Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1995, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1995, Blaðsíða 22
26 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995 Menrnng Rúmlega 60 þýddar skáldsögur og ljóðabækur koma út að þessu sinni: Vel yfir meðallagi - segir Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur og gagnrýnandi DV, um þennan bókaflokk Nokkrar af þeim þýddu skáldsögum sem eru athygliverðar, að mati Aðalsteins Ingólfssonar gagnrýnanda. Ríflega 60 þýddar skáldsögur og ljóðabækur koma út fyrir þessi jól. Það er svipað magn og verið hefur undanfarin ár. í þeim flokki kennir margra grasa, hvort sem um ræðir fagurbókmenntir eða reyfara. Blað- ið hafði samband við Aðalstein Ing- ólfsson, lisfræðing, bókmenntaunn- anda og gagnrýnanda DV, til að fá hans álit á þýddum skáldskap þessi bókajól og því sem stæöi þar upp úr. „Af eldri fagurbókmenntum stendur upp úr í mínum huga þýð- ing Péturs Gunnarssonar á Frú Bovary eftir Gustave Flaubert. Sömuleiðis má telja Réttarhöldin eftir Franz Kaíka í þýðingu Ástráðs Eysteinssonar og Eysteins Þorvalds- sonar til tíðinda. Af því litla sem ég hef lesið í Frú Bovary sýnist mér Pétur hafa leyst verkefnið afskap- lega vel af hendi. Síðan má nefna nokkrar sérkennilegar bækur af eldri tegundinni sem allt í einu dúkka hér upp. Þar nefni ég Pa- storalsinfóníuna eftir André Gide í þýðingu Sigurlaugar Bjamadóttur. Einnig er mjög gott að fá Mefistó eft- ir Klaus Mann sem Bríet Héðins- dóttir þýddi. Það er ágæt skáld- saga,“ sagði Aðalsteinn. Af nýrri bókum sem Aðalsteini fannst fagnarefni að fá í íslenskri þýðingu neflidi hann nýjustu bók Gabriels Garcia Marquez, Um ást- ina og annan fjára, sem Guðbergur Bergsson þýðir. Sömuleiðis minnt- ist Aðalsteinn á bókina Stúlkan með Botticelli-andlitið eftir William D. Valgardson í þýðingu Gunnars Gunnarssonar og Hildar Finnsdótt- ur, og Ennislokk einvaldsins eftir Hertu Möller sem Franz Gíslason þýðir. í flokki þýddra spennusagna nefndi Aðalsteinn eina bók til sög- unnar. Það er Atburðir við vatn eft- ir Kerstin Ekman í þýðingu Sverris Hólmarssonar. Hér er á ferðinni bók sem hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1994 sem Aðal- steinn sagði að hefði þótt umdeild þar sem margir töldu hana reyfara- kennda. Fjórar góðar Ijóðaþýðingar Úr flokki þýddra ljóða nefndi Aðalsteinn einkum bækumar Ást- in, ljóðlistin og önnur ljóð eftir Paul Éluard í þýðingu Sigurðar Pálsson- ar og Pennann hvassa eftir Nóbels- skáldið Seamus Heany sem Karl Guðmundsson þýðir. Þá væm ljóða- söfh Helga Hálfdánarsonar, Nokkur þýdd ljóð, og Sigurðar A. Magnús- sonar, Meö öðmm orðum, einkar at- hygliverðar. Paula eftir Isabel Allende, í þýð- ingu Tómasar R. Einarssonar, hefur hlotið góðar viðtökur hér á landi en Aðalsteinn sagði að hún væri mitt á milli þess að geta talist skáldsaga og æviminningabók. „Ef við tökum með bækurnar sem gefnar voru út í haust í tengslum við Bókmenntahátíðina í Reykjavík þá má segja aö þessi bókajól séu fin hvað þýddan skáldskap varðar. Þar komu út einar sex skáldsögur á einu bretti. Með þeim bókum erum við vel yfir meðallagi þetta árið,“ sagði Aðalsteinn. Sniglapóstur frá Birgi Svan Út er kominTjóðabókin Sni- glapóstur eftir Birgi Svan Sím- onarson. Þetta er tólfta ljóða- bók Birgis og hefur hún að geyma 28 ljóð. Viðfangsefnin era fjölbreytt að vanda. í bókinni era ástarljóð, þjóðfélagsgagnrýni og ljóð um náttúra íslands. Bókin er gefin út í fáum eintökum og fer ekki í almenna dreifingu. Hún mun hins vegar fást í stærstu bóka- verslunum á Reykjavíkursvæð- inu og beint frá höfúndi. Ferðalag græna mannsins í Hugarhofinu Þórhallur Magnússon hefur sent frá sér sína aðra skáldsögu. Hún nefnist Hugarhofið og fiaflar xim ferðalög „græna mannsins" um heima hugans, heima verald- arinnar. Höf- undur er eirðarlaus landkönn- uður og kortagerðarmaður, eins og segir bókarkynningu. Bókin er í liflu broti, 81 síða að lengd, og fæst í öllum helstu bókaverslunum. -bjb Bókin um Vilhjálm Stefánsson landkönnuö fær góöar viðtökur: „BinGIR SVAN SÍMONAR HUGARHOFIÐ Anægjulegt að þjoðin skuli líka vera skotin í honum - segir Hans Kristján Árnason sem gefur bókina út Björn Jónsson, þýðandi bókarinnar um Vilhjálm Stefánsson landkönnuð, og Hans Kristján Árnason, útgefandi hennar, með Vilhjálm á milli sín, eða öllu heldur vaxmynd af honum sem er í eigu Þjóðminjasafns. DV-mynd GS „Ég var mjög hrifinn af þessari bók. Þetta er í fyrsta skipti sem birt er bók um íslending í útlöndum, skrifuð af útlendingi fyrir erlendan markað og síðan þýdd yfir á ís- lensku. Með aðstoð ekkju Vilhjálms, Evelyn, tókst mér að ná samningum við forlagið í Kanada. Einnig komst ég í samband við bókasafn sem er helgað Vilhjálmi í Dartmouth- há- skóla þar sem ég fékk aðstoð við bókina. Evelyn fékkst til að rita inn- gangskafla í bókina og Vigdís for- seti ritar ávarpsorð,“ sagði Hans Kristján Ámason í samtali við DV en hann hefur gefið út bók um ævi og störf Vilhjálms Stefánssonar landkönnuðar sem hlotið hefur góð- ar viðtökur. Bókin er eftir William R. Hunt, bandarískan prófessor, og kom út í Kanada árið 1986. íslenska útgáfa bókarinnar er með viðbættum inngangskafla eftir Evelyn, eins og Hans skýrði frá, og ávarpsorðum frá Vigdísi Finnboga- dóttur forseta. Bjöm Jónsson, fyrr- um skólasfióri í Hagaskóla, þýðir efhið eftir Hunt en það hefur verið stytt töluvert frá upprunalegu útgáf- unni, enda var það meira á fræði- legu nótunum. Lengi með Vilhjálm í huga Hans sagði að hann hefði verið með Vilhjálm lengi í huganum eða frá því um 1972 er hann var við nám í London. Þá gekk hann á milli fom- bókaverslana í frítíma sínum og spurðist fyrir um efni tengt íslandi. Þar rakst hann á sendibréf sem Vil- hjálmur hafði skrifað 1929. Fyrir tveimur áram tók hann viðtal við Evelyn í sjónvarpsþátt sem hann gerði um Vilhjálm. Þá fyrst fékk hann að vita um tilurð bókar Hunts. Þegar hann hitti Evelyn aftur í vor, er hún kom til íslands í boði Vigdís- ar Finnbogadóttur, var endanlega ákveðið að gefa bókina út á íslandi, enda hvatti Evelyn mjög til þeirra verka. „Eldri íslendingar eiga að vita allt um Vilhjálm. Það var gerð skoð- anakönnun í Vikunni 1940. Þá hlaut hann flest atkvæði sem fyrsta for- setaefni lýðveldisins. Þannig að hann var dýrkaður á íslandi. Síðan fellur hann frá fyrir rúmum 30 árum og það fennir í sporin. Þetta er fyrsta ævisagan um Vilhjálm eftir andlát hans en það var mikið skrifað um hann í Banda- ríkjunum á meðan hann var á lífi,“ sagði Hans Krisfián. Heimsþekktur maður Vilhjálmur var heimsþekktur maður og var t.d. oft á forsíðum stórblaða eins og New York Times. Landafúndir hans bættu við Kanada nær þrefaldri stærð íslands og hann á aö baki lengsta samfellda heim- skautaleiðangur sem farinn hefur verið, á áranum 1913-18. í ljósi þess- arar frægðar sagði Hans það í raun- inni sérstakt hvað Vilhjálmi var gefinn lítifl gaumur á íslandi, ekki síst fyrstu árin eftir að hann lést. „Til marks um hvað við höfum gleymt Vilhjálmi mikið þá gáfu Kanadamenn út frímerki með hon- um 1986 og Bandaríkjamenn gáfu út frímerki 1989. Það hefur aldrei ver- ið gefið út frímerki hér. Reyndar var sett á laggimar stofnun Vil- hjálms Stefánssonar á Akureyri síð- asta vor,“ sagði Hans. Norðurlandaráð setur Vil- hjálm í öndvegi Hans sagði að eftir að hafa kynnst sögu annarra landkönnuða þá kæmi strax í ljós að Vilhjálmur hefði langtum víðtækari þekkingu, hann væri sannur visindamaöur og mannfræðingur. Þetta hefur ráð- herranefnd Norðurlandaráðs gert sér fyllilega grein fyrir þvi Vil- hjálmur verður settur í öndvegi á næsta ári þegar viðamikil sýning um norræna landkönnuði fer af stað um Evrópu til næstu tveggja ára. Sýningin hefst í Finnlandi og fer þaðan til meginlanda Evrópu. „Vilhjálmur var gæddur snilli- gáfu. Hann var uppi fyrir tækniöld- ina og stóð bara á sínum tveimur fótum með heilabúið sitt. Fyrir bragðið getur maður séð hvað hann var mikill risi. Þetta uppgötvuðu Kanadamenn, þeir hafa nefnt eyju eftir honum og þegar bókin kom út 1986 sáu þeir að Vilhjálmur hafði alltaf meira og minna rétt fyrir sér. Hann var umdeildur maður í ýms- um málum en Kanadamenn hafa viðurkennt hann sem fremsta heim- skautafara allra tíma.“ Um viðtökumar við bókinni imd- anfarnar vikur sagði Hans Krisfián: „Ég er mjög feginn að hafa komið bókinni á framfæri. Ég var skotinn í karlinum og ánægjulegt að þjóðin skuli vera það líka. Þetta er einn af merkustu sonum íslands, ábyggi- lega sé þekktasti. Björk slær honum líklega við núna en hann er a.m.k. þekktasti íslenski karlmaðurinn sem uppi hefúr verið.“ -bjb Ljóðabók frá Jóni Óskari Bókmenntafélagið Hring- skuggar hefúr gefið út ljóðabók eftir Jón Ósk- ar er nefnist Hvar eru strætisvagn- arnir? Bókin er 56 blaösíð- ur og skiptist i þrjá kafla. Kaflamir nefnast Nætur og dagar í París, Horft á haf og land og Hvar era strætis- vagnamir? Jón frá Pálm- holti endur- skoðaður Hringskuggar hafa einnig gef- ið út ljóðasafn Jóns frá Pálm- holti er nefn- ist Söngvar um lífið. Um er að ræða nokkurs kon- ar endurskoð- aða heildarút- gáfú á ljóöum skáldsins á ár- Jón tra I’álmhohi ÖNííVAR t'M LÍH unum 1958 til 1988. Skiptist hún i tvo megin- flokka. Sá fyrri hefur að geyma fiórar ljóðabækur sem komu út 1958 til 1973 en hinn seinni ljóð úr bókum frá 1978 til 1988. Myndskreytt merkisrit Með leyfi Lake Education í Bandaríkjunum hefur Græna gáttin, teikni- myndagerð, gefið út fiórar bækur í rit- röðinni Mynd- skreytt merk- isrit. Um er ræða sögurn- ar Glæstar vonir eftir Charles Dickens, Leyndardómar Snæfellsjökuls eftir Jules Veme, Drakúla eftir Bram Stoker og Stikilsberja-Finnur eftir Mark Twain. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.