Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1995, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1995, Blaðsíða 16
i61§lveran ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995 ..i3'\r Hvað dreymir þig? Jólatré fyrir hjónabandi í Stóru drauma- ráðningabókinni eftir Símon Jón Jóhannsson sem Vaka-Helgafell gefur út nú fyrir jólin eru um 3000 atriðisorð þar sem fletta má upp á því hvað draum- ar okkar merkja. Þar segir m.a. að dreymi menn að þeir sjái fallega skreytt jólatré muni jólin verða sérstaklega eftir- minnileg vegna einhvers sem dreymandinn hitt- ir en hefur ekki hitt áður. Þessi skemmtilegu kynni munu leiða til vináttu sem þróast yfir í ástarsamband og að lokum hjónaband. Hjóna- bandið verður langt og farsælt. Marsípangrísi er til- tölulega auövelt aö gera. Þeir sóma sér vel á jólaborðinu, annað hvort við hvern disk eða sem möndlugjöf hjá þeim sem halda þeim sið. Skátahúsið, Snorrabraut Sýningarsalur Heklu, Laugavegi Fyrir síðustu jól hefur skátahreyfingin selt sígrœn eðaltré í hcesta gœðaflokki og hafa þau prýtt mörg hundruð heimili. Svo eðlileg eru trén að fuglar gœtu átt það til að gera sér hreiður í greinum þeirra. Sígrœnu jólatrén frá skátunum eru grœn og falleg jól eftir jól. % 10 ára ábyrgð 8 stœrðir, 90 - 305 cm J* Stálfótur fylgir Eldtraust íslenskar leiðbeiningar Jólatré með skrauti - 3 gerðir Litið marsípanið fyrst með rauð- um matarlit, varlega svo að mar- sípanið verði ekki of rautt. 1. Ákveðið fyrst hvað hver grts á að vera stór. Mótið bolinn með því að gera fyrst kúlu sem mjókkar í annan endann líkt og pera. 2. Þrýstið þétt á, mjóa endann til þess að móta trýnið. Skerið munn- inn út og stingið tvö göt á nefið. 3. Mótið tvær litlar kúlur til að gera augun. Leggið að og festið með því að stinga tveimur holum þar sem augun eiga að vera. 4. Hnoðið tvær kúlur og fletjið þær í eyru. Festið eyrun vel fyrir ofan augun. 5. Gerið nú lítinn hala og snúið upp á hann áður en hann er festur á búkinn. 6. Gerið fjórar kúlur, setjið undir grísinn sem fætur og athugið að hann sé vel stöðugur. 7. Gerið augun með flórsykur- glassúr og örfina steina með bræddu súkkulaöi. Notið kramar- hús úr smjörpappír og klippið örlít- ið gat fremst. 8. Grísinn tilbúinn en að lokum má strá yfir hann smávegis af flór- sykri. 9. Með öðrum litum má búa til önnur dýr eða jólasveina og um að gera að láta hugmyndaflugið njóta sín. Veisla fyrir vel- gengni Dreymi menn að þeir taki þátt í stórri veislu er það fyrir- boði um velgengni og stöðu- hækkun. Taki menn ekki tO matar síns í veislunni veit það á fjárskort. Einnig er sagt að dreymi menn að þeir séu í veislu verði þeir fyrir vonbrigö- um í vöku. Það gætu verið erf- iðleikar í ástarlífinu eða vanda- mál er viðkoma bömum þeirra o.s.frv. Verslunarglugi fyrir fjárgróða Sjái menn búðar- glugga í draumi geta þeir átt von á talsverðum fjár- gróða. Setji menn vörur út í glugga munu þeir ná góðum árangri í ástamálum. Að skreyta verslun- arglugga minnnir dreymdandann á að ekki er allt sem sýnist og því þarf að athuga aOa hluti vel. Brotinn búðargluggi er tákn spennu en tómur gluggi bendir til þess að dreymandinn ætti að rækta betur viðskiptasambönd sín. Þrif á húsi fyrir gleði Dreymi menn að þeir séu að þvo grænmeti boðar það smá- vægilegar deilur innan fjöl- skyldunnar. Séu menn að þrífa húsnæði er það fyrirboði gleði og hamingju. Þrífl menn bað- herbergi í draumi bendir aOt tO þess að hugmyndir þeirra séu vel hugsaðar og skýrar í augna- blikinu. Séu menn að þrífa eld- hús er góður tími fram undan og dreymandinn getur reiknað með því að heilsa hans verði góð. Þurrki menn ryk af hús- gögnum hafa þeir mikinn innri kraft og sterkan vilja. Séu menn að sópa í draumi geta þeir átt von á miklum hindrunum sem er alveg ómögulegt að yfirstíga. Avísun ekki fyrir góðu Dreymi menn að þeim sé borgað með ávísun er það ekki eins ánægjiOegt og það gæti virst. Uppáþrengjandi persóna mun reyna aö fá dreymandann til að lán sér peninga og geri hann það fær hann aldrei borg- aö til baka. -Sv kmssmmsmmmsmmmmmmáamem

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.