og þeir sem áður aðeins seldu alsælu eru famir að selja önnur efni, eink- um amfetamín. Það myndast þol gegn alsælunni og þá þarf sterkari efni til að komast í vímu og eins til að vinna á þunglyndinu sem fylgir í kjölfarið á neyslu alsælu.“ Vín hættir að seljast Þegar alsælan kom fyrst fram hér á landi var neysla hennar bundin við ólögleg samkvæmi sem boðað var til í ónotuðu húsnæði hér og þar í bænum. Þetta voru hins svoköll- uðu „reifpartí". Nú leikur grunur á að neyslan hafi færst inn á vínveitingastaði enda hafa veitingamenn kvartað undan að lítið seljist af áfengi þar sem alsælan er aðalvímugjafinn. Hafa þeir m.a. brugðist við með að selja vatn en alsæluneytendum er ráðlagt að drekka mikið vatn til að koma í veg fyrir ofþornun. Ólafur segir að vandinn vegna al- sæluneyslunnar sé meiri en skýrsl- ur gefa til kynna. Krakkamir leiti í sumum tilvik- um læknis vegna eftirkastanna. Þau segjast þá aðeins vera veik og gefa ekkert upp um hina raunverulegu orsök. Ástlaust kæruleysi Vitað er til að 15 ára krakkar hafi neytt alsælu en yfirleitt eru neyt- endumir nær tvítugu. Þeir sækjast eftir algleyminu sem viman veitir og oftast er neyslan tengd dansi. Fólkið dansar sig í trans og veit svo hvorki hvar það er né hvað það heitir á eftir. Lyfinu er einnig þökkuð aukin ástartiflnning. Það er enn ein rang- hugmyndin um alsæluna. Lyfið veldur kæruleysi og það hefur verið notað til að losa um málbeinið á glæpamönnum. „Kæruleysið sem fylgir alsælunni veldur því að neytandanum er sama með hverjum hann liggur og hve mörgum. Daginn eftir koma svo eft- irþankarnir og þeir af verri gerð- inni,“ segir Ólafur. Sölukerfi „landans" Sala á alsælu hefur til þessa ver- ið með svipuðu hætti og sala á öðr- um eiturlyijum hin síðari ár. Kaup- endumir hringja í boðtæki og svo er hringt í þá og gengið frá kaupun- um. Þetta er sama kerfi og þróaðist meðan viðskipti með „landa“ voru hvað líflegust. Ekki er heldur útilokað að sömu aðilar selji alsælu og áður seldu „landa“ og í sumum tilvikum eru neytendurnir þeir sömu. „Það skiptir mestu í baráttunni -■við alsæluna að uppræta markað- inn. Það þarf að byrja forvamastarf- ið meðán börin eru enn á unga . aldri, jafnvel i leikskólunum. Þekkingarleysið er verst og marg- ir hafa lifað í þeirri trú að alsælan væri hættulaust efni. Það skiptir öllu að upplýsa um eiturlyfin og af- leiðingar þeirra," segir Ólafur Guð- mundsson. -GK Niöurskurður um 383 milljónir til Sjúkrahúss Reykjavíkur: Loka þarf öldrunardeild Skátar heimsóttu Fossvogsskóla á föstudaginn og dreifðu barmnælu með endurskini til 7 til 10 ára nemenda. Við það tækifæri sungu börnin jóiasöngva. DV-mynd GS sem opnuð „Við stöndúm frammi fyrir því að skorið verði niður hjá okkur um 383 milljónir króna á næsta ári og það er langt í frá að það takist sársauka- laust. Ég vil í þessu sambandi nefna að ekki er gert ráð fyrir fjárveitingu til einnar af þeim öldmnardeildum sem við vorum að opna á Landakoti i haust. Fyrst héldum við að um misskilning væri að ræða en svo virðist ekki vera og þá verður ekki um annað að ræða en að loka þess- ari deild. Ég verð að játa það að ég óttast þann hugsunarhátt sem er uppi að við getum endalaust hag- rætt og skorið niður, rétt svona eins ekkert sé,“ sagði Sigríður Snæ- björnsdóttir, hjúkrunarforstjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur sem eru Borgarspítali og Landakot og Hvíta- bandið eftir sameiningu. Eftir fund stjórnenda Sjúkrahúss Reykjavíkur með fjárveitinganefnd „Nú bíðum við bara eftir dómi Fé- lagsdóms. Hann þarf að dæma 1 máli hvers og eins félags fyrir sig og dómur þarf að falla fyrir áramót. Hvemig sem hann fer munum við bjóða Vinnuveitendasambandinu upp á samninga. Hafni VSÍ að ganga til samninga við okkur verðum við með vel undirbúnar aðgerðir tilbún- ar, eins og yfirvinnubann og fleira því um líkt. Það er alveg ömggt að fólk skortir ekki vilja til að hefja baráttu fyrir bættum kjöram. Það væri frekar spuming um bolmagn," sagði Sigurður T. Sigurðsson, for- maður Verkamannafélagsins Hlífar í Hafnarfirði, í samtali við DV. Hann sagðist vilja bjóða VSÍ að' semja um ákveðna upphæð sem kæmi til útborgunar ef til vill tvisvar til þrisvar á næsta ári. „Þetta vil ég að sé gert til að draga úr því höggi sem kemur eftir ár þegar kjarasamningar era lausir. Þá munum við fara fram á að fá hliðstæð laun og greidd eru annars staðar á Norðurlöndum. Það myndi þýða allt að 300 prósenta hækkun. Slíka hækkun þolir þjóðfélagið ekki. Þess vegna er það spuring, til að milda málið, að hækka laun eitt- hvað á næsta ári. Þannig gæti VSÍ fengið fólkið með sér og þá er mögu- leiki á að hægt verði að semja um var í haust Alþingis er ljóst að sjúkrahúsið verður að skera niður sem nemur 383 milljónum króna sem fyrr segir. Það skiptist þannig að ekki fást 54 milljónir á næsta ári til reksturs öldrunarlækningadeild 3-B á Landa- koti sem var verið að opna í haust. Ekki er gert ráð fyrir neinum verð- hækkunum í fjárveitingum til spít- alans. Þá er gert ráð fyrir óskil- greindum 71 milljónar króna sparn- aði og ekki er gert ráð fyrir sér- stakri fjárveitingu vegna rekstrar- vanda eins og fyrir árið 1995 upp á 100 milljónir króna. Þá standa eftir 112 miHjónir króna sem spitalanum er gert að skera niður þjónustu um á næsta ári. Sigríður sagðist ekki sjá hvemig þetta ætti að takast nema með því að skera niður þjónustuna sem nemur þessum upphæðum. -S.dór hækkun í einhverjum áfóngum í næstu kjarasamningum," sagði Sig- urður. -S.dór Bandalag íslenskra skáta hefúr síðastliðin sex ár vHjað leggja sitt af mörkum tfl að auka öryggi barna í umferðinni og staðið fyrir landsá- takinu Látum ljós okkar skína. Umferðinni fylgja ýmsar hættur sé ekki rétt aö farið. Þegar skyggja tekur og böm eru á ferð er sérstök ástæða tU varúðar. í nóvembermán- uði sendu skátar inn á öU heimUi á landinu, þar sem sex ára börn búa, endurskinsborða sem ná yfir axlim- ar. Fjölskyldur bamanna fengu veg- legt fjölskyldurit þar sem meðal annars er bent á hættumar í um- ferðinni. Nú í ár hafa skátar, í samvinnu við fyrirtæki í landinu, dreift til aUra 7 tU 10 ára barna barmnælu með endurskini undir kjörorðinu Verum vel upplýst. -ÞK Verkalýðsfélögin fjögur bíða eftir dómi Félagsdóms: Vel undirbúnar aðgerðir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.